Tíminn - 09.02.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.02.1995, Blaðsíða 4
4 Wíwtom Fimmtudagur 9. febrúar 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavik Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Staðsetning stofn- ana og fyrirtækja Það er staðreynd sem öllum er kunn, að gífurlegur vöxtur hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi, og reyndar má rekja þá þróun alla þessa öld. Sá vöxtur á rætur að rekja til ýmissa þátta. Á höfuðborgarsvæðinu hefur alltaf verið mikil út- gerð; og þar við bætist að borgin er miðstöð há- skólamenntunar og menntunar á framhaldsstigi í landinu og stjórnsýslan hefur þar aðsetur. Jafn- framt er borgin miðstöð verslunar og innflutn- ings. Þegar allt þetta leggst saman, er niðurstaðan höfuðborgarsvæði þar sem búa um 60% íbúanna í landinu. Mikil umræða hefur verið um byggðamál í land- inu nú í seinni tíð og hvort möguleikar séu á að draga eitthvað af opinberri þjónustu út á lands- byggðina. Opinber þjónusta hefur einkum verið í sviðsljósinu vegna þess að álitið hefur verið að rík- isvaldið fái þar einhverju um þokað. Lítið hefur orðið af framkvæmdum. Aðalstöðvar Skógræktar ríkisins voru fluttar til Egilsstaða fyri'r nokkrum ár- um og embætti veiðistjóra var flutt til Akureyrar, svo sem umtalað er. Dómstólar hafa risið í lands- hlutunum með löggjöfinni um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði og Byggðastofnun hefur komið upp útibúum út á landi. Flutningur einkafyrirtækja út á landsbyggðina hefur ekki verið með í þessari umræðu, en þó er eitt dæmi um velheppnaðan flutning starfsemi í einkageiranum út á land, sem er flutningur kjöt- vinnslu Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvöll. Ekk- ert heyrist um annað en það hafi verið hin besta ráöstöfun. Nú er hins vegar að verða mikil og af- gerandi breyting á þessu. Það hefur komið í ljós að einkafyrirtæki lýsa sig reiðubúin til þess að flytja starfsemi sína frá Reykjavík og til Akureyrar, þjóni það viðskiptahagsmunum þeirra. í þessari um- ræðu hafa alls ekki heyrst rök sem tíðum hafa ver- ið notuð í opinberri umræðu um flutning ríkisfyr- irtækja. Það er Ijóst að þessi atburðarás setur alla þessa umræðu um stofnanaflutning í nýtt ljós. í ljósi þeirra atburða, sem orðið hafa að undanförnu, má spyrja hvað sé um þau áform sem komu fram í skýrslu nefndar forsætisráðherra um stofnana- flutning. Það er engu líkara en það séu samantek- in ráð að fara í engu eftir þeirri skýrslu eða þeim tillögum sem þar voru lagðar fram. Henni er stungið svo rækilega undir stól og þagað svo vendilega um hana í þeirri umræðu, sem nú fer fram, að athygli vekur. Þar voru lagðir til flutningar á ýmsum ríkis- stofnunum út á land, svo sem Rafmagnsveitum ríkisins, Vegagerð ríkisins, Skipulagi ríkisins og Landmælingum íslands, svo eitthvað sé nefnt. Um þessa skýrslugerð, sem þó er á vegum forsætis- ráðuneytisins og þar með forsætisráðherra Davíðs Oddssonar, er þagað þunnu hljóði. Atburðarásin á Akureyri hlýtur að vekja frekari spurningar um einkageirann. Er það náttúrulög- mál að Mjólkursamsalan þurfi að byggja sig upp í Reykjavík um ókomna tíð? Síðustu atburðif sýna að svo er ekki. Þannig mætti áfram telja. Já Davíö, alveg bráðhlægilegt Davíö Oddsson hefur mjög ríka kímnigáfu og gildir þá einu þótt kímnin beinist aö honum sjálf- um. Hann hefur m.