Tíminn - 09.03.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.03.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 9. mars 1995 mre.—t..— wmmm 7 Vestfjarbalistinn: Pétur Bjamason verður með M Akureyri: Undirbúningur fyrir komu flotkvíarinnar hafinn Vestfjarðalistinn undir for- ystu Péturs Bjarnasonar, fræðslustjóra á ísafirði og fyrr- verandi varaþingmanns Framsóknarflokksins í kjör- dæminu, verður með listabók- stafinn M á kjörseðlinum viö alþingiskosningarnar 8. apríl n.k. Um sl. helgi var opnuð kosn- ingaskrifstofa Vestfjarðalistans að Fjarðarstræti 22 á ísafirði, þar sem helstu stefnumál listans voru kynnt. Þau miða m.a. að því að efla atvinnulífið í fjórö- ungnum, styrkja fjölþætt menningar- og listastarf, treysta og efla skólastarf, vinna að sam- göngubótum, en síðast en ekki síst að treysta byggö og búsetu á Vestfjörðum. Annað sæti á M-lista skipar Stefán Gíslason, sveitarstjóri á Hólmavík, og Konráð Eggerts- son, formaður Féíags hrefnu- veiðimanna, ísafirði, skipar þriðja sætið. Frá Þór6i Ingimarssyni, fréttaritara Tímans á Akureyri: Ákveðið hefur verið að flot- kví, sem Akureyrarbær hefur fest kaup á, verði staðsett norð- an við skemmu Slippstöðvar- innar á Akureyri. Til að koma flotkvínni fyrir noröan Nausta- tanga, en sunnan ósa Glerár, þarf miklar lagfæringar. Meðal annars er gert ráð fyrir að flytja þurfi um 155 þúsund rúm- metra af jarðvegi í burtu. Búið er að ganga frá verksamningi Rafn Ceirdal í Nuddskóla Rafns: Nuddið laðandi Rafn Geirdal, sem rekur Nuddskóla Rafns, segir al- menning vera mun meövit- aðri um nudd og gildiþess fyr- ir mannslíkamann. „Maður tekur eftir því hvað almenn- ingur er sólginn í að kynna sér nudd. T.d. hafa bækur um nudd, sem seldar hafa verið hér á landi, veriö keyptar í miklu magni og mikið lesn- ar," segir Rafn Geirdal. Hann segist þekkja fjölda fólks sem hafi keypt slíkar bækur og hafi reynt nudd. Þá megi merkja gríðarlegan áhuga á að sækja námskeið og ætla megi að þrjú til fimm þúsund hafi sótt nudd- námskeið á undanförnum árum. „Ef við tökum tölur yfir þá, sem fara í nudd á hverju ári, og miðum bara við þá sem em skráðir í Nuddskóla Rafns, þ.e. þá sem koma hingað í skólann eða nemendur sem senda skýrslu- blöð, þá eru það á bilinu 10-20 þúsund nudd á ári. Ef viö bætum við nuddurum almennt, svæða- nuddurum og sjúkraþjálfurum, þá má ætla að nuddin séu orðin á bilinu 50-100 þúsund á ári, sem er mjög mikið miðaö við lítið þjóðfélag." Rafn segir að þetta megi rekja til þeirrar þróunar, að búið sé að gera nuddið miklu meira aðlað- andi fyrir almenning og um leið hafi átt sér stað mikil heilsurækt- arbylgja, sem hefur gert það að verkum að nuddið er orðið jafn vinsælt og raun ber vitni. Á undanförnum ámm hefur það færst í aukana að nuddið hafi verið tengt andlegum og jafnvel dulrænum efnum. Rafn Geirdal segir að líklega hafi þriðj- ungur af nuddstéttinni mikinn áhuga á dulrænum eða andleg- um málefnum, sérstaklega að- ferð eins og heilun. „Þetta kemur til af því að þegar verið er að nudda einstaklinga, þá finna þeir oft hita frá höndum. Reyndar finna nuddþegar oft þennan hita og þessi aukahiti gerir gott um betur í að bæta heilsuna. Af því að bæði nuddarar og nuddþegar finna þetta það skýrt, þá hefur þróast ákveðin þekídng í tengsl- um við þetta, sem hefur síðan spunniö utan á sig. Síðan þessi andlega vakning fór að festa sig í sessi í þjóöfélaginu á undanförn- um ámm, hafa margir nuddarar farið út í að læra heilun," segir Rafn. Hann segir að einnig megi finna önnur tengsi á milli nudds- ins og andlegra málefna, en það er komið frá áhuga manna á að oröið meira aö- fyrir almenning í þjónustu, þar sem hægt er að miöa við að andleg heilsa nudd- þegans sé bætt jafnt og hin lík- amlega. Einstaklingnum líði því mun betur fyrir bragðiö. í Nuddskóla Rafns Geirdal er kennt klassískt nudd, slökunar- nudd, íþróttanudd, heildrænt nudd og nudd við vöðvaspennu, auk kynningar á svæðanuddi og siatsu, sem er japanskt þrýsti- nudd. Aö sögn Rafns er mestur áhugi fyrir blöndu af klassísku nuddi og slökunarnuddi. Á eftir því megi telja til nudd við vöðva- spennu og þar á eftir komi áhugi á alls kyns punktaaðferðum, bæði vestrænum og austrænum. Rafn segir aðsóknina hafa ver- ið nokkuð góða og jafna. Eftir góða byrjun fyrsm tvö árin hafi komið kafli þar sem aðsókn dvín- aði, en síðusm árin hafi hún ver- ið upp á við á ný og hefur að sögn Rafns verið í nokkuö góöu jafnvægi. Rafn Geirdal aö störfum. finna skýringar á þeirri lífsorku, sem streymir fram úr höndum, og því hafi margir farið út í að kynna sér ámr og áruteikningar. „Síðan, til að fá skýrari lífeðlis- fræðilegar sannanir, hafa mikil og góð svör komið frá manni sem kom til landsins fyrir nokkm, Harry Oldfield. Hann er