Tíminn - 04.02.1995, Side 7

Tíminn - 04.02.1995, Side 7
Laugardagur 4. febrúar 1995 7 Völd stjórnmálamanna takmörkuö og konurnar algerlega valdalausar á íslandi: „KÍúbbur" 50 karla situr í rúmlega 300 stj ómunarstobum Vonlegt er ab viðskiptarábherra skyldi verba undrandi vib lestur skýrslu Samkeppnisráös: Stjórn- unar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi. Þar sést þab m.a. svart á hvítu ab „klúbbur" 50 karla situr í samtals rúmlega 300 stjórnunarstöbum í íslensku fjár- mála- og atvinnulífi og rába þannig flestu sem einhverju um- talsverbu máli skiptir. Þannig sitja til dæmis 16 af stjórnendum ríkisbanka og opin- berra sjóba í um 100 stjórnunar- stöbum víbs vegar í fjármálafyrir- tækjum og öbrum ólíkum fyrir- tækjum sem fjármálafyrirtækin eiga hluti í. Stjórnmálamenn (sem hafa haldiö aö völdin væru í þeirra höndum) komast tæplega á blaö. Skýrslan afhjúpar líka algjört valdaleysi kvenna í íslensku fjár- mála- og atvinnulífi. Samkeppnisráö kemur þeim væntanlega á óvart, sem haldnir eru þeim útbreidda misskilningi aö menn þurfi helst ab eiga eignir til ab öölast völd. Samkeppnisráö komst ab því aö: „Lítil tengsl eru milli eignar og valds". Enda ljóst aö verulegur hluti „50 karla klúbbsins", sem nær öllu ræður á íslandi, á í rauninni lítið sem ekk- ert í þeim hundraöa milljaröa króna verðmætum sem þeir eru að ráöskast með. „Góð" pólitísk sam- bönd eru ekki minna viröi en millj- arða eignir til að komast í „feitar" valdastööur, og því að vonum að baráttan sé oft hörð um „bitana". Bankarnir gleypt keppinautana Fjármagnsmarkaöurinn er glöggt dæmi um þetta. Skýrslan segir ríkið ráðandi á íslenska fjár- magnsmarkaðinum, bæði sem eig- anda banka og margra fjárfestinga- lánasjóða og líka stærsta lántak- andann. Fjármálaflóran hafi að vísu orðið fjölbreyttari með til- komu verðbréfasjóða, eignaleiga og greiðslumiðlunar (korta). En nú sé svo komið að innlánsstofnanir hafi eignast öll þessi fyrirtæki utan tvær verðbréfasölur og eina eigna- leigu, sem sé þó raunar nátengd banka. Bankar og fjárfestingalána- sjóðir hafa sömuleiðis eignast hluti í fjölda óskyldra fyrirtækja. í krafti þeirrar eignar hafa stjórnendur banka og sjóða nú öðlast valda- stöður í hinum ólíklegustu grein- um atvinnulífsins. Líkt á við um lífeyrissjóðina. Eignir þcirra fara hraðvaxandi og út á þær eru stjórnendur þeirra að komast til aukinna valda í atvinnu- lífinu. Út á hlutabréfakaup sjóð- anna eru forstjórar og stjórnar- menn stærstu lífeyrissjóðanna komnir í stjórnir fjölda fyrirtækja. Valdakönnun Samkeppnisráðs náði til stjórnenda eftirtalinna fyr- irtækja og fyrirtækja í þeirra eigu: Bankanna, opinberra sjóða, 8 líf- eyrissjóða, olíufélaganna, trygg- ingafélaganna, skipafélaganna, Flugleiða, Hagkaupsveidisins, 12 kaupfélaga, Samvinnusjóðs, ís- lenskra sjávarafurða og Sölumið- stöðvarinnar. Þessi fyrirtæki tengj- ast bæði meö því aö eiga hvert í öðru og jafnframt hluti í fjölmörg- um öðrum fyrirtækjum. Margir af stjórnendum þeirra sitja síðan saman í mörgum stjórnum víðs vegar í atvinnulífinu, eins og gleggst kemur í ijós hjá „50 karla klúbbnum". Konur í 1,9% „Kol- krabbastólanna" Auk þeirra 4-12 stjórnunarstaða, sem Samkeppnisráð telur upp hjá „klúbbfélögum", þá sitja margir þeirra sjálfsagt einnig í ýmsum öðrum, mismunandi valdamikl- um, stjórnum, nefndum, ráðum, sem skýrslan nær ekki til. Aöeins 3 stjórnmálamenn er að finna í- 50 karla klúbbnum — og alla fyrir neöan miðjan lista. Allir komust þeir í „klúbbinn" í krafti Byggðastofnunar. Um valdaleysi kvenþjóðarinnar getur „Kolkrabbinn" verið gott dæmi. Meðal 45 einstaklinga, sem raða sér í samtals um 160 stjórnun- arstöður „Krabbans" (allt upp í 12 stöður hver), finnast abeins 2 kon- ur, í þrem stjómunarstöbum (eða l, 9% staöanna). En óhætt er aö ætla að þarna sé um að ræða þann hóp, sem mestu ræður í flestum stærstu og voldugustu fyrirtækjum landsins: Flugleiðum, Eimskip, Burðarási, Sjóvá-Almennum og Skeljungi. Samtals veltu þessi fyrir- tæki um 33 milljörðum kr. árið 1993. Jafnframt sem stjórnendur þess- ara 5 fyrirtækja sitja saman í stjórnum margra þeirra, þá eiga þeir einnig sæti í stjórnum um 60 annarra fyrirtækja og stofnana, m. a. stærstu fyrirtækja í sjávarút- vegi, fiskvinnslu og sölu sjávaraf- uröa, banka og verðbréfasjóða