Tíminn - 01.02.1995, Side 6

Tíminn - 01.02.1995, Side 6
6 9CSmðatu Miðvikudagur 1. febrúar 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Frá undirskrift samningsins um kaup björgunarsveitarinnar Víkverja á húsi Víkurprjóns ídesember. r nÉrmnl nn i n SELFOSSI Víkverji í Mýrdal kaupir hús Víkurprjóns: Björgunarsveit- armenn úr þrengslum í rúmgott hús- næöi Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal hefur keypt nú- verandi verksmiöjuhús Vík- urprjóns hf. en fyrirtækið flyst í nýtt húsnæði í vor. Samningur þessa efnis var undirritaöur í desember sl. en með nýja húsinu stækkar húsnæði Víkverja um rúma 200 fermetra. „Núverandi húsnæði sveit- arinnar er um 130 fermetrar og er orðið alltof lítið. Við höfum t.d. þurft að láta hluta af tækjunum standa úti undanfarin ár. Nýja hús- ið er 332 fermetrar að grunnfleti en auk þess eru loft yfir hluta af því sem nýt- ast vel sem geymslur," sagbi Grétar Einarsson, formabur Víkverja, í samtali við Sunn- lenska. „Við þurfum mjög litlu að breyta í innréttingum og getum nánast flutt inn um leið og við höfum fengið húsið í hendur," sagði Grét- ar ennfremur. Ölfus: Arnarungará gæsaveiöum Nýlega sást til tveggja arna þar sem þeir réðust á gæs í Soginu þar sem þaö rennur úr Álftavatni. Að sögn Guðmundar Þor- valdssonar á Bíldsfelli í Grafningi voru ernirnir með hvítar fjaðrir í stéli og því líklega ungar frá því í sumar. Það bendir til að arnarvarp hafi komist upp í nágrenni Ingólfsfjalls en ernir hafa sést í og við fjallið öðru hvoru í mörg undanfarin ár. Ab sögn Guðmundar var slagur arnanna vib gæsina með þeim hætti að þeir steyptu sér niður að henni en hún sökkti sér á kaf í hvert skipti. Svo virðist sem gæsin hafi ekki þorað ab fljúga upp undan örnunum en um leikslok var Guð- mundi ekki kunnugt. BORGFiRDINGUR BORGARNESI Nýtt búvélaverk- stæöi aö Skips- nesi „Ég vil vera hér áfram," segir Stefán Ármannsson, en hann tók nýlega í notkun nýtt búvélaverkstæði í Leir- ár- og Melahreppi ásamt konu sinni. Verkstæðið er í nýju stálgrindahúsi sem sér- staklega var reist til starfans. Að sögn Stefáns var að- dragandinn sá að hann vildi skapa sér aukna atvinnu á jörðinni úr því að hann var kominn þangað á annað borð. Jörðin hefur ekki mik- inn kvóta og samdráttur hef- ur verið í tamningum á hrossum, sem hann heur einnig sinnt, svo hann hefur orðið ab vinna annars stab- ar. Búvélaverkstæðið hefur umboð fyrir Ingvar Helga- son, véladeild, svo og frá Gljá hf. sem flytur inn Poly- bale, grænt umhverfisvænt rúllubagga-polyplast. Héraösbókasafn- iö tölvuvætt í vetur verða teknar í notk- un tvær tölvur á Héraðs- bókasafni Borgarfjarðar. Önnur tölvan verður með tengimöguleika við net og verbur m.a. hægt að leita í Gegni, sem er forrit Lands- bókasafns - Háskólabóka- safns, og getur fólk leitab þar að bókum eftir höfundum og titlum. Þar er líka tíma- ritaskráning sem gagnast t.d. þeim sem eru að vinna við ritgerðir. Hin tölvan verður meb rit- vinnslu og töflureikni til nota fyrir almenning. Sama þóknun verður fyrir þessa þjónustu, þ.e. gjald fyrir út- prentun. Vaxandi þáttur í starfsemi bókasafnanna hef- ur veriö að þjónusta nem- endur sem eru að vinna verkefni í tengslum vib nám sitt og og vonandi verða þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum til þess að þjón- usta batni enn frekar. Dalvíkurhöfn: Veöurfréttir all- an sólarhringinn Við Dalvíkurhöfn er nú verið að koma fyrir veðurat- hugunartækjum og er hægt ab fylgjast meb veðri og reyndar sjólagi í höfninni á tíu mínútna fresti allan sól- arhringinn. Á næstunni verður hægt að hringja í stjórnstöðina og fá upplýs- ingar um veðrið með aðstoð hljóðgervils. Það er ekki Veðurstofan sem stendur fyrir þessum at- hugunum heldur eru þær að frumkjæbi Hafnamálastofn- unar en hún stendur undir kostnaði við þær ásamt Hafnasamlagi Éyjafjarðar. Alls hafa verið settar upp 14 sambærilegar veðurstöðvar víða um land, þar af 8 sem tengjast höfnum. Nemarnir voru settir upp í fremra mastrið á norður- garbinum og skrá þéir sjálf- virkt á tíu mínútna fresti vindstyrk, bæði meöaltal og hvössustu byljina, vindátt, hitastig, loftraka og astöðu loftvogar. í höfninni er búið að koma fyrir öðrum nema sem fylgist með flóðhæð og soginu í höfninni. Eggert Bollason, starfsmaöur Hafnasamlags Eyjafjarbar, vib