Tíminn - 01.02.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.02.1995, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. febrúar 1995 3 Skýrsla Ríkisendurskoöunar vegna menningarfulltrúa í London: Gat leitab beint til rábherra ef hann vildi „Ab mati Ríkisendurskobunar hefbi mátt standa betur a& mörgum atri&um er lúta a& af- mörkun á starfssvi&i menning- arfulltrúans innan utanríkis- þjónustunnar s.s. skilgrein- ingu á starfi og verkefnavali, áætlunum um fjárlagaheim- ildir og eftirliti me& störfum hans." Þannig hljó&ar upp- hafsmálsgrein í ni&urstö&u- kafla skýrslu Ríkisendursko&- unar um málefni menningar- fulltrúans í London sem af- hent var utanríkisráherra í gær. Áberandi er misvísun hva& var&ar ábyrg& forstö&u- manns sendirá&sins milli þess sem fram kemur í skýrslu Rík- isendursko&unar og í greinar- ger& sem utanríkisrá&uneyti& sendi frá sér í gær. í niðurstöðum Ríkisendur- skoðunar segir ennfremur: „Þab er aöfinnsluvert að menningar- fulltrúinn hafi getað ef honum baub svo við a& horfa leitað beint til ráðherra eba ráöuneytis um afgreiðslu einstakra fram- kvæmdaatriöa án þess ab hafa yfirmann sinn í sendiráðinu með í ráðum." Ríkisendurskoð- un segir það jafnframt óvibun- andi að forstöðumenn geti af þessum sökum vikist undan ábyrgb og starfsskyldum gagn- vart undirmönnum eöa sam- starfsmönnum. Síðan segir Ríkis- endurskoðun tilhögun á veit- ingu fjárheimilda af hálfu yfir- stjórnar utanríkisráðuneytisins vegna menningarkynninga í London ekki veriö í nægjanlega föstum skorbum. „Á árabilinu 1991 til 1993 hafa fjárheimildir verið að hluta til samþykktar eft- ir að til útgjalda var stofnað. Á árinu 1994 er í fyrsta sinn sam- þykkt áætlun um heildarkostnað vegna menningarkynninga í London. Hún var hækkuð um þriðjung í lok ársins en dugbi þó ekki til að mæta þeim kostnaði sem til féll á árinu," segir í niður- stöbu Ríkisendurskoöunar. Þá kemur fram í skýrslunni nokkuð hvöss gagnrýni á bók- hald sendiráðsins vegna menn- ingarfulltrúans og hafa ófull- komin skjöl m.a. leitt til tví- greiðslu kostnaðar. Ýmsar at- hugasemdir eru einnig gerðar við skort á sundurliðun kostnað- ar og þannig að bókhaldið þjón- aði þeim tilgangi að fá fram heildarkostnað við einstaka list- viðburði og geta gert skattyfir- völdum grein fyrir launum og þóknunum. Ríkisendurskoðun gaf ráðu- neytinu ákveðin fyrirmæli um að afmarka starfssvið menning- arfulltrúans betur en gert var og í kjölfar þess var forstöðumanni senidráðsins í London sent bréf þann 18. janúar sl. þar sem hon- um er falið að tilkynna Jakobi Magnússyni aö hann sé starfs- maður sendiráðsins og starfsemi hans falli undir sendiráðið og hann hafi því sömu réttindi og skyldur og aðrir starfsemnn sendiráðsins. Auk þess eru nokk- ur atriði áréttuð þess efnis að menningarfulltrúinn þurfi að starfa í fullu samráði við for- stöðumann sendiráðsins. Segir jafnframt í bréfinu að með þeirri afmörkun sem þar sé gefin hygg- ist ráðuneytið festa í sessi starf- semi sérstaks menningarfulltrúa efir „góða reynslu frá upphafi starfseminnar haustið 1991". Sérstaka athygli vekur að ut- anríkisráðuneytið virðist koma með fullkomlega öndverða túlk- un á málinu