Tíminn - 01.02.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.02.1995, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 1. febrúar 1995 IWw 5 Árni Þormóösson: Kreppan, kjörin og launamismunurinn Verkalýösleiötogar landsins og félög þeirra eru talsvert í sviös- ljósinu um þessar mundir vegna væntanlegra kjarasamninga. Margir hverjir eru þeir baráttu- menn, sem láta sig varöa mál- efni af öllu tagi, því þaö er fátt sem ekki kemur kjörum verka- lýösins viö, og eru sumir þeirra ómyrkir í máli þegar þeir koma fram í fjölmiölum. Eiríkur Stefánsson, hinn ein- aröi formaöur verkalýösfélagsins á Fáskrúösfiröi, vekur oft athygli fyrir beinskeytta gagnrýni á margvíslegt þjóöfélagslegt rang- læti, sem bitnar illa á alþýðu landsins. Nýlega vakti Eiríkur athygli á sérkennilegu skipa- og kvóta- braski, sem kemur illa viö heimabyggð hans. Og fyrstu kjarasamningar ársins voru gerðir undir hans forystu á Fá- skrúðsfirði. Á síöastliönu sumri vakti grein, sem Eiríkur skrifaði í viku- blaöið Austurland, mikla at- hygli, þar sem hann andmælti fullyröingu forsætisráöherrans um aö kreppan í landinu væri liöin hjá. í greininni fjallaöi Eiríkur einnig um hinn gríöarlega launamismun milli hins al- menna launamanns og ýmissa forstjóra á almennum vinnu- markaöi og jafnvel opinberra starfsmanna, sem hefðu tvítug- og jafnvel þrítugfalda þá upp- hæö sem verkafólkið hefur til þess að framfleyta sínum fjöl- skyldum. Eiríkur Stefánsson vakti líka athygli fjölmiðla þegar hann gekk, ásamt liði sínu, af þingi Al- þýðusambands Austurlands sl. haust. Útganga Eiríks Stefáns- sonar vakti meiri athygli fjöl- miöla en þær þungorðu ályktan- ir um kjör verkafólks og ranglæt- iö í launamálum, sem þar voru samþykktar. Ályktanirnar, sem voru sam- þykktar samhljóða, eru þannig fram settar aö full ástæða var til aö ætla aö hugur fylgdi máli. Meöal annars samþykkti þing- ið eftirfarandi í ályktun um kjaramál: „Setja þarf þær leikreglur í samfélaginu aö komið verði í veg fyrir að takmarkalaus græögi harösvíraðra hagsmunahópa, sem telja sig helstu máttarstólpa þjóöfélagsins, sogi til sín alla möguleika á aö bæta kjör þeirra sem búa viö algera fátækt í okk- ar samfélagi." Og ennfremur í ályktun um fræöslumál: „Auka þarf fræöslu trúnaðar- manna og stjórnarmanna verka- lýðsfélaganna, gera þá hæfari til þeirra starfa sem þeir eru kosnir til." Ályktanir þingsins, sem hefðu átt aö vera mun meira fréttaefni en útganga Eiríks og félaga hans af þinginu og eru athyglisveröar á allan hátt, fengu litla umfjöll- un í fjölmiölum, en uppþot Ei- ríks því meiri, þótt ályktanirnar séu í fullu samræmi viö mál- flutning hans jafnt á þinginu sem annarstaöar. Þegar forystumenn í verka- lýöshreyfingunni og hreyfingin sjálf fjalla nú, skömmu fyrir kjarasamninga, meö þessum hætti um þaö alvarlega launa- misrétti, sem hér viögengst, veröur mörgum eflaust hugsaö til umræöna og yfirlýsinga und- anfarinna ára og áratuga um þetta efni. Hver hefur árangur þeirrar umræöu oröiö? Hefur launa- og aðstööumunurinn farið minnk- andi? Þá veröur áleitin spurningin um þaö hve mikil alvaran sé að baki gagnrýni forystumannanna á launamismuninn og þá einnig spurningin um þaö hvaö verka- lýðshreyfingin hafi sjálf gert, þar sem hún hefur meiri tök á, til að draga úr þessum launamismun. Umræöan, sem verið hefur um þessi mál, hefur almennt ekki -leitt til jafnaðar á launum eða tekjum. Þvert á móti breikkar bilið milli hátekjumanna og þeirra sem minna hafa. Satt