Tíminn - 09.03.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.03.1995, Blaðsíða 10
10 MT- gllBlwW Fimmtudagur 9. mars 1995 Ólafur Þ. Jónsson: Á afréttarlöndum íhaldsins Óhlæjandi á ég að minnsta kosti afar erfitt með aö sjá fyrir mér helstu burðarása Þjóðvakans sitja saman í hring og setja á langar hugmyndafræðilegar ræður undir handleiöslu Marðar Árna- sonar. Vonandi verður í þeim umræðum, ef til kemur, rætt um stéttaskiptingarinnar „að- skiljanlegu náttúrur". Engum treysti ég þá betur en Merði Árnasyni til að tjá Jóhönnu — varfærnislega þó umfram allt, svo hún missi nú ekki flugið — að íslenskt erfiöisfólk hafi hvorki stofnað verkalýðsfélögin á sínum tíma né heldur Alþýðu- flokkinn (1916) af misskilningi tómum, heldur vegna þess að stéttaskiptingin í þjóðfélaginu var þá þegar oröin staðreynd. Til þeirra ráða var einfaldlega gripiö af því að vinnandi fólk skorti vopn í stéttabaráttunni, en hún er eins og allir jafnaðar- menn vita, skilgetið afkvæmi stéttaskiptingarinnar. Fyrrum félagi Möröur, þetta var helvítis yfirklór hjá þér. Þú ert búinn að vera lengi á þessari leið, þú varst byrjaður að tína til föggur þínar þegar við unnum saman á Þjóðviljanum fyrir margt löngu. Þú tafðist reyndar um skeið, þegar nafni minn tók þig í kost og lógí upp í ráðu- neyti forðum, sem vonlegt var. En nú ertu kominn á leiðar- enda, helst til ungur þó. Og slóðin, sem þú raktir langa leið, er loksins horfin þér að fullu og öllu. Svo situr þú hjá líki dáins dags, hver draumur vöku og svefhs er burtu máður. Svona orti nú skáldið Steinn Steinarr á sínum tíma. Brotin eru úr ljóði, sem hann kallaöi því táknræna nafni „Lágmynd". Ég hef eytt á þig meira púðri en hina fjóra. Það er af því að mig tekur sárara til þín en þeirra. Þið eruð nú samt öll á einum og sama báti og Ég skil hvað að ykkur amar, þið eignuðust gleðina hálfa, enga hugsjón né áhugamál, aðeins bara ykkur sjálfa. (Aöalb)örn Pétursson) Hann vissi svo sem hvaö hann söng, forsætisráðherrann, þegar hánn skýrði frá því í fjöl- miðlum milli jóla og nýárs, að Þjóðvakinn, með haus og slógi og öllu saman, væri eiginlega eign ríkisstjórnarinnar. Þeir hafa löngum þekkt sína, höfð- ingjarnir, bæði þessa heims og annars. Hann er ekki mjög hræddur við þessa „hreyfingu fólksins" hann Davíö. Veit sem er að íhaldiö fær að hvíla með sama þunga á baki alþýðunnar og áður. Veit að Þjóðvakinn mun ekki breyta neinu í þeim efnum, hvorki til né frá. Til þess hefur Þjóðvakinn enga burði. „Því að sérhvert tré þekkist af ávexti sínum; því að ekki lesa menn fíkjur af þyrnum og ekki skera menn vínber af þyrni- runni." (Lúkas 6:43). Fólk, sem á það helst sameig- inlegt að vera leitt á pólitík, þreytt á stjórnmálaflokkum og heitt út í stjórnmálamenn, að vera á móti kerfinu, eins og það kallar það, hefur svo sem áður myndaö stjórnmálasamtök og ætlað sér mikinn hlut. Stofnun Þjóðvakans nú er því síður en svo ný bóla. Síbur en svo ný bóla Hvort man nú enginn Banda- lag jafnaðarmanna, „bandalag- ið gegn flokkunum", sem stofn- að var snemma árs 1983? Leiðtogi þess var stjómmála- maðurinn Vilmundur Gylfason. Hann gerði virðingarveröa til- raun til að stía sauðunum frá höfrunum í Alþýðuflokknum og náði nokkrum árangri, því bandalagið hlaut 7,3% atkvæða og fjögur þingsæti í kosningun- um um vorið. Vilmundar naut ekki lengi við, en hvað varð um hina fjóra? Áður en haninn gól einu sinni var einn þeirra búinn að afneita bandalagi þessu þrisvar og genginn í Sjálfstæðis- flokkinn. Hinir þrír, hvað um þá? Haustið 1986 leystu þeir bandalagið upp og fóru rakleitt, mismunandi þurftarfrekir þó, að gömlu jötunni sinni hjá höfrunum og var vel fagnað. Og kjósendurnir, sem studdu þá til valda í góðri trú, hvað um þá? Flestir hurfu hljóðlega til fyrri heimahaga, því ekkert hafði í rauninni gerst. Nokkrir stofn- uðu samt nýtt félag, Félag frjáls- lyndra jafnaðarmanna, sem síð- an gekk í Alþýðuflokkinn. Svona