Tíminn - 03.03.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.03.1995, Blaðsíða 2
KENNARAVERKFALL . . . KENNARAVERKFALL . . . KENNARAVERKFALL . . . KENNARAVERKFALL . . . KENNARAVERKFALL . . . Föstudagur 3. mars 1995 „Þaí> er aldrei neitt gaman- mál aö vera í verkfalli, en ill naubsyn," segir Grétar Skúlason, kennari í Kvenna- skólanum. Hann segir að mibað við stöðu samningamála og af- stöðu ríkisins til kröfugerðar kennarafélaganna, þá virðist sem ríkisstjórnin geri sér ekki grein fyrir þeirri ábyrgð sem hún ber. „Það veldur mér von- brigðum," segir Grétar sem lýst ekki nógu vel á stöðuna og það sem framundan er að öllu óbreyttu. Hann segist hafa búið sig undir verkfallið eins og hægt var og m.a. ekki rábist í neinar fjárfestingar. Hann segir að það hafi verið reynt ab halda í þá „litlu peninga" sem hann átti og vera vib öllu búinn áð- ur en verkfallið kom til fram- kvæmda. Aðspurður segir hann að það gangi bara alveg „Verkfallið leggst engan veg- inn í mig, en mér líbur ekkert illa," segir Kristín Arnardóttir, kennari í Öskjuhlíðarskóla. Hún segist alltaf hafa átt von á því að það yrði ekki auðvelt að eijja við samninganefnd ríkisins og þess vegna myndi það ekki ganga hratt fyrir sig aö gera nýj- an kjarasamning. Kristín segir að þab sé vobalega erfitt að meta viðhorf almennings til verkfalls kennara. „Þab fer eftir því í hvaða samfélagi maður er. En óneitanlega verður maður var við ýmsar raddir, bæði meb og á móti." Kristín segist vera sammála verkfallsnefnd kennara um af- greiöslu á undanþágum vegna kennslu fatlaðra barna og ung- linga, en nefndin hefur gefið undanþágur vegna neyðartil- vika. En foreldrafélag fatlabra hefur gagnrýnt kennara fyrir ab taka ekki nógu mikib tillit til að- stæöna fatlaðra nemenda. Hún segir að staðan meðal nemenda t.d. í Öskjuhlíbarskóla sé mjög misjöfn og persónubundin og svo sé einnig í öðmm skólum. Kristín segir að kennarar séu í sjálfu sér ekki aö biöja um meiri launahækkanir en aðrir. Hins- vegar þurfi þeir að fá leiðrétt- ingu á kjörum sínum aftur í tímann, auk þess sem margt þurfi að laga I skólakerfinu. Hún segir ab flestir séu sammála um þab og með kröfum sínum vilji kennarar knýja á um ab ýmsu verði breytt sem þurfi aö breyta. að reka heimilið í verkfallinu, enda sé konan hans ekki kennari og í góbri vinnu. Það sé trúlega betra hjá sér en víða annars stabar þar sem bábar fyrirvinnurnar eru kennarar. Grétar segir að það sé nokk- ur einföldun ab halda því fram að kennarar krefjist þess að grunnlaun þeirra verði hækk- uð um 25% yfir alla línuna. Hann segir að kennarar leggi áherslu á að fá leiöréttingu á ýmsum sérmálum sínum sem skipti þá miklu máli. í því sambandi bendir Grétar m.a. á lækkun á kennsluskyldu o.fl. „Það þýðir ekkert að bjóba okkur að vinna meira á sama dagvinnukaupinu. Við höfum t.d. lýst yfir vilja til að taka á okkur fleiri daga en þá verður líka ab minnka vinnuna ein- hvers stabar á móti. Annars er verib að lengja vinnuvikuna," segir Grétar Skúlason. ■ Staða nemenda mjög misjöfn Áslaug Ármannsdóttir, kennari í Klébergi Kjalarnesi: í verkfalli í þribja sinn „Eg hef afskaplega mikið ab gera, því ég fékk þaö verkefni að vera í þeirri nefnd sem sér um þessa verkfallsmibstöö. Þannig að þetta er næstum því fullt starf, en ólaunab," segir Áslaug Ármannsdóttir