Tíminn - 04.02.1995, Síða 14

Tíminn - 04.02.1995, Síða 14
14 Laugardagur 4. febrúar 1995 Mjólkurbíll og jeppi stórskemmdust: Harður árekstur við Kljáfoss Matvörur sem lcekkuöu vegna breytinga á viröis- aukaskatti fyrir ári síöan: Hafa hækkað í verði um 2% Mjög harbur árekstur varb vib svokallaba Kljáfossbrú yfir Hvítá í Borgarfirbi í vik- unni. Þar skullu saman mjólkurbíll og stór amerísk- ur jeppi af gerbinni Subur- ban. Mikil hálka var á veginum og dimmvibri. Mjólkurbíllinn var rétt nýkominn yfir brúna. Ökumaður jeppans sá mjólk- urbílinn ekki í tæka tíð og vegna hálkunnar fór jeppinn þversum á veginum, þegar ökumaðurinn reyndi að stöðva bílinn. Bílarnir skullu saman af töluverðu afli og eru báðir bíl- arnir mikið skemmdir eftir áreksturinn, en mennina sak- aði ekki að ráði. ■ Matvörur, sem lækkubu um síbustu áramót vegna lækkun- ar virbisaukaskatts úr 24,5% í 14%, hafa hækkab nokkub á því rúma ári sem libib er frá verblagsbreytingunni. Hækk- unina má ab miklu leyti rekja til erlendra hækanna. í nóvember 1993 skráði Sam- keppnisstofnun — í samvinnu við ASÍ, BSRB og Neytendasam- tökin — verð á 130-150 vöru- tegundum í rúmlega 100 mat- vöruverslunum víðs vegar á landinu. Ástæðan var lækkun virðisaukaskatts á matvörur, sem náði til flestra annarra mat- vara en landbúnaðarvara, en þær báru þegar 14% virðisauka- skatt. Sambærileg könnun í upphafi árs leiddi í ljós að lækk- un virðisaukaskattsins hefði skilað sér í að meðaltali 6,7% lægra vöruverði. I október og nóvember 1994 var verð á sömu vörum kannað á nýjan leik og liggja nú fyrir niðurstöður úr 99 verslunum um allt land. Miðað við niður- stöðurnar í ársbyrjun 1994 hafa vörurnar hækkað að meðaltali um 2%, ef kaffi og sykur er und- anskilið, en heimsmarkaðsverð á kaffi og sykri hækkaði mikið á sl. ári. Samkeppnisstofnun telur að hækkunin sé eðlileg og hana megi rekja til hækkunar á hrá- efni á heimsmarkaði. Meðalverðbreytingar í versl- unum á höfuðborgarsvæðinu og utan þess eru svipaðar, en það staðfestir enn frekar að hækkan- ir á matvöruverðinu megi rekja til hækkana erlendis. ■ Stangaveiöin 1994 komin út: Skammdegis- lesning veibi- mannsins Bókin Stangaveibin 1994 kom út fyrir nokkru. Þetta er ítar- legasta yfirlitsrit, sem gefib er út um veibina í íslensku ánum hvert ár fyrir sig. Þessi árbók stangaveiðimanna hefur fest sig í sessi undanfarin ár, en hún er full af myndum, frásögnum og upplýsingum um veiðina á síðasta sumri og án efa kærkomin lesning mörgum veiðimanninum, sem getur lítið gert á þessum árstíma til þess að sinna ástríðunni. Stangaveiöin 1994 skiptist í fjóra meginkafla. Þeir eru: Veiðisumarið 1994, Veiðin í ís- lensku ánum, Nokkrar veiðisög- ur og Silungsveiðin. Höfundar eru Gunnar Bender og Guð- mundur Gubjónsson. ■ 10- f£Z Skilafrestur skattframtal s rennur út 10. febrúar Leiðbeiningabæklingur með skattframtali hefur að geyma nauðsynlegar upplýsingar varðandi framtalsgerðina. Kynntu þér bæklinginn vel - og útfylling framtalsins verður auðveldari en þig grunar. Rétt útfyllt skattframtal tryggir þér rétta skattlagningu. Eyðublöð liggja frammi hjá skattstjórum og umboðsmönnum þeirra, og í Reykjavík í bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum. Þá er minnt á mikilvægi þess að varðveita launaseðla. Ef þörf krefur eru þeir sönnun fyrir því að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi og mundu að taka afrit af framtalinu áður en því er skilað. Skilaðu tímanlega og forðastu álag! RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.