Tíminn - 01.02.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.02.1995, Blaðsíða 8
8 mnmm Mibvikudagur 1. febrúar 1995 „Aö öölast frelsi er ekki nóg ... Það nægir ekki ab leiða mann, sem árum saman hefur hökt í hlekkjum, ab viðbragðslín- unni og segja við hann, að nú sé honum frjálst að keppa við alla hina." Svo mælti Lyndon Johnson, Bandaríkjaforseti, í júní 1965, í baráttu sinni fyrir jafnrétti fyrir blökkumenn Bandaríkj- anna. Hann var hér ab mæla meb því að blökkumenn fengju vissan forgang að skól- um og störfum, þar sem staba þeirra í samfélaginu væri svo slæm að þeir af eigin ramm- leik gætu ekki oröið jafnrétt- háir hvítum mönnum í raun, jafnvel þótt ekkert misrétti væri fyrir hendi lengur sem hægt væri að styöjast við með lögum. Hæfustu umsækj- endum hafnab Með samþykkt borgararétt- indalöggjafar Johnsons urbu þessar ráðstafanir um forgang til handa blökkumönnum grunnregla í Bandaríkjunum. Sú regla hefur nú verið í gildi í rúm 30 ár. „Jákvæð aðgerð" (Affirmative action) var það látið heita á mállýsku þess op- inbera. Fljótlega var „affirmative action" einnig látið ná til hispaníka (fólks af rómansk- amerískum uppruna), kvenna yfirleitt o.fl. Ur þessu varð til einskonar kvótakerfi, sem að sögn þeirra, sem það gagn- rýna, hyglar svo að segja öll- um Bandaríkjamönnum nema hvítum karlmönnum. Hjá hvítum bandarískum karlmönnum er það hefð að kvarta ekki yfir ósigrum eða mistökum, og það ásamt meb lengi ríkjandi skoðun á þá leiö, að „affirmative action" væri nauðsynleg til að útrýma misrétti sem lengi hefði við- gengist mun hafa valdið mestu um að óánægjan út af þessu fór heldur lágt lengi vel. En nú hefur hún brotist út af slíkum ofsa að líkt er við sprengingu. Á döfinni er fjöldahreyfing, sem fordæmir „affirmative action" sem ras- isma „frá hinni hliðinni". Enda felst í þessu kvótakerfi í raun að í mörgum tilvikum er hæfustu umsækjendum í störf hafnaö, eingöngu vegna þess að þeir eru hvítir karlmenn, en hinsvegar ráðnir miður hæfir umsækjendur fyrst og fremst vegna þess ab þeir eru blökku- menn, hispaníkar eða konur. Þolinmæbi á þrotum Ennfremur, skrifar breskur dálkahöfundur, er í raun ómögulegt ab segja blökku- manni og konu upp starfi án þess ab lenda í málaferlum út af ákæmm um misrétti. Hvítir karlmenn njóta ekki hlið- stæðrar lagaverndar á þessum vettvangi. Þetta þýðir, segja andstæð- ingar „affirmative action", ab misréttið viðgengst áfram. Hvítir karlmenn eru orönir ieiöir á því aö vera einu Bandaríkjamennirnir sem „ieyfiiegt" er aö láta sæta fordómakenndum alhæfingum. Enn aukast vand- ræði demókrata Svo vildi til að sá, sem hleypti af stað öldunni gegn „affirmative action" í Kali- forníu, er demókrati og „liber- al" (sém í Bandaríkjunum þýbir nokkurnveginn það sama og „vinstrisinnaður" í Evrópu), prófessor Charles Geshekter, starfsmannastjóri vib ríkisháskóla fylkisins í Chico. Hann segir að „marg- vísleikakvótakerfið" sé ekkert annað en rasismi. Sem „liber- al" segist hann ekki geta sam- þykkt kynþáttamisrétti af neinu tagi, hverjum sem það beinist gegn. Ýmsir forystumenn blökku- manna- og kvennasamtaka hafa brugðist við hart gegn þessari nýju öldu og einn þeirra, séra Zedar Broadous, formaður Los Angeles-deildar blökkumannasamtakanna NAACP, hefur undir rós hótað ofbeldi á götum úti. En niður- stöður skoðanakannana benda til þess að viðhorf hvítra kvenna almennt í þess- um efnum séu ekki langt frá viðhorfum hvítra karlmanna og jafnvel meðal blökku- manna virðist hrifningin af „kvótakerfinu" ekki alger, þótt undarlegt kunni að virðast. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar í Kaliforníu eru 90% hvíts fólks þar á móti „diversity quotas" og um 30% blökkumanna. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON Næsta víst er að „affirmative action" verður eitt helsta mál- ib í baráttunni fyrir forseta- kosningarnar á næsta ári. Engu síður ljóst virðist að repúblíkanar muni beita sér eindregib fyrir afnámi þessarar reglu. Demókratar eru þar í erfiðri aðsföðu; reyni þeir að halda í „affirmative action" er hætt við að flótti hvítra kjós- enda frá flokki þeirra, sem varð mikill í kosningunum í nóvember, haldi áfram, en láti þeir undan hreyfingunni nýju má búast við að margir blökkumenn og hispaníkar snúi baki við þeim. Athyglisvert er að þeir, sem beita sér gegn „affirmative action", nota margir svipað orðalag og borgararéttinda- hreyfingar sjöunda áratugar- ins og vísa ' til forystumanna þeirrá sem fyrirmynda. Glynn Custred, kalifornískur há- skólamaður, segist þannig berjast fyrir „litblindu" samfé- lagi, þar sem réttur einstak- lingsins sé iátinn ganga fyrir hagsmunum ýmissa hópa. „Martin Luther King sagðist eiga sér þann draum, að sá dagur kæmi ab börn hans yrðu metin eftir eiginleikum þeirra en ekki hörundslit. Þetta er einnig okkar draum- ur." ■ Hvítir Bandaríkja- menn rísa önd- veröir gegn „ kvótakerfi" sem sagt er fela í sér gróft misrétti gagnvart hvítum karlmönnum, hliö- stœtt því sem blökkumenn og konur áöur scettu og einn greinarhöfundurinn orðar þab. Með öðrum orðum sagt: rasískar slettur í garð hvítra manna eru umbornar, en „allt verður vitlaust" ef fólk af öðrum kynþáttum verður fyrir (eða er talið verða fyrir) einhverjum votti af slíku. Einnig hvað þessu viðvíkur virðist þolinmæði hvítra manna nú vera á þrotum. Clinton-stjórnin hefur haft „margvísleikakvóta" (diversity quotas, annab heiti opinberu mállýskunnar á „rasisma frá hinni hliðinni") mjög í háveg- um og Hillary forsetafrú geng- ið fram fyrir skjöldu í þeim efnum. Upp úr því hefur hafst að miður hæft fólk hefur verið Clinton-hjón: ákefö Hillary í aö fylgja „affirmative action" fast fram gœti kostaö mann hennar forsetastólinn. Breytingin er bara sú ab nú kemur þab niður á hvítum karlmönnum, í stað blökku- manna og kvenna ábur. Því er og haldið frarq að misrétti þetta sé einkar gróft, sökum þess að þab komi beint eða óbeint niður á miklum meiri- hluta Bandaríkjamanna. Ras- isminn „frá hinni hliðinni" hefur jafnframt komið fram í því, „að hvítir karlmenn em eini þjóðfélagshópurinn sem hægt er að fjalla um með for- dómakenndum alhæfingum og komast upp meb það," eins skipað í ýmsar háar stöður hjá Bandaríkjastjórn. Víst er að lengi niðurbæld reiði hvítra karlmanna út af þessu misrétti átti drjúgan þátt í miklum sigri repúblíkana í kosningunum í nóvember. Og ljóst virðist að þab sé bara byrjunin. í Kaliforníu hefur verib ákveðið að hafa næsta ár al- menna atkvæðagreiðslu um tillögu þess efnis að „affirmati- ve action" verði afnumið þar í fylki. „Þetta er ekkert annað en rasismi"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.