Tíminn - 26.01.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.01.1995, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 26. janúar 1995 Krossferbirnar: bábir abilar voru fljótir til fjöldamorba. og um helming Frakklands, norð- vestur- og vesturhluta þess lands. Ríki hans náði norðan frá skosku landamærunum suður undir Pýr- eneafjöll og var eitt það voldug- asta í Evrópu. Þeir, sem taka svari Ríkharðs, eru helst á því að gætni og fyrir- hyggja hafi verið aðaleinkenni hans sem stjórnmálamanns og hershöfðingja, gagnstætt ímynd- um bardagahundsins og ævin- týrariddarans sem aldrei hafi get- að verið til friðs og af fyrirhyggju- leysi anab út í meiningarlausa krossferb. Ríki Ríkharðs sunnan Ermarsunds hafi verib auðugra en England og jafnan í meiri hættu, og því sé eðlilegt að hann hafi sinnt þeim hlutanum meira. Þó sé af og frá ab hann hafi verið sinnulaus um F.ngland; þvert á móti hafi hann gert á stjórnsýslu þar og dómsmálakerfi markverðar umbætur er dugað hafi til fram- búðar. Ríkharður og ríki hans mikið áttu sér margt óvina og öfundar- manna (af hverjum var helstur áðurnefndur Filippus Ágúst). Rík- haröur, segja verjendur hans, hafi haft þá stefnu gagnvart andstæð- ingum að vera harbur og fastur fyrir í vörn, en forðast ögranir og árásartilburði. Gagnstætt föður sínum hafi hann t.d. forðast erjur við Velsmenn, íra og Skota, til að geta haft frjálsar hendur á meg- inlandinu. Og krossferðirnar hafi í augum þeirrar tíðar Evr- ópumanna, þar á meðal Eng- lendinga, verið eitthfvað hliö- stætt og friðargæsluabgeröir Sameinuðu þjóðanna nú á dögum. Sennilegast sé að Rík- harður hafi farið í krossferð vegna þess að hann hafi talið sig til þess knúinn af almenn- ingsálitinu. ■ RIKHARÐUR LJÓNSHJARTA „Ríkharöur var ekki annað en fantur og morðingi," segir Terry Jones (úr Monty Python-hópn- um), einn þeirra sem standa að sjónvarpssyrpunni. Konungur þessi, heldur Jones áfram, hafi veriö aurasál og eyðsluhít jafn- framt, hommi og ólmur í mann- dráp og bardaga. Krossferðirnar hafi í hans augum einungis verið tækifæri til að svala síðastnefndu tilhneigingunni. Ríkharður hafi þar á ofan verið Fransmabur sem ekki hafi kunnað orð í ensku, ekki dvalist í Englandi nema hálft ár af tíu ára stjórnartíð sinni (1189-99) og ekki haft áhuga á Englandi nema sem féþúfu (innlegg í bar- áttuna gegn Evrópusamruna?). Þetta er eitthvað annab en gamla hefbbundna myndin af Ríkharbi sem hetju mikilli og góbum dreng, sem berst baráttu réttlætisins og tryggir lokasigur þess. Vib það hefur raunar stund- um verið bætt ab þrátt fyrir sína góbu kosti hafi þessi riddaralegi konungur ekki alltaf verið nógu umhyggjusamur sem leiðtogi í stjórnmálum og hernaði, heldur ævintýrakappi í anda riddarahug- sjónar fyrst og fremst. Terry Jones og félagar segjast við gerð syrpunnar hafa stuöst við Sir Steven Runciman, mikils- metinn sagníræðing og sérfræb- ing um krossferðirnar sem ritaði m.a. bók um Ríkharð. Hún kom út 1955, og þeir sem gagnrýna sjónvarpssyrpuna fullyrba ab síb- an hafi rannsóknir á krossferðun- um leitt í ljós ab margt sem Runciman hélt fram um þær og Ríkharð sé hæpið. John Gillingham sagnfræðing- ur, starfandi-við London School of Economics, er einn af gagnrýn- endum þessum. Hann heldur því fram í nýútkominni bók að Rík- harður