Tíminn - 26.01.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.01.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. janúar 1995 9 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND .. . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . 85% fylgjandi til- lögum Clintons Washington - Reuter Niðurstöður úr viðhorfskönn- un CBS, sem gerð var eftir að Bill Clinton forseti haföi lo^ið stefnuræðu sinni á Bandaríkja- þingi í fyrrakvöld, voru þær að 85% af 2.048 manna úrtaki væru hlynnt þeim tillögum sem fram komu í máli hans og 56% litu svo á að Clinton hefði betri skilning á vandamálum hins al- menna borgara en repúblíkan- ar. Reyndar lét Christine Todd, einn af leiötogum repúblíkana, svo um rnælt að hugmyndir Clintons minntu um margt á tillögur repúblíkana, en kjós- endur skyldu þó ekki gleyma til- lögum hans um aukin ríkisút- gjöld, andstöðu við hallalausan ríkisbúskap og tilraunir til „mestu skattahækkana" í sögu Bandaríkjanna. í ræðunni lagði forsetinn til aö þangaö til lög hefðu veriö sett um gjafir og framlög til stjórnmálamanna létu þeir ógert aö taka við slíku, en Ro- bert Dole, leiðtogi þingmeiri- hluta repúblíkana, brást illa við þessum tilmælum og kvað þau ómerkileg. I ræðu sinni lagði Bill Clinton til hækkun lágmarkslauna, en Dole kveðst ekki vita til þess að á þingi hafi nokkur maður stað- ið gegn slíku. Hann benti hins vegar á að forsenda fyrir hækk- un lægstu launa hljóti að vera sú að atvinnuleysingjum fjölg- aði ekki í kjölfar slíkrar ráðstöf- unar. I stefnuræðunni sagði forset- inn m.a. að nauðsynlegt væri að bæta atvinnulifiö og efla það þannig að þeim fjölgaði sem kost ættu á góðri vinnu. Þá boð- aði hann umbætur í skólamál- um, réttlátara skattakerfi og frumkvæði stjórnvalda á ýms- um sviðum félagsmála. Clinton kvaðst fúslega viður- kenna að á fyrstum tveimur ár- um sínum í forsetaembætti hefðu honum orðið á misök, en það kæmi ekki í veg fyrir það að hann skoraöi nú á stjórn- málamenn, hvar í flokki sem þeir stæðu, að leggja til hliðar úlfúð, smásálarskap og hroka, en taka heldur til viö að leysa vandamál þjóðarinnar í sam- einingu. Dúdajev neitar yfir- lýsingum um hern- aðarsigra Rússa Grozníu - Reuter Dúdajev Tsétsenju-leiðtogi brást í gær ókvæða viö yfirlýs- ingum Rússa um meinta hern- aðarsigra þeirra fyrr um daginn og sagði að því færi fjarri að lokasigur innrásarliösins væri í nánd. Af hálfu Rússa var því á hinn bóginn haldið fram að þeir hefðu fellt á sjöunda hundrað Tsétsena og sært 120, en áður hefur Dúdajev sagt að menn hans hafi lagt að velli 12 þúsund rússneska hermenn, sem er meira en mannfallið í röðum þeirra I Afganstan-stríð- inu, en það stóð i tíu ár. Fregnir frá Tsétsenju eru sem- sé ekki aðeins óljósar heldur stangast þær gjörsamlega á. Það veldur aftur því að þeir sem kynnu að geta skorist í leikinn velta því fyrir sér hvað sé t.d. að marka yfirlýsingu Dúdajevs í út- varpi í gær, er hann krafðist þess að kornið yrði á vopnahléi, aö Rússar færu burt með herlið sitt frá Tsétsenju og alþjóðlegir full- trúar fylgdust með því að þetta færi fram með friði og spekt. Rússar munu að líkindum hafna öllum slíkum kröfum, enda líta þeir svo á aö Tsétsenja sé ekki annað en hluti af Rússneska ríkjasambandinu og