Tíminn - 07.03.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.03.1995, Blaðsíða 8
8 Wmmm Þriöjudagur 7. mars 1995 Þar er enn ekkert rík- isvald og stríbsherrar og œttbálkar etja afram kappi hver vib annan Þegar þetta er ritab, eru blá- hjálmaðar hersveitir Sameinuðu þjóöanna að yfirgefa Sómalíu. Þar með er lokið aðgerðum al- þjóðasamfélagsins þarlendis, sem hófust fyrir rúmum þremur árum með hernaðaríhlutun Bandaríkjanna, er framkvæmd var með fullri blessun S.þ. Talsverð bjartsýni var í kring- um upphaf þeirrar aögerðar, sem kölluð var Vonarendurreisn (Op- eration Restore Hope). Rætt var og ritað að íhlutun þessi markabi tímamót; nú færu í hönd tímar er alþjóðasamfélagið skærist í leikinn á svæðum, þar sem upp- lausn og hörmungar gengju úr „hófi", einnig meb vopnum ef þurfa þætti. Slíkar íhlutanir yröu framkvæmdar af mannúbar- ástæðum eingöngu. Á þaö var bent í því sambandi að vart væri hægt að halda því fram að Bandaríkin ættu neinna hags- muna að gæta í Sómalíu. Sómalía reyndist ekki „viðráöanleg" Þab mátti til sanns vegar færa. Ástæðan fyrir aö Bandaríkin skárust þarna í leikinn var að sjónvarpsmyndir af grindhorubu fólki, dánu og deyjandi úr hungri, höfðu vakib kröfur um að „eitthvað" yrði ab gera, ekki síst mebal bandarískra sjónvarps- áhorfenda. Önnur ástæða var innanríkispólitísk: bandarískir blökkumenn sökuðu stjórnvöld lands síns um að hafa ekki nógu mikla samúð með fórnarlömb- um sómölsku óaldarinnar, af því að þau voru svört. Þriðja ástæða var aö bandarískir hershöfðingj- ar og stjórnmálamenn töldu að Sómalía væri „viðráðanleg" (doable). Þar eru engir frumskóg- ar handa skærulibum að felast í. En bandarískir ráðamenn reyndust ekki hafa áttab sig nóg á sómölsku stríðsherrunum. Þeir andæfðu bandarískum og öðrum hermönnum S.þ. ekki svo mjög úti á landi, heldur í Mogadishu, höfubborg landsins. Einn þeirra, Mohammed Farah Aidid, gerði hluta borgarinnar að virki gegn erlenda herlibinu og kærði sig kollóttan þótt ógnir hernaöarins kæmu nibur á óbreyttum borgur- um þar. Og þegar sjónvarpið fór ab sýna misþyrmd og nakin lík bandarískra hermanna dregin um göturnar af fagnandi Sómöl- um, snerist almenningsálitið í Bandaríkjunum snarlega gegn því ab her þeirra yrbi áfram í Sómalíu. Ekki er hægt ab halda því fram að aögerðir Bandaríkjanna og S.þ. í Sómalíu hafi verib algerlega til einskis. Þeim tókst að draga úr borgarastríðinu þar (en ekki stöðva þab) og binda endi á hungursneyð af völdum stríðs- ins, sem valdiö hafði gífurlegum mannfelli. Fólk þarlendis fékk á ný frið til að gegna störfum sín- um í landbúnaöi og öðru, með þeim árangri að ástandið í land- inu, þegar á heildina er litið, er drjúgum betra en þegar Vonar- endurreisn hófst. „Hvítír flekkir" aftur á Afríkukorti Hinsvegar er Sómalía engu nær því að verða ríki á ný en fyr- ir Vonarendurreisn. í öbru landi vestanvert í álfunni, Líberíu, guf- abi ríkisvaldið einnig upp fyrir Ali Mahdi stríbsherra: rœningjar handhöggnir. Bláhjálmalið frá Sómalíu BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON nokkrum árum. Talsveröar líkur eru á að þessir nýju „hvítu