Tíminn - 09.02.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.02.1995, Blaðsíða 8
8 Whntom Fimmtudagur 9. febrúar 1995 Irösk atómstöö sprengd 1992: fyrirbyggjandi árásir ekki átilokaöar. Aftur til s j ötta áratugar Skömmu eftir frægan sig- ur sinn í Flóabardaga komst herstjórn Banda- ríkjanna ab raun um, ab ekki hafði munaö nerna hárs- breidd aö sá ófribur yrbi ab kjarnorkustríbi. Árib 1991 munabi litlu ab sum kjarna- vopna þeirra, sem írak hafbi lengi verib ab reyna ab fram-. leiba, væru fullfrágengin. Einstaka af sérfræbingum Bandaríkjanna um gereybing- arvopn höfbu haldib þessu fram, en þeir voru þó fleiri sem töldu þab fjarri sanni. Þetta er nú a.m.k. fullyrt í ýmsum fjölmiðlum. Jafnframt stendur þar ab út frá þessu og hættunni á frekari dreifingu gereyðingarvopna yfirleitt séu breytingar á skipulagi öryggis- mála á döfinni hjá Bandaríkjun- um og Nató. „Counter- proliferation'' „Héban í frá verðum vib ab vera vib því búin ab óvinir okk- ar í svæðisbundnum átökum hafi yfir ab ráða kjarnavopnum, sýklavopnum og eiturgasi," er haft eftir Heather Wilson, sem starfabi í þjóðaröryggisráöi Bandaríkjanna í forsetatíb Ge- orge Bush. I þýska fréttatímaritinu Der Spiegel stendur ab fyrir um ári hafi Les Aspin, þáverandi varn- armálarábherra Bandaríkjanna, komib fram meb nýtt hugtak í öryggismálum viövíkjandi ger- eyðingarvopnum: „counterpro- liferation" í stab „nonprolifer- ation", sem fram ab því hafði verib haft til vibmiöunar. í síð- arnefnda hugtakinu felst ab komið skuli í veg fyrir ab fleiri ríki eöa aörir aðilar eignist kjarnavopn en þegar er orðið, í hinu fyrrnefnda ab áherslan sé lögb á að halda í skefjum nýjum kjarnavopnaveldum. í þessari áherslubreytingu virbist og fel- ast aö Bandaríkjastjórn telji ekki miklar líkur á að hægt sé ab hindra ab kjamavopnaveldum fjölgi eöa geri jafnvel ekki leng- ur ráð fyrir því sem raunhæfum möguleika. John Deutch, aöstoöarutan- ríkisráöherra Bandaríkjanna, lagði fyrir þingib skýrslu um þab hvernig Bandaríkjaher hyggst búa sig undir hernabar- aðgeröir gegn nýjum kjarna- vopnaveldum: 1. Hugsanlegar verkanir ABC- vopna (kjarna-, sýkla- og efna- Aftur taliö „hœgt" ab heyja stríö meö kjarnavopnum. Bandaríkin ganga ekki lengur út frá því aö mögulegt sé aö tryggja aö fleiri ríki eignist ekki gereyö- ingarvopn BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSÖN vopna) í höndum óvina á bandaríska hermenn skulu rannsakaðar og metnar ab nýju. 2. Þjálfun og bardagaaðferöir verba ab vera meö þab fyrir aug- um aö hægt sé ab sigra and- stæðinga vædda ABC-vopnum. 3. Leitast veröi viö að full- komna eldflaugar og sprengju- flugvélar ætlaöar til aö verjast árásum gerðum meö ABC- vopnurn. 4. Ný og markviss vopn, helst meö hleöslu úr „venjulegu" sprengiefni, skulu notuö til aö eyðileggja ABC-vopn fjand- manna þegar í upphafi átaka, eöa áöur en fjandmönnunum gefist færi á að beita þeim. Rússnesk kjarna- vopn í hendur fjöl- margra? Óhugnaöar nokkurs gætir gagnvart þessari nýju stefnu í öryggismálum, sem banda- menn Bandaríkjanna í Nató kváöu nú hafa samþykkt eftir nokkurt hik. „Sú hugmynd, aö hægt sé að heyja stríö gegn kjarnavopnaveldum, er skref aftur á bak til sjötta