fór nú um sjóferð þá. Borgaraflokkinn sáluga muna menn sjálfsagt vel, enda nær okkur í tímanum. Stofnaöur fyr- ir kosningarnar 1987 með brauki og bramli. Kominn til að vera, aö því er forustusveit hans sagði. Þótt flokkurinn stæöi fyr- ir fátt annað en persónu leið- toga síns, stjórnmálamannsins Alberts Guðmundssonar, og stefnumál flokksins væru ein- ungis nýjar útsetningar á göml- um stefjum Sjálfstæðisflokks- ins, þá var hann eins og sniöinn að þörfum hinna leiðu, þreyttu og örgu. í kosningunum vann Borgaraflokkurinn góðan sigur, hlaut 10,9% atkvæða og sjö þingsæti. En fljótlega dró til tíð- inda innan flokksins. Síðla árs 1988 gerðist Albert Guömunds- son sendiherra í París og lét þau orð falla í framhjáhlaupi, að ef til kosninga kæmi myndi hann kjósa sinn gamla flokk, Sjálf- stæðisflokkinn. Svoleiðis var nú það og nokkrum mánuðum síð- ar leystist þessi höfuðlausi flokkur upp í frumparta sína. Ó- þarft er að rekja útfararsögu hans hér, aöeins vakin athygli á að í kosningunum vorið 1991 kom flokkurinn engum manni á þing í eigin nafni. Önnur tegund? Erfitt er að sjá að Þjóðvakinn sé annarrar tegundar en þær tvær stjórnmálahreyfingar, sem hér var verið að lýsa. Allar þrjár eiga þær það sameiginlegt að snúast fyrst og fremst um eina persónu, einstaklinga sem hrökklast hafa úr flokki sínum. Hjá öllum þrem hafa málefni og markmið sáralitlu skipt, hvorki í bráð né lengd. Hjá öllum þrem hefur valist til forustu fólk, sem átti og á það helst sameiginlegt að langa heil ósköp á þing, en ekki hlotið stuðning til þess í öörum flokkum. Og allar eiga þessar stjórnmálahreyfingar það einnig sameiginlegt að hafa fengið blásandi byr í skoðana- könnunum framan af. Eftir því sem nálgaðist kosningar dró síðan verulega úr fylgi þeirra tveggja fyrrnefndu. Hvort Þjóð- vakans bíða sömu örlög veröur tíminn að leiða í ljós. En skyldu spor hinna ekki hræða? Fyrsta skoðanakönnun ársins bendir til að full ástæða sé til þess. SEINNI GREIN Það er raunalegt til þess að vita að einhverjir binda vonir við að Þjóðvakinn, með Jó- hönnu Sigurðardóttur í farar- broddi, sé þess megnugur að sameina félagshyggjuöflin í landinu. Sjálf hefur hún engan áhuga sýnt á slíku, þvert á móti. Undirbýr þess í stað Þjóðvaka- framboö í öllum kjördæmum landsins. Jóhanna Sigurðardóttir er svo sannarlega ekki sameiningar- tákn félagshyggjufólks í land- inu, hefur raunar engar forsend- ur til þess að vera þaö. Hún er fædd inn í Alþýðuflokldnn og hefur verið þar síðan, þar til nú. Hún var varaformaður flokksins um margra ára skeið og ráð- herra á vegum hans í sjö ár sam- fellt. Hún ber fulla ábyrgð á verkum þeirra ríkisstjórna, sem hún hefur setið í, til jafns við aðra ráðherra. Þrjú síðustu ár ráðherradóms síns sat hún í rík- isstjórn, sem einna lengst hefur gengið allra ríkisstjórna í kjara- skerðingum og álögum á lág- launafólk í landinu. Blessun lögb yfir Á landsfundi Alþýöuflokks- ins, sem haldinn var „suöur meö sjó" fyrstu helgina í ágúst s.L, lagði hún blessun sína yfir hverja einustu málefnasam- þykkt flokksins, án nokkurra undantekninga, eins og hún hecur ávallt gert allt frá því hún gekk í flokkinn. Aldrei haft neitt að athuga við stefnu og störf Al- þýðuflokksins, hvað sem á hef- ur dunið. En hún átti annab og brýnna erindi við félaga sína á lands- fundinum en að samþykkja með þeim ályktanir, sem fáir nenna að lesa og enn færri til- einka sér. Hún ætlaði sér for- mennskuna í flokknum. En þá kom babb í bátinn. Jón Baldvin Hannibalsson ætlaði sér alls ekki að hætta formennsku, vildi vera formaður eitthvað lengur. Og fundarmenn völdu Jón Baldvin. Það heföu þeir ekki átt að gera. Þeir hefðu betur valið Jóhönnu. Þá væri Jóhanna for- maður Alþýðuflokksins í dag og ráðherra á hans vegum líka. Jón Baldvin hefði auðvitað orðið sár og reibur, en hann hefði ekki gengiö úr flokknum. Hann kann aö tapa, vanur maðurinn. Og þá væri heldur enginn