Tíminn - 01.02.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.02.1995, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 1. febrúar 1995 11 Hulda Kristjánsdóttir Látrum Hulda Kristjánsdóttir fœddist í Skála- vík í Reykjarfjaröarhreppi 26. mars 1938. Hún andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík 18. janúar 1995. Foreldrar hennar eru Stefanía Finnbogadóttir og Kristján fónsson. Hún ólst upp til 8 ára aldurs í Skálavík, síðan giftist móðir hennar Hans Aðalsteini Valdi- marssyni frá Vatnsfjarðarseli. Móðir hennar og stjúpi hófu síðan búskap í Miðhúsum í sömu sveit. Hún giftist 15. nóvember 1965 eft- irlifandi eigintnanni sínum, Sigmundi Sigmundssyni oddvita á Látrum í Reykjarfjarðarhreppi. Þar hófu þau búskap og keyptu þá jörð árið 1975. Böm þeirra eru í aldursröð: Ragnhild- ur, Kristján Bjami, Margrét, Sigmund- ur Hagalín, Þórólfur, Sigríður og Stef- án Aðalsteinn. Systur Huldu sammœðra eru: Jón- ína fómnn, Björg Valdís, Ása og Þóra. Svstkini samfeðra em: Ólöf, Jónheiður, Óskar og Bjami. Ekki hefur sá hörmulegi atburö- ur, sem skeöi í Súðavík vib Djúp, farið fram hjá neinum. Aldrei er þjóðin jafn sameinuð í huga og orð- um eins og á slíkum stundum. Vib, sem þekkjum til við okkar bláa og stundum lygna Djúp, eigum fá orð t MINNING til að tjá huga okkar. Máttarvöldin hafa þau heljartök að orð og athafn- ir eru lítils megnug. Eflaust minnir þetta á líf okkar jaröarbúa, sem byggjum þessa jörð. Fyrst og fremst erum við þær lífverur sem blómstra, fölnum síðan og fellum loks lauf til jarðarinnar. Ab heilsast og kveðjast eru þau jákvæðu rök um okkar lífs- göngu. Lífsbók okkar sýnir þaö og sannar að störf okkar eru fyrst og fremst bundin jarðvist á mismun- andi hátt. Öll lútum við því lögmáli að ganga loks yfir móðuna miklu án mótmæla, okkur eru sköpuð þau ör- lög. Fyrir tíu árum greindist sú, sem hér er kvödd og minnst, með ólæknandi sjúkdóm. Sá stóri dómur er sjaldan niður kvebinn. Þrátt fyrir öll læknavísindi og allt sem hægt var ab gera til hjálpar, var ekki ann- að til ráða en biötíminn, hversu langur sem hann yrði. Þegar ég lít yfir liðna tíð og hugur reikar til æskuára, þá minnist ég þess að í okkar kæru sveit, Reykjar- fjaröarhreppi, var einstaklega gott mannlíf. Fólkið samhent og bar byrðir hvers annars ef á bjátaði, bæði í sorg og gleði. Sú dapra stabreynd er þar nú, eins og því miður í mörgum sveit- um okkar lands, að fólki fækkar og byggð grisjast. Gömlu göturnar, sem við þá unglingar gengum er kindur runnu og kýr voru reknar á ból, eru nú komnar á kaf í sinu og minningin ein um gengin spor á æskuárum geymist í hugskoti hvers og eins. Landslagib, fjöll með hvít- um fönnum, berjabrekkum og litl- um fossum í hlíðum, báruhjal við lygnan fjörð, svo lygnan ab fjöllin speglubust í haffletinum. Þetta hef- ur ekki breyst, en geymist sem dýr- mætar perlur í æskuminningunni. Ég held að það sé öllum hollt að hafa alist upp við slík skilyrði og skynja nú, þegar árin færast yfir, að þetta hafi þroskað og hert þá sál sem