Tíminn - 09.02.1995, Page 5

Tíminn - 09.02.1995, Page 5
Fimmtudagur 9. febrúar 1995 5 Vilhjálmur Hjálmarsson: Það stób aldrei til Nýlega var sagt frá því á prenti að Reykjavíkurborg krefðist að fá til baka stóran hluta þeirrar lóðar sem borgin, á sínum tíma, úthlutaði Ríkisútvarpinu viö Efstaleiti. Mér kom í stans. Krafan er þó ekki ný. En málið er, í hæsta máta, alvarlegs eðlis. Þegar undirbúin var bygging út- varpshúss var höfuðmarkmið tví- þætt: Að búa stofnuninni sem best starfsskilyröi í eigin húsnæði og það sem fyrst. Og að tryggja svigrúm til vaxtar og eðlilegrar þróunar í fram- tíðinni. Meðal fyrstu viðfangsefna þeirra, er að undirbúningi unnu, var að velja húsinu stað er þjónað gæti þessum markmiðum. Af augljósum „Því má ekki gleyma að þá kom engum til hugar, hvorki hjá borg né bygg- ingamefnd, að byggt yrði á öllu svceðinu þegar í byrjun. Og ekki heldur í allra nœstu framtíð. Það var á allra vitorði og án undirmála að ekki var œtlunin að tjalda til einnar ncetur að því er varðaði landrými." VETTVANGUR ástæðum þótti hagkvæmt að byggja inni í borginni. Erlendir ráðgjafar undirbúningshópsins voru sama sinnis, en lögðu þunga áherslu á að tryggt yrði nægilegt rými til fram- búðar. Umframt allt þyrfti að fá byggingarlóð þar sem því skilyrði fengist fúllnægt. Svo vel tókst til að lóð fékkst þar sem nú stendur Útvarpshúsið, hæfi- lega stór að dómi þeirra sem -^ð þeirri ráðstöfun stóðu, beggja meg- in samningaborðsins. Því má ekki gleyma að þá kom engum til hugar, hvorki hjá borg né byggingarnefnd, að byggt yrði á öllu svæðinu þegar í byrjun. Og ekki heldur í allra næstu framtíð. Það var á allra vitorði og án undir- mála að ekki var ætlunin að tjalda til einnar nætur að því er varðaði Iandrými. Ekkert hefur breyst sem réttlætt geti skerðingu á lóð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. — Það mun koma í ljós þegar þau mál verða krufin til mergjar. Síðustu tímar, svo hið næsta sem í víðara samhengi, sýna glöggt að sama gildir um útvarp þjóðarinnar í dag og klukku hennar forbum. Og vísa til skáld- og leikverks Halldórs Laxness: Þessa klukku má ekki brjóta. Höfundur er fyrrum menntamálará&herra. Mikilhæfur stjómandi Osmo Vánska lætur ekki deigan síga meb Sinfóníuhljómsveit ís- lands, því undir stjórn hans eru tónleikarnir hver öðrum betri. Hljómsveitin er auðvitab betri en nokkru sinni fyrr, sem raun- ar er skólabókardæmi um það hvernig ná skal árangri á til- teknu sviði og sem yfirvöld menntamála ættu ab draga af lærdóma. Hér var upphafið í grasrótinni, meb nýjum lögum um tónlistarskóla sem sett voru skömmu eftir 1970. Af þessum lögum leiddi stofnun og eflingu tónlistarskóla um allt land, mjög bætta tónlistarþekkingu nýrrar kynslóöar, og marga efnilega hljóðfæraleikara sem nú starfa í Sinfóníuhljómsveit- inni og ufan hennar. Og að hluta til þá staðreynd, að þrátt fyrir allt íþróttaglamrið í fjöl- miðlum dag eftir dag sýna kannanir ab fleiri sækja tón- leika hér á landi en íþrótta- kappleiki. En fleira kemur til um ágæti Sinfóníuhljómsveitarinnar en tónlistarskólarnir, t.d, harðar inntökukröfur í hljómsveitina og heppilegt val aöalstjórn- enda. Petri Sakari, sem gert hef- ur garðinn frægan meb hljóm- sveitinni hin síðari ár, var sagö- ur mikill uppalandi á tæknilega sviðinu og smámunasamur um hreina og gallalausa spila- mennsku. Osmo Vánska