Þjóð- vaki til. Fallkandídatar Þá hefði fólkið, sem hundleið- ist allt stjórnmálavafstur og þol- ir ekki stjórnmálamenn, engan stjómmálamann fundib við sitt hæfi. Engan á lausu, sem það gat fylkt sér um. Stjórnmála- maður verður það að vera. Það sýnir reynslan. Fallkandídatar af misfínum sortum, einir og sér, duga ekki til þess brúks. Jóhanna Sigurðardóttir stóð hvorki upp úr ráðherrastólnum né gekk úr Alþýbuflokknum strax að landsfundi loknum, sei, sei, nei. Fyrst varb hún að finna trúverbugt tilefni, eitthvað sem gengi í fólkið í landinu. „Minn tími mun koma," sagði hún á landsfundinum, eins og frægt er orðib. Hennar tími hefbi aldrei komið, ef hún hefði sagt eins og var. Að vinslitum hennar og fyrrum félaga hafi fyrst og fremst valdið persónuleg sár- indi vegna tapsins í formanns- slagnum og heift í garð Jóns Baldvins og hans nánustu kumpána. Þetta var ekki hægt að bera á borb fyrir nokkurn mann. En eins og oft ber við í lífinu, þá er hjálpin næst þegar neyðin er stærst. Eftir ræídlega umhugsun fann hún lausnina. Hún varð ab víkja úr ríkisstjórn og flokki vegna „málefnalegs á- greinings". Einfalt og snjallt. Ágreiningur? Allir muna tvö, þrjú tilfelli í ráðherratíð hennar, á síöustu misserum, þar sem hún var með eitthvert múöur við samráb- herra sína, vildi hafa hlutina eitthvað öðruvísi þegar þeir vildu hafa þá svona. Með smá- vægilegum breytingum á fyrir- huguðum gerðum sínum reyndist þeim jafnan auðvelt ab hafa hana góða. Þetta var nú all- ur málefnaágreiningurinn. Hann var heldur ekki meiri en svo, að hún gat flutt, lítt breytt- ar, málefnasamþykktir lands- fundar Alþýðuflokksins inn á stofnfund Þjóðvakans sem sína framleiðslu. En þegar hún hafði orðið sér úti um „málefna- ágreininginn" var allt gengið upp. Þá var hún komin með alla þættina þrjá, sem hún þurfti, til að flétta úr pólitískt haldreipi hinnar nýju hreyfingar. Og handbragöið á víst að bæta efn- ið upp. Tími Jóhönnu Sigurðar- dóttur var kominn. Og hún gat hafið þann „einleik á glans- mynd" sína, sem síðan hefur staðið. Enginn skyldi þó ætla ab Jóhanna Þjóðvakans sé ab ein- hverju leyti frábrugðin Jó- hönnu Alþýðuflokksins. Né heldur að sú Jóhanna, sem nú hyggst ríba um héruð og boba fólki réttlæti, sé einhver önnur Jóhanna en sú, sem sat í ríkis- stjórn fyrir ca. þrem mánuðum og beitti sama fólk ranglæti. Enginn afturbati Það er langt í frá að Jóhanna Sigurðardóttir hafi náð pólitísk- um afturbata og hún er heldur ekki á batavegi, nema síður sé. Úrsögn hennar úr Alþýðu- flokknum fyrir liðlega þrem mánuðum breytir þar engu um, enda af óheilindum aö þeirri á- kvörðun staðið. í allt haust og þaö sem af er vetri hefur hún unnið að því aö sundra félags- hyggjuöflunum í landinu, ekki sameina þau, eins og hún vill vera láta. Og var þó síst á þá sundrungu bætandi. Og það er mikill misskilning- ur að Jóhanna Sigurbardóttir hafi lykilinn að dyrum framtíð- arinnar undir höndum. Til þess er heldur engin von. Því að úr þeim dyrum sést til sósíalism- ans úti við sólglitrandi sjón- deildarhringinn, þar sem hann bíður þess aö fólkið þori. Og þegar hin vinnandi stétt nær þangað á göngunni miklu, verð- ur loks hægt að útrýma „stétta- skiptingunni í þjóðfélaginu", fyrr ekki. En Jóhanna Sigurbardóttir hefur lyklavöld að öðrum dyr- um og er reyndar búin að opna þær upp á gátt. Frá þeim dyrum er leiöin í fyrstu hæg, hallar líka allri undan fæti, uns komiö er á leiðarenda og við blasa afréttar- lönd íhaldsins á íslandi. Þar er „hreyfingu fólksins" búin dauf- leg vist, enda fátt um fína drætti. Allir grösugu hagarnir löngu fráteknir. Því ætti félags- hyggjufólk að varast að slást í för með Jóhönnu Sigurðardótt- ur, bakaleiöin er líka öll á fót- inn. Þess utan er auövelt að fá í sig flísar úr dyrastöfunum hjá henni. Og þá er ekki að sökum að spyrja, það kemur illt í sárin. Höfundur er vitavörbur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.