Tíminn - 07.03.1995, Page 3
Þri&judagur 7. mars 1995
WétuÍMU
3
Eru greiösluerfiöleikalán úr húsbréfakerfinu bjarnargreiöi?
Abeins 27% í skilum meb
greibsluerfibleikalánin
Eru greibsluerfiöleikalán e.t.v.
bjarnargreiöi og þó sérstak-
lega í húsbréfakerfinu? Spum-
ing þessi kemur óneitanlega
upp vib athugun á yfirliti
Húsnæhisstofnunar um útlán
og vanskil á greibsluerfih-
leikalánum. Kemur m.a. í ljós,
ab af 1.018 manns sem fengih
hafa greiösluerfihleikalán
meb húsbréfum var nærri
helmingurinn (490 manns)
með þessi lán sín í vanskilum,
þ.e. í 3 mánubi eba lengur.
Meðalupphæð vanskilanna var
316.000 kr. Þar af var sjötti hluti
dráttarvextir og kostnaöur. Fjórð-
ungur til viðbótar (258 manns)
átti ógreiddar gjaldfallnar greiðsl-
ur, 175.000 kr. að meðaltali.
Þannig að einungis rúmur fjórð-
ungur (27%) þessa lánaflokks var
í fullum skilum um áramótin.
Raunar virðist greiðslustaðan í
húsbréfakerfinu almennt nokkub
ískyggileg, a.m.k. hjá mjög stór-
um hluta þeirra sem fengu slík
lán fyrstu þrjú árin. Af taeplega
10.400 manns sem fengu hús-
bréfalán á árunum 1990-1992 var
meira en fjórðungurinn, eða
2.750, meb lánin sín í vanskilum
3 mánuði eba lengur um síðustu
áramót. Haest var hlutfall vanskila
29% á lánum frá 1991 og það ár
vom lánin líka flest, eða rúmlega
4.200 talsins. Af lánum frá 1993
voru 20% í vanskilum og af lán-
um veittum í fyrra vom 6% kom-
in í vanskil (3 mánuði eba lengur)
strax á fyrsta árinu. Tekið skal
fram aö fyrrnefnd greibsluvanda-
lán em mebtalin í þessum tölum.
Þannig að af 3.670 húsbréfalán-
um í vanskilum em 490, eba 13%
þeirra, greibsluvandalán.
Þótt greiðslustaöan sé miklum
mun betri á greibsluerfiðleikalán-
um Byggingarsjóðs ríkisins (enda
lánin eldri og lánsupphaeðir
miklu lægri), er hún langt frá því
að vera góð. Af 3.500 manns sem
hafa slík lán frá stofnuninni vom
605, eða 17%, í vanskilum um
áramót. Og þau vanskil virðast í
mörgum tilfellum hafa staðið
lengi, því 36% vanskilaupphæö-
arinnar vom dráttarvextir og
kostnaður. Enn stærri hópur, eða
710 manns, áttu ógreiddar gjald-
fallnar greiðslur. Þannig að a.m.k.
38% lántakenda hafa ekki borgað
af sínum lánum á réttum tíma.
Greiðsluvandalán Byggingar-
sjóðs ríkisins eru um 19% af öll-
um (3.160) vanskilalánum sjóðs-
ins.
Fjármálarábherra ákvebur ab
20% af innborgunum vegna
einkavœbingar fyrirtœkja
renni til rannsókna:
Rannsókna-
rá& fær 85%
Fjármálarábherra hefur ákveðið að
þau 20% af andvirði seldra og
einkavæddra fyrirtækja og hluta-
bréfa sem fjárlög heimila honum að
verja til rannsóknar- og þróunar-
verkefna, taki mið af innborguðu
söluandvirði. Ráðherra hefur jafn-
framt ákveðið að 85% af framlag-
inu renni til Rannsóknaráðs Is-
lands, en 15% til annarra verkefna.
Lágmarksframlag verður 100 millj-
ónir á ári.
Áætlað er að sérstakt framlag til
rannsókna og þróunarverkefna
vegna einkavæðingar nemi samtals
360 milljónum króna á árunum
1993-1996, að þeim árum báðum
meðtöldum. Með hliðsjón af inn-
borguðu söluandvirði 1993 og 1994
feia reglurnar í sér 15 milljóna kr.
útgjöld til viðbótar 100 milljóna
framlagi á yfirstandandi ári. ■
Ofmargir pottar brotnir og of víba í umhverfismál-
um á Islandi. Nokkur fyrirtœki sýna þó ágœtt frum-
kvœbi, þar á mebal er íslandsbanki:
Afgangspappírinn
öðlast nýtt líf
Nokkur íslensk fyrirtæki hafa
sýnt þab í verki að umhverfis-
mál eru þeim meira en orðin
tóm. Þau hafa látið verkin tala
og frumkvæði þeirra hlýtur ab
efla önnur fyrirtæki tií dáða.