flekk- ir" á Afríkukortinu stækki eba að þeim fjölgi. Óöldin í Líberíu hef- ur fyrir löngu breiðst út til grannlandsins Sierra Leone, meb þeim afleiöingum ab völd stjórn- arinnar þar ná vart langt út fyrir höfuðborgina, sem Freetown heitir. Á stórum flæmum í álf- unni er ástandið í þessum efnum litlu skárra. Raunar má vera að sumum Afr- íkumönnum sé lítil eftirsjá í stjórnvöldum, þar sem þau eru horfin, og hafi takmarkaðan áhuga á að fá slíkt yfir sig aftur. Til marks um stjórnarfar í ýms- um Afríkuríkjum sunnan Sahara er ab það hefur verið skilgreint sem þjófræði (kleptokratí). Marg- ir eða flestir Sómalir vilja kannski heldur lifa í ríkisleysu en að fá yfir sig ríkisvald á við það sem þeir höfðu á tíb Siads Barre, valdhafa þess er stjórnabi þeim síðast áður en þeir hættu ab vera ríki. Undir verndarvæng S.þ. hafa hinar ýmsu borgir, héruð og ættbálkar þarlendis komist upp á lagib með stjórna sér sjálf, sum með ekki mjög slæmum árangri, eftir því sem gerst hefur þar. Vera kann ab þau vilji helst halda sér við þab, fremur en að gefa sig undir nýja ríkisstjórn, sem eng- inn veit hvers mætti vænta af, fyrir landið allt. Hinsvegar telja margir, Sómal- ir og aðrir, að hið marghliba borgarastríð landsmanna muni aftur fara af stað af fullri grimmd, jafnskjótt og síðustu bláhjálmalibarnir eru farnir. Því aö stríösherrarnir, sem voru þar helsta landplágan fyrir Vonar- endurreisn, eru enn í fullu fjöri. Aidid stríbsherra, sem átti drjúgan þátt í ab minna varb úr Vonarendur- reisn en til stób. Sharia í Mogadishu Einna helstir þeirra eru áður- nefndur Aidid og Ali Mahdi, sem ráða hvor „sínum" hluta af Mog- adishu. Sá fyrrnefndi varð frægur af ab standa upp í hárinu á liði S.þ. og fela sig fyrir því, en hvor- tveggja gerbi hann með drjúgum árangri. Báðir þessir höfðingjar hafa myndað „ríkisstjórn" og sættir með þeim eru áfram jafn- ólíklegar og var fyrir þremur ár- um. Aidid á sinn þátt í að S.þ. eru á förum og harmar ekki brottför þeirra, en Ali Mahdi segir hins- vegar ab ekki muni líba á löngu, að bláhjálmaliði förnu, áður en ástandið verði jafnslæmt í land- inu og var fyrir Vonarendur- reisn. Mikið er um rán og grip- deildir og aðra glæpi víða um land, þar á meöal mannrán. S.þ. reyndu ab stofna lögreglulib fyr- ir allt landið, en þab lið skiptist fljótt í hópa eftir ættkvíslum, aö landssið. Stríðsherrar og aðrir ráðamenn ýmissa borga og svæða reyna í staðinn að halda uppi einhverskonar reglu, hver á sínu svæbi, og kennir þar ýmissa grasa. Þannig hefur Áli Mahdi, sem ræður norðurborginni í Mogadishu, gert sharia (íslam- slögmál) að lögum yfirráðasvæð- is síns. Þar eru nú ræningjar handhöggnir og menn hýddir opinberlega fyrir smástuldi og neyslu áfengis og fíkniefna. Borgarbúar eru sagðir ánægðir með þetta, því að við þaö kvað hafa dregið mjög úr glæpum og afbrotum. Segja fréttamenn þetta hafa borið þann árangur að borgarbragurinn sé þar áftur að komast í eðlilegt horf, með því t.d. að menn þori nú að sækja kaffihús og taka upp á ný ýmsa starfsemi, sem þar er vani ab stunduð sé undir beru lofti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.