Tíminn - 03.03.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.03.1995, Blaðsíða 16
iWIMt Föstudagur 3. mars 1995 Vebrib í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.B0 í gær) • Suburland og Faxaflói: Noröaustan gola eba kaldi. Lettskýjab. • Breibafjörbur: NA-kaldi og léttskýjab. • Vestfi/bir, Strandir og Nl. vestra: Norbaustlæg átt, víbast stinn- ingskaldi. El. • Norburland eystra og Austurland ab Clettingi: Allhvöss eba hvöss NV- átt. El. • Austfirbir: NV-stinningskaldi. Skýjab meb köflum til landsins. • Subausturland: Léttir til meb minnkandi NA-átt. Gola eba kaldi og léttskýjab síbdegis. Aukin umsvif í rekstri Eimskips á síöasta ári: Eimskip hagnaðist um hálfan milljarð Eimskip hagna&ist um tæplega 560 milljónir króna á síbasta ári og rekstrartekjur fyrirtækisins jukust um tæplega milljarð króna frá árinu áður. Þetta er talsvert betri útkoma en árið 1993, en þá nam hagnaðurinn tæpleg 370 milljónum króna. Rekstrartekjur Eimskips og dótturfélaga þess námu á síðasta ári 9.558 milljónum króna á móti 8.601 milljónum árið 1993. Eig- infjárhlutfall Eimskips er sterkt eða 48% og nam eigið fé fyrirtæk- isins 5.161 um síðustu áramót. Jákvæða afkomu Eimskips má einkum rekja til þriggja þátta í rekstrinum. Þeir eru: Aukning á heildarflutningum, betri nýting á flutningakerfi og aukinn hagnað- ur af starfsemi félagsins erlendis. Aðalfundur Eimskips verður haldinn n.k. fimmtudag. Þar verbur lagt til að greiddur verði 10% arður til hluthafa og jafn- framt að hlutafé félagsins veröi aukib um 20% með útgáfu jöfn- unarhlutabréfa. ■ Par í haldi vegna Lcekjargöturánsins: Talin tengjast ráninu með beinum hætti Tímomynd GS Rannsóknarlögregla ríkisins yfirheyröi í gær par, sem handtekiö var á Keflavíkur- flugvelli í gærmorgun og var kvenmaöurinn með hundruð þúsunda króna á sér, allt í ís- lensku reiðufé og eru þau tal- in tengjast Lækjargöturáninu, líklega með beinni aðild. Par- ið hugðist fara til Amsterdam og koma til baka á þriðjudag. RLR varðist í gær allra frétta af málinu, en þegar Tíminn fór í prentun var beöiö gæslu- varðsúrskurbar yfir parinu. Samkvæmt óstaöfestum heimildum er unnið eftir því að parib hafi átt beina abild að Lækjargöturáninu og RLR hafi aflað vísbendinga sem geti tengt þriðja aði.la við ránið ef hann næst. Sá er þekktur úr fíkniefnaheiminum. Samkvæmt sömu heimildum er ljóst aö lögreglan á Keflavík- urflugvelli stöbvaði parið sam- kvæmt beiðni frá RLR og RLR hafi haft þau grunub allt frá fyrri stigum rannsóknar. Samkvæmt þessum sömu heimildum er ekki fullvíst hvort ræningjarnir hafi verið tveir eða þrír, þar sem fram- burbi kvennanna tveggja, sem rændar voru, ber ekki fullkom- lega saman. ■ Sigríbur Einarsdóttir hjá Fiskibjunnmi á Tunguveginum hampar hér hlýra. Sobningin hœkkaö um 5-6% í veröi á einu ári: Allur fiskur ódýrastur í Fiskbúðinni Tunguvegi „Eins og sjá má er verulegur verb- munur á mörgum fisktegundum og má ab miklu leyti rekja þenn- an óvenju mikla verbmun tii lágs fiskverbs í fiskbúbinni Tunguvegi 19", segir Samkeppnisstofnun um niburstöbur verbkönnunar á 23 fisktegundum í nærri 40 fisk- og matvöruverslunum á höfubborg- arsvæbinu. í öllum tilfellum var lægsta verb- ið aö finna í Fiskbúöinni á Tungu- vegi. Næst lægsta verð á sömu teg- undum er jafnaðarlega um 25% hærra en