áratugar- ins," sagði vísindamaður aö nafni John Pike á ráöstefnu samtaka bandarískra vísinda- manna. Á sjötta áratugi höföu Bandaríkin enn þaö mikla yfir- buröi yfir Sovétríkin í kjarn- orkumálum aö þau treystu sér til að vinna kjarnavopnastríö viö Sovétmenn og lifa þaö af sjálf. Grunsemdir gera vart viö sig á þá leiö aö aðilar, sem eiga hags- muna aö gæta í her og her- gagnaframleibslu, stuðli að þessari stefnubreytingy, en ekki vantar hinsvegar á lofti blikur sem benda til þess að óttinn á bak viö stefnubreytinguna sé ekki ástæðulaus, og svo hefur veriö alllengi. Fyrir utan horfur á því aö til sögunnar konri ný kjarnavopnaveldi, má í því sam- bandi nefrta ástandið í fyrrver- andi Sovétríkjum. Ýmsum á Vesturlöndum þykir forysta Rússlands farin ab gerast ískyggileg og illútreiknanleg. Viö þaö bætist aö sumir óttast aö rússneska ríkið leysist upp, meö þeim afleiðingum aö kjarnavopn þess komist í hend- ur fjölmargra minna eba meira óábyrgra aðila. Clinton Bandaríkjaforseti hef- ur skipað prófessor aö nafni Ashton Carter, sem fyrir all- löngu var farinn aö beita sér fyr- ir hugmyndinni urn „count- erproliferation", aöstoöarráöu- neytisstjóra varnarmálaráðu- neytisins. Carter þessi er sagður þeirrar skoöunar aö Bandaríkin eigi ekki meö öllu aö útiloka árásir á verðandi kjarnavopna- veldi, í þeim tilgangi aö koma í veg fyrir eöa fresta inngöngu þeirra í „atómklúbbinn". Cereybingarvopn sem mótvægi Jafnframt gætir meöal ■ .• ... Jeltsín Rússlandsforseti (t.h.) og Gratsjov varnarmálaráöherra hans: vax- andi efi um aö kjarnavopn Rússlands séu í„öruggum" höndum. bandarískra ráðamanna um ör- yggismál kvíöa þess efnis aö „counterproliferation"- stefn- an geti orðið til þess að hleypa auknum hraöa í kjarnavopna- kapphlaupiö (sú von aö það tæki enda með kalda stríðinu viröist nú orbin meö daufasta móti). Eftir aö hafa látið af embætti sem æbsti maöur í Pentagon komst Les Aspin svo aö oröi, aö í kalda stríðinu heföu kjarnavopn Bandaríkj- anna veriö Vesturlöndum mót- vægi gegn fjölmennari her sov- étblokkar í Evrópu. „Nú fer hinsvegar ekki á milli mála aö Bandaríkin eru langöflugasta herveldi heims, og þá er þess aö vænta að andstæðingar okk- Kjarnasprengja sprengd í tilrauna- skyni í Nevada 1951: aftur gert ráö fyrir því aö hœgt sé aö heyja stríö gegn kjarnavopnaveldi. ar reyni aö jafna það upp meö kjarnavopnum." Aspin virðist óttast að sú viðleitni kunni aö magnast til andsvars við „co- unterproliferation" Bandaríkj- anna, en væntanlega gera hann og aörir bandarískir ráöa- menn sér jafnframt vonir um að þessi nýja sfefna þeirra í ör- yggismálum hræöi hin ýmsu ríki frá því aö koma sér upp gereybingarvopnum. Nú er haft fyrir satt aö af bandarískum valda- og áhrifa- mönnum um öryggismál hafi enginn trúaö því ab „stjörnu- stríðsáætlun" Reagan-stjórnar- innar væri raunhæf (nema Re- agan kallinn sjálfur) til annars en aö hræöa Rússa til undan- láts, en í sambandi viö „count- erproliferation" hefur áhugi á áætlun þessari vaknaö á ný. Er því haldið fram aö rannsókna- niðurstööur út frá henni geti komiö aö notum til að koma upp nýju varnarkerfi fyrir Bandaríkin gegn eldflaugum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.