Tíminn - 07.03.1995, Síða 4
4
Þri&judagur 7. mars 1995
ffmiiif®
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavfk
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf.
Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Völd og áhrif
Þaö er nú ljóst af yfirlýsingum forustumanna
stjórnarflokkanna aö samstjórn Alþýöuflokks og
Sjálfstæöisflokks heldur áfram, ef þessir flokkar fá
afl til þess í kosningunum 8. apríl.
Yfirlýsingar, sem hníga aö þessu, hafa þráfald-
lega veriö gefnar síöustu dagana.
Eitt af því, sem einkennt hefur feril núverandi
ríkisstjórnar, er hinn mikli tilflutningur fjármagns
frá almenningi til fjármagnseigenda. Sú kvörn,
sem malar stóreignamönnum þessa lands gull,
hefur gengið fast og örugglega síöustu árin. Al-
menningur hefur safnaö skuldum, meöan fjár-
magnseigendur raka til sín fjármagni.
En þetta er ekki nóg. Stóreignamennirnir
brenna einnig í skinninu að ná til sín þeim eign-
um sem almenningur á óbeint, það er að segja
þeim sem eru í höndum ríkisvaldsins. Einkavæö-
ingin hefur stefnt í þessa átt. Ríkisfyrirtæki hafa
verið seld á „sanngjörnu verði". Nú stendur hugur
stóreignamannanna til þess að eignast meira og
þaö er alveg ljóst aö nú er komið að bankakerfinu
í landinu. Þaö mún verða fyrsta verk nýrrar ríkis-
stjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks að
breyta ríkisbönkunum í hlutafélög og selja bréfin.
Þá er hringnum lokað og „valdastrúktúrinn" full-
kominn, þegar ríkisbankarnir eru komnir í eigu
þeirra fjölskyldna sem ráöa fyrir fjármagni og
eignum. >
Undirbúningur að þessum aðgerðum er þegar
hafinn, og sá undirbúningur fer fram í Brussel. Það
hefur komið fram í fréttum að sendiboðar hafa far-
ið þangað til þess áð leita liðsinnis samkeppnis-
stofnunar Efta í málinu. Það er markvisst unnið að
því að byggja upp þrýsting að utan.
Einkavæðingaráformin hafa ekki gengið eins
hratt á þessu kjörtímabili og áætlað var í upphafi
þess. Eigi að síður hafa ýmsir feitir bitar hrotið til
þeirra sem eiga peninga. Má þar ekki síst nefna
Síldarverksmiðjur ríkisins, hlutabréf í Lyfjaverslun
ríkisins og fleira.
Hugsunarhátturinn í þessu máli birtist í hnot-
skurn í ummælum núverandi fjármálaráðherra,
þegar hann lét svo um mælt að selja ætti Búnaðar-
bankann á um það bil hálfvirði. Þarna var hann
hreinskilnari heldur en margir skoðanabræður
hans. Takmark fjármagnseigenda er að komast yf-
ir ríkiseignir á góðu verði.
ísland er lítið þjóðfélag, svo lítið að sú alþjóð-
lega samkeppni, sem landið er orðið opið'fyrir,
hefur ekki náð hingað að neinu marki. Hringa-
myndun, þar sem fyrirtækjablokkir ráöa flutning-
um til landsins, tryggingafélögum og bankastarf-
semi sem hingað til hefur verið stjórnað af al-
mannavaldinu, gæti orðið staðreynd hér á landi,
ef. einkavæðingaráform núverandi stjórnarflokka
ná fram að ganga að kosningum loknum.
Það er ljóst að bilið milli hinna efnuðu og hinna
fátæku í þjóðfélaginu hefur breikkað mjög síöustu
árin. Hin stórfelldu einkavæðingaráform undir
kjörorðinu að selja ríkiseignir fyrir lítið munu enn
breikka þá gjá sem myndast hefur.
Skólastofur og kosningar
Frá kjörstab í skóla 1991. Myndir skólabarna á veggjum.
Kennaraverkfalliö viröist heldur
betur ætla ab dragast á langinn og
lítill áhugi viröist meöal stjórn-
málamanna eöa annarra forustu-
manna ríkisvaldsins á aö semja.
Því lengur sem verkfallið dregst,
því pirraðri verða foreldrar á verk-
fallinu og þaö fer ekki á milli
mála ab allur pirringur fólks bein-
ist aö kennurunum, eins og raun-
ar hefur líka gerst í öörum kenn-
araverkföllum. Ríkisvaldið hins
vegar siglir lygnan sjó í þessu
máli og flestir virðast halda að
ríkiö sé einfaldlega aö passa aö
kennarar fái ekki eitthvað mikiö
meira en allir aörir.