ö.o. húmor fyrir sjálfum sér. Slíkt er mikill kostur, ekki síst fyrir stjórn- málamenn sem hvaö eftir ann- aö veröa aö athlægi fyrir axar- sköft sín. í vikunni gaf Davíö út yfirlýs- ingu um aö ef þingmenn af- greiddu tillögu um skipan rann- sóknarnefndar á embættis- færslu Össurar Skarphéöinsson- ar til nefndar, í staö þess aö vísa henni frá, liti hann svo á aö þaö jafngilti vantrausti á Össur sem umhverfisráöherra. Tillögunni um rannsóknarnefndina var síöan vísaö til nefndar, sem samkvæmt yfirlýsingum Davíös þýddi aö búiö var aö lýsa van- trausti á Össur, sem undir venjulegum kringumstæöum heföi þá átt aö þýöa aö Össur, ef ekki öll ríkisstjórnin, segöi af sér. Ekkert slíkt geröist þó og stafar þaö af því aö meirihluti þingmanna viröist ekkert taka mark á því þó Davíö sé meö ein- hverjar yfirlýsingar um aö veriö sé aö greiöa atkvæöi um van- traust á ráöherra í ríkisstjórn- inni eöa jafnvel ríkisstjórnina sjálfa. Hlusta ekki á Davíð Meira aö segja stjórnarliöar nenntu ekki aö sinna upphlaup- inu í forsætisráöherranum sín- um og gengu ýmist í berhögg viö hugmyndir hans í þessu máli eöa sáu ekki ástæöu til aö mæta á þingfund, þó Davíö væri aö gera eitthvert stórmál úr þessu. Þannig var t.d. ekki hægt aö skilja tilvísun Matthíasar Bjarnasonar til þess aö hann hafi aldrei kynnst vinnubrögö- um af þessu tagi þá þrjá áratugi, sem hann hafi setiö á þingi, GARRI ööruvísi en svo aö honum finn- ist forsætisráöherrann slíkur ný- græöingur í þingstörfum aö óþarfi sé aö hlusta á hann. Eftir stendur aö tvennt er til í þessari stööu. Annaö hvort geröi Davíö sig aö athlægi meö því aö stilla málum upp meö þessum hætti og þurfa síöan aö éta ofan í sig niöurstööuna, og er í leiöinni uppvís aö miklum dómgreindarbresti. Hitt er aö menn taki forsætisráöherra lýö- veldisins bókstaflega og trúi því að hann viti hvaö hann sé aö segja. Þá er búiö að samþykkja vantraust á Össur og seta hans í ráðherraembætti nýtur ekki til- skilins meirihlutastuönings lög- gjafarvaldsins. Slíkt væri vita- skuld alvarlegt mál. Með húmor fyrir sjálfum sér En þjóðin þarf svo sem ekki aö velkjast í vafa um hvorn pól- inn Davíð sjálfur tekur í hæö- ina. Hann tekur sjálfan sig ekki alvarlega og segir aö auðvitaö hafi ekkert vantraust veriö sam- þykkt á Össur Skarphéðinsson. Og á stundum sem þessum kemur sér vel að hafa húmor fyrir sjálfum sér og geta slegið öllu upp í grín. Davíð segir í Mogganum í gær: „Þeir sem greiddu atkvæöi á móti voru all- ir á móti vantrausti á ráðherr- ann og fjöldi þeirra sem greiddi atkvæöi meö, svo sem Ólafur Ragnar Grímsson, Steingrímur J. Sigfússon, Kristín Einarsdótt- ir, Guörún Helgadóttir og Matt- hías Bjarnason, lýstu því yfir aö þetta væri ekki vantraust. Ég greiddi atkvæöi út frá hinu sjónarmiðinu, en hinir skýröu sitt atkvæöi. Ef þeir heföu ekki gert þaö væri málið slæmt, en nú er þaö aðeins bráðhlægi- legt." Auðvitað er máliö bráðhlægi- legt, eins og Davíð segir, því þaö er ekki á hverjum degi sem for- sætisráöherra ríkis þarf aö rétt- læta setu ráðherra í ríkisstjórn sinni með því aö benda á aö stjórnarþingmenn gefi frat í það, þegar forsætisráðherrann skilgreinir atkvæöagreiöslur á þingi sem atkvæðagreiðslur um vantraust. Garri I anda samkeppninnar Farið er að skáka fyrirtækjum og stofnunum fram og til baka um landiö, úr landi og inn í landið. Bæjarstjórnir em umsvifamiklar í þeirri atskák, sem verður sífellt æsilegri og byggist á samkeppnis- hugsjóninni. Sú hugsjón er aö taka viö af úreltum hugmynda- fræðum og trúarbrögðum, sem raunar láta svolítið að sér kveöa í vinsældakeppninni um