Tíminn - 09.03.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.03.1995, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 9. mars 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugeró/prentun: ísafoldarprentsmiója hf. Mánaóaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð ílausasölu 150 kr. m/vsk. Yfir Þjórsá í íslandsklukkunni, því fræga verki Laxness, var greint frá manni, Ásbirni Jóakimssyni aö nafni. Sá neitaöi aö ferja kóngsins mann yfir Sker jaf jörð og var stungið í dýflissuna á Bessastööum fyrir. Nú tala ráðamenn þjóöarinnar í líkingum og njóta Þjórsá sem elfuna á milli Evrópu og íslands. Davíð Oddsson lætur svo um mælt að hugur Jóns Baldvins standi svo sterkt til að róa yfir þessa elfu, að hann sé þegar sestur upp í bátinn á Klambratúni í Reykjavík og sé farinn að róa á þurru landi. Davíð þykist vera praktískur og honum hugnast ekki slíkur róður, þótt æfingar þessar ættu að vera góðar fyrir mann sem er í megrun. Hann vill fremur nálgast Þjórsá fram að kosningum og láta ferja sig yf- ir hana í rólegheitum eftir kosningarnar, til fyrir- heitna landsins. Þá mun áreiðanlega verða tilbúinn léttabátur frá Eimskip til fararinnar með sterkum ut- anborðsmótor frá Shell. Þannig mun haldið yfir í fyr- irheitna landið. Foringjar Sjálfstæðisflokksins eru duglegir við að byggja sinn málflutning á blekkingum. Þess vegna er best aö taka mátulega mikið mark á orðum Davíðs Oddssonar, þótt hann sé forsætisráðherra ennþá. Blekkingarnar eru m.a. í því fólgnar að standa í stór- deilum við samstarfsflokkinn og gera grín að hon- um. Satt að segja er afstaða Jóns Baldvins miklu heið- arlegri heldur en Davíðs. Jón hefur þó kjark til þess að segja hvert hann er að fara, vitandi það að fjöldi manns er ekki fýsandi þess að fara með honum. Dav- íð vill hins vegar fá þorra manna til þess að rölta með sér austur að Þjórsá til þess að fara þar yfir síðar. Á leiðinni er hann þjóðernissinni og varðmaður ís- lenskra auðlinda. Þetta eru heiftarlegar blekkingar og minni spá- menn í Sjálfstæöisflokknum fara eins að. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra hefur staðið í deilum við kratana með miklum hávaða vegna landbúnað- armála. En hefur einhver heyrt hvernig Halldór Blöndal og Sjálfstæöisflokkurinn vilja skipa land- búnaðarmálum á næstu árum? Hefur einhver heyrt hvernig þessir sömu menn vilja hafa nýjan búvöru- samning? Landbúnaðarráðherra hefur látið svo um mælt að núgildandi búvörusamningur sé ónýtt plagg, enda hefur hann aldrei verið efndur. Enginn veit samt um það hver hin raunverulega landbúnað- arstefna Sjálfstæöisflokksins er. Veit einhver hvert Sjálfstæðisflokkurinn stefnir raunverulega í sjávarútvegsmálum? Sjálfstæðismenn á Vestfjörðum hafa eina stefnu, sjávarútvegsráðherra aðra og síöan er fjölbreytileg flóra í öörum byggöar- lögum. Vissulega eru skiptar skoðanir í þessum við- kvæma málaflokki, en það er þó lágmarkskrafa til frambjóðenda flokks á borð við Sjálfstæðisflokkinn að þeir komi sér saman um eina stefnu í megindrátt- um varöandi þennan undirstöðuatvinnuveg. Niöurstaðan er að enginn veit í raun hver er stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum landbúnaðar og sjávarútvegs og Evrópumálum. Kosningaskrafið byggist á blekkingum, og til viðbótar er skrafað um stöðugleika, sem því miður er byggður að hluta til á atvinnuleysi og því að gengið hefur verið mjög harkalega að einstaklingunum í landinu. Ónáttúra í þjóbarsálinni Nú er nokkuð í tísku að skil- greina hjá þjóðarsálinni ýmis