Tíminn - 04.02.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.02.1995, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. febrúar 1995 3 Kristján Jóhannsson, sveitarstjóri á Flateyri, segir þaö nöturlegt aö hafa þurft aö berjast viö aö fá fé til aö Ijúka viö snjóflóöavarnir bœjarins: Vantaði 10-12 milljónir til ab klára vamimar „Þaö er afskaplega nöturlegt frá því aö segja aö viö höfum veriö aö berjast fyrir því í rúm fjögur ár aö fá fjármagn, þetta 10 til 12 milljónir, til aö klára snjóflóöavarnirnar okkar. Þaö fé hefur ekki fengist. En núna tala menn um aö kaupa upp eitthvaö af húsum," sagöi Kristján Jóhannsson, sveitar- stjóri á Flateyri, í samtali viö Tímann í fyrradag. Þar haföi snjóflóöahættu ekki veriö af- lýst, enda þótt veöriö væri prýöilegt, sól og blíöa og bæj- Ólafsfjaröarbœr: Allir starfs- menn á gæba- stjórnunar- námskeib Á fundi bæjarstjórnar Ólafs- fjaröar síöastliöinn sunnudag var undirritaöur ramma- samningur viö Rannsóknar- stofnun Háskóla íslands á Ak- ureyri, sem kveöur á um aö háskólinn sjái um námskeiba- hald fyrir alla starfsmenn bæjarins í gæbastjórnun. Að sögn Kristins Hreinssonar bæjarritara starfa um 60 manns hjá bænum og er gert ráö fyrir aö allir starfsmenn hafi sótt slíkt námskeið inna tveggja til þriggja ára Kristinn segir aö samningar sem þessi séu ekki algengir og segist í raun ekki hafa vitneskju um annan sambærilegan samn- ing á vegum bæjarfélags. Kostn- aðinn segir hann ekki vera mik- inn og vera samræmi við nám- skeiðahald almennt, en gat þó ekki nefnt neinar tölur í því sambandi. - ■ arlífib þróttmikiö eftir 17 daga linnulítið ofsaveöur. Kannanir í fjöllum í nágrenn- inu, þar sem svipab háttar til, sýndu aö hætta var enn fyrir hendi. í vikunni var haldinn fundur meö fólki sem býr efst í bænum, i húsum sem talin eru ótrygg gagnvart snjóflóðum. Þar býr talsvert af ungu fólki með börn, sumt nýlega aöflutt. Á fundin- um gætti ótta fólksins um sinn hag. Tíminn spurði Kristján um niðurstöðu þessa fundar. „Þaö má segja aö fólk sé mjög spennt fyrir því að fá fyrir- greiðslu til að koma sér fyrir annars staðar á öruggu svæöi. Það er nóg byggingarland niðri á Eyrinni," sagði Kristján. Hann sagöi þaö rétt aö nú ríkti miklu meiri beygur í fólki en áður var. Veðrið hefði veriö snarvitlaust frá 16. janúar með örfáum und- antekningum. Snjóflóðið sem féll á Súðavík sæti mjög í fólki, sem og flóðiö sem tók tvö hús á Flateyri. „Við höldum okkar striki í at- vinnuuppbyggingu. Reyndar höfum við hérna verið blessun- arlega laus við atvinnuleysi og má segja aö það sé ljós í myrkr- inu," sagöi Kristján, en á Flat- eyri er enginn skráður atvinnu- laus. Hann sagöi aö unnið væri áfram að uppbyggingu skelfisk- vinnslu í bænum en við hana eru miklar vonir byggðar. Þá hefur verið rætt um nýt- ingu á húsum sem nú eru talin á hættusvæðum. Meðal annars hafa vaknað hugmyndir um út- leigu þeirra, til dæmis til trillu- karla sem stunda sjó frá Flateyri að sumarlagi, og ekki síður til feröafólks, en skortur hefur verið á gistirými á Flateyri fyrir gesti þar. Er þá rætt um nýtingu húsanna í allt aö 9 mánuði á ári. ■ Ríkaröur Már Pétursson vinnur hér viö skipiö, en Ríkaröur sigldi meö Gunnari til Ríó á Gaiu á sínum tíma. Tímamynd: CS Siglingamálastofnun ríkisins: Víkingaskipið fékk að sjá rauba spjaldib Víkingaskip sem verib hefur í smíöum undanfariö, m.a. fyrir tilstyrk Reykjavíkurborgar, hef- ur ekki enn fengib samþykki Siglingamálastofnunar ríkisins, en upphaflega var gert ráb fyrir ab skipiö væri m.a. notaö til siglinga meö börn og unglinga í sumar. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Magnúsdóttir, borgar- fulltrúa Reykjavíkurlistans, viö síöari umræöu um fjárhagsáætl- un borgarinnar í fyrrakvöld. Aö sögn Páls Guömundssonar hjá Siglingamálastofnun var í haust komiö meö teikningar til embættisins og kom þá í ljós aö víkingaskipið uppfyllti ekki þær Fé af fjalli í Lundarreykjadal: Tvær kindur heimtast Tvær veturgamlar kindur fund- ust á dögunum í Lundarreykja- dal. Höföu þær gengiö úti fram ab því. Sagöi Sigurbur Oddur Ragnarsson, eigandi kindanna og bóndi á Oddsstöbum, í sam- tali við Tímann, ab þær væru vel haldnar þó hann væri ekki farinn ab sjá þær ganga ennþá, en þær eru komnar undir hrút. „Eg leitaði héma eins og ber- serkur, en fann aldrei neitt," sagði Sigurður Oddur, en hann sagöi að sér hefði veriö kunnugt um það í haust aö hann vantaði kindur. Kindurnar skiluðu sér sjálfar til byggöa og komu niöur af hálsin- um fyrir ofan bæinn Lund, sem er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Oddsstööum, og virðist ekki hafa oröiö meint af því aö vera úti í norðanveörinu sem gekk yfir landib fyrir nokkru. ■ lágmarkskröfur sem geröar eru til skipa í dag, að mörgu leyti. Sér- staklega var styrleika skipsins ábótavant, sem lýtur aö bindingu skipsins, til aö uppfylla þær reglur sem gilda hér á landi, en þær eru sambærilegar reglum hjá öbrum Noröurlandaþjóöum. Gunnari Marel Eggertssyni, sem sér um smíði skipsins, var sent bréf í haust þar sem bent var á þessa anmarka á byggingu skips- ins, en að sögn Páls hafa nýjar endurbættar teikningar ekki enn borist embættinu. Gunnar Marel hefur unniö að smíöi skipsins í Héöinshúsi við Seljaveg í Reykjavík, en ekki náðist í Gunnar í gær vegna málsins. ■ ARÆÐI HF. HÖFÐABAKKA 9. 112 REYKJAVÍK. SÍMI: 567 0000. FAX: 567 4300. MUELLER mjólkurkælar Viðurkenndir fyrir mikil gæói og langa endingu. Framleiddir af S.S.P. Lichtenvoorde í Hollandi, sam- kvæmt framleiósluleyfi Paul Mueller Company, U.S.A. Stæróir frá 600-23.840 lítrar LISTER klippurfrá Bretlandi og Þýskalandi Fjárklippur, kúaklippur, hestaklippur og brýnsluvélar. Barkaklippur með breiðu kambasetti. Mótor í handfangi (300 W), með breióu kambasetti. Úrval af breiðum og mjóum kömbum og hnífum. Brýnsla. Viðgeröarþjónusta. Varahlutir. FISHER OG LISTER drykkjartæki Sjálfbrynningarker fyrir kýr, hesta, sauðfé og svín. Tunguker, flotholtsker, ventlar og stútar. Varahlutir. Sauöfjármerki og stórgripamerki Plastmerki, álmerki, númeruð eða ónúmeruð. Tangir. Álrenningar fyrir sauðfjármerki. Varahlutaþjónusta Vara- og aukahlutir fyrir dráttarvélar, heyvinnuvélar og ýmsar aðrar vélar og tæki. Mjólkurmælar, júgurhlífar, sparkvarnir, sogvarnir, sýnikönnur, spenadýfur, júgurklútar, kúabönd, klaufa- klippur, ormalyfssprautur, hitalampar, merkilitir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.