Tíminn - 09.03.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.03.1995, Blaðsíða 2
2 T,. ■ t .,, ■ Fimmtudagur 9. mars 1995 Attu von á „sprengingu" í aug- lýsingum stjórnmálaflokkanna fyrir komandi kosningar? Egill Heiöar Gíslason, framkvæmdastjóri Fram- sóknarflokksins: „Mín tilfinning er fyrst og fremst sú, aö þab muni verða mikið kapphlaup á meðal flokkanna í auglýsingum undir lokin og menn muni nýta sem flestar leiðir til að ná hylli kjósenda. Ég hef ekki trú á að nokkuð verði til sparað í þeim efnum." Hrannar Arnarsson, kosningastjóri Þjóðvaka: „Mér sýnist það á fyrstu dög- um kosningabaráttunar, að gömlu flokkarnir muni verja verulegum fjárhæbum til aug- lýsinga. Vib hins vegar verð- um að standa á bremsunni, enda höfum við enga opin- bera sjóbi til að leita í. Ég vona að þeir nái ekki að drekkja okkur í opinberu fjár- magni í næstu kosningum." Sigurður Tómas Björgvins- son, framkvæmdastjóri Al- þýðuflokksins: „Nei, ég á ekki von á því, a.m.k. ekki af hálfu Alþýðu- flokksins. Það kann hins veg- ar vel ab vera að hinir flokk- arnir reyni að sprengja þetta upp og ég sé t.d. að Framsókn- arflokkurinn er farinn að aug- lýsa mikið nú þegar. Það er þrátt fyrir að sá flokkur hafi í vibræbum flokkanna um samræmingu og takmarkanir á auglýsingum, viljab auglýsa sem minnst." Ingi Björn Albertsson œtlar ekki oð kjósa D-listann á meöan Davíb, Hrafn og Hannes stjórna flokknum: Framboði aflýst Ekkert verður af fyrirhuguðu framboöi Inga Björns Alberts- sonar til Alþingis að þessu sinni. Hann hefur ákveðib ab draga sig í hlé frá stjórnmálun- um ótímabundið og ætlar ab helga krafta sína fyrirtækinu sínu, heildverslun Alberts Gub- mundssonar. Þessi fyrrum þingmabur Sjálf- stæbisflokksins í Reykjavík hyggst jafnframt ekki kjósa flokkinn á meðan þar séu vib æbstu völd Davíb Oddsson, Hrafn Gunn- laugsson og Hannes Hólmsteinn Gissurason, svo nokkrir sé nefnd- ir af þeim sem hann telur ráða ferðinni í flokknum. „Kannski hefur skynsemin ráð- ib," segir Ingi Björn aðspurbur um ástæbuna fyrir ákvörbun sinni. Hann segir ab það sé kom- inn tími til ab sinna sínu fyrirtæki sem hann segist hafa vanrækt þann tíma sem hann sat á þingi. Hann segir ab fjarvera sín frá fyr- irtækinu hafi komib niður á rekstri þess og því hefbi hann ákvebib ab bjarga því og taka sér ótímabundib orlof frá stjórnmál- unum, enda enn á besta aldri. Á tímabili stefndi í það að Ingi Björn mundi bjóða fram sinn eig- in lista í samvinnu vib aðra. Eftir ab hafa ráðfært sig við fjölskyldu sína og nánustu vini varð nibur- staban sú ab taka sér pólitískt or- lof. Hann neitar því ab Hulduher- inn, stubningshópur föðurs síns, sé horfinn af sjónarsvibinu held- ur hefur hann að einhverju leyti tvístrast. Ingi Björn segir þau tvö kjör- tímabil sem hann sat á þingi hafi verið mjög lærdómsrík, enda fer- illinn óvenjulegur. Mebal þess sem hann telur sig hafa lært í pól- itíkinni er að „segja aldrei aldrei og skilja eftir smá rifu." Þannig að hann telur það ekki útilokab að hann muni gefa kost á sér í fram- boð til Alþingis seinna meir. Ingi Björn var fyrst kjörinn sem þingmaður Vesturlands árib 1987 fyrir Borgaraflokkinn. Stuttu eftir þab hætti hann í þeim flokki og stofnabi Frjálslynda Hægri flokk- inn. í síðustu kosningum nábi hann kjöri sem þingmabur Sjálf- stæbisflokksins í Reykjavík en var í andstöbu vib