naut þessara náttúruaubæfa. Þegar ég hugsa til minnar góðu vinkonu, sem ætíð bar sig eins og hetja þrátt fyrir þungbæran sjúk- dóm, mætti margt af henni læra. Hún barðist til síðasta dags. Ég get ekki annað en minnst þeirra miklu hörmunga, sem skeðu í Súðavík, vegna þess að systir Huldu, mágur og dóttir björgubust öll úr snjóflóð- inu á giftusamlegan hátt. Mér verö- ur hugsað til aldraðrar móður og stjúpa Huldu. Ofan á allar raunir, sem þessu hefur fylgt, er elsta dótt- irin kölluð burt í blóma lífsins. Mér koma því í hug orð afa míns, séra Páls Qlafssonar í Vatnsfirði. Hann þurfti oft á miklum sálarstyrk að halda, þannig mælti harin á sorgar- stund: „Hann er brúnabjartur í dag. Það birtir bráðum." Eins og fyrr er getið hófu þau Hulda og maður hennar búskap á Látrum við Mjóafjörð. Hefur sú jörð verið talin ein af bestu jörðum við Djúp. Full af áhuga og viljastyrk, en veraldaraubur af skornum skammti, hófu þau þar sitt ævistarf. Stuttu eftir að þau hófu búskap varð það óhapp hjá þeim að íbúðar- húsib brann til kaldra kola, litlu sem engu var bjargað. Þetta skeði að hausti, vetur stutt undan. Þá hygg ég að samstaba sveitunga þeirra hafi létt þeim erfiöan róbur. Af stórhug og dugnabi hófust þau handa um uppbyggingu og hafa þau byggt jörð sína myndarlega, bæði að hús- um og ræktun. Einstök snyrti- mennska hefur einkennt öll þeirra störf. Hafa þau verib verðlaunuð úr sérstökum sjóði, sem stofnaður var til slíkra hluta. Börn þeirra fóru fljótlega að rétta þeim hjálparhönd; nú býr þar sonur þeirra, Sigmundur Hagalín, og fjölskylda hans. Er nú rekiö þar stærsta kúabú við Djúp og gott fjárbú er þar líka. Þegar ég nú kveð þessa hugljúfu vinkonu okkar hjóna, þá er þakk- læti efst í huga. Heimili þeirra hjóna stendur við þjóbbraut þvera; þangab hafa margir átt erindi, er da húsbóndinn oddviti til margra ára. Glaðværð og höfðinglegar veitingar ætíð fram reiddar. Öll framkoma húsfreyju hefur verib á þann veg að gestir hafa fundið þá hlýju og góðvild, sem einkennt hefur allan heimilisbrag þeirra hjóna. Ég og kona mín vott- um allri fjölskyldunni djúpa sam- úð, biöjum þess að gub gefi þeim styrk á sorgarstund. Þessi dagfars- prúða kona hefur kvatt sitt jarðvist- arlíf. Guð blessi minningu hennar. Páll Pálsson, Borg Hjördís Björnsdóttir Birna Dís Jónasdóttir Helga Björk jónasdóttir 37 ára, f. 15. október 1957 14 ára, f. 23. ágúst 1980 10 ára, f. 1 7. maí 1984 Hjördís Björnsdóttir og dætur hennar Framboðslisti Alþýbu bandalagsins og óhábra í Reykjavík Það er erfitt að trúa og sætta sig við ab Hjödda, Birna og Helga eigi aldr- ei eftir að koma hingað í eldhúsið til mín með. sinn hressa andblæ og hlýju. Ég man ab ég átti ekki von á að hann Jonni minn héldi áfram að koma jafn oft til mín að Auðsholti eftir ab hann var kominn með kær- ustu, en það fór nú á annan veg. Hún Hjödda varö fljótlega ein af okkur og mikib var gott ab hafa hana nálægt sér. Hún minnti mig svo oft á mömmu Jonna, hana Rósu mína, þegar hún gekk í verkin með mér, svo við gætum átt