Tíminn - 09.02.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.02.1995, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 9. febrúar 1995 WtMUVm n Hulda Kristjánsdóttir Hér skal minnast með nokkrum fátæklegum orðum, konu sem lést langt um aldur fram. Góðrar og dugmikillar konu, sem ég og fjölskylda mín mun minnast um ókomna tíð. Hulda Kristjánsdóttir lést á Landspítalanum eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Ég kynntist Huldu þegar ég var 12 ára gamall. Þá fór ég í sveit sem kúasmali að Látrum í Mjóafiröi. Hulda og maður hennar Sig- mundur Sigmundsson höfðu keypt og tekið við búskap á Látr- um á fardögum 1955 af Þórarni Helgasyni. Veturinn áöur höföu þau verið í vinnu hjá Þórarni á Látrum. Mér er enn í dag minnis- stæður dugnaöur þeirra hjóna. Þar bætti óbilandi kjarkur og elja upp lítil efni. Börnin komu hvert af öðru, alls sjö á átta árum. Auk þess ólu þau upp sonardóttur sína, Huldu Lind Stefánsdóttur. Aö þeirri litlu stúlku er nú kveð- inn mikill harmur ab missa ömmu sína svo ung sem hún er. t MINNING Amma hennar reyndist henni vel og kenndi henni margt. Á hinu stóra heimili á Látrum þurfti oft að taka til hendi og þá kom sér vel hversu góð hannyrða- kona Hulda var, en hún saumaði allt sem þurfti á börnin. Hún var húsmóðir svo af bar og skipti þá ekki máli hvenær gesti bar að garði. Þegar börnin stækkuöu og fóru ab heiman gafst frekar tími til að lesa góöar bækur, og virtist mér af samtölum okkar að dæma að hún læsi nokkuð mikið og þá sérstak- lega ættfræöibækur. Ég var í tvö sumur á Látrum og er það mér minnisstætt þegar hún var að skrúbba á handbretti og skola þvott í köldum bæjarlækn- um. Það fóru ekki margir í fötin hennar Huidu hvab dugnað og kjark snerti. Þab varð þeim hjón- um mikið áfall er íbúbarhúsib á Látrum brann ofan af þeim haust- ið 1958. Hulda var þá ein heima með öll börnin, en Sigmundur var við smölun inná fjalli. Sú hugsun læbist inn, við and- lát Huldu, hvers vegna örlögin eru svona grimm ab hún skuli nú vera kölluð burt, þegar þau hjón sáu fram á rólegri daga eftir að hafa komið sínum stóra barna- hópi á legg. Þrátt fyrir að langt sé um liðið frá því að ég var í sveit á Látrum, hefur haldist vinskapur milli heimila okkar og hefur þar aldrei falliö skuggi á. Þaö var skrýtið að koma á hlað- ib á dögunum og hitta þar ekki fyrir húsmóðurina Huldu, bros- andi á tröppunum, bjóðandi fólki í kaffi og heimabakað brauö og kökur. Þab var okkur því huggun er í dyrnar kom lítil stúlka og bauð fólki í bæinn. Þar var komin nafna hennar. Það er gott til þess að vita að unga fólkið á bænum hefur erft eiginleika Huldu og því verður áfram gott aö koma að Látrum. En sárt munum vib samt sakna Huldu okkar. Við Anna og börn okkar bibj- um góðan Guð að styrkja Sig- mund og fjölskyldu í þeirra miklu sorg. Hafið þökk fyrir allt sem lib- ið er. Konráö Eggertsson Skattapólitík fjármálaráðherrans Friðrik Sophusson hefir útskýrt, hví erfitt er að lækka skatta af tekjulág- um. Það er vegna þess, aö þeir eru svo margir. Að lyfta skattleysis- mörkum um aðeins kr. eitt þúsund á mánuði rýrir tekjur ríkissjóbs um hundrub milljóna króna. Ráðherr- ann heldur því áfram ab skattleggja nauðþurftartekjur. Hann vill ekki beita stighækk- andi tekjuskatti og notar þar