Tíminn - 26.01.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 26. janúar 1995
5
„Ég er friðlausi fuglinn"
Abalsteinn Bergdal í hlutverki Skáldsins.
Leikfélag Akureyrar sýnir: Á svörtum
fjöbrum — úr Ijóbum Davíbs Stefánsson-
ar. Höfundur: Erlingur Sigurbarson. Lýs-
ing: Ingvar Björnsson. Tónlistarstjórn:
Atli Cublaugsson. Leikmynd: Þráinn
Karlsson. Búningar: Olöf Kristín Sigurb-
ardóttir. Leikstjórn: Þráinn Karlsson.
Nú er þess minnst að 100 ár
eru liðin frá fæðingu Davíðs
Stefánssonar frá Fagraskógi.
Davíð, sem var og er eitt af ást-
sælustu skáldum þjóðarinnar,
fæddist 21. janúar 1895 og
þess vegna setur L.A. á svið og
frumsýndi þann 21. janúar
1995, leikverk sem byggt er á
ljóðum skáldsins. Höfundur
verksins, Erlingur Sigurðar-
son, hefur tekið sér fyrir hend-
ur það ótrúlega verkefni að
búa til heila sýningu úr ljóð-
um og ljóðabrotum Davíðs,
þannig að úr veröi samfellt
bundið mái. Einungis örstutt-
ar tengingar eru skrifaðar af
Erlingi. Verkið er ekki leikrit í
venjulegum skilningi, það
hefur engan venjulegan sögu-
þráð heldur er skyggnst inn í
hugarheim skáldsins eins og
hann birtist í ljóðunum. I leik-
skrá er þetta orðað á þá leið að
skáldið gangi á vit ljóða sinna.
Höfundurinn valdi ljóð sem
ort eru í fyrstu persónu og þær
eignast svo líf í leikurunum.
Um val á Ijóðum verður ekki
deilt hér, það hefur enga þýð-
ingu.
Þetta erfiða verkefni Erlings
hefur tekist. Sýningin er með
ólíkindum heildstæð og sam-
felld. Ljóðin eignast líka nýtt
líf, þau birtast ekki bara sem
brot úr mörgum ljóöum held-
ur sem héild, e.t.v. hugleið-
ingar skáldsins langa, dimma
vetrarnótt.
Aðalsteinn Bergdal leikur
Skáldið. Hann er á sviðinu alla
sýninguna, hann segir ekki
margt heldur stendur eða situr
við skrifborð sitt, yrkir og læt-
ur hugann reika. Aðalsteinn
heldur persónusköpun sinni
lifandi og ferskri allan tímann,
þrátt fyrir að hann leiki
sjaldnast beinlínis á móti hin-
um persónunum, talar frekar
við sjálfan sig. Það er afrek út
af fyrir sig. Sigurþór Albert
Heimisson er í hlutverki
Mannsins og ferst það vel úr
hendi. Þar sem þrællinn, fant-
urinn og fífliö eignast tungu í
sama manninum sýnir Sigur-
þór snilldartakta. Konuna leik-
ur Rósa Guðný Þórsdóttir og
þroskinn og lífsreynslan geisla
af henni í sérlega öguðum leik
og verður hún áberandi and-
stæða við sakleysi, æsku og
grandaleysi Dísarinnar sem
leikin er af Bergljótu Arnalds.
Bergljótu, sem er í sínu stærsta
hlutverki hjá L.A. til þessa,
tekst vel upp og gerir Bréfið
hennar Stínu, sem allir þekkja
í söngbúningi, algjörlega
LEIKLIST
ÞÓRGNÝR DÝRFjÖRÐ
ógleymanlegt sem leikatriði.
Dofri Hermannsson leikur
Æskumanninn og kemur vel
til skila áköfum tilfinningum
hans. I öðrum hlutverkum eru
Sunna Borg sem Draumkon-
an, Þráinn Karlsson og Viðar
Eggertsson sem Innri rödd og
Þórey Aðalsteinsdóttir sem
fulltrúi nútímans. Þau skila öll
sínu með sóma.
Um tónlistarflutning í sýn-
ingunni sjá Birgir Karlsson gít-
arleikari og kvartett skipaður
Atla Guðlaugssyni, Jóhannesi
Gíslasyni, Jónasínu Arn-
björnsdóttur og Þuríði Bald-
ursdóttur. Fyrir leiksýningu,
sem sýnir skáldskapnum fulla
lotningu, er tónlistarflutning-
urinn of upphafinn. Honum
hæfði betur alþýðlegri bún-
ingur. Þannig væri líka auð-
veldara að fella hann að leik-
sýningunni og þannig yrði
framvinda hennar heilli, eins
og sýndi sig í þeim tilfellum
sem söngurinn varö hluti
hennar. Davíö Stefánsson var
skáld allra, hann heillaði les-
endur úr«öllum hópum og að-
dáun þeirra var ekki bundin
ákveðnum þjóðfélagshópum.
Áhorfendur þekkja á sjálfum
sér ást og gleði, einsemd, von-
brigði og samúð með þeim
sem minna mega sín. Þeir dást
aö snilldinni aö koma þeim í
orð. Davíð var skáld allra og
þess vegna eiga ljóð hans ekki
heima á upphöfnum stalli,
Dofri Hermannsson og Bergljót
Arnaids í hlutverkum sínum.
