Tíminn - 09.02.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.02.1995, Blaðsíða 2
2 HítKÍfM Fimmtudagur 9. febrúar 1995 Tíminn spyr... Eru nýjar reglur Félagsmála- stofnunar um bætur upp á 53.596 kr. til einstaklinga of rausnarlegar? Ásta R. Jóhannesdóttir, upplýsingafulltrúi Trygginga- stofnunar: „Nei, þær eru ekki of rausnar- legar. Hafi fólk ekki annað en þessar bætur til að framfleyta sér, þá er þetta einfaldlega það lágmark sem þarf. Ég verð vör við það í mínu starfi hjá TR ab fólk á fullt í fangi meb að láta enda ná saman, þrátt fyrir aö ýtrasta sparnaðar sé gætt. Ég held líka að þab sé til bóta ab breyta reglunum, en þetta und- irstrikar hins vegar að lág- markslaun í landinu eru allt of lág." Guðmundur Gylfi Guö- mundsson, hagfræðingur hjá ASÍ: „Nei, þetta er að sjálfsögðu eng- in ofrausn fyrir fólk til að lifa af. Hins vegar er þetta hærra en atvinnuleysisbætur og þetta er hærra en lægsta kaup. Mér sýn- ist þetta draga það fram hve taxtakerfið, eins og það er í dag, er úr sér gengib' og leggur áherslu á ab hækka launin hjá þeim lægst launuðu og þá hlut- fallslega meira en annarra. Það er nú líka það sem menn eru að tala um aö gera í samningun- um." Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Starfsmannafélags- ins Sóknar: „Mér sýnist að talsvert hafi ver- ið um að þessar nýju reglur Fé- lagsmálastofnunar hafi verib oftúlkabar í fjölmiölum, en miðað við að þetta sé til fram- færslu einstaklings er þetta ekki of há upphæð. Sum taxtalaun eru vissulega iægri, þá fyrst og fremst taxtar unglinga, en þeir þurfa sjaldnast að sjá fullkom- lega fyrir sér sjálfir. En taxtarnir eru vissulega of lágir." Bygging 2. áfanga Rimaskóla: Tilboði ístak upp á180 millj. tekiö Borgarráð samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að taka til- boði ístaks í byggingu 2. áfanga Rimaskóla í Grafarvogi, en það hljóðar upp á 180.074.934 krónur og er tæplega 85% af kostnaðaráætlun. Alls buðu fjórir verktakar í byggingu skólans og voru tvö tilboðin nokkuð jöfn, en það munaði einni milljón á tilboði ístaks og tilboöi Álftáróss. Tilboö í byggingu 4. áfanga Breiöholtsskóla: Hross híma í höm. Fyrsta ferö flugfélagsins Emerald European til íslands: Páskaferö til Belfast fyrir 32 þúsund Flugfélagib Emerald European, sem ab hluta til er í eigu ís- lenskra abila, mun fljúga sína fyrstu ferb til íslands á skírdag næstkomandi. Verbur flogib í leiguflugi til Belfast og er um ab ræba fimm daga ferb. Verbib er mjög hagstætt, eba 32.600 fyrir manninn, en innifalin er gist- ing í fjórar nætur á fimm stjörnu hóteli, Hótel Evrópu, sem er í mibborg Belfast. Að sögn Stefáns Ásgrímssonar hjá Emerald European á íslandi er hér um sérlega hagstætt verð að ræða, auk þess sem verb Iækkar um tvö þúsund krónur á mann ef um 20 manna hóp eða stærri er að ræða. Stefán segir borgina sérlega heppilega til verslunar og ab verðlag þar sé mun lægra en t.d. í Dublin, þangað sem Islendingar hafa einmitt ferðast í stórum hóp- um til að versla. Sem dæmi um það, segir hann ab Dublinarbúar fari gjarnan til Belfast til að nýta sér lægra verölag en þeir búa við heima fyrir. Verslanir verba opnar á föstu- daginn langa og laugardaginn fyrir páska, en þess utan hefur svæðið upp á nóg að bjóða. Ef pantaö er tímanlega