getur leyft sér ab ganga feti framar og leggja megináherslu á túlkun. Enda er stjórnandastíll hans at- hyglisverður: hann slær ekki taktinn nema þegar sérstaklega TÓNLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON er þörf á — þetta gerir hann vilj- andi, til ab neyða spilarana til ab hlusta hver á annan — en leggur sig þeim mun meira eftir því ab móta hendingar, stýra jafnvægi radda og styrkleika- breytingum. Nú gerist þab ekki að hljómsveitin beiti einleikara eba söngvara ofurefli fjöldans, heldur ríkir jafnan hið fegursta jafnvægi, eins og berlega kom fram í fiðlukonsert Beethovens á hljómleikunum 2. febrúar. Þar var einleikari Elmar Oli- veira, Bandaríkjamaður af portúgölskum uppruna og mik- ill fiðlusnillingur. Oliveira spil- ar á Guarnieri-fiðlu frá 1726, hann hefur mjög fallegan tón og áreynslulausa tækni, reyndar svo greinilega áreynslulausa að honum virtist ekki verða meira fyrir því að spila Beethoven en Gamla Nóa. Af einhverjum ástæðum snart þessi fullkomni flutningur mig ekki tilfinninga- lega, þótt ég geti ekki bent á neitt sem hefði mátt betur fara — nema kannski þab að „lífs- háska" hafi skort í flutninginn. Eftir mikil fagnaðarlæti, klapp og blístur, tók Oliveira sem aukalag glettu (capriccio) nr. 13 eftir Paganini og varð ekki meira fyrir því en að drekka vatn. Paganini sjálfum varb sjálfsagt lítið fyrir því að spila þetta stykki sitt, en ekki ef- ast ég um að hann hafi gert þab þannig ab hárin risu á höfbi áheyrenda vegna þess hve óum- ræöilega erfitt verkiö er. Seinna verkið á tónleikunum var Vorblót Stravinskys, sem skráin stafsetur uppá rússnesku rneb -skíj í endann. Þetta tón- skáld bjó hins vegar utan Rúss- lands frá 1910 og kom aldrei þangaö eftir byltinguna 1917 — varð franskur ríkisborgari 1934 og fluttist til Bandaríkjanna fyr- ir stríð. En burtséö frá þessum stafsetningarpunkti telst Stra- vinsky einn helsti tónlistar- tröllkarl 20. aldar, líkt og Beet- hoven aldarinnar á undan. Önnur tónskáld ollu meiri bylt- ingum, eins og Debussy eða Schönberg, en Stravinsky gerði. Hann haföi hins vegar fullkom- ið vald á hvers kyns tónlistar- stíl, var afar hugmyndaauðugur og kunnáttusamur. Ballettinn Vorblótið, sem telst hans fyrsta stóra snilldarverk, var frumflutt í París 1913 og olli uppþotum á frumsýningunni. Sem svosem kemur ekki á óvart, þótt Evr- ópumenn kölluðu ekki allt ömmu .sína í listunum á þeim árum. Ekki veit ég hvort algengt er að setja Vorblótið upp sem ballett, og mikilfenglegt hlýtur það ab vera, en margir þekkja hins vegar afskræmingu Walts Disney á hluta þess í kvikmynd- inni Fantasia, þar sem flóðhest- ar dansa ballett, ef ég man rétt. Þegar myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum árib 1940, var Stravinsky auövitað boðib, og varð hamslaus af reiði þegar í Osmo Vanska. ljós kom ab hljómsveitarstjór- inn, Stokowsky, hafði látið breyta hljóöfæraskipan í verk- inu. Disney lýsti því á eftir fyrir fréttamönnum, að Stravinsky hefbi verið „visibly moved" — greinilega hrærður. Sinfóníuhljómsveitin var svo fjölmenn við flutning Vorblóts- ins, að hún nánast fyllti svib Háskólabíós: 14+12 fiðlur, svo dæmi séu nefnd, fimm flautur, óbó, klarinettur og fagott, átta horn, sex trompetar og tvær pákur. Og annað eftir því. Hljómsveitin flutti verkið af- burðavel. Það er lyginni líkast að þetta skuli vera hægt hér