Tíminn - 09.03.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.03.1995, Blaðsíða 1
SIMI 631600 79. árgangur Samkomulag nábist ekki um takmörkun á birt- ingu auglýsinga stjórn- málaflokkanna fyrir komandi kosningar: Alþýðuflokk- urinn rauf samstöðuna Fulltrúar stjórnmálaflokka, sem eru í framboói til alþing- iskosninga, reyndu ab ná samkomulagi um þab hvern- ig auglýsingamálum yröi háttað fyrir komandi kosn- ingar. Um þetta nábist ekki samstaöa og var það Alþýðu- flokkurinn sem klauf sig út úr viðræðunum. Siguröur Tóm- as Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Alþýbuflokks- ins, segir að flokkurinn hafi verib reibubúinn til sam- starfs, en hafi ekki getað sætt sig vib þær takmarkanir sem gert var ráð fyrir að yrbu í samkomulaginu. í fyrirhuguðu samkomulagi var gert ráð fyrir að engar leikn- ar auglýsingar yrðu í sjónvarpi, en hins vegar yröu skjáauglýs- ingar leyfðar. Gert var ráð fyrir að þess utan yröi settur kvóti á birtingar á auglýsingum í dag- blööum og var þá talaö um aug- lýsingamagn sem næmi 15 tieilsíðum á hvern flokk. Samkvæmt heimildum Tím- ans eru flokkarnir misvel í stakk búnir til að mæta kostnaði við komandi auglýsingaherferð. Heimildir herma að t.d. Sjálf- stæðisflokkurinn hafi eytt miklu fé til sveitarstjórnakosn- inga á síðasta ári og því haldi menn dálítið aö sér höndum, , enn sem komið er. Sigurður Tómas segir Alþýðu- flokkinn vera betur á sig kom- inn fjárhagslega en oft áöur og að áætlanir þeirra gangi út á það að greiða niður kostnaðinn á þeim fjómm árum sem aö jafnaði líða á milli kosninga. ■ Akureyri: Tvennt slas- ast í tveimur slysum Maður lenti á milli vörubíls og lyftara á Oddeyrarbryggju á Ak- ureyri í gærmorgun og var flutt- ur á sjúkrahúsið á Akureyri. Tal- iö var að maðurinn hefði fót- brotnað. Óhappið atvikaðist þannig að maðurinn stóð á stígbretti á vörubifreiðinni, þegar lyftaranum var ekið með- fram bifreiðinni of nálægt, með fyrrgreindum afleiðingum. Seinni part dags í gær varð annað óhapp á Hamarstíg þar sem vörubifreið átti í hlut. Kona lenti þar undir bifreiö- inni, þar sem verið var að moka snjó af götunni. Þegar vörubif- reiðin ók af stað gekk konan í veg fyrir hana og lenti undir henni. Konan var ekki mikib slösub, kvartaöi undan eymsl- um í mjöbm, en var þó flutt á sjúkrahús meb sjúkrabifreið. ■ STOFNAÐUR 1917 Brautarholti 1 Fimmtudagur 9. mars 1995 47. tölublað 1995 Fulltrúar námsmanna Tímamynd CS afhjúpubu ígær 700 kílóa grjóthnullung sem komib var fyrir á Austurvelli meb áletruninni „Menntun er Hornsteinninn" og er œtlunin ab láta steininn standa þar fram yfir alþingiskosningar. Dagur Eggertsson formabur Stúdentarábs segir ab hugmyndin sé ab fá stjórnmálamenn til ab meitla för sín í steininn til ab minna þá á mikilvœgi menntamála, en talib er ab allt ab 20 þúsund náms- menn séu á kjörskrá. Auk þess munu námsmenn standa fyrir fundum og öbrum „óspektum" til ab minna á þennan málaflokk, jafnframt þvísem skorab verbur á kjósendur ab kjósa um menntamál. En þab hefur farib nokkub í taugarnar á námsmönnum meint þagnarbandalag um samrœmda stefnu stjórnmálaflokka í menntamálum sem oft hefur leitt til þess ab engin átök hafa veríb um menntamálin — meb þeim afleibingum ab þeim er gjarnan ýtt út í horn vegna annarra og brýnni málefna. íbúöarhús í snjóflóöahœttu á noröanveröum Vestfjöröum eru þau glœsi- legustu sem þar hafa veriö byggö og veröa trauöla rifín. ísafjöröur: Verða líklega seld sem sumarhús Arnar Geir Hinriksson hdl. og fasteignasali á ísafiröi segir ab menn sjái þaö nokkurn veginn í hendi