þau þarf ekki að upphefja sér-
staklega, þau standa fyrir sínu
eins og þau eru. Söngatriðin
eru of oft eins og sérstök atriði
flutt í kyrrstöðu aftast á svið-
inu og trufla beinlínis fram-
vindu verksins. Auk þessa er
Dofri Hermannsson og Rósa
C ubný Þórsdóttir í hlutverkum
sínum.
kvartettinn ekki nógu sam-
hljóma og raddirnar, ágætar
einar og sér, stakar í söngnum.
Gítarleikur Birgis er látlaus
og fallegur. Hann rænir engu
frá öðrum þáttum sýningar-
innar. Það sama má segja um
búninga Ólafar Kristínar Sig-
urðardóttur og lýsingu hann-
aða af Ingvari Björnssyni.
Þráinn Karlsson leikstjóri
hefur náb vel til allra leikar-
anna og leiklega séð gengur
þessi sýning upp með ágæt-
um. Það er áberandi að leikar-
arnir virðast vaxa sem flokkur
eða heild, þeir ná sterkt saman
á svibi og enginn situr eftir,
allir hrífast með. Það hlýtur að
teljast höfuðkostur. Sýningin
kallar á frekari áhuga á ljóðum
Davíðs. Þess vegna á hún eftir
að auka á ný hróður og lestur á
verkum skáldsins frá Fagra-
skógi. ■
Kennitala — einkamál
Ég er málkunnugur roskinni
konu, sem búib hefur erlendis
um langt árabil.
Þar hefur hún tekið virkan
þátt í samkvæmislífinu og í
kunningjahópi hennar er
margt fyrirmennið, frægt fólk
sem við hin lesum um í blöð-
um.
Þessi kona ber aldur sinn vel
og er enn eitt dæmið um
glæsileika íslenskra kvenna,
sem margfrægur er orðinn um
víða veröld.
Nýlega vakti hún athygli
mína á séríslensku fyrirbærþ
sem henni líkaði mjög miður
af augljósum persónulegum
ástæðum: Á íslandi geta allir
fengið að vita fæbingardag og
ár allra þeirra sem á landinu
búa. Með einu símtali til Hag-
stofunnar er hægt að spyrjast
fyrir um kennitölu hvers sem
er, og það án þess svo mikið
sem segja deili á sjálfum sér.
Ég hafði reyndar lítillega
hugleitt þetta séríslenska fyrir-
bæri þegar ég rak mig á það
fyrir nokkrum árum, að í Dan-
mörku er útilokað fyrir hvern
sem er að fá svona upplýsing-
ar.
Þessi ábending heimskon-
unnar vakti mig til umhugs-
unar um málið á ný, einkum í
ljósi aukinnar umfjöllunar um
fribhelgi einkalífs og vernd
borgaranna í tölvuvæddu
upplýsingaþjóbfélagi nútím-
ans.
Til er stjórnvald sem kallað
er tölvunefnd og undir þá
nefnd skal bera allt þab sem
snertir skráningu eba upplýs-
ingaöflun um borgarana. Er
Frá
mínum
bæjar-
dyrum
LEÓ E. LÖVEj
skemmst að minnast tauga-
titringsins sem varð þegar
einkaaðili áformaði að gefa út
skrá yfir tekjuhæstu íslending-
ana, en þá var mjög vísab til
þeirrar friðhelgi sem nefndin
var beðin um að vernda. Mér
er hins vegar ekki kunnugt um
ab umræddar upplýsingar
Hagstofunnar hafi hlotið
umfjöllun á þeim vettvangi.
Sennilega þurfum við ein-
stakling úr stærra umhverfi en
hér á íslandi til þess að opna
augu okkar fyrir þeim sjálf-
sagða rétti manna, að ekki
skuli hverjum sem er veittar
jafn persónulegar upplýsingar
og hér um ræðir, þótt auðvit-
að sé þjóbfélagið svo lítið að
næsta auðvelt reynist ab afla
slíkra upplýsinga ef nægur
áhugi er fyrir hendi. Það er
hins vegar tvennt ólíkt að geta
fengið upplýsingar, eða að op-
inberir aðilar veiti þær.
Önnur spurning vaknar í
framhaldi þessarar umfjöllun-
ar: Er þjóðfélagið ef til vill allt
farib að leggja of mikib upp úr
kennitölum?
Auðvitað er nauðsynlegt að
greina á milli einstaklinga
meb einhverjum hætti, en get-
ur slíkt ekki gengið of langt?
Það er talað um „firringu"
og ab sporna verði gegn þeirri
þróun að fólk fjarlægist hvert
annað, finnist því ekki koma
annað fólk við og firri sig jafn-
vel ábyrgð á framferði eigin
barna.
Getur sú stabreynd að ein-
hver ópersónuleg tala eba
númer komi í stað nafns haft
þau óæskilegu áhrif, að fólk
finni síður til ábyrgðar?
Væri ef til vill rétt að slá nú
tvær flugur í einu höggi: Virða
friðhelgi einkalífs viðkvæmra
sála og hefja nöfn einstakling-
anna til virðingar á ný í stað
ópersónulegra númera?
Við erum nú einu sinni af
holdi og blóði, en ekki vél-
menni. ■