tölvu- skjáinn í vigtarskúrnum þar sem hœgt er ab fygjast meb veburat- hugunum vib höfnina á tíu mínútna fresti. Eldur kom upp í verslunarkjarna á Húsavík: Tu^milljóna krona tjón í eldi í matvöruverslun Mikib tjón varb þegar eldur kom upp á lager matvörumarkabarins Þingeyjar á Húsavík á þribja tím- anum abfaranótt mánudags. Ab auki urbu skemmdir í öbmm fyr- irtækjum, sem hafa absetur í sama húsi, og í íbúb á annarri hæb þess. Mabur, sem býr í þeirri íbúb, varb eldsins var þegar reyk- skynjari í versluninni fór í gang, og komst út um glugga á íbúb- inni. Mikill reykur var í húsinu og hefur reykskynjarinn líklega bjargab lífi mannsins. Ab sögn Hannesar Höskuidsson- ar, annars eigenda verslunarinnar, er tjónib mikib, vörulager fyrir rúmar 10 milljónir er ónýtur og ekki ólíklegt ab allar innréttingar séu meira og minna ónýtar einnig. Þab er því ekki ólíklegt ab tjónib í Þingey sé vel á annan tug milljóna; skemmdir eru miklar af reyk og sóti, auk eldskemmda. Hannes sagði að í gær hefðu menn frá tryggingafélögunum verið á staðn- um til að meta tjónið, en sagði að hjá sér væri allt vel tryggt, bæði fyrir skemmdum og rekstrarstöðv- un. „Já, þetta er vel tryggt og ég vona að tjónið, sem tryggingar bæta ekki, verði ekki mikið þegar upp er staöið, þó alltaf verði um eitthvert tjón að ræða," sagði Hannes. Hann sagðist gera ráð fyrir að verslunin yrði lokuð í það minnsta tvær vikur, á meðan verið væri að hreinsa og endurnýja það sem þarf, bæði búnað, innréttingar og vörur. í húsinu eru einnig sex önnur fyrirtæki: snyrtivöruverslun, vefn- aðarvöruverslun, bensínsala, gjafa- vöruverslun og bakarí, auk þess sem Póstur og sími hefur aðsetur sitt í norðurenda hússins. Á efri hæð eru einng tvær íbúðir og eins og áður kom fram er önnur þeirra yfir þeim stað þar sem eldurinn kom upp. Skemmdir urðu einnig í snyrti- vöruversluninni, bakaríinu og vefnaðarvöruversluninni vegna sóts. Eldurinn kom upp í kælipressu á lager og að sögn lögreglu á Húsavík var eldur ekki mjög mikill og slökkvistarf tókst mjög vel. Starfsmenn slökkviliðsins á Húsavík eru þrír talsins og eru þeir í hlutastarfi. Auk þess eru sjálf- boðaliðar kallaðir til við útköll hjá slökkviliöinu. Slökkviliðið er vel búið og hefur yfir að ráða nýrri slökkvibifreið, auk tveggja eldri bif- reiða. ■ Sitjandi eru Sigrún jóhannsdóttir (t.v.) og Hrafnhildur Magnúsdóttir. Hin- ar eru fulltrúar fyrir abra verblaunahafa. Dregið í AEG- KRAFT leiknum Dregib var í fyrra sinn í AEG- KRAFT leik Efnaverksmibjunnar Sjafnar 25. janúar sl. Til ab taka þátt í leiknum þurftu þátttak- endur ab klippa strikamerki af KRAFT-þvottaduftspakka og senda til Sjafnar, en alls bárust hátt í 1000 mibar. í vinninga voru ein AEG-þvottavél og 5 AEG-kaffivélar. Hinir heppnu vinningshafar voru Sigrún Jóhannsdóttir, Bugðu- iæk 6, Reykjavík, er hlaut þvotta- vélina, en kaffivélar hlutu Þóra Jónsdóttir, Reykjaheiðarvegi 10, Húsavík, Halla Einarsdóttir, Dals- gerði 1 d, Akureyri, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Æsufelli 7 f, Reykja- vík, Páll Helgi Buch, Einarsstöðum, Reykjahverfi, S.-Þing., og Bára Ól- sen, Beykilundi 3, Akureyri. Vinningar voru afhentir vinn- ingshöfum föstudaginn 27. janúar hjá Sjöfn í Garöabæ. Dregið verður í seinna skiptið 28. febrúar n.k. Frambobslisti Alþýbuflokksins í Norburlandskjördæmi eystra 1. Sigbjörn Gunnarsson, alþingis- mabur, Dalsgerði 2c, 600 Akureyri. 2. Anna Karolína Vilhjálmsdóttir, frkvstj. hjá íþróttasambandi fatl- aðra, Hrísmóum 5, 210 Garöabæ. 3. Aöalheiður Sigursveinsdóttir, verslunarmabur, Hrafnagilsstræti 34, 600 Akureyri. 4. Pálmi Ólason, skólastjóri, Ytri- Brekkum, 680 Þórshöfn. 5. Halldór Guðmundsson, bifvéla- virki, Ólafsvegi 2, 625 Ólafsfirði. 6. Hanna Björg Jóhannesdóttir, starfsmaöur Barnaskóla Akureyrar, Löngumýri 9, 600 Akureyri. 7. Viðar Valdemarsson, matreibslu- meistari, Sandskeibi 16, 620 Dalvík. 8. Hilmar Ágústsson, útgerðarmab- ur, Abalgötu 44, Raufarhöfn. 9. Rósa Jóhannsdóttir, starfsstúlka FSA, Móasíbu 9e, 603 Akureyri. 10. Trausti Gestsson, skipstjóri, I.angholti 27, 603 Akureyri. 11. Áslaug Einarsdóttir, fyrrv. bæj- arfulltrúi, Goðabyggb 4, 600 Akur- eyri. 12. Guðmundur Hákonarson, fram- kvæmdastjóri, Sólvöllum 7, 640 Húsavík.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.