sjúkdómseinkenni og ber hæst nýlegt framlag í Morgunblabs- grein þar sem sagt var ab íslend- ingar hefðu „alkóhólískan kar- akter". Eflaust er óhemjugang- urinn og hófleysið í lands- mönnum oft á tíðum sjúklegt og verðskuldar slíka greiningu. Greiningar af öðru tagi hafa þó litib dagsins ljós líka og sú nýjasta er kenningin um að þjóbarsálin sé meö sadó-masók- ískar (S-M) tilhneigingar. Þetta er ákveðin tegund ónáttúru sem stundum hefur verið kölluð kvalalosti. Annars vegar er um að ræða fólk sem hefur nautn af því að vera kvalið og hins vegar þá sem hafa nautn af því ab kvelja aðra. Fræg er t.d. gamla grínsagan af samskiptum ma- sókistans og sadistans, þegar báðir fengu óskum sínum full- nægt. Masókistinn sagði við sadistann: „Lemdu mig!" Sadist- inn sagði þá: „Nei." Masókismi kjósendanna Hið masókíska eðli þjóðarsál- arinnar á samkvæmt kenning- unni að koma fram í áráttu landsmanna til að kalla yfir sig óáran og kvöl. Er í þessu sam- bandi vísað til nýlegra skoðana- kannana þar sem Sjálfstæöis- flokkurinn er í gríðarlegri sókn og Alþýbuflokkurinn nánast bú- inn aö fá uppreisn æru. Báöir þessir flokkar hafa stjórnað landinu undanfarib kjörtímabil og stýrt meirihluta þjóöarinnar inn í slíkt efnahagslegt fúafen Hvenær sem minnst er á stórtöp og misheppnaðar atvinnugrein- ar tyggur hver upp í annan fisk- eldi og lobdýrarækt. Eru þær gerðar að blóraböggli fyrir flesta offjárfestingu og dellumakerí, sem aulabárðar hafa steypt sjálf- um sér og öðrum í á jafnt upp- gangs- sem hnignunartímum. En þótt seiðaeldi og refarækt hafi farið úr böndum og skyndi- gróðinn látið á sér standa, var þó stoðum skotið undir at- vinnuvegi sem vel geta gengið, ef að þeim er staðið af þekkingu og skynsamlegu viti. En þá verða Iíka lukkuriddararnir ab snúa sér að öðru til að koma sjálfum sér og öðrum á hausinn eftir enn nýjum skyndigróða- leiðum. En það er fleira sem sligar fjár- málakerfin en eldisfiskur og loð- dýr. En þab heyrir til undan- tekninga að nefnt sé upphátt hvað það er. Borgaðir eru millj- arðar á milljarða ofan í afskriftir lánastofnana, án þess að stjórn- endur þeirra þurfi ab gera hina minnstu grein fyrir á hverju þeir töpuðu öllum útlánunum. Ekki stjórnab fyrir slikk Þegar kaupleigufyrirtækin voru stofnuð, gripu lánaþyrstir íslendingar guð í fótinn rétt einn ganginn og keyptu og leigðu í gríð og erg án þess að eiga eba borga krónu. Þannig náðu menn tangarhaldi á tækj- um og tólum af ólíklegustu gerbum, og hver sem kæröi sig um gat eignast og leigt jeppa og fjallatrukka, skútur og báta og nær hvaða leikföng sem hugur- inn girntist. Eina skilyrðið var og er að tólib væri nógu dýrt til að heimilin í landinu eru komin í öndunarvél á gjörgæsludeild fjármálaheimsins. Búið er að festa í sessi skipt- ingu íslendinga í tvær þjóðir: þá sem lifir í velsæld og safnar eignum og fjármagni og svo hina, sem er miklu fjölmennari, GARRI sem á sífellt erfiðara meb að finna lausn á daglegum fjárlaga- halla heimilanna. Heilbrigð þjób hefði að sjálf- sögðu refsaö óvildarmönnum sínum og böðlum með því að vísa þeim úr pólitík til lang- frama. íslendingar hins vegar vilja kyssa á vöndinn, endur- ráða böðla sína og segja að bar- smíöunum sé lokið í bili. Kjós- endur minna að þessu leyti á kúgubu eiginkonuna, sem er barin af manni sínum og flýr burt, en kemur alltaf aftur og að það tæki því ab lána út á þab. Þjóbbankinn eignaðist svona fyrirtæki á svipaðan hátt og mörg önnur, hann gat ekki ann- að. Nú ér bankinn búinn að reka það í nokkur ár og komið