og fjölmargra framleiðslu- og sölufyr- irtækja. Fram kemur að rösklega 30 fyrirtæki, sem að hluta eru í eigu fyrirtækjanna 5, veltu rösklega 40 milljöröum samanlagt. Þar á ofan eiga þau stærri eða minni hluti í um 50 öðrum fyrirtækjum, hverra velta kemur ekki fram. Hina „blokkina" mynda: íslensk- ar sjávarafurðir, Olíufélagib, Sam- skip, Samvinnusjóðurinn og Vá- tryggingafélag íslands, sem veltu samtals um 36 milljörðum 1993. Ekki er eina einustu konu að finna meðal tæplega 40 stjórnenda þess- ara fyrirtækja, sem raða sér niður í um 120 valdastöður þeirra og fjöl- margra annarra fyrirtækja sem þau eiga hluti í. Þannig eiga t.d. Olíufé- lagiö hf. og Vátryggingafélag ís- lands stærri eða minni hluti í sam- tals rúmlega 70 öðrum fyrirtækj- um. ■ Kosningaskrifstofan opnar Framsóknarmenn í Reykjaneskjördæmi opna aðalkosningaskrifstofu sína að Bæjarhrauni 22 (2. hæð) í Ilafnarfírði á laugardaginn 4. febrúar kl. 17-19. Á opnunarhátíðinni flytur Siv Friðleifsdóttir ávarp, Jóna Einarsdóttir spilar á harmóniku, söngur og frambjóðendur verða með leyniatriði. Léttar veitingár. Kosningaskrifstofan verður opin í febrúar virka daga milli kl. 16-20 og laugardaga kl. 10-16. Opnunartími í mars og apríl verður auglýstur nánar síðar. Kosningarsími 565 5705 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til háskólanáms í Kína, Rússlandi, á Ítalíu og Spáni námsárib 1995-96 1. Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram tvo styrki handa íslendingum til háskólanáms í Kína. 2. Gert er ráð fyrir að rússnesk stjórnvöld muni veita ein um Islendingi skólavist og styrk til háskólanáms í Rúss- landi. 3. ítölsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingum til náms á Italíu. Styrkurinn er einkum ætlaður til fram- haldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskóla prófi eba til náms við listaháskóla. Styrkfjárhæöin nemur 1.000.000 lírum á mánuði. 4. Spænsk stjórnvöld bjóba fram eftirtalda styrki handa ís lendingum til náms á Spáni. a) Einn styrk til háskólanáms skólaárib 1995-96. Ætlast er til ab styrkþegi sé kominn nokkuð áleiðis í háskóla- námi og hafi mjög gott vald á spænskri tungu. b) Tvo styrki til að sækja spænskunámskeið í Madrid sumarið 1995. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. 3 ára námi í spænskri tungu í íslenskum framhaldsskóla. Umsóknir um styrkina, ásamt afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 3. mars nk., á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 3. febrúar 1995. UTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í eftirfar- andi verk: Subur-Mjódd Regnvatnsræsi 2. áfangi Helstu magntölur eru: Uppúrtekt " 2.600 mJ Fylling 1.800 m3 Falsrör, 1.600 mm 290 m Verkinu.skal lokið fyrir 1. júlí 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þribjudeginum 7. febrúar, gegn kr. 20.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtud. 16. febr. 1994, kl'. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 ÚTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilbobum í vibgerbir á stoðveggjum í Seljahverfi, Breibholti. Verkið nefnist: Stoðveggir vib Gilja-, Grjóta- og Gljúfursel. Endurbætur og viðhald. Helstu magntölur eru: Endursteyptir veggir 250 m2 Mót 55 m! Steypa 3.000 kg Uppsetning stoðveggjaeininga 132 stk. Verkið skal vinnast íþremur áföngum og eru skiladagar 15. júlí, 15. ág- úst og 15. september 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og meb þriðjudeginum 7. febr., gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verba opnub á sama stað þribjud. 21. febr. 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 ■N Innilegar þakkir flytjum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur vináttu og samúb vib andlát og útför Margrétar Jóhannesdóttur frá Snorrastöbum og heibrubu minningu hennar. Sérstakar þakkir sendum vib starfsfólki Dvalarheimil- is aldrabra í Borgarnesi fyrir alúb þess, hlýja umönn- un og elskulegheit vib hina látnu. Kristján Benjamínsson Haukur Sveinbjörnsson Jóhannes Sveinbjörnsson Helga S. Sveinbjörnsdóttir Elísabet Sveinbjörnsdóttir börn, tengdabörn og Hulda Cubmundsdóttir Ingibjörg jónsdóttir Björk Halldórsdóttir Grétar Haraldsson Indribi Albertsson Þorsteinn Steingrímsson barnabörn. V J

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.