gefst kostur á ab nýta sér eitthvað af þeim fjöl- mörgu golfvöllum, sem eru í og utan við Belfast, Bullsmills-víský verksmiðjan heimsfræga er í Bel- fast, ein frægasta skipasmíðastöð í heimi er staðsett þar, en þar var Titanic einmitt smíðað, auk nátt- úrufegurbar á N-írlandi. Einnig gefst farþegum kostur á skipu- lagöri skobunarferð um svæbið og þá hefur flugfélagiö gert mjög hagstæðan samning við bílaleigu í Belfast. Flogiö er meb BAC 111-flugvél félagsins, en hún tekur 104 í sæti. Flugtími til Belfast er áætlaöur um tvær klukkustundir og er farið frá Keflavík kl. 14.30 á skírdag og komið heim á annan í páskum. Ferðirnar eru seldar hjá Feröabæ, Ferðaskrifstofu Reykjavíkur og Ferðaþjónustu bænda. ■ Tilbo&i Völund- Fannfergi drepur útigangshross í Vestur-Húnavatnssýslu: arverks tekiö með fyrirvara Borgarráð samþykkti að fara að tillögu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar um að taka til- boði Völundarverks hf. í bygg- ingu 4. áfanga Breiðholtsskóla og fullnaðarfrágang. Tilboð Völund- arverks hljóðar upp á 59.950.381 krónu, sem er um 78,27% af kostnaöaráætlun. Tilboðinu er þó tekið með þeim fyrirvara aö verk- trygging hækki um 15%. Alls buðu fimmtán aðilar í verkið og reyndist Völundarverk hf. vera með langlægsta tilbobið. Sýslumanni falið aö kanna málið Dýraverndarráb hyggst óska eftir því vib sýslumann í Húna- vatnssýslu ab grennslast fyrir um hvort útigangshross hafi fennt í kaf í hans lögsagnarum- dæmi. Ennfremur hefur hérabs- dýralæknum verib falib ab kanna abbúnab útigönguhrossa í sínum umdæmum. í síbustu viku skýrði Tíminn frá því ab bændur í Vestur-Húnavatns- sýslu hefbu áhyggjur af því að hross hefði fennt í kaf og drepist í óveðrum sem þar hafa gengið yfir. Andrés ætl- ar að reyna fyrirsérí LasVegas KRAFTAKAPPINN Andrés Guðmundsson œfir af kappi þessa dagana og undirbýr sig undir nví» w—Þraun á sviöi krafta og úthalds. Hann ætlar aö p íhnefai®11-" ERTU EINNO TA, E/NS OG HETNN HJ//ÍT/ ? SOGGí „Frétt Tímans vakti athygli á málinu og það var mjög gott," segir Árni M. Mathiesen, alþingis- maður og formaður dýraverndar- ráðs. Dýraverndarráö hefur ákveðið að skrifa héraösdýralæknum bréf og biðja þá aö kanna ástand mála hver á sínu svæöi. Þar sem ekki eru héraösdýralæknar eins og á Vestfjöröum veröur foröagæslu- mönnum faliö þetta hlutverk. í frétt Tímans var greint frá því aö óttast væri aö jafnvel tugir hrossa heföu farist í Vestur-Húna- vatnssýslu sökum óhemju fann- fergis. Dýraverndarráö hefur ekki fengiö upplýsingar um ab hross hafi farist í fönn víöar á landinu, en vegna óveöurs og mikilla snjóalaga þykir full ástæöa til aö kanna máliö. „Maöur heyrir hins vegar af því aö menn eru ekki alls staöar sáttir viö hvernig staöiö er aö útigang- inum," segir Árni. Hlutverk dýraverndarráös er aö hafa eftirlit meö dýraverndarlög- unum. í þeim segir aö útigangs- hross skuli vera undir reglulegu eftirliti og tryggja beri þeim nægi- legt fóöur og vatn ásamt hentugu skjóli fyrir öllum veörum. „Þaö þarf ekki endilega aö vera húsaskjól og okkar markmið er ekki að koma í veg fyrir að hross- um veröi haldiö til beitar að vetr- inum, heldur aö stuðla að því aö það sé vel aö þeim útigangi stað- iö," segir Árni M. Mathiesen. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.