Tíminn - 01.02.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.02.1995, Blaðsíða 4
4 Mi&vikudagur 1. febrúar 1995 SÍWffÍit STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarþrentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. Klofningur í grundvallarmáli Útspil frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Vest- fjörðum í sjávarútvegsmálum hefur vakið umræðu og m.a. fengið mikið rúm í Morgunblaðinu, sem er eins og fyrr í krossferð fyrir auðlindaskatti í sjávar- útvegi. Hér er ekki um nýja stefnumótun að ræða, held- ur er hér um að ræða sóknarmark í stað aflamarks, svo útlínur séu dregnar. Hins vegar er hér um gjörbreytingu að ræða á rekstri sjávarútvegsins, ef þessi stefna væri upp tek- in, og algjör kúvending. Það er athyglisverf ef sjálfstæðismenn komast enn upp með það að tala ekki aðeins tveim tung- um, heldur mörgum, í sjávarútvegsmálum, jafnvel þótt flokkurinn fari með þennan málaflokk. Ráð- herra flokksins hefur farið með sjávarútvegsmál í fjögur ár og talað hart fyrir því að byggja á núver- andi kerfi. Það hefur verið styrkt í sessi með löggjöf á kjörtímabilinu. Nú gefur forsætisráðherra það út að sjálfstæðismenn hafi ætíð verið ósammála um sjávarútvegsmálin og „það sé engin ein stefna al- gild í þessu efni", eins og hann segir í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn þriðjudag. Það er vissulega þörf á því að ræða stórmálin. Hins vegar hlýtur sú skylda að hvíla á hverjum stjórnmálaflokki að samræma sjónarmiðin innan sinna vébanda og ganga til kosninga með ákveðna stefnu í stærstu málum. Núverandi kerfi í sjávarút- vegsmálum er ekki gallalaust. Hins vegar er það grundvallaratriði að þeir, sem vinna við þennan vandasama atvinnuveg, viti að hverju þeir ganga. Það er algjörlega óboðlegt að stærsti flokkur lands- ins gangi til kosninga með tvær stefnur í þessu mikilvæga máli. Fólkið í landinu mun aldrei tala einum munni um stjórn fiskveiða. Til þess eru hagsmunir of ólík- ir. Hins vegar hvílir sú skylda á stjórnmálaflokkun- um að sameina sitt fólk um eina stefnu til að ganga méð til kosninga. Sú staðreynd blasir hins vegar við í Sjálfstæðisflokknum nú að áhrifamiklir fram- bjóðendur vilja gjörbylta stefnunni í sjávarútvegs- málum. Sjávarútvegsráðherra talar fyrir óbreyttri stefnu mjög hart, en forsætisráðherra virðist ekki hafa neina stefnu aðra en lýsa því yfir að það sé skaðlaust að ræða málið. Það er fullkomlega óboðlegt að afgreiða málið á þann hátt að hér sé um einhverja sérstaka stefnu fyrir Vestfirði að ræða. Það er viðurkennt að ágrein- ingur er innan Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegs- málum og hörkuátök eru innan hans um auðlinda- skatt. Það er því ekki boðið upp á annað en full- komna óvissu í þessum efnum, nú þegar gengið er til kosninga. Sjávarútveginum hefur á undanförnum árum þrátt fyrir allt tekist furðanlega að laga sig að breyttum aðstæðum í greininni. Meginmálið í fisk- veiðistjórnuninni er það að varðveita fiskistofnana og koma í veg fyrir hrun þorskstofnsins. Breytingar verða að taka mið af þessu. Það þjónar áreiðanlega ekki þessum markmiðum að taka nú upp gjörbreytt kerfi í sjávarútvegi, þótt formaður Sjálfstæðis- flokksins treysti sér ekki í annað en að halda mál- inu algjörlega opnu fram yfir kosningar. Jól hjá Ólafi Ragnari Stofnfundur Þjó&vakans virbist hafa