Tíminn - 26.01.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.01.1995, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. janúar 1995 n FRÍMERKJASÖFNUN «*«*»»*»«»»«»«**«»«•♦*»*»*«»«•»******•«»*************************** ■ ÍSLAND : 100°® ISLANÖ DAGUR FRÍMERKISINS 7.QKTÓBER 1994'- VERD KR 200 Verblaunablokkin. Verðlaun til íslands l-’rakkar halda áfram aö dást aö íslenskum frímerkjum og nú hafa þeir valiö frímerkjablokk- ina „Dagur frímerkisins — Frí- merkjasöfnun" 1994, til „Les Grand Prix de l'Art philat- elique" 1994. Dómnefndin, sem fjallar um veitingu þessara verölauna, kom saman í París þann 6. des- ember síöastliöinn, á messudegi heilags Nikulásar af Rár, til þess aö ræöa fram komnar tillögur og kjósa um hver hljóta skyldi þennan heiöur fyrir áriö 1994. „Le Grand Prix" fyrir list í frí- merkjum í Evrópu hlutu aö þessu sinni íslensk frímerki, nánar til tekiö frímerkjablokkin sem nefnist Frímerkjasöfnun og kom út þann 7. október 1994. I’annig segir í fréttatilkynningu, sem birtist í tímaritinu „La Phil- atélie Francaise", janúarblaðinu 1995. Eins og segir hér aö ofan, kom blokkin út þann 7. október í fyrra. Höfundúr hennar, eða hönnuöur eins og þaö nú er nefnt, var Hlynur Ólafsson. Biokkin var prentuö í offsetlit- prentun hjá BDT International Security l'rinting Ltd. í Bret- landi. I henni eru 3 frímerki aö FRIMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON verögildi 30,00, 35,00 og 100,00 krónur. Verð blokkarinnar er 200,00 krónur og rennur yfir- veröiö til Frímerkja- og póst- sögusjóös. í kynningu Póst- málastofnunar á útgáfunni segir svo: „Aö þessu sinni er „Dagur frí- merkisins" helgaöur frímerkja- söfnun. Það er löngu ljóst, aö til þess að tryggja tómstundastarf- iö, sem nefnist frímerkjasöfnun, þarf aö kenna þaö æskunni, sem er framtíö hvers lands. Einmitt frímerkjasöfnunin hefir fengið heiti eins og „Konungur tóm- stundastarfanna", en einnig „Tómstundastarf konunga" og hvort tveggja meö réttu. Blokk- in, sem gefin er út af þessu til- efni í ár, er þannig fyllt meö myndefni sem snertir frímerkja- söfnun ungs fólks. Á fyrsta frí- merki blokkarinnar er mynd tveggja unglinga, sem eru aö skoða saman frímerkjasafn. Á næsta frímerkinu er svo farið dýpra í athugun frímerkjanna. Þar sjást nokkur íslensk frí- merki. Teikning og myndefni þeirra er þarna skoöaö meö stækkunargleri. Síðasta frímerki arkarinnar sýnir svo stúlku og eldri mann draga lærdóm af þessu öllu saman, meö því að leita uppi löndin, sem frímerkin eru frá, á hnattlíkani. Einmitt í september var haldin hér nor- ræn unglingasýning, „NORD- JUNEX-94". Fyrsti „Dagur frímerkisins" var haldinn á vegum frímerkja- klúbba Æskulýösráðs Reykjavík- ur, Félags ungra frímerkjasafn- ara og frímerkjaklúbbs Æskunn- ar, áriö 1960. Félag ungra frí- merkjasafnara var elst, stofnaö 1954. Þá var einnig haldin lítil frímerkjasýning meö sama nafni. Söluverð smáarkarinnar er 200 ÍSK og verðgildi frímerkj- anna er 30, 35 og 100 ÍSK. And- viröi yfirverðsins rennur í Frí- merkja- og póstsögusjóö." Þá hefir endanlega verið tekin ákvöröun um öll helstu atriöi varöandi frímerkjaútgáfur þessa árs. Þaö, sem nú hefir veriö til- kynnt, eru eftirfarandi útgáfur: 1. Frímerki í einu verðgildi (35 kr.) í tilefni 100 ára afmælis Hjálpræðishersins á íslandi. Hönnuöur er Tryggvi T. Tryggvason teiknari. Útgáfudagur: 14. mars 1995. 2. Frímerki í einu verögildi (90 kr.) í tilefni 100 ára afmælis Seyöisfjaröarkaupstaöar. Frí- merkið sýnir mynd af listaverk- inu „Útlínur" eftir Kristján Guö- mundsson myndlistarmann. Útgáfudagur: 14. mars 1995. 3. Fjögur frímerki (35 + 35 + 35 + 35 kr.). Örk meö átta frí- merkjum vegna heimsmeistara- keppninnar í handbolta (HM '95). Hönnuöur: Hallgrímur Ingólfsson. Útgáfudagur: 14. mars 1995. 4. Norðurlandafrímerki í tveimur verögildum (30 og 35 kr.). Þema er: „Áfangastaðir ferðamanna" (Laufás í Eyjafiröi og Fjallsjökull). Útgáfudagur: 5. maí 1995. 5. Evrópufrímerki í tveimur verögildum (35 og 55 kr.) meö mynd af listaverki eftir Einar Jónsson, „Úr álögum". Þema: „Friður og frelsi". Útgáfudagur: 5. maí 1995. 