Sem dæmi má nefna íslands-
banka, en allur sá pappír sem
þar leggst til, er hirtur og fer í
endurnýtingu og öðlast þar
með nýtt líf.
En betur má ef duga skal. Össur
Skarphéðinsson umhverfisráð-
herra segir að of margir pottar séu
brotnir of víöa hér á landi og ljóst
sé ab gera þurfi átak í að fræða
forsvarsfólk fyrirtækja um naub-
syn bættrar umgengni við náttúr-
una.
Nú hefur umhverfisráðuneytib
ásamt fjórum fyrirtækjum boðab
rábstefnu um góða umhverfis-
Saia Flugleibaþotunnar hélt
vibskiptajöfnubinum réttu
megin vib strikib í janúar:
Innflutning-
ur ab aukast
stefnu, sem það segir að sé jafn-
framt gób viðskiptastefna. Spurt
er: Hvað er atvinnulífið ab gera í
umhverfismálum? Ráðstefnan
verður haldin í dag aö Hótel Sögu
og hefst kl. 12 á hádegi. Ráðstefn-
an er haldin í samvinnu vib fjög-
ur fyrirtæki sem öll hafa sýnt
frumkvæbi í umhverfisvernd og
náð þar árangri. Þetta em íslands-
banld, Skeljungur, Sól hf. og OL-
ÍS.
Tilgangurinn er að fræða for-
svarsfólk fyrirtækja um hvernig
megi leggja grunn ab sjálfbærri
þróun, bæta nýtingu hráefna, lág-
marka förgunarkostnaö, endur-
nýta umbúöir og stuöla almennt
að góðri sambúð atvinnulífs, al-
mennings og umhverfis.
Ráðstefnuna setur Össur Skarp-
héðinsson umhverfisráðherra en
Árni Mathiesen alþingismabur
mun flytja samantekt og lokaorb.
Ráðsteftiustjóri verður Oskar Mar-
íusson, efnaverkfræbingur hjá
VSÍ. Meðal fjölmargra fyrirlesara
er Evrópuþingmaðurinn Laurens
J. Brinkhorst, en hann sat um 7
ára tíma í framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins. ■
Sláturfélag Suburlands hóf ný-
lega verkefni innan fyrirtækis-
ins, sem hlotið hefur nafnið
„Vistaskipti". Verkefnið byggist
á því að starfsmenn em færbir
til í starfi í ákveðinn tíma og
taka þar með þátt í öllum stig-
um framleiðslu og sölu, allt frá
því að sækja gripi heim á
bóndabæi, til þess að koma frá-
genginni vöru I kæliborð mat-
vöruverslana. Markmibið er að
gera starfsmenn skilvirkari og
að stuðla að auknum skilningi
starfsmanna á hinum ýmsu
störfum innan félagsins og á
framleiðslueftirliti afurðanna.
Auk þessa verkefnis hefur nú
verið ákvebið ab frá og með 1.
mars verði allir vinnustaðir, bíla
og umráðasvæbi fyrirtækisins
reyklaus og reykingar þar bann-
abar.
Meðfylgjandi mynd er af
starfsfólki afgreiðsludeildar SS
að Fosshálsi 1 í Reykjavík.
Úrbótamenn hf. á Akureyri:
Kynna byggingu 35 til 40 orlofshúsa
Innflutningur hefur tekib gífur-
legan kipp í janúar sé mibab vib
sama mánub nokkur síbustu ár-
in. Útflutningur óx einnig mikib
milli ára, en allan þann vöxt má
þakka sölu Flugleiba á einni af
þotum félagsins.
Almennur innflutningur var nú
5,9 milljarðar króna, eða 35% meiri
en í janúar í fyrra, reiknab á föstu
gengi. Fólksbílakaup vom að vísu
15% minni. En innflutningur
neysluvara var 10% meiri en í fyrra
og annar almennur innflutningur
49% meiri og slagaði hátt í inn-
flutning jólamánaðarins. Stóriðjan
flutti inn 9% meira en í fyrra.
Heildarútflytningur nam 8.620
milljónum kr., sem var 17% aukn-
ing milli ára. Vöruskiptajöfnuður-
inn var því jákvæöur um 1.850
milljónir í mánuðinum. Þá niður-
stöðu má að mestu ef ekki öllu leyti
þakka sölu Flugleiða á farþegaþotu.
