Tíminn - 03.03.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.03.1995, Blaðsíða 9
Föstudagur 3. mars 1995 9 Lífsglatt fólk í Gjábakka Gjábakki er félagsheimili eldri borgara í Kópavogi. Húsnæöiö var tekiö í notkun fyrir tæp- lega tveimur árum og hefur starfsemin þar veriö í mótun eins og öll slík starfsemi á allt- af aö vera. Félagsheimiliö er opiö frá kl. 9.00 til 17.00 alla virka daga. Heitur matur er seldur á vægu veröi í hádeg- inu og alltaf er heitt á könn- unni og heimabakaö meölæti. Námskeiöahald er fjölbreytt, leikfimi, kórsöngur, leiklist o.m.fl. Öll starfsemi hússins tekur miö af óskum þátttak- endanna sjálfra, enda ættu þeir aö vita best hverskonar starfsemi á aö vera í þeirra fé- lagsheimili. Félags- og tómstundastarf hefur um áratugaskeið verið meö miklum blóma í Kópavogi, en segja má að meö tilkomu þessa skemmtilega húsnæöis hafi verið brotið blaö í húsnæö- ismálum þeirra félagasamtaka sem láta sig varöa velferö „þeirra sem byggöu bæinn". Ut- an hins heföbundna opnunar- tíma fer fram margþætt starf- semi í húsinu, sem eldri borgar- ar sjá sjálfir um, en Frístunda- hópurinn Hana-nú, Félag eldri borgara og Félagsstarf aldraöra hafa aöstööu í Gjábakka. Á kvöldin eru dansleikir, fé- lagsvist, kvöldvökur, fræöslu- fundir, skemmtifundir o.fl. Þá er mikil feröagleöi meöal eldri borgara í Kópavogi og eru Á góbri stund í Gjábakka er hvert sœti jafnan skipab. lengri og skemmri feröalög mjög vel sótt. í sumar fara eldri borgarar í fjögurra daga ferð, auk þess sem farnar verða fræösluferöir, kráarferöir, leik- húsferöir o.fl. Það má því segja aö það ríki sönn lífsgleði í Gjábakka, þar sem eldri borgarar fá tækifæri til aö gera þaö sem hugur þeirra stendur til hverju sinni. / Gjábakka er heimilislegt. Abalsteinn Gubnason lætur fara vel um sig. Öryggi á sjó Nýtt myndband fyrir nýliba Myndbær hf. hefur framleitt myndina Öryggi á sjó, sem fyrst og fremst er ætluð nýliðum í sjó- mannastétt, en einnig til áminn; ingar fyrir sjómenn almennt. í myndinni eru helstu öryggisþættir um borð í fiskiskipum kynntir. Myndin er gerð með faglegri að- stoð Slysavarnaskóla sjómanna og Guðbjarts Gunnarssonar skip- stjóra, sem hefur áratuga reynslu á þessu sviði. í marsmánuði 1994 var sam- þykkt á Alþingi að setja sem skil- yrði fyrir lögskráningu nýliða aö þeir hafi lokið námi fyrir nýliða með fullnægjandi hætti. Er miðað viö að námið fari fram í Slysavarna- skóla sjómanna. Myndinni er ætl- að að vera liður í því átaki sem nú er unnið að í öryggismálum nýliða. Myndinni verður m.a. dreift til út- gerðarfyrirtækja á VHS-mynd- böndum. Öryggi á sjó er tekin upp í Slysa- varnaskóla sjómanna, við raun- verulegar aðstæður um borð í fiski- skipi og einnig er í henni leiðsögn varðandi öryggi við störfin um borð. Meginatriði í myndinni eru eftir- farandi: 1. Inngangur. Af hverju nýliðafræðsla? 2. Öryggisatriði og -búnaöur sem nýíiðar verða að kunna skil á: a) Neyðaráætlun. b) Öryggisáætlun. c) Æfingar. d) Bjarghringir, Markúsarnetið, Björgvinsbeltið. e) Björgunarvesti og flotbjörgunar- búningar. f) Gúmmíbjörgunarbátar. 3. Eldvarnir. 4. Öryggi við störfin um borö. Farið yfir helstu hættur og hvað ber að varast. Athyglinni er beint að vinnu á dekki og í lest. Myndin er rúmar 20 mínútur. Með myndinni er dreift hefti um sama efni. Nánari upplýsingar um myndina veitir Jóhann Briem, framkv.stj. Myndbæjar hf., í síma 91-31920. ■ Frá vinstri: Sigurbur Ingólfsson, skipverji og túlkur, Helga Gubjónsdóttir og Hilmar jónsson, sparisjóbsstjóri. Leonid, skipstjóri Ochers, sker tert- una frá sveitarstjórninni í Vestur- byggb, en Ragnar Fjeldsted horfir á. Ásgeir Þórbarson, skipstjóri og einn eigenda ístog hf., tekur vib blómvendi frá Gísla Ólafssyni, nýjum sveitarstjóra Vesturbyggbar. Nýtt leiguskip bœtist í flota Vestfirbinga: Ocher kominn til Patreksfjar&ar Nýtt skip bættist í flota Pat- reksfirðinga um síbustu helgi meb komu frystitogarans Oc- her frá Litháen. Fyrirtækib ís- tog hf. hefur tekiö togarann á leigu í a.m.k. eitt ár og veröur skipiö gert út frá Patreksfiröi til úthafskarfaveiöa á Reykja- neshrygg. Ocher er skráöur í Rússlandi og í áhöfn veröa 34 Rússar og Litháar, en aö jafnaöi veröa 4 ís- lenskir yfirmenn um borö. Frystitogarinn er 2300 brúttó- rúmlestir aö stærö, 63 metrar aö lengd og knúinn áfram af 2400 hestafla aöalvél. Meginhluti afl- ans veröur hausaöur og heil- frystur um borö og seldur á markaö í Japan, en hluti hans veröur einnig boöinn til sölu á Patreksfiröi. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem teknar eru af Sig- urði Viggóssyni, var mikiö um dýrðir á Patreksfiröi viö komu togarans. M.a. færöi nýr sveitar- stjóri Vesturbyggöar áhöfn og abstandendum skipsins stóra rjómatertu í tilefni dagsins. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.