Tíminn - 09.03.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.03.1995, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. mars 1995 &ímhm 3 Rekstur og fjárhagsstaba Kaupfélags Árnesinga stefnt upp á vib síbustu mánubi: KÁ selur Laugardæli og smiðjuhús til að lækka skuldir Mikilvægustu markmib fjár- hagslegrar endurskipulagningar Kaupfélags Árnesinga nábust sl. þribjudag, samkvæmt fréttatil- kynningu frá félaginu. í fyrsta lagi meb sölu KA á jörbinni Laugardælum til Samvinnulíf- eyrissjóbsins. Og í öbru lagi meb sölu á húsnæbi bifreibasmibja og trésmíbaverkstæbis félagsins til eignarhaldsfélags Lands- banka Islands. Rekstur í húsun- um verbur óbreyttur. Markmib- ib meb endurskipulagningunni var ab lækka skuldir Kaupfélags Árnesinga um allt ab 400 millj- ónir króna. Meb þessum abgerbum, ásamt þeirri endurskipulagn- ingu rekstrar og fjárhags félags- ins sem markvisst hefur verib unnib ab síbustu mánubi, telur KÁ meginmarkmibum náb og stöbu félagsins hafa batnab til muna. Ab sögn forsvarsmanna KÁ hefur sala í verslunum fé- lagsins aukist umtalsvert á fyrstu mánubum ársins og ann- ar rekstur þess einnig gengib betur en áöur. Söluaukning hafi m.a. orbið töluverb í trésmiöju félagsins, sérstaklega á skrif- stofuhúsgögnum. Áfram verður unnið ab endur- skipulagningu ýmissa rekstrar- þátta og ýmsar nýjungar líta dagsins ljós. Þeirra á meðal verður endurnýjung innrétt- inga og skipulags í verslun KÁ á Selfossi. Svæði Byggingavöru- deildar og Óskakaffis verbur skipulagt fyrir apótek og ýmsa einkarekna þjónustustarfsemi. Sömuleiðis hefur verslun veriö hætt í kjallara Vöruhússins og bílastæðum fjölgað þess í stað. Þessi fjárhagslega endurskipu- lagning var ákveðin í kjölfar rekstrartaps sem verið hefur síð- ustu árin og fyrirsjáanlegt var á þessu ári að öllu óbreyttu. ■ Snorri Óskarsson meb Kristsmyndina góbu. Tímamynd: ÞG Suburnes: Tíðari landanir til ab ná hámarksgæöum Fiskmarkabur Suburnesja og útgérbarfyrirtækib Vísir hf. í Grindavík, sem gerir út línu- skipib Sighvat GK, hafa ákvebib ab gera átak í því ab koma meö fisk til sölu ab há- marksgæbum og reyna þann- ig ab hámarka verbmæti þess afla sem skipib kemur meb ab landi hverju sinni. Átakið felst m.a. í því að skip- ið mun landa tvisvar í viku, mánudaga og fimmtudaga, og veröur því aflinn aldrei eldri en þriggja daga. Þetta gerir það að verkum að Sighvatur GK missir úr fjóra veibidaga í mánuði vegna tíðari landana. Á móti gera menn sér vonir um ab þessi breyting muni skila sér í hærra fiskverði til útgerðar og áhafnar og skila þjóðarbúinu meiri verð- mætum. Betelsöfnuburinn í Eyjum: Hvítasunnukirkjan vígb Frá Þorsteini Gunnarssyni, fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum. Hvítasunnukirkja Betelsafnabar- ins að Kirkjuvegi 22-23 var vígð fyr- ir troðfullri kirkju á sunnudaginn. Gestir komu víba ab, m.a. frá söfn- uðum víðsvegar um landib svo og frá Fíladelfíusöfnuðinum í Færeyj- um. Einnig var Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra vibstaddur vígsluhátíbina og bar söfnuðinum kvebju sína og hamingjuóskir með nýju kirkjuna. Vel á fimmta hundr- ab manns vorij vibstaddir vígsluhá- Frambjóöendur Framsóknarflokksins á Reykjanesi kynna áherslu- atriöi sín í komandi kosningum: Rík áhersla lögb á til- í atvinnumálum lögur Frambjóbendur Framsóknar- flokksins á Reykjanesi kynntu áhersluatribi sín fyrir kom- andi alþingiskosningar á blaðamannafundi í gær. Þar skipa atvinnumálin stærstan sess og mebal annars hafa frambjóbendur flokksins á Reykjanesi lagt fram tillögur ab nýrri fiskveiöistefnu í framtíöinni, sem þegar hefur verib greint frá á síbum Tím- ans. Framsóknarmenn á Reykja- nesi standa á tímamótum nú því níu af tíu efstu mönnum á listanum eru nýir og því orðib mikil