kenn- ari. Hún er ekki óvön verk- falli, því hún tók þátt í verk- fallinu 1977 og einnig 1984. Hún segist því miður búast við því ab verkfall kennara verði langt þegar haft er í huga hvern- ig staðan er í viðræöum kennara við samninganefnd ríkisins. Hinsvegar kemur staðan henni ekki á óvart, því hún átti allt eins von á löngu verkfalli. Hún segist þó ekki trúa öðru en að verkfallið leysist fyrir páska. „Ég er bara einhleyp og var búin aö undirbúa mig og leggja fyrir. Þannig að ég bjarga mér," segir Áslaug. Hún segist ekki geta dæmt um það hvernig almenningur hefur tekið verkfalli kennara að öðm leyti en því sem fram hefur komið í fjölmiðlum, þar sem hún umgengst nær eingöngu kennara. Áslaug segist skilja vel sjónarmið t.d. foreldra fatlabra barna og unglinga því ástandið hjá þeim hljóti að vera slæmt. Aðspurð um kröfur kennara í Ijósi nýgerðra samninga á vinnumarkaði segir hún að laun kennara verði að vera svipuð og hjá öbrum sambærilegum þjóð- félagshópum. Auk þess þurfi Jazzband Islands lék vib hvern sinn fingur í Verkfallsmibstöb kennaraféiagana í gœr sem er til húsa í Drangey, Félagsmibstöb Skagfirbingafélagsins. Hljómsveitin, sem ab öbru jöfnu heitir MS- bandib, er skipub kennurum í Menntaskólanum vib Sund, fyrrum nemanda og einum í verkfalli. Mikil stemmning og samhugur er mebal kennara og ekki spillti fyrir kökuhlabborb og kaffiveitingar. Klukkan 14 er svokallabur fréttatími í mibstöbinni þar sem kennurum eru sögb nýjustu tíbindi af gangi samningavibræbna og veittar abrar kennarar að fá laun í samræmi upplýsingar. í gœr ríkti kuldakast í Karphúsinu en ríkissáttasemjari mun hafa bebib Þjóbhagsstofnun um mat á við meiri vinnu. ■ sérkjarasamningum abila á almennum vinnumarkabi. Tímamyndir cs Þorkell Daníel Jónsson, Grandaskóla: Sanngjarnar kröfur „Þab er hálf nöturlegt aö þurfa ab standa í þessu," segir Þorkell Daníel Jónsson, kenn- ari í Grandaskóla, en þetta er í fyrsta skipti sem hann tekur þátt í verkfalli. Hann segir að sú stífni sem einkennt hefur viðsemjendur kennara komi sér á óvart, því stjórnvöld hljóti að viðurkenna að kröfur kennara séu sann- gjarnar. Eins og staban er í samningaviðræðunum telur hann að verkfallib geti orðiö langvinnt og raunar hafði hann búið sig undir það. Hinsvegar sé þab nokkuö ljóst að verkfallið muni koma illa við fjárhaginn, auk þess sem hætt er við því að nemendur sínir muni ekki koma neitt sérstaklega vel und- an verkfallinu. Grétar Skúlason, Kvennaskóla: Afstaba ríkisins Þorkell segist ekki verða var við annað en jákvæða strauma í garð kennara út í samfélaginu. Hann segir ab almenningur sé farinn ab gera sér grein fyrir því að laun kennara séu ekíd sam- bærileg við það sem t.d. kennar- ar hafa á öðmm Norðurlönd- um. í því sambandi minnir hann á að framlag hins opin- bera til menntamála sem hlut- fall af þjóbarframleibslu sé helmingi hærra í a.m.k. tveimur Norðurlöndunum en hérlendis. „Við höfum getað réttlætt þessar kröfur okkur með saman- burði við sambærilegar stéttir hjá ríkinu. Við eru ekki að fara fram á neitt mikið meira en það, enda höfum við dregist aftur úr," segir Þorkell aðspurður um af hverju kennarar krefjist 20%- 25% grunnkaupshældcana á sama tíma og meðaltalshækkun á almenna vinnumarkaðnum er sögð vera tæp 7%. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.