svip- aða röksemdafærslu. Hátekjumenn eru svo fáir, segir hann, að þab svar- ar ekki kostnaði. Hann er meira að segja fús til ab ívilna hinum ríku meb ýmsum öðrum hætti. Nokkur dæmi skulu nefnd hér: (i) Peningamenn þurfa ekki að greiða skatt af fjármagnstekjum. (ii) Þeir, sem hafa auraráb, geta keypt sér hlutabréf í tilteknum fyr- LESENDUR irtækjum og fengið skatta sína lækkaba með því um tugi þúsunda króna. (iii) Fyrirtæki, sem skilar gróða, getur keypt annaö fyrirtæki sömu greinar, er rekiö var meb tapi, og dregið tap þess fyrirtækis frá skatt- skyldum tekjum sínum. (iv) Ef eignir fyrirtækis, svo sem peningar, bankainnstæður, kröfur á viðskiptamenn og vörubirgðir, reyn- ast hærri en skuldir, kemur gjald- færsla skv. verðbreytingarstubli og dregst frá skattskyldum tekjum á framtalinu (53. gr. skattalaga). (v) Svonefnt abstöðugjald á fyrir- tæki (eini tekjuskatturinn sem sum Fribrik Sophusson fjármálarábherra. þeirra greiddu) hefir verib fellt nið- ur. Öll þessi fríöindi eru sögð til þess ætluð að örva umsvif og fram- kvæmdir fyrirtækja. Þó er atvinnu- leysi viðloðandi. Gróðinn Ieitar á verbbréfamarkaðinn — og í aukn- um mæli á hinn erlenda, eins og hagskýrslur sýna. Hitt má ljóst vera, að Frlbrik Sophusson getur ekki skilaö hallalausum fjárlögum, með- an hann þorir ekki ab sækja pening- ana til þeirra, sem geta borgað. Hann heldur áfram að skuldfæra um og yfir tíu milljarða króna ár hvert yfir á ókomna tíð, á börn okk- ar og barnabörn. Allt tal hans og samráöherranna um tímamót, um jöfnuð, hagvöxt og velferb fram- undan er bull eitt, ábyrgðarlaust þvabur. Hagfrcebingur PAGBOK Fimmtudaqur 9 febrúar 40. daqur ársins - 326 daqar eftir. 6. vlka Sólris kl. 9.44 sólarlag kl. 17.41 Dagurinn lengist um 6 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni, tvímenningur, í Risinu kl. 13 í dag. Leikfélag eldri borgara, Snúbur og Snælda, er enn komið á fulla ferð. Sunnudaginn 12. febrúar verbur frumsýnt splunkunýtt ís- lenskt leikrit í Risinu. Það nefnist Reimleikar í Risinu og er eftir þær systur Iöunni og Kristínu Steins- dætur. Leikritiö er skrifað sérstaklega fyrir Snúð og Snældu. Þetta er gleðileikur sem gerist á því herrans ári 1995, en er að sjálfsögðu meb alvarlegu ívafi og sterkri tilvísun í líðandi stund, eins og góðum gam- anleik ber aö gera. Þar koma við sögu verur þessa heims og annars, ástin blómstrar sem aldrei fyrr og sama er aö segja um ýmiss konar viðskipti á andlegu og veraldlegu sviði. 10 leikarar taka þátt í sýning- unni hjá Snúbi og Snældu. Leik- stjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Lýs- ingu hannar Kári Gíslason. Gjábakki, Fannborg 8 Leikfimi kl. 10.20 og 11.10. Kór- inn æfir kl. 18.15. Veriö er að skrá í Gjábakka á skemmtun sem Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar býöur eldri borgur- um í Kópavogi uppá á konudaginn 19. febrúar. Upplýsingar í síma 43400. Halli Reynis skemmtir á Feita dvergnum Það verður hinn ljúfi og fingra- fimi Haraldur Reynisson sem leik- ur á Feita Dvergnum, Höfðabakka 1, um helgina og hefur hann sjald- an veriö betri en um þessar mund- ir. Feiti Dvergurinn opnar kl. 16 á föstudögum og er opinn til 03. Aftur opnast dyr Dvergsins á laug- ardag kl. 14 og þar er opiö sleitu- laust til kl. 03 aðfaranótt