verið formanni Alþýðu- bandalagsins ómældur gleði- gjafi, ekki síst fyrir þær sakir aö miklu færri mættu á fundinn en búast hefði mátt viö. Ólafur Ragnar segir í samtali við Tím- ann í gær að stofnfundurinn hljóti að hafa valdið miklum vonbrigðum, enda greinilegt að Þjóðvaki sé ekki sú fjöldahreyf- ing sem vonast var til aö hann yrði. í Tímaviðtalinu leikur Ól- afur Ragnar við hvern sinn fing- ur og greinilegt að hann hefur verið á kínversku línunni og haldið sín jól um helgina. Hann hefur kæst rosalega við að fylgj- ast með þegar fjaraöi undan þessum keppinauti allaballa við að sameina jafnaðarmenn. Jóhanna í áfalla- hjálp Athyglisvert er að lítið hefur heyrst í Jóhönnu eftir fundinn og Garri hefur ekki séð hana grípa til vopna og verjast háðs- glósum Ólafs. Raunar kæmi það ekki á óvart, þó hún hafi leitað sér áfallahjálpar eftir þennan misheppnaða stofnfund hreyf- ingar sinnar um helgina og verði frá um óákveðinn tíma. Formaður Alþýðubandalagsins hins vegar hefur ekki áhyggjur af því þótt Jóhanna hafi leitað áfallahjálpar, enda er hann enn ekki búinn að fyrirgefa Jóhönnu að hafa lítilsvirt hann og gert að pólitískri hornkerlingu í haust, þegar hún blés á bónorð hans um pólitískt hjónaband. Ólafur launar Jóhönnu nú þann kinn- hestinn með því að draga fram og smjatta á yfirlýstum áform- um Þjóðvakans um að halda minnst 250 manna stofnfund og kynna á þeim fundi hverjir yrðu leiðtogar hreyfingarinnar í hinum einstöku kjördæmum. GARRI Yfirlýsingar þessar stóðust auð- vitað engan veginn og viöbúið að forustumenn Þjóövakans vilji gleyma því sem fyrst að hafa nokkru sinni látið þær frá sér fara, sem er auðvitaö ástæð- an fyrir því að Ólafur Ragnar rifjar þær upp. Hlær marbendill Og það er ekki ein báran stök í Alþýöubandalagsgleðinni, því í Tímafréttinni greinir Ólafur frá því aö tvennt hafi vakiö al- veg sérstaka gleði sinna flokks- manna, en það var að sjá að þeir Mörður Árnason og Páll Hall- dórsson væru komnir saman í flokk hjá Jóhönnu, sem þýddi væntanlega að Alþýðubanda- lagiö væri laust við einn helsta orkugjafa ágreinings úr sínum röðum, en þeir félagar myndu halda uppi rimmu á fundum meö Jóhönnu. Og þá virðist Ólafur Ragnar vera kominn í svo gott skap af því aö fylgjast með óförum Þjóðvakans að hann sér ekkert nema björtu hliöarnar á málun- um; eins og prófessor Altúnga í bókinni um Birtíng veit hann nú að allt fer óhjákvæmilega á besta veg. Meira að segja sér hann að það var bara jákvætt aö hans helstu stuöningsmenn úr Alþýðubandalaginu yfirgáfu hann og gengu til liðs við Jó^ hö'nnu. Ólafur segir orðrétt í Tíman- um í gær: „Hin kenningin — sem ekki er síður skemmtileg — er sú að þetta ágæta fólk úr svo kölluðum „Ólafs- armi" sé mætt til leiks innan Þjóövaka til þess að geta ráðstafað þrotabúinu með hæfilegum hætti í fyllingu tímans." Augljóst er af þessu og því, sem á undan er gengið, að for- maður Alþýðubandalagsins trú- ir því að orð frelsarans gildi um stjórnmálaflokka og stjórn- málaátök, að þeir síðustu munu verða fyrstir og þeir fyrstu síð- astir. Garri Hagsýni fylliraftsins Nú er brennivínið orðið svo dýrt að ég hef ekki efni á að kaupa mér skó, sagði hagsýnn fylliraftur þegar áfengisverð var hækkað óþyrmilega. Þessi hag- speki er einföld. Brennivíns- kaupin höfðu allan forgang og þegar þörfinni fyrir alkóhólið var fullnægt, voru engir pen- ingar