Tíminn - 03.03.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.03.1995, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 3. mars 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Ótrúleg sóun Mikiö er rætt um sparnað í þjóðfélaginu og ekki að ósekju. Skuldir heimila eru orðnar ofboðslegar og ríkið á sífellt örðugra með að standa við sínar skuldbindingar, og gerir raunar ekki nema að tak- mörkuðu leyti og með sífelldum lántökum. Kenn- aradeilan er dæmi um það, en ríkið ræður ekki við að fjármagna eigin menntastefnu. Heilbrigðismál- in eru undir sömu sök seld, þar sem sífellt er verið að draga saman, hóta uppsögnum starfsfólks og sjúkir fá ekki þá umönnun eða læknisdóma, sem tök eru á, vegna fjárskorts. Víst er um það að víða má spara og mikið fé fer til spillis vegna óforsjálni og kæruleysis eða af hreinni vanþekkingu. En óvíða mun sóunin eins gegndarlaus og í umferðinni. Og hún er öll af mannavöldum. A síðasta ari skemmdust ekki færri en sautján þúsund bílar í árekstrum. Greiddir voru um þrír milljaröar króna í slysabætur og tveir í tjónabætur af tryggingafélögum, og varlega áætlað hafa bíleig- endur þurft að greiða annað eins úr eigin vasa í þeim tilvikum sem tryggingar hafa ekki náð yfir tjónin. Ótaldar eru þær hörmungar sem umferðarslysin valda á fólki. Þjáningar og örkuml verða ekki met- in til fjár, en við framangreindar upphæðir má bæta glötuðum vinnustundum og kostnaði, sem hlýst af langvarandi endurhæfingum og varanleg- um örkumlum. Með það í huga hvílíkan skatt umferðin tekur og hve gífurleg sóunin af umferðaróhöppum er, hlýt- ur að liggja í augum uppi hvílíkur ávinningur væri að því að draga úr árekstrum og slysum og jafnvel að koma í veg fyrir þau með öllu, ef fyrirhyggja og skynsemi fá að ráða. Það er orðin þvæld þula að umferðarmenning sé á þessu eða hinu stiginu ogær tómt mál um að tala. Tjónið vegna umferðarinnar talar sínu máli um ástandið og á því þarf að taka af einurð. Löggæsla og eftirlit er af skornum skammti vegna fjárskorts auðvitað. Ökukennsla er greini- lega frumstæð og kröfur til kennara og nemenda langt fyrir neðan það sem eðlilegt má telja og und- ir þeim stöðlum sem ríkja á öðrum sviðum mennta. Ökuskólar eru vanbúnir og kennslusvæði eru hvergi til og sýnast öll yfirvöld vera algjörlega sljó fyrir þessum þætti menntunar. Ökukennslu og umferðarfræðslu þarf að hefja frá grunni. 22 milljóna tjón á hverjum einasta degi ársins, eins og nú er, ætti að færa mönnum heim sanninn um að það er sóun en ekki sparnað- ur að því að hjakka áfram í sama fari. Hafi ökumenn ekki vit á því sjálfir að fara að umferðarlögum, hlýtur löggæslan að sjá um að kenna þeim betri siði. Sparnaður þar er einnig só- un. Það er ekkert náttúrulögmál að tjón af völdum bílaumferðar skuli vera milljón á klukkustund. Þar eru aðrir kraftar að verki. Og þá er hægt að hemja, aðeins ef vit og vilji er fyrir hendi. Mennt er máttleysi Sú var tíöin aö menn mættu á mannamót, sperrtu út brjóstkass- ann og sögöu meö þjóörembings- hrifningarhrolji: „Mennt er mátt- ur — Islandi allt!" En allt er í heiminum hverfult og nú eru þjóöskáldin sammála um aö mennt sé máttleysi, sem sýni sig best í verkfalli kennara. Þar beiti hámenntuö stétt öllu afli sínu og reynist engu aö síöur gjörsamlega máttlaus í aö ná fram kröfum sín- um. Ekkert útlit er fyrir aö verk- fallinu sé aö ljúka á næstu dögum eöa jafnvel mánuöum. Æskan, hiö unga íslands merki, mælir því göturnar í ferð án fyrirheits eða horfir á „Keöjusagarmorðingjann frá Texas" á myndbandi einu sinni enn. íslandi allt Einhvern tíma heföi nú verib talab um að svona verkfall hefði ófyrirsjáanleg áhrif á menntun hinnar efnilegu íslensku æsku og kæmi til með ab hafa alvarlegar afleiöingar langt fram í tímann. En það var áöur en menn gerðu sér grein fyrir ab mennt er mátt- leysi. Það var á meðan menntun- in var ennþá máttur og ungir menn með glampa í augunum sögðu „íslandi allt". Það var áður en kratar áttuðu sig á því aö ís- lendingar hafa ekki efni á því að vera sjálfstæö þjóð og komast ekki af án dreifbýlisstyrkja frá Brussel. Það var áður en Allaball- arnir sáu sitt óvænna og slitu tengslin vib áa sína í austri og áð- ur en saumaklúbburinn Kvenna- listi geröi sér grein fyrir tveimur grundvallaratriðum pólitískrar tilveru sinnar: Annað er „Ríkis- stjórnarþátttaka eða dauði". Hitt er „Ríkisstjórnarþátttaka er daubi". Þab var líka áður en íhaldið hóf heilagt stríð sitt gegn mennta- kerfinu og það var áður en Fram- sókn uppgötvaði að hún er frjáls- lyndur flokkur. Mennt