6. Fjögur frímerki (30 — 30 + 30 — 30 kr.). Gömul póstskip. Örk meö átta frímerkjum. Hönnuður: Þröstur Magnússon. Útgáfudagur: 20. júní 1995. 7. Frímerki (35 kr.) í tilefni 40 ára flugsamgangna milli íslands og Lúxemborgar. Útgáfudagur: 18. september 1995. 8. Á degi frímerkisins 9. októ- ber 1995 er fyrirhugaö aö gefa út smáörk með yfirverði til ágóöa fyrir Frímerkja- og póst- sögusjóö. Myndefni, verögildi og hönnuður hefur ekki veriö ákveðinn. 9. Frímerki vegna 50 ára af- mælis Sameinuöu þjóöanna. Myndefni, verögildi og hönn- uöur hefur enn ekki veriö ákveöinn. Útgáfudagur: . 7. nóvember 1995. 10. Jólafrímerkin í tveimur verögildum teiknuö af íslensk- um listamanni. Útgáfudagur: 7. nóvember 1995. Nánar veröur tilkynnt síöar urn þessar útgáfur. DAGBÓK Fimmtudaqur 2é janúar X 26. dagur ársins - 339 dagar eftir. 4. vika Sólriskl. 10.27 sólarlag kl. 16.55 Dagurinn lengist um 7 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni, tvímenningur, kl. 13 ídag. Stjórnmálafræbingar! Þaö er korninn tími til að við stofnum okkar eigiö félag og nú látum viö þaö veröa aö veru- leika meö því aö koma saman og ræöa um undirbúning aö stofnun félags stjórnmálafræð- inga. Fundur veröur haldinn í Odda, stofu 101, í kvöld, fimmtudaginn 26. jan., kl. 20. Umsjónarfélag einhverfra heldur almennan félagsfund í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 aö Barna- og unglingageödeild Landspítalans. Fundarefni: Sigríöur Lóa Jóns- dóttir sálfræðingur verður með fyrirlestur sem hún nefnir „At- ferlismeöferö barna meö ein- hverfu". Foreldrar og aðstandendur og allir þeir, sem áhuga hafa á efn- inu, eru hvattir til að mæta. Kvennakirkjan: Fundur í safnabarheim- ili Neskirkju í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 stendur Kvennakirkjan fyrir umræðufundi í safnaðarheimili Neskirkju. Jónína M. Guðnadóttir fjallar um bókina „Þú misskilur mig" eftir Deborah Tannen, en Jón- ína er þýöandi bókarinnar. í bókinni fjallar Deborah um þann misskilning, sem oft kem- ur upp í samtölum karla og kvenna vegna mismunandi skilnings þeirra á oröum, oröa- notkun og fleiru. Allir velkomn- ir. ísfiröingafélagiö: Sólarkaffi og afmælis- hátíb Á þessu ári fagnar ísfirðingafé- lagið 50 ára afmæli sínu, en þaö var stofnaö í Reykjavík 22. apríl 1945, „meö þaö aö markmiöi að viðhalda kynningu milli ísfirö- inga búsettra í Reykjavík og ná- grenni og efla tryggö þeirra við átthagana", eins og segir í fyrstu lögum þess. Af því tilefni gengst félagiö fyrir sérstakri afmælishátíö sam- hliöa sínu árlega „Sólarkaffi", sem haldið verður á Hótel ís- landi föstudagskvöldiö 27. janúar. Mjög er vandað til veit- inga og allrar dagskrár, sem verður óvenju fjölbreytt og með hátíðarsniði. Hátíðarræðu kvöldsins flytur Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráö- herra. ísfirskir tónlistarmenn veröa í aðalhlutverkum: „Villi Valli", „Bjössi Finnbjarnar" og hljómsveit Baldurs Geirmunds- sonar, auk fjölda leynigesta og söngvara. Áður en hátíöardagskráin hefst mun sr. Örn Báröur Jóns- son minnast atburðanna í Súöa- vík og flytja samúðarkveöju. Tónlist veröur flutt. Sala aðgöngumiöa aö Sólar- kaffinu er á Hótel íslandi milli kl. 13 og 17 í dag og á morgun og í síma 5687111. Ósóttar sætapantanir verða seldar eftir kl. 15 á morgun. Boöið er upp á þrenns konar aðgöngumiöa: Sólarkaffi kr. 2200, Sólarkaffi meö fordrykk kr. 2500, og Sólar- kaffi með fordrykk og hátíöar- kvöldverði kr. 4500. Húsið opn- ar kl. 18.30 fyrir nratargesti, en kl. 20 fyrir aöra. Hanna Gunnarsdóttir sýnir í Stöblakoti Hanna Gunnarsdóttir mynd- listarkona opnar málverkasýn- ingu í Stöðlakoti viö Bókhlööu- stíg næstkomandi laugardag, 28. janúar. Sýningin nefnist: „Bláir tónar". Þetta er 4. einka- sýning Hönnu, en auk þess hef- ur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum erlendis. Hann er fædd í Reykjavík 1942. Hún hefur stundað nám við Myndlistarskólann í Reykja- vík, Myndlistarskóla Irene He- ath-í London, Chelsea School of Art í London og Blocherer Kunstschule í Múnchen. Áriö 1978 lauk hún burtfararprófi í innanhússhönnun og myndlist frá Cuyahoga College í Ohio í. Bandaríkjunum. Á sýningunni í Stöðlakoti sýnir Hanna 16 landslagsmynd- ir málaöar meö olíulitum á