miðað við það sem Ríkisendurskoðun segir. í frétta- tilkynningu frá ráðuneytinu seg- ir: „Ekki er um að ræða að menn- ingarfulltrúinn hafi leitað beint til ráöherra um afgreiðslu ein- stakra framkvæmdaatriða". Sam- kvæmt þessu er gegnrýni Ríkis- endurskoðunar sem að ofan er vitnað til misskilningur. Þá segir enn fremur í greinargerð utan- ríkisráðuneytisins: „Skýrt kemur fram að menningarfulltrúi hafi verið einn af starfsmönnum sendiráðsins og starfað þar á ábyrgð forstöðumanns og undir hans eftirliti. Ráðuneytið hefur áréttað fyrirmæla- og leiðbein- ingarskyldu forstöðumanns sendiráðsins." Þessi túlkun ráðu- neytisins er jafnframt athyglis- verð í ljósi gagnrýni Ríkisendur- skoðunar á bein tengsl menn- ingarfulltrúans við ráðherra. ■ Ekki tími til mikilla breytinga á kosninga- lögum fyrir alþingis- kosningar: Samstaba um ab færa flakk- arann Ekki er von á tillögum að miklum breytingum á kosn- ingalöggjöfinni fyrir kom- andi kosningar frá nefnd sem skipuð er af fulltrúum þing- flokkanna auk Jóhönnu Sig- urðardóttur. Helsta ástæðan er sú aö tíminn fram til kosn- inga er of naumur. „Mér heyrist ekki hljóm- grunnur fyrir miklum breyting- um fyrir kosningar, en þó virð- ist vera almenn samstaða um að færa flakkarann þannig að hann lendi í fjölmennari kjör- dæmum, t.d. með breyttum reiknireglum við úthlutun hans," segir Guðjón Ólafur ÓI- afsson, annar fulltrúi Fram- sóknarflokksins í nefndinni. Gert er ráð fyrir að nefndin starfi áfram eftir kosningar en hún hefur haldið 10 fundi. Nokkrar breytingar er unnt að gera án þess að breyta þurfi stjórnarskránni. í því skyni hef- ur verið rætt um að breyta reiknireglum og þar með at- kvæðavægi, bæði hvað varöar kjördæmakjörna þingmenn og jöfnunarsæti, að breyta reglum varðandi flakkarann svo kall- aöa og taka upp persónuval, sem felst t.d. í því aö kjósandi raðar upp frambjóðendum á lista með því að númera nafna- röð í kjörklefanum. ■ Úttekt á kaupum borgarinnar á plöntum frá Skógrœktarfélagi Reykjavíkur án útboös: Ostabúbin í Kringlunni. Ostabúöin í Kringlunni og Heimasmibjan hcetta: Tvær verslanir í Kringlunni hætta í það minnsta tvær verslanir í Kringlunni í Reykjavík eru að hætta rekstri. í gær var síðasti opnunardagur Heimasmiðjunn- ar, sem er í eigu Húsasmiðjunn- ar og helgina 18.-19. febrúar eru síbustu opnunardagar Ostabúð- arinnar, sem er í eigu Osta- og Smjörsölunnar. Starfsfólki búð- arinnar hefur verib sagt upp Aflamiölun: Engin skelfing „Þab hefur engin skelfing gripib um sig ennþá," segir Pétur Örn Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Aflamiðlunar. Svo virðist sem framkomnar hótanir franskra fiskimanna um að stöðva bílalestir hlaðnar innfluttum norskum fiski hafi engin áhrif á áætlanir manna um fiskútflutning héðan til Evrópu. Sömuleiðis fæst enn ágætis verð fyrir ísfisk í Mið- Evrópu þrátt fyrir vatnsflóbin. Sem dæmi þá seldist kílóið af ís- lenskum karfa á 180 krónur upp úr skipi í fyrradag í Þýska- landi. ■ störfum, en þar hafa verið þrír starfsmenn, auk lausafólks. Óskar Gunnarsson, forstjóri Osta- og Smjörsölunnar segir að mikið tap hafi verið á rekstri versl- unarinnar og fyrir því séu tvær meginástæöur. Húsaleiga