Tíminn - 09.02.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.02.1995, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 9. febrúar 1995 13 |||| FRAMSÓKNARFLOKKURINN Köpavogur Bæjarmálafundur verður haldinn að Digranesvegi 12 mánudaginn 1 3. febrúar kl. 20.30. A dagskrá verða heilbrigöis- og skólamál. Stjórn Bcejarmálaráós Akranes Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður er með viðtalstfma í Fram- sóknarhúsinu við Sunnubraut, sunnudaginn 12. febrúar milli kl. 16.00-18.00. Borgarnes Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður og bæjarfulltrúar fram- sóknarmanna í Borgarbyggð eru með viðtalstíma í Framsóknar- húsinu, Borgarnesi, þriðjudaginn 14. febrúar frá kl. 20.30- 22-30- Stjórn Framsóknarfélagsins Selfyssingar— nærsveitamenn Fundi frestaö! Opnum fundi um atvinnumál, sem halda átti á Hótel Selfossi f kvöld, er frestað. Framsóknorflokkurinn Suburlandi ingibjörg BELTIN BARNANNA VEGNA UMFERÐAR RÁÐ /-------------------------------------------------------------\ í Innilegar þakkir sendum við öllum nær og fjær, sem sýnt hafa okkur samúö og vinarhug viö andlát, minningarathöfn og jaröarför mannsins míns og fööur okkar Ólafs Sveinssonar bónda á Grund, Reykhólahreppi íbúum Reykhólahrepps og öllum öörum, sem komu viö sögu vegna björgunarstarfsins á Grund, þökkum viö ómetanlega hjálp sem aldrei gleymist. Lilja Þórarinsdóttir Guömundur Ólafsson Unnsteinn Hjálmar Ólafsson Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma Soffía Ásbjörg Magnúsdóttir Efri-Grímslæk, Olfusi veröur jarösungin frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, laugardaginn 11. febrúar kl. 13.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru beönir aö láta Orgelsjóð Þorlákskirkju njóta þess. Sigríöur Konráðsdóttir Guömundur Þorsteinsson Gunnar Konráösson Gréta jónsdóttir Ingólfur Konráösson Ragnheiöur Halldórsdóttir Magnús Konráösson Barnabörn og barnabarnabörn V________________________________________________________________) /-------------------------------------------------------\ if Þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu okkur samúö og hlýhug vib frá- fall og útför fööur okkar, tengdaföbur, afa og langafa Gu&mundar Kr. Þorleifssonar Þverlaek, Holtum Þorleifur Guömundsson Guöni Guömundsson og fjölskyldur Claudia Schiffer: Brúðarkjóll- inn á hiíluna? Ef tískuhönnuðir hyggjast kynna brúðarkjóla, kemur að- eins ein sýningarstúlka til greina, nefnilega Claudia Schiffer. Þannig hefur það ver- ið um skeið, en Claudia mynd- ast sérlega vel klædd í kjól og hvítt. Síðasta misseri hefur Claúdia nánast einokað þennan markað, enda hafa menn beðið þess að hún gengi upp að altarinu með franska töframanninum David Copperfield. Nú hefur þó hlaup- ið snurða á þráðinn og ekkert sem bendir til brúðkaups Claudiu sjálfrar. í skíðaferðalagi með fjölskyldunni fyrir skemmstu, virtist nefnilega sem Claudia væri komin með nýjan mann upp á arminn. Claudia mun því að öllum lík- indum láta sér nægja að sýna annarra manna brúðarkjóla næstu mánuði, en hennar eigin bíður enn betri tíma. ■ Claudia í brúbarkjól frá Valentino. Dönsk slúöurblöö halda fram óvœntum fréttum um einkalíf Keanu Reeves: Búinn ab giftast karlmanni? Dönsk slúðurblöð hafa velt sér upp úr nýjum upplýsingum um Hollywood- leikarann Ke- anu Reeves er halda því fram að Keanu hafi nýlega gengið í þaö heilaga. Samkvæmt „fréttinni" er ekki skrýtiö að athöfnin hafi farið leynt, þar sem lífsförunaut- ur Keanus á að vera karlmaður! Kynhneigð hetjunnar úr kvik- myndinni „Speed", sem fleytti Keanu í hóp eftirsóttustu stjarna Hollywood, hefur áöur verið til umræöu og þá sérstaklega eftir aö River Phoenix lést vegna of- neyslu eiturlyfja í fyrra. S.ögur gengu þá um að þeir hefðu átt í ástarsambandi, en hiö sanna er óljóst í þeim efnum. Nú heldur danska slúður- pressan því fram að ríkasti mað- ur Hollywood, David nokkur Geffen, hafi keypt hann í hjóna- band með sér. Aður hefur Gef- fen þessi veriö frægastur fyrir að eiga í ástarsambandi með Cher, en starfi hans er kvikmynda- bransinn og hefur hann starfað með mönnum eins og Steven Spielberg og Jeffrey Katzenberg. Sem dæmi má nefna að Geffen er peningamaðurinn á bak við stórmyndina „An Interview with the Vampire". Geffen lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að hann hneigö- ist fremur að karlmönnum en • Ab leik meb Söndru Bullock í hasarmyndmm speea. David Ceffen. Moldríkur brúb- gumi Keanus? konum. Ljóst er að Keanu og hann eru góðir kunningjar, en hvort eitthvað meira er á milli þeirra eru lesendur látnir um að dæma. Hitt er ljóst að ef svo ólíklega vildi til að satt reyndist, myndi frægðarsól Keanus að öll- um líkindum hníga með sama hraða og hún steig; stjörnudýrk- unin þolir einfaldlega ekki uppákomur sem þessar. í SPEGLI TÍIVIANS Tony Danza getur aftur skemmt sér Leikarinn Tony Danza, sem fyrst og fremst hefur gert garð- inn frægan í gamanþáttum fyrir sjónvarp, hefur fyrst nú náð sér eftir slys sem hann lenti í á skíöum fyrir ári. Þá fótbrotnaði leikarinn svo illa að 12 mánuöi þurfti til að koma fætinum í lag. Nýverið mætti Tony með eiginkonunni Tracy í sam- kvæmi sem ABC- sjónvarps- stöðin hélt, og var hann að vonum glaður að geta tekið þátt í samkvæmislífinu á ný. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.