Raunar eru kennararnir svo
neöarlega á forgangslista stjórn-
málamannanna, aö raunveruleg
hætta er á því að þaö gleymist al-
veg í kosningabaráttunni að þeir
séu í verkfalli. Þeir gleymdust í
eldhúsdagsumræðunum, þegar
þingheimi tókst að ræða um
þjóðmálin í þrjá klukkutíma án
þess að minnast á kennaraverk-
fallið, nema hvað Kristín Ástgeirs-
dóttir mun hafa vikð að því í
framhjáhlaupi.
Gleymda verkfalliö
Þessi ótti við gleymskuna hefur
orðið til þess að kennarar gera
hvað þeir geta til að vera sýnilegir
í umræöunni. í gær boðuðu þeir
til útifundar og í dag mun standa
til að kalla hvers kyns stjórnmála-
menn á verkfallsvökur til skrafs
og ráðagerba. Allt er þetta hib
besta mál, þó vafasamt sé hvort
kennarar ná þeirri almennu sam-
úð í þjóðfélaginu sem þeir þurfa,
út á slíkar samræður við stjórn-
málamennina. Það er nefnilega
full ástæða til að efast um að
stjórnmálamenn hafi skilning á
því sem kennarar hafa ab segja, ef
þeir finna ekki jafnframt fyrir
þrýstingi frá kjósendum sínum.
Það er því mikilvægt fyrir kennara
ab ná eyrum kjósendanna. Til
þess eru sjálfsagt ýmsar leiðir. En
það er líka hægt ab koma alger-
lega í veg fyrir að upp náist sam-
úð með málstað kennara með því
að gera grín að störfum þeirra og
baráttu. Verst er auðvitab ef þeir
gera sjálfir grín ab þessari baráttu
GARRI
sinni, og þaö er einmitt þab sem
þeir hafa veriö aö gera síbustu
daga. Kennarar segja að það megi
enginn taka til í skólastofum
landsins nema kennarar, og þess
vegna sé ekki hægt að kjósa í skól-
um í vor, ef verkfallið dregst á
langinn. Uppi á veggjum í hinum
ýmsu skólastofum séu myndir
eftir krakka, sem bannað sé að
taka niöur vegna þess að þessar
myndir séu þarna á „ábyrgð"
kennara. Þess utan séu jafnvel
persónulegir munir kennara í
sumum stofum og við þeim megi
ekki hrófla.
„Heilagur andi í
rólunni"
Á róluvöllum landsins hefur í
áratugi tíðkast að litlir krakkar
setji steinvölu í rólu til marks um
að hún sé frátekin og enginn
megi setjast í hana. Samhliða er
kallað upp að það sé „heilagur
andi" í rólunni. Stundum virkaði
þetta bragb, en oftast burstuðu
hrekkjusvínin steinvöluna ein-
faldlega úr rólunni, ef þau á ann-
ab borð vildu róla sér, og létu sig
litlu varöa um „heilagan anda".
Tilkynning Kennarasamtak-
anna Um að ekki megi kjósa til Al-
þingis í skólunum minnir óneit-
anlega á þessa athöfn róluvalla-
barna. Meira að segja steinvölu-
ígildið er í kennarastólnum. „Það
er heilagur andi í skólastofunni"
eru skilaboðin sem kennarar eru
nú að senda út. Gallinn er ein-
faldlega sá að kennararnir eru
ekki á róluveilinum lengur og
þjóðin hlær að stéttinni, sem er
svo mikilvæg og háskólamenntuð
aö hún þarf að gera sig breiða
vegna þess ab hún ber „ábyrgö" á
teikningum barna, sem hanga
uppi á vegg í skólastofum. Þetta
er ekki leiðin til ab laða fram
skilning almennings á málefnum
kennara. Þvert á móti er líklegt aö
svona málflutningur skaði mál-
stað verkfallsmanna. Garri
Sáttmáli peningavalds
Stæltur stjórnmálaflokkur lofar
því að stöðva skuldasöfnun heim-
ilanna, fái hann nægilegt fylgi til
ab beita áhrifum sínum eftir
kosningar. Þetta er hið þarfasta
markmið og ættu skuldarar að
fagna því sérstaklega. En eftir á að
hyggja: meb hvaöa ráöum á að
stöðva söfnun skulda?
Kostirnir sýnast ekki margir, en
einfaldasta leiðin er að stöbva út-
lán til einstaklinga og heimila.