eftir af aflafé til kaupa á þeim nauðsynjum sem hlutu að rriæta afgangi. Hagsýni brennivínsþjórarans er auðvelt að yfirfæra á önnur svið neytendamála og vekja upp spurninguna um forgang og það sem látið er mæta af- gangi. Eöa öllu heldur yfir hvers konar eyöslu er kvartað og í hvaöa nauðsynjar er eytt án þess að nokkur sála hafi orð á að það komi óþyrmilega við pyngjuna. Verð á nokkrum tegundum búvara eiga að halda lífskjörum í landinu á hungurmörkum, ef. marka má háværa neytenda- vernd, og hver tyggur eftir öðr- um hve fólkiö á bágt að eyða kaupinu sínu í kjöt og mjólk. Hins vegar er einkabíllinn mun stærri útgjaldaliður heim- ila en öll matarkaup samanlögö. En bíilinn er aldrei of fínn eöa of dýr og hann hefur algjöran forgang og fyrr verða menn og heimili fallítt en að vera bíllaus. Og engum dettur í hug að segja eins og hagsýna fyllibyttan: Nú er bíllinn orðinn svo dýr að ég hef ekki lengur efni á að kaupa mjólk. Þessu er snúið við og sagt: Nú er mjólkin orðin svo dýr að ég hef ekki efni á aö eiga nógu flottan bíl. Forgangskaup Lyfjaverð hefur um skeið ver- ið mál málanna. Prísarnir á meðölunum skilja á milli lífs og dauða og eru heilu stjórnar- deildirnar og heilbrigðiskerfið í sífelldu uppnámi vegna lyfja- kostnaðar. Falla mörg orð, sannfærandi og heimskuleg, um hvort lyf séu dýr eða ódýr, hverjir græða á þeim, hverjir borga þau, hverjir tapa á þeim Á víbavangi og hverjir deyja drottni sínum vegna óheyrilegs lyfjaverðs. En í lífsmynstrinu hefur ann- að mun meiri forgang en með- öl og er aldrei kvartað um verð. í nýbirtri skýrslu Samkeppn- isráðs er margan fróöleik að finna. Meðal annars þann að Coca-Cola verksmiðjan Vífilfell velti meiru árið 1993 en öll lyfjaheildsalan samanlögð. ís- lendingar vörðu mun hærri fjárupphæö til að kaupa Coca- Cola en lyf. Samt kvartar enginn yfir óheyrilegu verði á kók eða að fátæk heimili og skuldug eða börn einstæðra mæðra hafi ekki efni á að fá sér gosdrykk. Risar og dvergar Velta Vífilfells var 2.200 milljónir, en lyf voru seld fyrir 2.084 milljónir. En samtals veltu öl- og gosdrykkjafyrirtæki 3.700 milljónum. Mikið er látið af hve óskap- legur risi lyfjafyrirtækið Phar- maco er. Það er ekki hálfdrætt- ingur á við kók-gosið. Ölgerðin Egill Skallagrímsson er meira að segja miklu stærri en lyfja- risinn, sem velti 1.020 milljón- um, sem er tæpur helmingur lyfjaumsetningarinnar. Lyfja- verslun ríkisins, sem mikið er látið með og hlutabréf þar seld með látum og látalátum, velti 540 milljónum, eða um helm- ingi þess sem Egilsmalt og appelsín gáfu í kassann hjá verksmiðjunni, en hafa skal í huga aö hér er ávallt átt við heildsöluveltu. Allur lyfjakostnaður lands- manna er ekki nema ríflega helmingur þess sem eytt er í gosdrykki, og enginn kvartar yfir að límonaðið og litað syk- urvatn með kjörnum sé óhóf- lega dýrt eða að neysla þess skipti sköpum þegar efnahagur heimila eða einkaneysla er gerð upp. Hins vegar missa menn vit- glóruna þegar þeir deila um mjólkurverðið, og Iyfjakostn- aöur er sífellt rifrildisefni. En hér sem oftar er það matið á forgangsröðinni sem gildir og lyfjaverðið er svona óheyrilegt vegna þess að maður kaupir svo mikið af öli og gosi að enginn peningur er eftir til að kaupa meðöl, þótt niðurgreidd séu. Hagsýni fylliraftsins er í fullu gildi. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.