Tíminn - 03.03.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.03.1995, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 3. mars 1995 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLÖND Húsleit hjá Winnie Mandela Prcttóríu - Reuter Lögreglan geröi í gær húsleit heima hjá Winnie Mandela, sem er ráðherra í stjórn Nelsons Mandela, enda þótt hjónin séu skilin aö borði og sæng. Af hálfu lögregl- unnar er sagt að ákveðið hafi veriö að gera húsleit eftir að upplýsingar hafi borist sem bendi til þess að Winnie Mandela hafi notað aö- stöðu sína til að tryggja að fyrirtæki þar sem hún á hagsmuna að gæta sæti aö framkvæmdum við félags- legt húsnæði. Winnie Mandela er nú á yfirreið um Vestur-Afríku í opinberum er- indagerðum sem þó eru í óþökk stjórnarinnar, þar sem hún er að- stoðarráðherra lista- menningar- vísinda- og tæknimála. Sérlegur málsvari hennar, Alan Reynolds, kvaðst í gær háfa haft samband við Winnie Mandela og væri hún æf af reiði yfir þessum til- tektum lögreglunnar. ■ Nick Leeson í Frankfurt: Bretar æskja ekki framsals fyrr en kæra liggur fyrir Lundúnum - Reuter Bresk stjórnvöld hafa ekki í hyggju að fara fram á framsal Nicks Leesons sem setti Baringsbanka á hausinn með glæfralegum fjárfest- ingum, en hann var handtekinn þegar hann kom til Frankfurt frá Brunei í gærmorgun. Breska dómsmálaráðuneytið bendir á að ekki sé hægt aö krefjast framsals án þess að kæra um sak- næmt athæfi hafi komið fram, en sú er ekki raunin í máli hins 28 ára gamla spákaupmanns sem starfaði í útibúi Baringsbanka í Singapore, a.m.k. ekki enn sem komið er. í Bretlandi er sérstök opinber stofnun sem fer með mál er varða stórfelld fjársvik. Dómsmálaráðu- neytið ætlar að bíða eftir því að sú stofnun skili áliti og taka ákvörðun um framsalsbeiðni í framhaldi af imm Vinningstölur ,---------- miðvikudaginn: 1.3.1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n 63,6 4 12.380.000 [71 5 af 6 ED+bónus 0 1.810.291 R1 5 af 6 5 53.320 a 4af6 243 1.740 [HB 3 af 6 EÆ+bórtus 930 190 Aðaltölur: 6^Í9YÍ5 25) (32) (33 BÓNUSTÖLUR @@@) Heildarupphæð þessa vlku: 52.196.411 áísi.: 2.676.411 - - ------------------------—- UtM I IH LU SjUuinningur 3 fóru til Danmerkur, Ttil Finnlands UPP1.YSINGAR, SlMSVARI 91- «81S 11 LUKKUUNA 9« 10 00 - TEXTAVARP 451 Btnr UEB FYRIRVARA UM PRENTVILLUR því. Verði refsivert athæfi borið á manninn kemur framsalsbeiðni til greina, segir breska dómsmálaráðu- nevtið. I gildi er samningur um sam- vinnu á sviði löggæslu milli Þýska- lands og Singapore. Á þeim grund- velli hafa stjómvöld í Singapore þegar farið fram á að Nick Leeson verði framseldur, en marga mánuöi tekur að koma því máli í gegnum þýska réttarkerfið. Nick Leeson verður kallaður fyrir dómara í Frankfurt í dag, en hvorki hann né kona hans virtu útsendara fjölmiðla svars er þeir flykktust um hjónin við komuna til Frankfurt. Er til þess tekið að lífsstíll þeirra hjóna sé greinilega breyttur frá því sem var fyrir viku, en þá fóru þau frá Singapore til Kuala Lumpur í Malasíu. Á meðan Nick Leeson sat við stjórnborð fjármálaheimsins héldu þau sig ríkmannlega. Nú flugu þau til Frankfurt á öðru farrými og voru klædd að hætti alþýðunnar, í boli og gallabuxur. ■ Geimskutlunni Endeavour skotiö á loft frá Kennedy-stöbinni á Canaverai-höfba á Flórída í gær. Um borb er sjö manna áhöfn, en œtlun- in er ab þessi leibangur, sem er í vís- indaskyni, standi í 15 daga. Moskva: Morb á sjónvarpsmanni vekur ólgu hjá almenningi Moskva - Reuter Morðið á einum vinsælasta og áhrifamesta sjónvarpsmanni í Rússlandi á miðvikudagskvöld hefur vakið gífurlega reiöi. Al- menningur í Rússlandi er felmtri sleginn og er það mál manna aö glæpafarganið í landinu hafi nú keyrt um þverbak. Því er haldið fram að hinn myrti, Vladíslav Lístjev, hafi staö- ið í vegi fyrir því að aðilar sem hagnast á ólöglegri sölu sjón- varpsauglýsingagætu haldið áfram uppteknum hætti.Boris Jelt- sín forseti tekur virkan þátt í því írafári sem hefur gripið um sig vegna þessa máls. í gær rak hann bæði lögreglustjórann í Moskvu og saksóknarann, um leið og hann strengdi þess heit að blása nýju lífi í baráttuna gegn skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. Hann kom óvænt fram í sjónvarpi til að tjá sig um þennan atburð og sagði þá m.a. að einskis yrði látiö ófreistaö til þess aö þeir sem stæðu aö baki morðinu fengju makleg málagjöld. Jeltsín viðurkenndi að stjórn- völd hefðu ekki gengið nógu hart fram í því að halda aftur af glæpa- plágunni sem vaöið hefur yfir landið síðan kommúnisminn leið undir lok og hann komst til valda. Jeltsín kvað þessa linkind stafa af því að menn hefðu veriö hræddir um að litið yrði á Rúss- land sem lögregluríki, væri gengið harkalega fram í því að halda glæpaöflum niðri. Talið er að sjónvarpsmaðurinn hafi fallið fyr- ir hendi leigumorðingja. Fjöl- mörg dæmi eru um það að slíkir menn hafi ráðið af dögum blaðamenn, stjórnmálamenn og áhrifamenn í atvinnulífinu á undanförnum árum. ■ VESTURFARARNIR ig teikning: Haraldur Einarsson t á frásögn Eiríks sögu rauba oí 23. HLL -5' Þeirfóru hrattyfir. Margirvoru málaðir stríðs- málningu og flestir vopnaðir öxum, spjótum og bogum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.