Meb því stöðvast skuldasöfnunin,
en hvort heimilin standa betur
eba verr eftir slíka aðgerð hlýtur
ab vera matsatriði.
Önnur leið er sú að gefa skuld-
irnar eftir eöa útvega heimilun-
um óendurkræf lán til að koma
reiöu á bókhaldið. Þab er vinsæl
og mikiö brúkuð leib til að rétta
atvinnufyrirtæki við og svo sveit-
arfélög og sitthvab fleira, sem
ekki kann fótum sínum forráð á
fjármálasvellinu.
Víkjandi óreiba
Síðustu fréttir af svona víkjandi
láni eru frá helginni sem leib. Þab
er Þjóðbankinn okkar sem á ekki
lengur fyrir tilveru sinni og þarf
að fá óendurkræft lán til ab geta
haldiö áfram höfuðstarfsemi
sinni, að lána peninga.
Rétt fyrir helgina héldu þjóð-
bankamenn fundi þar sem í ljós
kom og frá var skýrt, að gróðinn
af starfseminni hafi verið einar
tuttugu milljónir króna á síbasta
ári. Tveir milljarðar króna voru
lagbar á svokallaðan afskrifta-
reikning. En það er hít sem fífl-
skapur trúðanna, sem stjórna fjár-
málum þjóðarinnar, er látin í. Þar
eru dellulánin, sem aldrei fást
greidd til baka og ekki nokkur sála
þarf nokkru sinni að gera grein
fyrir.
Afskriftareikningurinn er sátt-
máli peningafursta og stjórn-
málamanna sem skortir peninga-
vit og athafnamanna sem eru
meðvitaöir um þennan skort.
Daginn eftir að gróðinn af
bankastarfseminni og rífleg inn-
lögn á afskriftareikninginn var
kunngjörð, bað þjóöbankinn
Á víbavangi
þjóðina um rúman milljarb króna
að gjöf til að fara ekki á hausinn.
Gjafaféð er kallað víkjandi lán og
er sá nú ekki aldeilis lánlaus sem
fær svoleibis himnasendingu.
Lánaviðskipti af þessu tagi eru al-
siöa í hinum æðri lögum pen-
inga- og stjórnsýslu.
Rábdeildin hennar
Rannveigar
Samtímis því að þjóðin gefur
banka sínum á annan milljarð,
æsir félagsmálaráðherra upp átak
til að „hvetja fólk til umhugsunar
um fjármálin og stubla ab ráð-
deild og fyrirhyggju og efla ráð-
gjafaþjónustu".
Þab er ekki að ósekju, því fjórð-
ungur þeirra sem tekið hafa hús-
næðislán eru í vanskilum. Fólk
reisir sér hurbarás um öxl og getur
ekki borgað. Skuldirnar bólgna og
margfaldast í meðferð kerfa og
innheimtumanna og fjármál ein-
staklinganna eru öll í uppnámi,
og gjaldþrot og upptökur heimila
eru það daglega brauö sem yfir-
völdin gefa þegnum sínum.
En ráðdeild og fyrirhyggja, sem
félagsmálaráðherrann prédikar,
kemur fyrir lítið hjá þeim mörgu
sem komnir eru á bólakaf í
skuldafeniö. Þeim bjargar ekkert
nema víkjandi lán og ætti fjár-
málastjórum þjóbarinnar ekki að
verba skotaskuld úr því aö skaffa
heimilislausum þau, fremur en
glæstum skuldakóngum athafna-
lífsins, svo ekki sé minnst á banka
sem ekki geta haldið sér á floti
nema með gjafafé frá þjóöinni.
Annars tekur því víst varla að
vera ab minnast á sníkjur þjób-
bankans. Upphæbin sem hann
fer fram á, 1.2 milljarðar, er ekki
hærri en sem svarar um helmingi
kaupverðs togara sem keyptur var
til landsins í fyrra. Og sé tekin
önnur viðmiðun, er smotteríib
ekki meira en samanlagður gróbi
Eimskips í síðasta ári og sú upp-
hæb sem erfingjar hermangara
fortíðarinnar vilja nú fá í arð, en
þab er abeins ein af mörgum arð-
greiðslum sem erfingjar fjárplógs-
mannanna í Sameinuöum verk-
tökum fá eða krefjast.
Von er að Rannveig Gub-
mundsdóttir, félagsmálaráöherra,
telji naubsyn að kenna almúgan-
um rábdeild og fyrirhyggju. Ekki
veitir af, svo að hann geti stabið
undir greibslum til peningafursta
og arðræningja.