hugi og hjörtu guðsbarnanna. Þaö, sem gerir atskákina um fyrirtækin heillandi, er aö maöur veit aldrei hvort þaö em tafl- mennirnir eða þeir, sem leika þeim, sem stjórna atinu og hverj- ir em hinir raunverulegu sam- herjar og hverjir andstæöingar. Hverjir til að mynda bursta hverja á Akureyri — SH, ÍS, ÚA eöa bæjarstjórnin — og hvernig stendur á aö borgarstjórn Reykja- víkur lenti í leikbanni? Enginn ætlar sér þá dul aö skýra skákina og fara yfir leiki og afleiki, enda em leikreglur óþekktar og var umkomuleysi borgarstjórans algjört, þegar hann lýsti yfir aö hann heföi ekkert í höndunum og ekkert aö bjóða til aö vera gjaldgengur í strákaleiknum. Fyrirtækjaatið Allt í einu kemur í ljós að fyr- irtækjaatinu fyrir noröan er ekki lokið og er framlenging boöuö. Væntanlega er verið að semja óskiljanlegar leikreglur upp á nýtt og útgerðar-, fiskvinnslu- og sölufyrirtæki haldi áfram aö urga hvert í ööru og bæjarstjórn aö láta bjóöa í sig eöa yfirbjóða aðrar bæjarstjómir og sölufyrir- tæki eftir atvikum. Klofningur á vinstri vængnum fylgir sjálfkrafa, eins og í öllum öörum umsvifum sem stjórn- málafólk kemur nærri. Stóru fisksölufyrirtækin eru á hraðferð frá Reykjavík, eitt fariö til Hafnarfjaröar og önnur á upp- boði á Akureyri og er allt falt, uppboðshaldararnir líka, og er allt á huldu um hver kaupir hvern áður en yfir lýkur. Enda eru fleiri Á víbavangg sveitarfélög farin að hnykla vöðv- ana og meira en fús til að taka þátt í hráskinnaleiknum. Og fleira er matur en fiskur og feitt ket. Þar sem mikið skortir á að nóg sé til af olíufélögum og bensínpumpum í stórveldinu, á nú aö ráöa bót þar á og familían Irving í Kanada býöst til að koma upp olíustöð og dreifing- arkerfi. Borgarstjórnin í höfuöþétt- býlinu býöur lönd og hornlóöir eftir þörfum og nægt pláss und- ir forkunnarfagra olíugeyma til aö lýsa upp í skammdeginu eins og tíðkast í þorpinu, þar sem áberandi olíubirgöastöövar eru taldar til yndisauka. í bróberni... Gaflarar snúast öndveröir og segja viðskiptasiðgæði R-fólks- ins í Reykjavík harla bágboriö að bjóöast til aö taka Irvingfeög- um opnum örmum. Vilja fá þá sjálfir og skilja ekkert í að sveit- arfélög skuli koma svona fram hvert við annað. At fyrirtækja og sveitarfélaga tekur á sig ýmsar myndir og er kaupskapur meö fiskveiöikvóta sífellt ágreiningsefni og stund- um hiö skrautlegasta. Stofnana- flutningar eru búnir aö vera á dagskrá í aldarfjórðung og þegar loks tekst aö flytja fjögurra manna stofnun frá Reykjavík til Akureyrar veröur allt brjálaö. Alþingi lýsir frati á Össur hinn umhverfisvæna fyrir flutning- inn og fjöldi landsbyggöarþing- manna fordæmir hann. Skrýtiö! Háskólinn snýst öndverður gegn því aö taka vísindamann í vinnu sem ekki vill flytja norö- ur, en enginn hefur neitt viö það aö athuga að Sölumiðstöö hraðfrystihúsanna taki til við að ráöskast með háskólanum á Ak- ureyri í valdaspilinu. Svona geta byggðamálin veriö snúin og má meö sanni segja aö í bróöerni vega menn hver ann- an þe'gar þau eru annars vegar. Gamli, góöi hrepparígurinn er kominn á æöra stig og lofleg- ur samkeppnisandinn gerir hann illvígari en nokkru sinni fyrr. Og af því aö leiksiok eru engin, veit maður aldrei hverjir eru í hlutverki refsins og hverjir veiöimanna og hver er að veiða hvern, eöa hvort Akureyringar sitja uppi meö SH fyrr en varir eða SH meö Akureyringa. Né hvort Össur er vantraustsins veröur. (Eöa svoleiðis). OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.