æskunnar er ekki það sem menn hafa áhyggjur af í þessu verkfalli, enda mennt mátt- leysi. Þab sem menn hafa áhyggj- GARRI ur af, er að foreldrarnir geti ekki mætt í vinnu vegna þess að þeir verða að vera heima og passa krakkana. Þeir, sem áður sögðu að leggja yrði gríðarlega áherslu á menntun, hafa nú mestar áhyggj- ur af því ófremdarástandi sem skapast hefur, ab foreldrar komast ekki til vinnu vegna barnanna. í dag er skólinn semsé barnapía en ekki menntastofnun, og eins og gildir um abrar barnapíur þá er ófyrirgefanlegt að skilja börnin eftir í reiðileysi. Skítt meb mennt- ina, nám er eitthvað sem barna- píur láta krakka gera til að hafa ofan af fyrir þeim. Þegar menntakerfið er svona, er kannski eðlilegt ab menn spyrji ab því í sjónvarpsþáttum hvaöa land hafi apakött fyrir mennta- málaráðherra! Barnapíuleysib bjargar En vonin veika er þó til og er það Þórarinn launþegavinur hjá Vinnuveitendasambandinu, sem er búinn að teygja sig svo langt í hverjum samningunum á fætur öörum ab undrun sætir. Enda er árangurinn. slíkur að helst þyrfti þrjár fyrirvinnur á hvert heimili til að endar nái saman. Almenn- ingur má því ekki við ab missa úr vinnu vegna barnapíuleysis, fyrir nú utan aö fyrirtækin hjá Þórarni gætu farið á hausinn, ef allt þetta launafólkjjarf að vera að skreppa til og frá. I þessu liggur vonin um að eitthvað kunni að gerast í kennaraverkfallinu, ekki áhyggj- um manna af- menntun barn- anna. Af þessu sést að mennt er máttleysi, en lífskraftur þjóðfé- lagsins liggur í láglaunastefn- unni. Garri Ofan gefur snjó á snjó Þaö er áreiöanlega ekki ofsögum sagt ab þessi vetur er harbur. Um vestan og norðanvert landið er fannfergi allt austur til Eyjafjarðar og sannleikurinn er sá að þar fyrir austan er drjúgur snjór, þótt ekki sé það með því mesta sem komið hefur. Alvarlegasta staðreyndin, sem við blasir eftir þennan vetur, er sú að endurmeta þarf afstöðuna til snjóflóðahættu mjög víða. Sú þróun hefur verið mörg undan- farin ár, að veturinn hefur verið notabur í vaxandi mæli til útivist- ar, og skíðasvæöi landsmanna eru ekki síst vettvangur hennar. At- buröir síðasta vetrar og þessa á skíbasvæbum landsmanna leiða þaö í ljós að fylgjast þarf mjög grannt meb þeim meb tilliti til snjóflóöahættu. Skíðasvæðib á Seljalandsdal við ísafjörð hefur verib í mikilli umræðu í fjölmiðl- um af þessu tilefni, en nú hefur það gerst að snjóflóðahætta vofir yfir á fjölsóttasta skíðasvæbi landsins í Bláfjöllum. Þetta eru al- varlegar staðreyndir og það verð- ur að bregbast vib þeim með mjög auknu eftirliti og þeirri tækni, sem tiltæk er. Vafalaust getur reynsla annarra þjóða orbið okk- ur leibsögn í þessu efni. jarðbönn Eitt af því, sem fylgir snjóalög- unum, er að víöast um land er gjörsamlega jarðlaust. Fénaður landsmanna er á gjöf og ég hygg, að ekki þurfi að óttast ab bændur veröi heylausir í neinum mæli. Kemur þar meðal annars til aö kúm og kindum hefur fækkab. Hrossum hefur aftur á móti farið fjölgandi og útiganga þeirra hefur verið nokkub í sviðsljósinu í vetur, þar á meöal á fréttasíbum Tímans. Nú þarf að gefa stóðinu út á gadd- inn. Þar við bætist að girðingar eru víöa í kafi og erfiöleikar eru á því ab hemja það innan þeirra. Á víöavangi Hreindýr um nótt Snjór er flókið fyrirbrigði og það er alls ekki sama hvernig hann liggur. Það er langur vegur milli þess dúnmjúka snævar, sem er jólasnjór í hugum okkar, til samanbarins gadds. Um þessar mundir er ég ab kafa í snjónum á Austurlandi á leib minni milli kjósenda. Sá snjór er illyrmisleg- ur. Þannig hagabi til, þegar mest gekk á fyrir vestan, að slydda og jafnvel rigning var fyrir austan. Þetta gerir það að verkum að svell em undir allri snjóþekjunni og menn óttast að það hefni sín með kalinni jörð með vorinu. í þessu ástandi eru jarðbönnin algjör og manni veröur í þessu sambandi hugsab til hreindýranna, búsmala hins opinbera. Fróöum mönnum ber ekki saman um ástand þeirra. Hver sem raunin er, þurfa þau mikið fyrir lífinu að hafa þessa dagana. Það var ekki spretthart hrein- dýrið sem vib Jónas Hallgríms- son, meðframbjóðandi minn á Austurlandi, vorum nærri búnir að keyra á eina nóttina nú í vik- unni. Það var statt á miðri brú og lötraði á móti bílnum, blindab af ljósunum. Árekstri var naumlega afstýrt og þessi stóri, hornótti tar- fur náði að þoka sér út af vegin- um viö brúarsporbinn. Sprett- harka sumarsins, þegar dýrin þjóta inn til öræfanna eins og vindurinn, var víbs fjarri. Svona er íslenski veturinn. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.