striga og voru flestar myndirnar málaöar á síðasta ári. Auk þess eru á sýningunni nokkrar eldri olíumyndir, sú elsta frá árinu 1988. Sýning Hönnu í Stöðlakoti er opin daglega frá kl. 14-18 og lýkur 12. febrúar. Listsýningum Daba Gubbjörnssonar lýkur Sunnudaginn 29. janúar lýkur myndlistarsýningum Daöa Guö- björnssonar í Norræna húsinu og í Gallerí Fold, Laugavegi 118d (gengiö inn frá Rauðarárstíg). í Norræna húsinu sýnir Daði olíumálverk, teikningar, skúlp- túra og tréristur, en í Gallerí Fold sýnir hann aquarellur og olíumálverk. Opiö er í Norræna húsinu daglega frá 14-19, en í Gallerí Fold er opið daglega 10-18, nema sunnudaga 14- 18. APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka f Reykjavlk frá 20. tll 26. janúar er I Laugames- apótekl og Árbæjarapóteki. Þaö apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 að morgnl virka daga en kl. 22.00 á sunnu- dögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar I slma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátióum. Simsvari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjaróar apótek og Noróuröæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag Id. 10.00-12.00. Upplýsingar í símsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort aó sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvoldin er opió i þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opió frá kl. 11.00-12.00 og 20.0, ■ 21.00. Á öórum tímum er lyfjafræóingur á bakvakf. Upplýs- ingar eru gefnar i sima 22445. Apótek Keflavlkur: Opió virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opió virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokaó í hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opió er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 3.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garóabær: Apótekið er opió rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, enlaugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1.janúar1995. Mánaðargreiðslur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir)......... 12.329 1/2 hjónalífeyrir............................11.096 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega..........22,684 Full tekjutrygging ororkulífeynsþega.........23.320 Heimilisuppbót...............................7,711 Sérstök heimilisuppból...................;...5,304 Bamalíleyrir v/1 bams........................10.300 Meðlagv/1 barns .............................10.300 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns.................1.000 Mæðralaun/feðralaun v/2ja bama................5.000 Mæóralaun/feóralaun v/3ja bama eóa fleiri...10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða .............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða.............11.583 Fullur ekkjulíleyrir........................12.329 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa) .................15.448 Fæðingarstyrkur.............................25.090 Vasapeningar vistmanna ......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggreiðslur Fullir fæðingardagpeningar.................1.052.00 Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ....142.80 GENGISSKRÁNING 25. janúar 1995 kl. 10,47 Opinb. Kaup viðm.gengi Sala Gen>/ skr.fundar Bandaríkjadollar 67,00 67,18 67,09 Sterlingspund 107,11 107,39 107,25 Kanadadollar 47,20 47,38 47,29 Dönsk króna 11,262 11,298 11,280 Norsk króna 10,150 10,184 10,167 Sænsk króna 9,018 9,050 9,034 Finnsktmark 14,314 14,362 14,338 Franskur franki ....12,832 12,876 12,854 Belgískur franki ....2,1533 2,1607 2,1570 Svissneskur franki. 52,89 53,07 52,98 Hollenskt gyllini 39,61 39,75 39,68 Þýskt mark 44,45 44,57 44,51 ítölsk líra ..0,04236 0,04254 6,337 0,04245 6,325 Austurrískur sch ’.6,313 Portúg. escudo 0,4296 0,4314 0,4305 Spánskur peseti 0,5095 0,5117 0,5106 Japanskt yen 0,6739 0,6759 0,6749 ....105,94 106,38 99,18 106,16 98,99 Sérst. dráttarr 99^80 ECU-Evrópumynt.... 84,02 84,32 84,17 Gr'sk drakma ....0,2852 0,2862 0,2857 BILALEIGA AKUREYRAR •MEÐ ÚTIBÚ ALLTÍ KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVtK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.