á Tunguveginum, meðal- verðið 47% hærra og hæsta verðib 83% hærra aö mebaltali. í átta til- vikum er verðmunurinn á bilinu 100% og allt upp í 217%. Frá samsvarandi könnun fyrir ári hefur verð á ýsu og ýsuflökum, nýj- um og nætursöltuðum, hækkað um rúmlega 6% að meðaltali. Meöal- verð flestra annarra fisktegunda hefur hækkað álíka, nema saltfiskur sem jafnaðarlega er nú 2-3% dýrari Þjóövaki — nýtt vikublaö um stjórnmál. Öflugra en Alþýöublaöiö strax frá fyrsta tölublaöi. Ólína Þorvaröardóttir: Reikna ekki með að þurfa að nota svipuna Vikublaðið Þjóðvaki kom út á miðvikudag í fyrsta skipti. Á mánudögum mun blaðið koma út vikulega. Lesendur mega eiga von á að lesa um ýmis þjóðþrifamál sem Þjóö- vaki leggur áherslu á, pólit- íska umræbu sem heitast brennur hverju sinni. -En les fólk pólitísk mál- gögn? „Öll dagblöðin breytast í kosningablöð fyrir kosningar, líka Mogginn og DV, ég held að lesendur viti það. Munur- inn á okkur og hinum er sá ab við erum ekkert ab fela það, við emm með áherslur Þjób- vaka í landsmálum," sagði Ólína Þorvarðardóttir, ritstjóri hins nýja blabs, og spáði Þjób- vaka miklu meiri útbreibslu en Alþýðublaðinu. Þjóbvaki er Ólína Þorvarbardóttir, íslenskufrœbingur og fyrrverandi fréttamabur á Sjónvarpinu, ritstýrir Þjóbvaka, sem á ab taka til hendinni í íslenskri pólitík. Tímamynd GS gefinn út í 20 þúsund eintök- um, Alþýöublaöið talsvert færri. Þjóðvaki er afhentur gef- ins fram til kosninga, eftir það veröur staðan endurmetin, en Alþýðublaðið er selt til áskrif- enda. „Þetta verður heibarlegt blað sem lætur sér ekkert pólitískt eða mannlegt óviðkomandi og tekur hiklaust á málefnum, utan hreyfingarinnar sem inn- an. Ef ástæba verður til að taka óvægilega á innri málum, þá munum vib ekki skirrast við að taka á slíkum málum. Ég reikna þó ekki með aðþurfa að nota svipuna," sagði Olína. -En hver borgar útgerð nýs vikublaðs? „Blabið stendur undir sér með auglýsingum og sjálf- boðavinnu. Hér leggjast marg- ir á eitt. Ritstjórinn er að vísu ekki sjálfboðaliöi, en afar létt- ur á fóðmm," sagði Ólína Þor- varðardóttir í gær. ■ en fyrir ári. Smálúðuflök er eina fiskmetið sem lækkað hefur örlítið í verði á tímabilinu. Steinbítsflök hafa á hinn bóginn hækkað mest, eba 10% að meðaltali. Meðalverð á þeim fiski sem mest er keyptur, ýsuflökum, var 536 kr. á kíló. Á Tunguveginum fengust ýsu- flökin á 425 kr. en í 10-10 í Hraun- bæ kostubu þau 595 kr. Verðmunur- inn er 40% eba 170 kr. á kílóið. Og svipað er að segja um verðmun á ýs- unni heilli, nætursöltubum flökum og lausfrystum ýsuflökum. Á reyktri ýsu var munurinn ennþá meiri, eða 67%, frá 470 kr. á Tunguveginum til 783 kr. í Melabúðinni. Dæmi um miklu meiri verðmun eru líka mörg, sem áður segir. Kinn- ar kostubu t.d. 180 kr. á Tunguveg- inum, 317 kr. að mebaltali og allt upp í 550 kr. í fiskbúö á Langholts- vegi. Verðmunurinn er því meira en þrefaldur. Snjóflób féll á Seybisfirbi Snjóflóð féll á Seyðisfjörð í hádeg- inu í gær og féll það í utanverðan bæinn, skammt innan við Far- fuglaheimilið vib Ránargötu. Flóðið var um 50 metra breitt og um 1,5 metrar á dýpt og féll alveg nibur á veg og skar hann að ein- hverju leyti, en það náði þó ekki niður í sjó. Engan sakabi í flóðinu og engar skemmdir urðu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.