breskur lífeðlisfræðingur og hef- ur verið að kynna alls kyns sann- anir í sambandi viö heilun." Rafn segir að ef nuddari finnur fyrir því aö nuddþegi nái að slaka vel á, þá styrkjast áhrif nuddsins til mikilla muna og því hafi nuddarar farið að skoða þau mál meira. Margir þeirra hafi kynnt sér öndunaræfingar, hugleiðslu og jógaleikfimi og því hafi bilið á milli nuddsins annars vegar og andlegra fræða hins vegar minnkað og færi enn minnk- andi. Árangur af þessari blöndun nuddsins og andlegra mála hefur að sögn Rafns leitt til meiri gæöa varðandi jarðvegsflutningana og mun fyrirtækiö Suðurverk hf. annast þær framkvæmdir. Einnig hefur verið leitað eftir tilboðum í það verkefni að flytja flotkvína frá Litháen til Akureyrar, og hefur verið haft samband við ýmsa aðila sem sérhæfa sig í slíkum flutning- um. Gert er ráð fyrir að tilboð í flutningana muni berast fyrir miðjan þennan mánuð, þann- ig að unnt verði að opna þau innan tveggja vikna og taka í framhaldi af því ákvöröun um flutningsaðila, en gert er ráð fyrir að flotkvíin veröi tilbúin til afhendingar í næsta mán- uði. Ljóst er aö vinna verður hratt ab undirbúningi komu kvíarinnar, því samkvæmt áætlunum á hún að vera kom- in til Akureyrar í maímánuði. Framkvœmdastjórn Sjúkralibafélags íslands hvetur til samstöbu meb hjukrunarfrcebingum: Sjúkralibar styðja hjúkr- unarfræöinga Framkvæmdastjórn Sjúkra- liðafélags íslands mótmælir harðlega einhliða ákvörðun fjármálaráðherra og stjóma sjúkrahúsa utan Reykjavíkur, að segja hjúkrunarfræðingum upp störfum í þeim tilgangi að rýra ráöningarkjör þeirra. Stjórnin mótmælir því ab þessi deila verði leyst með nið- urskurði á tekjum annarra starfsmanna heilbrigðisþjónust- unnar, eða látin bitna á þjón- ustu við sjúka. Þess er jafnframt krafist að verði deilan leyst með samkomulagi um staðarupp- bætur, komi til viðbótarframlag úr ríkissjóði til greiðslu þeirra. í ályktun fundar fram- kvæmdastjórnar er lýst yfir full- um stuðningi við þá ákvörðun hjúkrunarfræðinga ab endur- nýja ekki ráðningarsamninga sína, auk þess sem stjórnin beinir því til félagsmanna að styðja hjúkrunarfræðinga í bar- áttu þeirra fyrir bættum kjörum. Minnt er á þá óskráðu reglu launafólks, að enginn gengur í annars verk í kjaradeilu, og skorað á sjúkraliba að sýna sam- stöðu stéttanna í verki og virða starfssviö hjúkrunarfræðinga. Félagsmálaráb Reykjavíkurborgar: Úthlutar um 33 milljónum Borearráð hefur sambvkkt til- milliónum króna. sá hæsti n Borgarráö hefur samþykkt til- milljónum króna, sá hæsti níu lögu félagsmálaráðs borgarinn- milljónir sem úthlutað var til ar um úthlutun styrkja til ým- Samtaka um kvennaathvarf. issa félagasamtaka í borginni. Listinn er að öðru leyti sem hér Alls nema styrkirnir um 33 segir: Mæðrastyrksnefnd ......................................1.500.000 Krabbameinsfélag Reykjavíkur.............................900.000 Félagasamtökin Vernd ..................................2.200.000 Gigtarfélag íslands ..........................'..........570.000 Bandalag kvenna í Reykjavík..............................180.000 Samhjálp hvítasunnumanna ..............................3.200.000 Samtök um kvennaathvarf ...............................9.000.000 Geöhjálp...............................................1.096.000 Félag einstæðra foreldra...............................2.500.000 Félag heyrnarlausra...............!.....................600.000 Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið.................1.300.000 Kvennaráögjöfin .........................................500.000 Samtökin 78 .............................................360.000 Blindrafélagið.........................................2.500.000 Stígamót...............................................3.000.000 Nýdögun .................................................200.000 Foreldrafélag misþroska barna............................250.000 Hjálpræðisherinn...................... ................. 150.000 Foreldrasamtökin Vímulaus æska...........................250.000 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna....................100.000 Alnæmissamtökin á íslandi ............................. 200.000 Hópurinn, Samtök maka þolenda kynferðislegs ofbeldis ....200.000 Félagið, réttindafélag samkyn- og tvíkynhneigöra.........100.000 Miðstöð fólks í atvinnuleit .............................500.000 Stráið ..................................................100.000 HL-stöbin, endurhæfingarstöö hjarta- og lungnasjúklinga ...1.000.000 MND-félag íslands .......................................100.000 Daufblindrafélag íslands.................................100.000 Þroskahjálp...........................................,.300.000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.