aö skuldadögum. Tapið á eign- arleigufyrirtækinu er komið upp í hálfan milljarð og er langt því frá að öll kurl séu komin til graf- ar. Þaö er nefnilega enn mikið úti í kaupleigunni, sem enginn veit hvort leigjendur eru borg- unarmenn fyrir. Nú væri fróðlegt fyrir eigend- Á víbavangi ur bankans að fá að vita í hvað allir þessir peningar voru lánað- ir. Hvar eru tækin og tólin, sem keypt voru og leigð út með for- kaupsrétti, og hvab veldur hve mikið er keypt og leigt fólki, sem ekki stendur undir því trausti sem því var sýnt? í stjórn eignarleigufyrirtækis- ins, sem tapar svona ofboðslega, em bankastjórar og valinkunnir athafnamenn, sem ekki gera þab fyrir slikk ab stjórna svona umsvifamikilli peningastofnun. aftur til þess eins að láta berja sig. Kvöl og pína aö stjórna Þannig eru helstu efnisatriði þeirrar kenningar að í íslensku þjóbarsálinni leynist masók- ískar tilhneigingar. Kenningar, sem sett er fram í ljósi þess að skoðanakannanir benda til að kjósendur kunni að veita núver- andi stjórn áframhaldandi brautargengi. Vissulega hljómar þessi kenning ekki síður trúlega en aðrar kenningar sem byggja á alhæfingum um heilar þjóðir. Garri telur þó einsýnt að bæta verði við þessa kenningu því, sem augljósast verður að teljast varbandi þessa S-M-tilhneig- ingu. Það er að masókískust allra er ríkisstjórnin sjálf. Hún er skipuð ágætlega gefnum mönnum, sem þó þjást af þeirri fötlun að geta ekki stjórnað nokkrum sköpuðum hlut og allra síst geta þeir starfað sam- an. Þeir eru meövitaðir um þessa fötlun sína og þjást fyrir hana. Engu að síður eru þeir til- búnir til að leggja á sig að kvelj- ast hver með öðmm í ríkis- stjórn, og sjálfspína og kvöl er það helsta sem þeir uppskera. Kvalalosti af öllu tagi hefur jafnan verið talinn ónáttúra, hvort sem hann er á háu stigi eða einungis aökenning. Að komast frá ónáttúru er í sjálfu sér eftirsóknarvert og heilbrigt, og menn verða einfaldlega að vona ab kjósendur nái heil- brigði sínu fyrir kjördag og stjórnvöld eftir kjördag. Garri upp Hverju reiddust goöin? Offjárfestingar og lítt arðbærar framkvæmdir eru dragbítur á ís- lensku fjármálalífi, halda lífskjör- um niðri og eru ávísun á lág laun og atvinnuleysi. Útlánastefnan á mikla sök á því ástandi. Þeir, sem misreikna hrapallega, tapa miklu og geta ekki staðið viö neinar fjárskuldbindingar, gefa fjálglegar yfirlýsingar um óhag- stætt efnahagslegt umhverfi. Stjórnendur lánastofnana og ráðandi pólitíkusar afsaka sig með illa útskýrðum áföllum, þegar ekki stendur steinn yfir steini eftir illa gmndaöar áætlan- ir, sem aldrei stób til að stæbust. Það er alveg sama hve varað er við, stjórnendurnir æða út í sömu fjárfestingafenin aftur og aftur, svo er afskrifaö og afskrifab og enginn þykist botna í hvers vegna skuldir aukast í sífellu og fátæktin eykst, þrátt fyrir allar framfarirnar sem ávallt er verið aö dásama. Það er þó alltaf huggun harmi gegn, ab stórfyrirtækin græða meira en nokkm sinni fyrr. Sam- tímis gerir verkalýðurinn þjóðar- sátt við sjálfan sig um stöbug- leika í launaumslögunum, þótt hans gæti ekki annars staðar. Tapið vegna loðdýra og fiskeld- is hlýtur að vera aö mestu afskrif- að. Þá vaknar spurningin: Á hverju tapa lánastofnanir nú, og hvaö er orðiö af öllum aurunum og tækjunum og fyrirtækjunum sem lánaö var til? En svona þýðir víst ekki að spyrja og svör fást ekki fremur en við gömlu spurningunni: Hverju reiddust goðin er hraunib brann ...? OÓ Leikfangakaup gerb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.