hafa fortek- ið að fara burt með herlið sitt fyrr en Tsétsenar hafi lagt niður vopn. Andrei Kozyrev utanríkisráð- herra Rússlands sagði í fyrradag að Tsétsenar þyrftu ekki að grípa til vopna, þeir gætu barist fyrir sjálfstæði sínu án þeirra, enda kæmi enginn í veg fyrir að þeir sæktu það mál á þingi. Dúman, neðri deild löggjafar- samkomu Rússneska sambands- ríkisins, er á móti hernaðarað- gerðum í Tsétsenju en hefur þó látið hjá líða að taka fram fyrir hendur stjórnarinnar í Kreml eða Jeltsíns forseta. Búist er við harðri gagnrýni á Pavel Grachev varnarmálaráðherra á þingi vegna þróunar mála í Tsétsenju, en Dúman hefur ekki vald til að koma honum úr embætti. Ekki einu sinni kippur í Kobe Kobe - Reuter Jarðskjálfti sem mældist 3,6 stig á Richter kom í Kobe í gær, átta dögum eftir að skjálfti sem var 7,2 stig lagði mikinn hluta borgarinnar í rúst. Borgarbúar kipptu sér ekki upp viö þennan kipp og haft var á orði að þessi skjálfti hefði veriö svo óverulegur að varla væri hægt ab kalla hann kipp. Sjónvarpsstöövar sáu þó ástæðu til að rjúfa útsendingar til ab segja frá þessum jarðhræring- um, en engar fregnir hafa borist af skemmdum eða manntjóni. Undanfarna daga hafa komið nokkrir eftirskjálftar, en þótt þeir verði vægari eftir því sem lengra líður frá skjálftanurp mikla eru þó margir sem efast um ab hættan á nýjum stórskjálfta sé liöin hjá. ■ Felix litli sem nú er þriggja mánaba, þarf ekki ab kvíba framtíb- inni þegar eldsneytib sem hann er hér ab auglýsa er komib til sögunnar. Tilefnib er „Grœna vikan" í Berlín, þar sem vibamikil kynning á landbúnabarafurbum fer fram, þar á mebal eldsneytisolíu sem unnin er úr rófu- frcejum. 70 leigubílar meb slíku eldsneyti komu akandi í lest og töldu ýmsir ab Felix hefbi síbur en svo spillt fyr- ir málstabnum þar sem hann sat í bílglugganum hjá pabba sínum, í heimaprjónubum ullarfötum. Eldflaugagabb á Svalbaröa Moskvu - Reuter Tilraunaeldflaug sem Norb- menn skutu á loft og kom nið- ur á mannlausu svæði á Sval- barða varð til þess að loftvarna- kerfi Rússa fór í gang. í fram- haldi af því sagði Interfax- fréttastofan frá því að Rússar hefðu skotið niöur árásareld- flaug yfir rússnesku yfirráða- svæði, sem skotið hefði veriö upp frá ótilgreindu landi í Evr- ópu norðanverðri. Skýringar af hálfu hernaðar- yfirvalda í Rússlandi uröu æ vandræðalegri eftir því sem á daginn leið og bera því ljóst vitni aö þar eru menn allt ann- að en samhentir. Undir kvöld voru menn farnir að vísa mál- inu frá sér og sögðust alls engar upplýsingar hafa um atvik af þessu tagi. Skömmu eftir ab írafárið hófst skýrbi breska varnarmálaráðu- neytiö frá því að sér væri þessi eldflaugarviðvörumn Rússa með öllu óviðkomandi og full- trúar Bandaríkjastjórnar leyfðu sér ab efast um að slíkt atvik hefði yfirleitt átt sér stað. ■ PÓSTUR OG SÍMI í lok apríl kemur út upplýsingabæklingurinn „Sumarstarf í Reykjavfk 1995“. Verður bæklingnum dreift til allra barna í Grunnskólum Reykjavíkur. Félög og samtök sem standa fyrir námskeiðum fyrir börn og unglinga í Reykjavík geta fengið birta kynningu á starfsemi sinni. Lokaskil á efni er 10. febrúar n.k. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 622215. Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.