forystu flokksins og var sjaldsébur á þingflokks- fundum meirihluta kjörtímabils- ins. ■ Sex leikhópar skipta meb sér 9,3 m.kr. Sex leikhópar duttu í lukkupott- inn, af alls 23 sem sóttu um fram- lög af fjárlagalibnum um starf- semi atvinnuleikhópa 1995. Til rábstöfunar hafbi menntamála- rábuneytib 9,8 milljónir kr. En 5,4 milljónum hafbi þegar hafbi verib rábstafab til Leikhúss frú Emelíu, sem lokagreibslu upp í starfssamning. Að fengnum tillögum úthlutun- arnefndar Leiklistarráðs ákvað menntamálaráðuneytib hverjir hlytu úthlutun. Eftirtaldir 4 hópar fá 2 milljónir hver: Möguleikhúsib vegna ótiltekins verkefnis. Leikhópurinn 10 fingur til uppsetningar eftir skáldsögunni The Mists af Avalon. Hermóbur og Háðvör til uppsetningar á nýju leik- riti Árna Ibesns. Alheimsleikhúsið til uppsetningar á Konur skelfa eftir Hlín Agnarsdóttur. Þá fær íslenska leikhúsið 900 þús.kr. til að setja upp í djúpinu eftir Maxim Gorki. Og Frjálsi leikhópurinn 400 þús.kr. til leikferðar utan Reykjavíkur meb Sannan vestra eftir Sam Shepard. ■ Styrkium úthlutað í nítjanda skipti Á dögunum var úthlutab styrkj- um úr sjóbnum Þjóbarhátíbar- gjöf Norbmanna, og var þetta í nítjánda sinn sem það er gert en fyrsta úthlutunin fór fram árib 1976. Alls sóttu 20 abilar um styrk en samþykkt var ab veita eftirfarandi abilum styrk ab þessu sinni. Handverki, reynsluverkefni, Björgunarhundasveit íslands, sjúkraliða í framhaldsnámi í geb- hjúkrun við Fjölbrautaskójann í Ármúla, Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík, Hjálparsveit skáta í Reykjavík og Ásgarbi, handverk- stæbi fyrir þroskahefta. Ab þessu sinni var rábstöfunar- fé sjóðsins tæp hálf miljón norslu'a króna. Samkvæmt skipu- lagsskrá sjóðsins skal vaxtatekjum af einnar miljón króna höfuð- stólnum, sem varðveittur er í Noregi, varið til ab styrkja hóp- ferbir íslendinga til Noregs. Einar Kárason og Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri. Leikfélag Akureyrar æfir Djöflaeyjuna Æfingar eru nú í fullum gangi hjá Leikfélagi Akureyrar á leikritinu Þar sem Djöflaeyjan rís, leikgerb Kjartans Ragnars- sonar á skáldsögum Einars Kárasonar, Þar sem Djöflaeyj- an rís og Gulleyjan. Frumsýn- ing verður í lok mars. Leik- stjóri sýningarinnar er Kol- brún K. Halldórsdóttir, en hún leikstýröi vinsælli sýningu LA á óperettunni Leöurblökunni fyrir tveim árum. Djöflaeyjan hefur að geyma óborganlegan sagnaheim Einars Kárasonar um Tomma og Línu, börn þeirra, tengdabörn og barnabörn og aöra þá sem þau hafa á framfæri sínu í bragga- hverfi í Reykjavík á bernskuár- um íslenska lýðveldisins. Þetta er litskrúðugt persónusafn, sem á sér þó styrka stoð í raunveru- leikanum. Með hlutverk Línu og Tomma fara þau Sigurveig Jónsdóttir og Þráinn Karlsspn. Meb önnur veigamikil hlutverk fara Þór- hallur Gunnarsson (Baddi), Bergljót Arnalds (Dollý), Barbi Guðmundsson (Grettir), Dofri Hermannsson (Danni), Sigurþór Albert Heimisson (Grjóni), Rósa Gubný Þórsdóttir (Þórgunnur), Sunna Borg (Fía), Aðalsteinn Bergdal (Tóti) og Guðmundur Haraldsson (Dóri). Leikararnir bregba sér síðan í fjölda annarra hlutverka. Tónlist frá sjötta áratugnum setur mikinn svip á sýninguna og er tónlistarstjórn í höndum Karls Olgeirssonar. Leikmynd og búninga gerir Axel Hallkell Jóhannsson og lýsingu hannar Ingvar Björnsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.