notalega stund saman. Ekki voru heimsókn- irnar síður ánægjulegar, þegar hún kom með Rósu litlu, og mikið dáð- ist ég að þessari ungu móður, hvað hún gaf sér góðan tíma þegar hún var að baba og hugsa um þessa litlu stúlku og hvab hún veitti henni mikla hlýju. Þab Ieið ekki á löngu þar til Birna fæddist og dæturnar voru orönar tvær, og alltaf átti Hjödda næga hlýju og þolinmæði. Næstu árin komu þau Jonni og Hjödda oft í heimsókn með litlu sólargeislana sína, eða þá Hjödda meb þær þegar Jonni var úti á sjó. Seinna bættist Helga mín í hópinn og ekki fækkaði ferðunum vib það. Allar voru litlu stúlkurnar miklar sveitakonur í sér og höfðu alveg sérstakt yndi af hest- um. Svo líða árin og Jonni og Hjödda flytja með dæturnar sínar vestur í Súðavík. Ekki minnkaði sambandib t MINNING við það, síminn var óspart notaður og auk þess fannst mér leiðin vestur styttast eftir ab þau voru flutt þang- að og vegalengdin var engin fyrir- staða, ef mabur átti þess kost ab hitta þau. Síðastliðib vor fór ég vestur í fermingu Birnu Dísar. Það verður ein af þeim stundum sem hlýja og gleymast seint. Ég minnist líka ætt- armótsins sem viö héldum í Hjarð- ardal í sumar. Þangað kom hann Jonni, Hjödda og Helga. Þá höfðum við líka viðkomu í Súðavík, þar var alltaf nægt pláss hvort sem var á nóttu eða degi. Hjödda var ekki búin að vera lengi fyrir vestan þegar hún var komin í kirkjukórinn, enda hafði hún fallega rödd og hafði ánægju af söng. Meöan hún var fyrir sunnan söng hún meb kór Strandamanna og þar fengu dæturnar líka tækifæri til að syngja með fyrir jólin. Allar voru systurnar hjá mér í Auðsholti, en mismikib. Birna mín var alltaf hæg og róleg með sitt fal- lega bros. Hún var samviskusöm og vandvirk eins og mamma hennar. Hún laöaði börn að sér, þau leituöu öryggis hjá henni, fundu þar traust og hlýju. Eftir að eldri systumar stækkuðu voru þær annarstabar við barnapössun og snúninga, en ég fékk ab hafa Helgu litlu hjá mér. Hún var einstaklega skapgott barn, fljót að bregðast við ef hún var beð- in að gera eitthvaö. Maður gerði sér fljótt ljóst að ekki væri hægt að svíkja gefin loforð viö hana eða draga þau um Óf á langinn, hún hafði lag á að minna á þau á sinn glettna en ákveðna hátt. Hún átti mikla kímnigáfu og átti einstaklega gott með að eignast vini, bæði stelpur og stráka. Hún hafði líka einstakt lag á að gleðja og hressa ef eitthvert barnið var dap- urt, og hún hreif þau með sér á þann hátt sem henni var einni lag- ið. Það var aldrei lognmolla í kring- um hana. Hún var oft með marbletti, skurði og skrámur sem öbrum börnum hefbi fundist meira um. Ég reyndi að fylgjast meb og búa um það sem mér fannst þurfa meb, svo ekki kæmi illt í. En ég hafði ekki áhyggj- ur af þessu, ég þekkti þetta. Pabbi hennar var svona þegar hann var lítill. Mér fannst ég oft upplifa hans æsýu í henni. í sumar sagði Helga einu sinni við mig í einlægni: „Ég skil ekki í krökkum sem muna hvénær þau fengu örin sem þau eru með. Ékki man ég það, en þau eru líka svo mörg." Ég bið góban Guð ab blessa minninguna um Hjöddu, Birnu og Helgu og gefa Jonna og Rósu styrk til að bera sorgina og söknuðinn. Þær gteymast mér aldrei. Heiða amma Eftirfarandi listi hefur verib sam- þykktur viö alþingiskosningarnar 1995. 