sér ab íbúbar- hús á snjóflóbahættusvæð- um, sem ríkissjóbur kann ab kaupa, veröi síðan seld á al- mennum markaöi sem sum- arbústaðir. Þar með opnast möguleikar fyrir brottflutta Vestfirbinga og aðra þá sem hafa áhuga að dvelja þar vestra yfir sumartímann, ab gera góö kaup á fyrsta flokks einbýlishúsum. Hann segist ekki geta ímynd- að sér að þessi hús verbi rifinn, því mörg þeirra séu þau glæsi- legustu sem byggð hafa verið, t.d. við Ólafstún á Flateyri. Svip- aöa sögu er að segja af þeim húsum sem íbúar í Hnífsdal hafa þurft að rýma hvab eftir annað í vetur. En þessi íbúðar- hús em flest hver byggb eftir 1980. Aftur á móti sé nokkuð ljóst að þessi hús munu seljast ódýrt og vel fyrir neðan kostn- aðarverð. Arnar segir að eigendur þess- ara húsa hafi ekki verið að koma með þau á söluskrá, enda seljast þau ekki einu sinni á matsverði. Hinsvegar sé enn óljóst hvert framhaldið verður í málefnum þeirra sem eiga fasteignir á þess- um hættusvæðum. Ekki er gert ráb fyrir því að ríkisstjórnin muni taka ákvörðun um húsa- kaup fyrr en sveitarfélögin á viðkomandi svæðum hafa lagt fram tillögur um nýtt skipulag fyrir íbúðabyggð á öruggum svæðum. Hann segir ab menn geti ekki ætlast til þess ab íbúar þessara húsa búi í þeim næsta vetur, eftir það sem á undan er gengiö. Þrátt fyrir afar erfiðan vetur þar vestra hefur fasteignasala á Isafirði verið með eðlilegu móti ab sögn Arnars. Hann segir að á síðustu tíu árum hafi ekkert fjöl- býlishús verið byggt á isafirbi í frjálsa kerfinu heldur nær ein- göngu í félagslega íbúðakerfinu. Þá sé lítið um þaö að menn ráð- ist í byggingu nýrra einbýlis- húsa. Hann segir að fasteignasalan á ísafirði einkennist töluvert af því að eldra fólk sé að minnka við sig og flytji úr efri byggðun- um, innan úr firði og á sína gömlu staði niður á eyri. Hann telur jafnframt að þab séu fá byggðarlög í landinu þar sem jafn mikil hreyfing er á fólki til og frá bænum. Sem dæmi þá nefndir Arnar ab aðkomufólk sem fluttist til bæjarins fyrir 15- 20 ámm sé ab flytja suður á eft- ir börnunum sínum á háskóla- aldri og öfugt. Þá sé fasteigna- verð á Isafirði nokkuð hátt, þoli vel samanburð við höfuöborg- arsvæðið og sé hærra en í Kefla- vík og á Akureyri. Hinsvegar hallar töluvert á þegar um er að ræða sölu fasteigna í Bolungar- vík, á Suðureyri og Flateyri. ■ Samstarfsnefnd sjó- manna og útvegs- manna. Sjávarútvegs- ráöherra: Ekki tímabært að fella dóm Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segist ekki vilja leggja neinn dóm á niðurstöbur Sam- starfsnefndar sjómanna og út- vegsmanna. Hann segir að menn verði að bíða meb ab meta árang- ur af starfi nefndarinnar þangab tíl lögin um bana renna út úm næstu áramó.t. Ráðherra segir að samkvæmt lög- unum hafi nefndin algjört sjálf- stæði í sínum niöurstöðum og því sé ráðuneytinu með öllu óheimilt að hlutast til um þær. Auk þess sé það alfarið komiö undir sjómönn- um og útvegsmönnum hvernig þessum málum verður fyrirkomið eftir gildistíma laganna. En eins og kunnugt er þá hefur Helgi Laxdal formaður Vélstjórafé- lagsins islands fullyrt m.a. að bar- áttan gegn meintu kvótabraski og þátttöku sjómanna í kvótakaupum útgerða sé í nákvæmlega sömu sporum og hún var áður en sjó- menn á fiskiskipaflotanum gripu til verkfallsaögerða í ársbyrjun í fyrra. Þetta sagði Helgi eftir að oddamað- ur Samstarfsnefndarinnar og tveir fulltrúar útvegsmanna í nefndinni sögðu ekkert óeðlilegt við síldar- verð til áhafnar á Hólmaborginni sl. haust, öndvert viö sjónarmib sjómanna. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.