Útflutningur sjávarafurða dróst
hins vegar saman saman um 7% á
föstu gengi, eða hátt í 700 millj-
ónir króna. Útflutningur á áli var
talsvert meiri en þar á móti minni
á kísiljárni. ■
Frá Þórbi Ingimarssyni,
fréttaritara Tímans á Akureyri:
Nú er að hefjast bygging orlofs-
húsa á sérstöku svæbi norðan
Kjamaskógar á Akureyri. Alls er
áformað að byggja 35 til 40 hús á
næstu árum, en í fyrsta áfanga er
fyrirhugaö að reisa á bilinu 10 til 12
hús. Það eru Úrbótamenn hf. á Ak-
ureyri, sem standa að þessari fram-
kvæmd og hafa unnið að undirbún-
ingi hennar að undanförnu. Orlofs-
húsasvæbið er í næsta nágrenni viö
Kjarnaskóg og verbur tengt honum
með göngustígum í framtíðinni.
Orlofshúsin verða 55 fermetrar
ab stærð og er áhersla lögð á einfalt
og hagkvæmt skipulag. í hverju
húsi verður inngangur með for-
stofu, stofa, eldhús, þrjú svefnher-
bergi og babherbergi meb sturtu. Þá
er gert ráb fyrir verönd fyrir utan
húsin, sem komið er fyrir í góðu
samhengi við stofu og eldhús.
Upphaf hugmyndarinnar um or-
lofshúsin má rekja um þrjú ár aftur
í tímann og hefur verið unnib ab
undirbúningi framkvæmdanna síð-
an. Er þetta í fyrsta skipti sem slík
orlofshúsabyggb er skipulögð í svo
miklum námunda við þéttbýli, en
aðeins eru um fjórir kílómetrar frá
miðbæ Akureyrar í Kjarnaskóg þar
sem er eitt aðalútivistarsvæði bæjar-
ins, auk þess sem Skógræktarfélag
Eyfirbinga hefur þar aðsetur fyrir
starfsemi sína. Staðsetning húsanna
er því annarsvegar í nánum tengsl-
um við þjónustusvæði Akureyrar,
Akureyrarflugvöll, en einnig útivist-
arsvæði og náttúru.
Sveinn Heiöar Jónsson, bygg-
ingameistari og einn Úrbótamanna,
sagði á blabamannafundi þar sem
orlofshúsin vom kynnt að ákveðib
væri að bjóða öll orlofshúsin til sölu
og hafi fjölmargar fyrirspurnir þeg-
ar borist. Einkum séu þab stór
starfsmannafélög er sýnt hafi hús-
unum áhuga, en einnig abrir abilar.
Verð hvers húss verður 6.950 þús-
und krónur og innifalið í því frá-
gangur á svæbinu í heild með göt-
um, lögnum og stígum. Þá er gert
ráð fyrir að lóöir veröi jafnaðar og
sáö í þær eftir þörfum. Rekstur or-
lofshúsanna veröur síðan í höndum
eigenda þeirra, sem samkvæmt
byggingareglugerö gera meb sér
samkomulag um skiptingu kostn-
aðar og umsjón svæðisins eftir að
það verður fullbyggt, en ráðgert er
ab afhenda fyrstu húsin í júní næst-
komandi.
Gubmundúr Ómar Guðmunds-
son, formabur Alþýðusambands
Norðurlands, sagbi á blaðamanna-
fundinum að með tilkomu orlofs-
húsanna í Kjarna skapist nýir
möguleikar til orlofs á Akureyri, en
nokkuð er um að verkalýðs- og
starfsmannafélög hafi fest kaup á
íbúbum í fjölbýlishúsum í bænum
fyrir orlofsíbúbir. Nú liggur fyrir að
sum þessara félaga hafi lýst áhuga á
kaupum á orlofshúsum í Kjarna í
stab blokkaríbúða, þar sem í ljós
hefur komið að rekstur orlofsíbúða
í venjulegum fjölbýlishúsum er
ýmsum annmörkum háöur. Þegar
svæðiö verbur fullbyggt, er gert ráð
fyrir ab 100 til 150 manns geti dval-
ið þar í einu. Guðmundur Ómar
sagbi einnig ab þetta væri merkilegt
framtak og lýsti ánægju með það.
Hann kvaðst telja aö tilkoma hús-
anna myndi skapa ákveðna þörf
fyrir þjónustu, sem eflt gæti at-
vinnulífib í bænum.
Bygging orlofshúsanna er fram-
kvæmd fyrir um 200 milljónir
króna og er því þriðja stóra bygg-
ingaverkefni, sem hafist verður
handa við á árinu; hin eru viöbygg-
ingar við Fjórbungssjúkrahúsið og
Menntaskólann á Akureyri. ■