sunnu- dags. A laugardögum sitja fótbolta- spekingar á Feita og fylgjast með beinum útsendingum frá ensku knattspymunni, sem hefjast iðu- lega kl. 15. Á sama tíma er bjórinn seldur á boltaverði, kr. 390. Borgarleikhúsið: Aukasýning á Óskinni Aukasýning verður á Óskinni eftir Jóhann Sigurjónsson á litla sviöi Borgarleikhússins laugardags- kvöldið 11. febrúar og er það allra síðasta sýning. Uppselt er orbið á sýninguna sunnudaginn 12. febr. sem átti að vera sú síðasta. Óskin er betur þekkt undir nafn- inu Galdra-Loftur og er ásamt „Fjalla-Eyvindi" mest leikna verk Jóhanns Sigurjónssonar. Með hlutverk Lofts í þessari uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur fer Bene- dikt Erlingsson, en með önnur stór hlutverk fara Árni Pétur Guðjóns- son, Ellert A. Ingimundarson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Theodór Júlí- usson. Miðaverð er kr. 1000 á þessa allra síðustu sýningu. Frá Leikféiagi Mosfells- sveitar Fjölskylduleikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö í nýrri leikgerö Guð- rúnar Þ. Stephensen verður sýnt laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. febrúar kl. 15 í Bæjarleikhús- inu í Mosfellsbæ. Miðapantanir í síma 5667788. í tilefni af 50 ára afmæli Reykja- lundar sýnir Leikfélag Mosfells- sveitar leiksýninguna „Ævintýriö um Reykjalund". Undirtitill er: „Stríð — fyrir lífið sjálft". Valgeir Skagfjörð tók saman og sýningar verða nk. laugardag og sunnudag kl. 20.30. Miöapantanir í síma 5667788. Sólstafir — norræn menningarhátíb Næsta laugardag, 11. febrúar, hefst í Reykjavík norræn menn- ingarhátíb, „Sólstafir". Danska kaffileikhúsið Café Kolbert verður í Kringlunni frá 11- 13 á laugardag meb grín og gaman eins og þeim einum er lagið. Þetta er í annað sinn sem leikhópur þessi kemur til Islands, en þeir voru gestir á Dönskum haustdög- um í september s.l. Café Kolbert tekur einnig þátt í Finnsku tangókvöldi sem haldið verður á Hótel Borg á laugardags- kvöld. Einnig gefst tækifæri til að sjá til þessa frábæra leiKhóps í Þjóðleikhúskjallaranum á mánu- daginn, 13. feb., kl. 20.30, en sú dagskrá er á vegum Listaklúbbsins. Á Borginni á laugardagskvöldiö munu mæta til leiks sex finnskir tangóleikarar, með Reijo Taipale í fararbroddi. Sagt er aö tangóinn sé orðinn tjáningarform hinnar finnsku sálar og fleiri tangóar hafa oröið til í Finnlandi en nokkru öðru Evrópulandi. Miðapantanir hjá Hótel Borg. Á laugardaginn opnar í Norræna húsinu sýning danska myndlistar- mannsins Svend Wiig Hansen og verður listamaöurinn viöstaddur opnunina. Þennan sama dag verö- ur í Norræna húsinu dagskrá helg- uð dönskum bókmenntum og hefst hún kl. 16. Sérstakir gestir veröa þeir Knud Sorensen rithöf- undur og Thomas Thurah gagn- rýnandi. Norskir tónlistarmenn koma til landsins um helgina og verða þeir með tónleika á Akureyri á sunnu- dag. Tónleikar þessir eru fyrir alla fjölskylduna og marka þeir upphaf tónleikaferðalags þeirra félaga í skólum í Reykjavík, á Akureyri og á ísafirði. Tóníistarmennimir eiga ættir sínar að rekja til Afríku og munu þeir leika tónlist sem upp- runnin er frá heimalandi þeirra. Norræn kvikmyndahátíð hefst í Háskólabíói á laugardaginn og mun hún standa í rúma viku. APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavík Irá 3. tll 9. lebrúar er I Borgarapótekl og Reykjavlkurapótekl. Þaó apótek sem lyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 aó kvöldl tll kl. 9.00 aó morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar I slma 18888. Neyða vaktTannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátióum. Símsvari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Noróurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar i símsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort aó sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opió i þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opió frá kl. 11.00- 12.00 og 20.0: 21.00. Á öórum tímum er lyfjafræóingur á bakvakt. Upplýs- ingar eru gefnar i síma 21445. Apótek Keflavlkur: Opió virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opió virka daga Irá kl. 8.00- 18.00. Lokaó i hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selloss apótek er opió til kl. 18.30. Opió er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opió virka daga til kl. ' 9.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekió er opió rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. febrúar 1995. Mánaóargrelóslur Elli/örorkulifeyrir (grunnlífeyrir)......... 12.329 1/2 hjónalífeyrir........................... 11.096 Full tekjutrygging ellilifeyrisþega..........22,684 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega........23.320 Heimilisuppbót.........’.....................7,711 Sérstök heimilisuppbót........................5,304 Bamalíleyrir v/1 barns.......................10.300 Meðlagv/1 barns .............................10.300 Mæóralaun/leóralaun v/1 bams..................1.000 Mæðralaun/feðralaun v/2ja barna...............5.000 Mæðralaun/feðralaun v/3ja barna eða fleiri..10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða..............15.448 Ekkjubaelur/ekkilsbætur 12 mánaða............11.583 Fullur ekkjulifeyrir.........................12.329 Dánarbælur í 8 ár (v/slysa) ................15.448 Fæðingarstyrkur..............................25.090 Vasapeningar vistmanna.......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggrelðslur Fullir fæðingardagpeningar.................1.052.00 Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framlæri ....142.80 GENGISSKRÁNING 08. febrúar 1995 kl. 10,52 Oplnb. Kaup vióm.gengl Sala Gen ' skr.fundar Bandartkjadollar 67,29 67,47 67,38 Sterlingspund ....104,41 104,69 104,55 Kanadadollar 48,14 48,34 48,24 Dönsk króna ....11,147 11,183 11,165 Norsk króna ....10,023 10,057 10,040 Sænsk króna Q QQQ 9,031 9,015 Finnsktmark ....14,202 14,250 14,226 Franskur franki ....12,669 12,713 12,691 Belgfskur franki ....2,1316 2,1388 2,1352 Svissneskur franki. 51,83 52,01 51,92 Hollenskt gyllini 39,13 39,27 39,20 Þýskt mark 43,88 44,00 43,94 itölsk l(ra ..0,04155 0,04173 6,256 0,04164 6,244 Austurrfskur sch ,...!.6,232 Portúg. escudo ....0,4256 0,4274 0,4265 Spánskur peseti ....0,5085 0,5107 0,5096 Japanskt yen ....0,6780 0,6800 0,6790 írsktpund ....103,76 104,18 103,97 Sérst. dráttarr. 98,49 98,87 98,68 ECU-Evrópumynt.... 82,79 83,07 82,93 Grfsk drakma ....0,2809 0,2819 0,2814 BILALEIGA AKUREYRAR •MEÐ ÚTIBÚ ALLTÍ KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.