á landi, enda var það haft eftir einleikaranum, Elmari Oliveira, að hann heföi orðið dolfallinn af leik hljómsveitarinnar strax á fyrstu æfingu. Semsagt, svo snúið sé út úr Einari. Ben: Vilji er það fyrsta sem þarf — hann er nauðsynlegur en ekki nægi- legur — og þeim vilja var lýst með nýjum lögum um tónlist- arskóla fyrir rúmum 20 árum. Hver á Sú frétt barst fyrir nokkrum dögum, að nú ætti að hækka stöðumælagjöldin í Reykjavík. Hækkunin átti ekki að verða lítil: 100% hækkun, þannig ab fyrir klukkustundina greiðist 100 krónur í stað 50 áður. Svo átti líka að hækka aukaleigu- gjöldin (sektirnar) verulega. Þessi hækkun var rökstudd með því að bílastæðasjóður væri í þvílíkum fjárhagsvanda, ab endar næbu engan veginn saman. Ástæða fjárhagsvandans væri aftur sú, að bygging bílastæða- húsa í Reykjavík hefði reynst svo dýr og aðsókn svo lítil, ab nauðsynlegt væri að hækka bílastæbagjöldin. En af hverju að hækka gjöld- in á hinum almennu, venju- legu bílastæðum? spyr ég. að borga fyrir bílastæðahúsin? Væri ekki réttara að láta bíla- stæðahúsin borga sig upp sjálf? Ef það er ekki hægt, er þá meira réttlæti í því að láta þá bíleigendur borga sem nota ekki húsin en til dæmis eigend- ur fasteigna eða aðra skatt- greiðendur? Auðvitað er núverandi borg- arstjórnarmeirihluta vorkunn aö þurfa að taka við afleiðing- um fjárhagslegrar órábsíu fyrir- rennara sinna, sem byggbu rándýr bílastæðahús á vitlaus- um stöðum, hús sem standa næstum tóm á meðan skortur er á bílastæöum annars staðar vegna þess t.d. aö ekki var byggö bílageymsla undir Ing- ólfstorgi, ab ekki sé talaö um undir Austurvelli, en bæði þessi torg voru endurgerð með ærnum tilkostnaði fyrir Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE skömmu og fjöldi bílastæba lagður af. Eg sagbi stundum, að borgar- yfirvöld væru að „kyrkja" mib- bæinn, þegar bílastæðunum var fækkað, og minnist m.a. svikinna loforða sem gefin voru um að bílastæbi yrðu allt- af látin vera nokkur við Austur- völl, svo dæmi sé tekið. Þessi óáran af hálfu fyrmm borgarstjórnarmeirihluta byrj- abi reyndar með því að stöðu- mælagjöld í miðbænum voru hækkuð verulega og óvígur her stöðuvarða settur á laggirnar með þeim afleiðingum að þeir, sem ekki þurftu nauðsynlega að rækja erindi í mibbænum, fóru annað, þar sem bílastæðin voru ókeypis. Nei, ég held að borgaryfir- völd ættu að láta af öllum áformum um að hækka stöðu- mælagjöldin, svo sem rætt er um. Þeim væri nær að reyna að markabssetja bílastæöahúsin svo að þau standi undir sér. Flestir þeir, sem vit hafa á viöskiptum, hefðu til dæmis byrjað á að hafa ókeypis í bíla- stæðahúsin í nokkra mánubi til þess að laöa fólk ab og afla viðskipta, því flestir þeir, sem vit hafa á viðskiptum, þekkja að nýjungar þarf að kynna með tilheyrandi kostnaði. Þótt fyrrverandi meirihluti hafi hvorki haft fjárfestingar- né vibskiptavit, er enn ekki of seint að kynna bílastæðahúsin með þessum hætti. Eða munar það nokkru fyrst þau standa tóm hvort sem er? Og svo væri ágætt ab láta hverjar 10 mínútur kosta 10 krónur á stöðumælastæðum. Það eru nefnilega svo margir sem eiga stutt erindi í verslanir eða þjónustustaði, en fælast miðbæinn vegna gjaldanna háu. Með þessum hætti myndi núverandi meirihluti enn einu sinni sýna að nú ræður skyn- semin í stjórn borgarinnar. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.