endurnýjun. Það er abeins efsti maður á listanum, Siv Frið- leifsdóttir, sem ábur hefur verið á lista, en hún var í 7.sæti í síö- ustu kosninum. Þess utan eru fimm af sjö efstu konur og bera áhersluatribi flokksins í jafnrétt- ismálum þess merki. Af öðrum tillögum í atvinnu- málum segir Siv Friðleifsdóttir ab leggja verbi áherslu á ný- sköpun í þessum málaflokki. Aöstoða verbi fmmkvöbla meö nýjar hugmyndir í atvinnulífi, efla samstarf fyrirtækja og ein- staklinga og veita aðstoð og hjálpa til vib stofnun smærri fyrirtækja. Þá segir hún að mikl- ir möguleikar séu enn fyrir ■■ ■■ tíð Hvítasunnukirkjunnar og þar af um 130 gestir frá fastalandinu og sjö frá Færeyjum. Húsnæbi Hvítasunnukirkjunnar var upphaflega aðalskemmtistaður Eyjanna í áratugi en Betelsöfnubur- inn keypti þab af Ríkissjóbi fslands 15. mars 1993 meb kirkjustarfsemi í huga. Síðan þá hefur húsnæðiö gengið í gegnum miklar endurbæt- ur og er hið glæsilegasta í dag. Söfnuðinum bárust margar góðar gjafir á vígsluhátíðinni, m.a. glæsi- legur flygill frá Fíladelfíusöfnubin- um í Reykjavík. Einnig komu þeir færandi hendi Gísli Sigmarson og Óskar Sigurðsson. Þeir höföu í far- teskinu hina frægu Kristsmynd sem vildi ekki verba bálinu í SORPU að bráð og stöbvaðist stöðin á óútskýr- anlegan hátt og myndin bjargaðist. Kristsmyndin komst síðar í hendur Gísla og Óskars sem segja að krafta- verk hafi átt sér stað- Þeir afhentu Snorra Óskarssyni, forstöðumanni Betels, myndina á vígsluhátíöinni sem er gjöf til safnaðarins og vilja þeir að myndin fái að halda sér óbreytt í þeim ramma sem hún er í. Hjálmar Guðnason rifjaði upp söguna af því hvernig Samkomu- húsið, sem nú er Hvítasunnukirkja, komst í hendur Betelsafnaðarins. Hjálmar hafði veriö á gangi og feng- ið stein í skóinn. Hann lagði hönd sína á vegg Samkomuhússinns á meðan hann tók skóinn af sér og þá hafi skaparinn talab til sín og sagt að Betel ætti að kaupa þetta hús. Hjálmar Iýsti einnig því þrekvirki sem þarna hefði verið unnið og sagði góðan anda vera í húsinu. „Húsið er endurfætt," sagði hann. Þess má geta að í Betelsöfnuðin- um í dag eru um 105 manns og á síðustu samkomunni í Betelkirkj- unni við Faxastíg gengu tveir nýir í söfnuðinn. ■ Samningur Reykjavíkur- borgar og Ríkisútvarpsins: Hluta lóöar RÚV skilaö Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og Ríkisútvarps- ins um endurskoðuð lóðarmörk Ióðar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti 1, og hefur lóðinni norðan Útvarps- hússins þar með í raun verið skilað til baka til borgarinnar. ■ BÆJARSÓPURINN - og allt er á hreinu - Frambjóbendur Framsóknar á Reykjanesi kynntu stefnu sína á blaba- mannafundi í gcer. hendi í ferbamálum og einnig verði ab skoða „sölu" á heil- brigðisþjónustu til útlendinga. Eins og áður sagöi skipa jafn- réttismál veglegan sess og segja frambjóöendumir ab þar verbi unnið út frá sjónarmiðum beggja kynja. Siv segir ab þau vilji skoða aögreiningu kynj- anna í menntakerfinu, t.d. í leikskólum. Þá verbi að gera stórátak í ab hafa áhrif á náms- val kynjanna með það fyrir aug- um ab minnka launamun kynj- anna. í ljós hafi komið að með betri menntun hafi launamun- Tímamynd: CS ur aukist og það sé virkilegt áhyggjuefni. I áhersluatriðunum er lagt til að herða verði refsingar til muna gegn alvarlegum brotum, s.s. nauðgunum, fíkniefnasölu, bruggsölu o.s.frv., sem hafi hingað til verið allt of vægar. Einnig hafi niðurskurður til lög- gæslu orðið til þess ab ekki gangi sem skyldi að uppræta og koma í veg fyrir afbrot af þessu tagi. Lögregla og ákæmvald sé of fáliðað og ráði ekki vib hlut- verk sitt, auk þess sem fangelsis- pláss sé ekki nægilegt. ■ Arvíkhf ÁRMÚLI 1 • REYKJAVfK • SlMI 687222 • TELEFAX 687295

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.