í Kringl- unni sé mjög há og mjög langur opnunartími og því hafi ekki ver- ib hægt að tryggja nægilega traustan rekstrargrundvöll. Óskar vill ekki tjá sig um hversu mikið tap hefur verib á versluninni, en það sé umtálsvert. „Búöin hefur verið mjög vinsæl á margan máta og því mikil eftirsjá í henni, enda verið góö auglýsing fyrir osta- framleiðsluna. Hins vegar ætlum viö að reka áfram Ostabúðina ab Bitruhálsi," sagði Óskar. Ekki er haft í hyggju að opna verslunina annars staðar í bæn- um, en þó sagði Óskar að það yrði skoöað ef þokkalegt húsnæöi væri í boði og sagði jafnframt að hann vissi að margir vildu hafa búð sem þessa staðsetta ekki fjarri miö- bænum, en það yrði að koma í ljós. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Snorrasyni, eiganda Húsa- smiðjunnar, var aldrei ætlunin að reka þá verslun áfram. Húsaleigu- samningur rennur út um þessi mánaðamót og því segir hann sjálfgert að loka. ■ Oeölilegir viöskiptahætt- ir kostaö tugi milljóna Frá blabamannafundi sem borgarráb hélt í gœr, þar sem m.a. var fjallab um skýrslu um vibskipti Skógrcektarfélags Reykjavíkur og borgarinnar. Tímamynd GS í skýrslu sem Ráb hf, lögfræði og rekstrarráðgjöf, gerbi fyrir Reykjavíkurbog, þar sem gerð er könnun á fyrirkomulagi innkaupa Reykjavíkurborgar á garð- og skógarplöntum, kemur fram ab á síbustu ára- tugum hafa tapast tugir millj- óna á kaupum borgarinnar á plöntum frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur án útbobs. Skýrsl- an er gerð vegna kvartana frá Félagi garbplöntusala, auk þess sem Samkeppnisstofnun hefur ályktab ab þessi við- skipti samræmist ekki sam- keppnislögum. I skýrslunni segir ab á liðnum árum hafi Skógræktarfélag Reykjavíkur notið ýmissa for- réttinda í viðskiptum sínum umfram aðra framleiðendur. Skógræktarfélagið hefur sjálft skipulagt plöntun, ákveðið hversu miklu er plantað og selt á verði sem það hafi meira og minna ákveðið sjálft. Þá hafi eftirlit borgarinnar meb fjölda gróðursettra plantna verið ábótavant. Þá hafi SR haft að- gang að stóru gróðrarlandi á góðum stað í borginni, sem fé- lagiö hefur ekki greitt eðlilega leigu fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að í ljós hafi komið á árinu 1993, þegar borg- in fór að bjóba út innkaup sín og samkeppni kom til sögunnar að SR gat lækkað stórlega sölu- verð sitt til borgarinnar. Á því ári hafi greiðslur til SR numið 230 milljónum króna og er þar um ab ræða bæði plöntukaup og sumarvinnu unglinga, þar sem um er að ræba greiðslu fyrir gróðursetningu. í skýrslu Ráðs hf. er það lagt annars vegar til að sú þjónusta sem hingað til hafi verið keypt af SR verði að mestu boðin út, eba ab leiða verði eftir að rekst- ur og eignir Skógræktarfélags- ins/ Fossvogsstöbvarinnnar verði gerð að borgarfyrirtæki. Ekki er þó líklegt að síðari kost- urinn komi til greina. Ráðgjaf- arnir telja að almennt útboð við kaup borgarinnar á garð- og skógarplöntum sé til langs tíma besta fyrirkomulagið og slíkt fyrirkomulag eigi líka að skoða í sambandi við sumarvinnu ung- linga. Skógræktarfélagib er sjálfs- eignarstofnun og allur hagnab- ur rennur til félagsins sjálfs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.