Tíminn - 01.02.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.02.1995, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 1. febrúar 1995 9 UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND Flóöin í N-Evrópu: 150 þúsund hafa flúið heimili sín Amsterdam - Reuter Tugþúsundir manna fengu í gær fyrirmæli um að yfirgefa heimili sín vegna verstu flóöa í Noröur-Evrópu í sextíu ár, og lætur þá nærri að um 150 þús- und séu nú heimilislausir á flóðasvæðunum. Ekkert lát er á vatnavöxtum. Auk manntjóns og öngþveitis á flestum sviðum er ljóst að gífurlegt tjón er þegar orðið á mannvirkjum og sér þó ekki fyrir endann á því. í Niðurlöndum fara nú fram mestu fólksflutningar vegna flóða í meir en fjörtíu ár. Spáö er áframhaldandi úrhelli, auk hvassviðris, á svæðum þar sem ástandiö er alvarlegast, en eftir því sem hvessir eykst hætta á því að flóðgarðar láti undan. Veðurspáin næstu daga bendir ekki til þess aö flóðin fari að réna fyrr en á föstudaginn, í fyrsta lagi. Þessar náttúruhamfarir hafa vakið upp hatrammar deilur í Niðurlöndum og eru stjórnvöld sökuð um að hafa látið það dragast von úr viti að styrkja flóðavarnagarða sem frá gamalli tíð hafa verib einskonar for- senda byggbar þar sem landið liggur svo lágt sem raun ber vitni á þessum slóðum. Evrópsku verslunarráöin: Efnahagslífib á upp- leið en atvinnan ekki Briissel - Reuter Samtök verslunarráöa • í Evr- ópu álíta aö efnahagslífið í álf- unni sé á uppleið en atvinnu- horfur muni ekki batna ab ráði á næstunni. Þetta kemur fram í ársskýrslu samtakanna sem birt var í gær, en þar segir ma.: „Efnahagslíf í Evrópu snerist til betri vegar á árinu 1994, eftir þann efnahagslega samdrátt sem verið hefur og væntingar manna í einkarekstri eru þær að á árinu 1995 verði um staðgóð- an efnahagsbata að ræba." í skýrslunni er þó varað við að í ýmsum atvinnugreinum megi búast við fækkun starfsmanna á árinu, enda þótt fyrirtækin hyggi á fjárfestingar. „Atvinnumál verða áfram eitt helsta áhyggjuefnib í rekstri evr- ópskra fyrirtækja," sagbi forseti samtakanna, Robert de Vilder, er hann kynnti skýrsluna. „Þeir atvinnurekendur eru fáir sem ætla að fjölgá starfsfólki svo ein- hverju nemi." Efni skýrslunnar grundvallast á upplýsingum frá 120 þúsund fyrirtækjum af öllum stærðum, hvaðanæva að úr álfunni. Fram kemur að í tveimur löndum hafi hraði framvindu efnahagsbat- ans þegar náb hámarki og muni að líkindum hægja á sér á árinu. Er þar um að ræða Bretland og írland. Samtök verslunarrábanna, eba Eurochamber, komast að þeirri niðurstöðu að óhjákvæm- legt sé að gera meiriháttar breyt- ingar á pólitískri stefnu í félags- og kjaramálum, ef evrópsk fyrir- tæki eigi að geta orðib sam- keppnisfær á ný. Mælt er með auknum sveigjanleika og því að hlutastörf veröi tekin upp í vax- andi mæli. í skýrslunni er mælt með því aö einn gjaldmiðill í ESB-ríkjum verði að veruleika sem fyrst, en þó er tekiö fram að sjálf tíma- setningin skipti minna máli en stöðugleiki í vaxtamálum, gengi gjaldmiðla og verðlagi á vörum og þjónustu. ■ Fyrsta breska negrakonan hlaut prestsvígslu í ensku- biskupakirkjunni í gœr. Hún heitir Eileen Lake og er hér ab ganga ásamt stallsystrum sínum íklerkastétt til dómkirkju Páls postula þar sem vígslan fór fram. Konum hefur gengib vel ab koma ár sinni fyrir borb innan ensku biskupakirkjunnar á undanförnum árum og hafa um tólf hundrub tekib vígslu. Minnimáttar urðu verst úti Rússar rembast en víg- línan haggast ekki Moskvu - Reuter Rússneska innrásarliðiö í Tsét- senju herti á sprengjuregninu á virki heimamanna í Grosníu í gær. Ekki fer á milli mála að Rúss- ar leggja nú á það ofuráherslu að brjóta Tsétsena á bak aftur. Þrátt fyrir mikla liðsflutninga, aukinn vígbúnab og stórherta sókn verð- ur þess þó ekki vart að Tsétsenar hafi hopað eða að víglínan færst til síðustu daga. Bardagar geisuðu í kringum Argun, sem er um 15 kílómetra utan við Grosníu, svo og í Sama- skí, þorpi sem er um 60 kílómetra vestur af