aö segja virðist vera að fram að þessu hafi lítil alvara búiö að baki allskonar sam- þykkta um þessi efni og hneyksl- un leiðtoganna á því sem þeir kalla launaspillingu. Að minnsta kosti hefur gagn- rýnin á launaspillinguna veriö ómarkviss og lítiö fylgt eftir með aðgeröum til að draga úr henni. Hefur umfjöllun verkalýös- hreyfingarinnar um þessi mál yfirleitt verið nokkuð annaö en „Stofnanir verkalýðs- hreyfingarinnar hafa í sinni þjónustn marga hálaunamenn á „banka- stjóralaunum" og skammta þeim og „sjálftökuliði" lögmanna ríflega á kostnað hinna almennu félaga." veikburða tuö um há laun bankastjóra, ýmissa embættis- manna og lögmanna? Einn af þekktustu forystu- mönnum verkalýöshreyfingar- innar hefur þó kallað þær stéttir „sjálftökuliö" og hefur taliö brýnt aö hefta ofríki þeirra í tekjuöflun. Hvaö hefur orðið af þeirri bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar, sem í eina tíö bryddaði lítillega á, gegn forréttindaaðstöðu ým- issa, svo sem lögmanna, til þess að ákvarða sjálfar laun sín? Hefur sá hluti launamismun- arins eöa launaspillingarinnar, er tilheyrir stofnunum sem verkalýðshreyfingin á sjálf hlut aö, nokkurn tíma verið ræddur á opinberum vettvangi hreyfing- arinnar? Stofnanir verkalýðshreyfing- arinnar hafa í sinni þjónustu marga hálaunamenn á „banka- stjóralaunum" og skammta þeim og „sjálftökuliði" lög- manna ríflega á kostnaö hinna almennu félaga. Ekki þarf að leita mikið eða vandlega til að finna dæmi um há laun þeirra forstjóra og „sjálftökuliös", sem verkalýös- hreyfingin ber sjálf ábyrgð á eöa útvegar tekjur. Ýmis dæmi um þaö birtust í skattskrám umdæmanna sl. sumar., þar á meöal í skattskrá umdæmis Eiríks Stefánssonar, Austurlandsumdæmi. Útdráttur úr henni var birtur í vikublaðinu Austurlandi. í einu af efstu sæt- um þeirrar skrár trónir fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Aust- urlands á lista yfir hæstu skatt- greiðendur umdæmisins. Það liggur beinast viö aö á- lykta aö háir skattar hans séu vegna tekna frá Lífeyrissjóðn- um. Ef svo er, eiga verkalýðsfélögin VETTVANGUR á Austurlandi þátt í aö viðhalda óþolandi ástandi launaspillingar og því óréttlæti sem Eiríkur Stef- ánsson telur með réttu aö ríki í launamálum í landinu. Einnig birtast árlega upplýs- ingar úr skattskrám, sem segja mikið til um tekjur „sjálftöku- liösins", þar á meðal lögmann- anna. Að vísu kom þar fram á sl. sumri aö sumir þessara manna búa viö svo bág kjör, aö helst má líkja þeim viö kjör atvinnulítilla verkamanna, þótt meöaltekjur úrtaksins reyndust vera um 250.000 krónur í mánaðarlaun. Úrtakiö gaf hins vegar til kynna aö tekjur flestra starfandi lögmanna væru nær 500.000 krónum á mánuði. Lífeyrissjóöirnir hafa í þjón- ustu sinni lögmenn, sem vinna innheimtustörf fyrir sjóöina. Mikill hluti starfa þessara lög- manna er innheimta vanskila- lána hjá sjóðfélögum, sem eru flestir félagar í verkalýösfélögun- um, vinnandi eftir kjarasamn- ingum verkalýðsfélaganna, og hafa lent í vanskilum með lán sín hjá sjóðunum. Ástæöur vanskilanna eru yfir- leitt minni tekjur vegna rýrn- andi vinnu eöa þá atvinnumiss- ir. Lífeyrissjóður Austurlands, sem Eiríkur Stefánsson og félag hans á aðild aö, hefur eins og aðrir sjóðir í s'nni þjónustu lög- mann til þessara starfa. Laun hans eru auðvitað ákveö- in-af honum sjálfum og eru þau ekki skorin viö nögl fremur en venja þeirra „sjálftökumanna" er. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum verður ekki séö annað en aö lögmaðurinn nýti vel tekjumöguleika sína hjá þeim sjóöfélögum sem Lífeyrissjóöur- inn veitir honum vinnu hjá. Dæmi eru um að innheimtú- laun lögmannsins hjá einum einstaklingi nemi um fimm til sex mánaöa launum verkafólks í tímavinnu. Er þetta kannski hin tak- markalausa græögi, sem rætt er um í samþykkt þings Alþýöu- sambands Austurlands? Það væri fróðlegt aö vita „Hefur umfjöllun verka- lýðshreyfingarinnar um þessi mál yfirleitt verið nokkuð annað en veik- burða tuð um há laun bankastjóra, ýmissa emb- œttismanna og lög- manna?" hvaöa nafn verkalýösleiötogarn- ir, sem ábyrgö bera á þessari stofnun, gefa tekjuöflun af þessu tagi. Stjórnendur Lífeyrissjóös Austurlands, sjóös þeirra sam- taka sem samþykkja þessar skor- inoröu ályktanir, hafa afhent lögmanninum þessa tekjulind, sem er aö mestu verkafólk í erf- iðleikum, án nokkurra skilyröa um afslátt eöa ívilnanir á inn- heimtuþóknunum. Meb því móti skeröa þeir stórlega mögu- leika fólksins til greiöslu skulda sinna og halda því lengur á klafa vanskilanna. Hvers vegna gera þeir þaö? Þeirrar spurningar ættu Eiríkur og fleiri verkalýösleiötogar aö spyrja stjórnendur sjóöanna og sjálfa sig. Þeir hljóta aö vita að inn- heimtur er hægt aö framkvæma meö sama árangri fyrir sjóbinn, en á mun ódýrari hátt fyrir van- skilafólkið. Stjórnendur Lífeyrissjóös Austurlands eru aö hálfu fulltrú- ar verkalýösfélaganna á Austur- Iandi og bera þeir því fulla á- byrgö á kjörum lögmannsins hvaö varbar sjálfteknar inn- heimtuþóknanir hans vegna sjóösins. Það eru þau launakjör, ásamt launakjörum framkvæmdastjór- ans, sem Eiríkur Stefánsson gagnrýnir í grein sinni aö séu viö lýði í þjóðfélaginu á sama tíma og verkafólk býr viö sáran skort. Þarna ræður og ferðinni hin „takmarkalausa græðgi harö- svíraðra hagsmunahópa" sem rætt er um í ályktun þingsins. Lífeyrissjóbur Austurlands er í þessari grein aöeins nefndur vegna þess aö hann er sjóöur Ei- ríks Stefánssonar og þeirra ann- arra, sem samþykkja kjarnyrtar ályktanir á þingi Alþýðusam- bands Austurlands. Ennfremur til að sýna aö þegar verkalýösleiötogar skrifa um kjaramál verkafólks meö þeim hætti sem Eiríkur gerði, eru þeir ekki alveg samkvæmir sjálfum sér í skrifum sínum og þegar þeir standa vib stjórnvölinn í nefnd- um sínum og stjórnum. Þeir viröast ekki vita hvaö ger- ist undir handarjaðri þeirra sjálfra, hvaö þá átta sig á því hvernig félagar þeirra eru féflett- ir fyrir atbeina þeirra eigin stofn- ana. Eða eiga menn aö trúa því aö þeir, sem hæst gagnrýna þetta ó- réttlæti, viti hvern þátt þeir eiga í að viðhalda því? Þab er hins vegar nauðsynlegt aö krefja þá verkalýðsforingja, sem er fullkunnugt um hvernig þessum málum er háttað — og þeir eru til — skýringa á þeirra þætti í því að þessum málum er svo fyrir komiö. Ég vil að lokum hvetja verka- fólk til þess aö krefjast þess af leiðtogum verkalýðshreyfingar- innar aö þeir taki mark á sam- þykktum samtaka sinna, og vísa í því sambandi sérstaklega til samþykkta 21. þings Alþýðu- sambands Austurlands frá sl. hausti og tilvitnana í þær hér að framan. Eiríkur Stefánsson á heiöur skilinn fyrir málflutning sinn og baráttu fýrir sitt fólk. Hann skortir ekki viljann til þess að vinna vel. Hann skortir hins vegar upplýsingar og fleiri holla samstarfsmenn með næga þekkingu og vilja til aö sinna sínum verkefnum vel meb al- hliða hagsmuni verkafólks fyrir augum. Höfundur er áhugamabur um verkalýbs- mál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.