hafi til þessa verið van- metinn, einnig af aödáendum sínum. Hann hafi verið friðsam- ur, nýtur stjórnsýslufrömuður og haft drjúga hæfileika sem herfor- ingi. í eina sæng meö Frakka- konungi „Ríkharbur var frægur fyrir orb- heppni ..., siðfágaður svo af bar, Sean Connery (james Bond) í hlut- verki Ríkharbs í einni kvikmyndinni um hann. BAKSVIÐ DACUR ÞORLEIFSSON stíl trúbadora. Ffann hafi og verið naskur áróðursmaður. Það hafi sýnt sig er hann þóttist hafa fundið sverö Arthúrs konungs, Exkalíbúr. Með þab fór Ríkharður í þribju krossferbina (en seldi það að vísu í henni fyrir fjögur flutn- ingaskip og fimmtán galeiður) og varð þannig fyrstur Englandskon- unga til að nýta sér ljóma þann er stóð af Arthúri. Þegar Ríkharður hafði unnið borgina Akkó (Akkon, Acre) á Pal- estínuströnd, lét hann höggva 2700 tyrkneska hermenn, sem varið höfðu borgina, og fjölskyld- ur þeirra. Þetta færa fram þeir, sem sjá Ríkharð fyrir sér sem ill- menni og morðingja. Gillingham skrifar að fjöldamorð á varnar- lausu fólki hafi veriö algeng í krossferðunum og af hálfu beggja aöila. Það er ab líkindum rétt. Ríkharði hafi ekki gengið til grimmd, segir Gillingham, er hann lét drepa stríösfangana í Akkó, heldur hafi hann ekki talib sig geta séð af hermönnum til að standa vörð um þá. Ætla má ab tíðarandinn hafi að vísu ekki talið slík hryðjuverk beinlínis með- mælaverð, en afsakanleg. Sagan segir að Ríkharður hafi eitt sinn gengið í eina sæng með Filippusi Ágústi, Frakkakonungi. En að sögn Gillinghams var sú at- höfn aðeins tákn um náið banda- lag í stjórnmálum. Hann bætir því vib ab þegar Ríkharbur lá banaleguna, helsærbur eftir lás- bogaskot, hafi hann látið færa sér kvenmann í rúmið, þvert gegn rábum læknis síns. Terry Jones i sjonvarpssyrpunni um krossferbirnar: „... ekki annab en fantur og morbingi." hjálms bastarðar sem barðist um krúnuna við Stefán af Blois; að því ab vikib í nýbyrjuðum þáttum í íslenska sjónvarpinu um bróður Cadfael. Foreldrar Ríkharðs voru Hinrik 2., sonur Matthildar og Godefrois af Anjou, og Eleonóra af Akvitaníu. Eftir sína frönsku foreldra erfði Ríkharður ekki að- eins enska konungsríkið, heldur Morbóbur fantur, fyrirhyggjulaus œvintýrariddari eba gœtinn og forsjáll leibtogi? Af Evrópumönnum þeim, sem komu vib sögu í krossferbunum, hefur Ríkharbur 1. Englandskonung- ur, kallaöur ljónshjarta (Lion- Heart, Coeur de Lion), orbið einna frægastur, og raunar ekki síbur sem persóna í sögnum og bókmenntum en sögu. Nýtt innlegg í þab er sjónvarpssyrpá um krossferðirnar, sem BBC er farib að sýna. Syrpa þessi, sem hefur titilinn Crusades, einkennist mjög af því sem Stuart Wavell, er ritar um Ljónshjarta af þessu tilefni í Sunday Times, kallar „political correctness". Það má Iíklega leggja út sem svo að syrpan sé mjög barn síns tíma. Þannig hef- ur líklega verið um flest annað, sem sagt hefur verið og skrifað gegnum aldirnar um konung þennan. Aurasál og ey&sluhít talaði nokkur tungumál og kunni latínu betur en margur klerkur," skrifar Gillingham. Hann segir Ríkharb einnig hafa verið tóngáf- aðan vel og meira að segja ort í Hálft Frakkland Satt er þab að Ríkharbur var Frakki fyrst og fremst. Amma hans í föburætt var Matthildur (Maub, Maude), sonardóttir Vil-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.