höfuðborginni. Síöustu daga hefur ekkert lát orðið á digurbarkalegum yfirlýs- ingum af hálfu rússneskra her- stjóra og ráðamanna. Inntakið er að nú sé komið ab lokasókninni, að sigurinn sé á næsta leiti og ekk- ert sé því lengur til fyrirstöðu að uppreisnarlýöurinn í Tsétsenju verði sigraður, þannig aö rúss- neska ríkið libist ekki í sundur. Kobe - Reuter Eins og verða vill þegar hörm- ungar og náttúruhamfarir dynja yfir, voru það gamalmenni, fá- tæklingar og aörir minnimáttar sem uröu verst úti í jaröskjálft- anum sem lagði borgina Kobe í Japan nánast í rúst fyrir tveimur vikum. -Fjölmiðlar telja sig hafa áreið- anlegar heimildir um ab 52% þeirra 5.097, sem taldir eru af skv. nýjustu tölum, hafi verið yfir sextugu. Það er í hverfum efnalítils fólks sem eyðilegging- in er mest, en flest hús í hverf- um efnaðs fólks standa uppi. Enn er saknað þúsunda heyrn- arlausra og blindra borgarbúa sem enginn veit hvað um varð þegar ósköpin dundu yfir 17. janúar sl. Tomio Ito er prófessor i bygg- ingalist vib hásólann í Osaka og hann segir að hús í þeim hverf- um sem verst eru farin hafi yfir- leitt verið úr timbri og þar hafi byggðin verið mjög þétt, en margir íbúanna hafi flust í hús- næði sitt rétt eftir stríö. Hverfiö sem varð verst úti og þar sem eyðileggingin er algjör, þar sem flest hús voru hálfgerð hrófa- tildur og urðu auk þess eldinum að bráð eftir að þau hrundu, var ekki fátækrahverfi þótt þar hafi búiö fremur efnalítið fólk. Fólk sem komið er á efri ár sækist eft- ir því að búa á fyrstu og annarri hæð húsa, en þar var flest af því fólki sem varð undir rústunum. Forsetinn í Alsír ætlar ab „útrýma skrímslunum" Túnis - Reuter miklum hraða, „beint inn í hús- ib" sem lögreglustöðin var í. Svo öflug var sprengingin að gígur, sem er tveir metrar í þvermál, myndaðist. Þeir sem særbust voru fluttir í sjúkrahús og þar fást þær upplýs- ingar að sjö þeirra séu enn í lífs- hættu en aðrir 76 séu stórslasaöir. Þetta er mannskæðasta ofbeld- isverk sem unnið hefur verið í Al- sír síðan óöld hófst í landinu fyrir þremur árum, en á þeim tíma hafa um 30 þúsund manns látið líf sitt. Nú er ljóst að fjörutíu manns hafa látið lífið í sprengjuárásinni á lögreglustöð í Algeirsborg í gær og Liamine Zeroual, forseti lands- ins, heitir því að „útrýma skrímsl- unum" sem stóbu fyrir henni. í sprengingunni særðust 256, þar af fjöldi barna. Dagblöð í Alsír sögbu frá því í gær að sprengingin hefði orðið meb þeim hætti aö sjálfsmorðs- sveitarmabur úr röðum íslamskra öfgasinna hafi ekið stolnum hvít- um Fiat, sem hlaðinn var 100 kílógrömmum af sprengiefni, á inisÉiar bopparfulltrúa í Reykjavík í upplýsingaþjónustu ráðhússins ertekið á móti bókunum og þar eru veittar frekari upplýsingar um viðtalstíma borgarfulltrúa í síma 563 2005 ÍBt . Alfreð Þorsteinsson mánudaga frá kl.12-13 í húsi Rafmagnsveitu Reykjavíkur Suðurlandsbraut 34, sími 560 4600 Árni Sigfússon þriðjudaga frá kl.15:50-17 í ráðhúsinu Árni Þór Sigurðsson miðvikudaga frá kl.10:30-12 á skrifstofu Dagvistar barna, Hafnarhúsinu, sími 552 7277 Guðrún Ágústsdóttir föstudaga frá kl.10-12 í ráðhúsinu Guðrún Zoega föstudaga frákl.11-12 í ráðhúsinu Guðrún Ögmundsdóttir miðvikudaga frá kl.13-15 í ráðhúsinu Gunnar Jóhann Birgisson mánudaga - frá kl.10-11 í ráðhúsinu Hilmar Guðlaugsson mánudaga frá kl.11-12 í ráðhúsinu Inga Jóna Þórðardóttir fimjntudaga frá kl.10-12 í ráðhúsinu Jóna Gróa Sigurðardóttir þriðjudaga fré kl.11-12 i ráðhúsinu PéturJónsson miðvikudaga frá kl.14-15 í ráðhúsinu Sigrún Magnúsdóttir miðvikudaga frá kl.10:30-12 í ráóhúsinu Steinunn V. Óskarsdóttir mánudaga frá kl.13-15 á skrifstofu ÍTR Fríkirkjuvegi 11, sími 562 2215 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson þriðjudaga og föstudaga frá kl.10-11 í ráðhúsinu Viðtalstímar borgarstjóra eru á miðvikudögum milli kl. 10 og 12. Panta þarf tíma i síma 563 2000 kl. 8:20 daginn áður. Skrifstofa borgarstjóra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.