1. Svavar Gestsson, alþingismaöur. 2. Bryndís Hlööversdóttir, lögfræö- ingur ASÍ. 3. Ögmundur Jónasson, formaöur BSRB. 4. Guörún Helgadóttir, alþingismaö- ur. 5. Guörún Sigurjónsdóttir, sjúkra- þjálfari. 6. Svanhildur Kaaber, kennari. 7. Björn Grétar Sveinsson, form. Verkamannasambands íslands. 8. Björn Guðbrandur Jónsson, um- hverfismálaráögjafi. 9. Linda Ósk Sigurðardóttir, starfsm. Félag starfsfólks í veitingahúsum. 10. Garðar Mýrdal, eðlisfræöingur. 11. Jóhannes Sigursveinsson, verka- maöur. 12. Rannveig Jóna Hallsdóttir, nemi. 13. Kristinn H. Einarsson, framkvstj. félagsíbúöa iðnnema. 14. Halldóra Kristjánsdóttir, sjúkra- liöi. 15. Tryggvi Friöjónsson, framkv.stj. Vinnuheimilis Sjálfsbjargar. 16. Stefán Pálsson, menntaskólanemi. 17. Kristrún Guömundsdóttir, kenn- ari. Eftirfarandi framboöslisti var sam- þykktur einróma á félagsfundi Kvennalistans í Borgarnesi þriöju- daginn 24. janúar: 1. Hansína B. Einarsdóttir, 38 ára framkvæmdastjóri, Vík, Dalabyggð. 2. Sigrún Jóhannesdóttir, 47 ára lektor við Samvinnuháskólann Bif- röst, Borgarbyggð. 3. Helga Gunnarsdóttir, 42 ára námsráðgjafi Farskóla Vesturlands, Akranesi. 4. Þóra Kristín Magnúsdóttir, 40 ára jarðeplabóndi, Hraunsmúla, Staðar- sveit, Snæfellsbæ. 5. Ása Sigurlaug Harðardóttir, 23 ára háskólanemi, Indribastöbum, 18. Sigurður Bessason, verkamaöur. 19. Helga Steinunn Torfadóttir, tón- listarmaður. 20. Einar Gunnarsson, form. Félags blikksmiða. 21. Unnurjónsdóttir, leikskólastjóri. 22. Guðmundur M. Kristjánssor skipstjóri. 23. Elín Sigurðardóttir, prentsmiöur. 24. Percy Stefánsson, forst.m. bygg- ingasjóös verkamanna. 25. Lilja Guörún Þorvaldsdóttir, leik- ari. 26. Kristján Thorlacius, kennari. 27. Sigurrós M. Sigurjónsdóttir, form. Sjálfsbjargar í Reykjavík. 28. Margrét Björnsdóttir, verkakona. 29. Sjöfn Ingólfsdóttir, form. Starfs- mannafélags Reykjavíkur. 30. Leifur Guðjónsson, verkamaður. 31. Silja Aöalsteinsdóttir, rithöfund- ur. 32. Helgi Seljan, félagsmálafulltrúi ÖBÍ og fyrrv. borgarfulltrúi. 33. Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræö- ingur og fyrrv. borgarfulltrúi. 34. Kári Arnórsson, fyrrv. skólastjóri. 35. Kristbjörg Kjeld, leikari. 36. Sigurjón Pétursson, trésmiður og fyrrv. borgarfulltrúi. Skorradal. 6. Dóra Líndal Hjartardóttir, 41 árs tónlistarkennari, Vestur- Leirárgörö- um, Leirársveit. 7. Sigríöur V. Finnbogadóttir, 46 ára skrifstofumaöur, Borgarnesi, Borgar- byggö. 8. Ingibjörg Daníelsdóttir, 40 ára kennari/bóndi, Fróöastööum, Hvít- ársíðu. 9. Svava Svandís Guðmundsdóttir, 48 ára ferðaþjónustubóndi, Görö- um, Staðarsveit, Snæfellsbæ. 10. Danfríöur K. Skarphéðinsdóttir, 41 árs kennari/fyrrverandi alþingis- kona Kvennalistans, Rvík. ■ Framboðslisti Kvenna- listans á Vesturlandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.