Tíminn - 09.03.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.03.1995, Blaðsíða 8
8 Vtntftm Fimmtudagur 9. mars 1995 Fyrrverandi for- stjóri leyniþjón- ustu írakshers segir írak enn eiga birgöir sýklavopna, eld- flaugar sem draga mörg hundruö kíló- metra og palla til oð skjóta þeim af Wafiq al-Samarra'i er maður nefndur, írask- ur hershöföingi og um margra ára skeið æðsti mað- ur njósnaþjónustu írakshers. Þar með var hann einn þeirra sem næst gengu Saddam forseta Hussein að völdum í því ríki. En í nóvember s.l. flýði hann til íraska Kúrdistans, sem nú hefur einskonar sjálfstæði. Samarra'i er sagður háttsettastur þeirra ír- aka sem til þessa hafa flúið land undan Saddam. Rökstutt almannamál er að hryllingurinn í stjórnarfari íraks sé með mesta móti eftir því sem gerist og gerst hefur. Ástæða er til að ætla aö Samarra'i, svo háttsettur sem hann var, hafi lagt eitthvað af mörkum til þess stjórnarfars, annars hefði hon- um vart orðiö svo mikils frama auðið. Eftir flóttann á náðir Kúrda kom hann sér í sambönd við CIA, bandarísku leyniþjón- ustuna, erindreka Sameinuðu þjóöanna og vestræna fjöl- miöla. 200 miltisbrands- sprengjur Við þessa aðila hefur hers- höfðinginn flúni verið greiöur í svörum og þótt eðlilegt sé að spurningar vakni um sannsögli hans, er víst að viðmælendur hans leggja trúnað á flest sem hann segir þeim. Og þeim finnst margt af því ærnum tíð- indum sæta. Samarra'i fullyrðir m.a. að ír- ak eigi enn um 200 sýkla- sprengjur, ætlaöar til að valda miltisbrandi, a.m.k. 80 Scud- eldflaugar og eina 10 færanlega skotpalla fyrir þær. Þetta hafi írökum tekist að fela fyrir njósnahnöttum Vesturlanda og eftirlitsmönnum S.þ., skotpall- ana með því að færa þá stöðugt frá einni byggingu til annarrar. Miltisbrandssprengjurnar em að sögn hershöfðingjans faldar í jörðu skammt frá Tikrit, norðar- lega í landi viö fljótið Tígris. Þaöan er Saddam ættaöur og treystir best fólki þaðan, helst því sem honum er skylt. Scud- flaugar íraka em sumar taldar draga 600-700 kílómetra. Eftirlitsmenn frá S.þ. halda því fram fyrir sitt leyti að írak ráði enn yfir tækni til að fram- leiða meira af sýklavopnum. Að sögn Samarra'i hefur það að vísu tækni til að framleiða kjarnavopn, en vantar til þess efni og þar er engin kjarna- sprengja falin, að sögn hers- höfbingja þessa. Miltisbrandur er sjúkdómur sem þekktastur er að því að leggjast á nautgripi, en menn geta sýkst af honum gegnum öndunarfærin. Vib miltis- brandssýkingu fyllast lungun af eitruðum vökva sem veldur lömun og dauða innan fjögurra daga. Að nota sjúkdóm þennan sem vopn í stríbi mun fyrst hafa komið til álita í síöari heims- styrjöld, en þá framkvæmdu Bretar og Bandaríkjamenn rannsóknir meb hliösjón af þeim möguleika. Mestu mistökin írak hafði að sögn Samarra'i efna- og sýklavopn til reibu í stríðinu út af Kúveit („Flóabar- daga"), en hann segir Saddam ekki hafa þorað að grípa til þeirra, af ótta við að þá myndu Bandaríkjamenn tortíma ríki hans með kjarnavopnum. Sadd- am muni þó hafa ætlaö að beita miltisbrandssprengjum ef óvin- ir hans hefbu fylgt eftir sigri sín- um algerum í landormstunni um Kúveit með því að hertaka írak. Það geröu andstæöingar ír- aks ekki, líklega helst af því að þeir töldu íraska sjíta, sem þeir álitu að hallir væm undir íran, líklegasta til ab ná völdum í ír- ak, ef Saddam yrði steypt. Eftirlitsmenn S.þ., sem í fjög- ur ár hafa reynt ab fylgjast meö hermálum íraks, hafa undanfar- ib hrósað Saddam og kallað hann samvinnuþýðan við að eyba gereybingarvopnum íraks og möguleikum þess á að fram- leiða slík vopn. Horfur vom því til skamms tíma á því að við- skiptabanninu á írak yrbi aflétt ab meira eba minna leyti. Frakk- ar og Rússar hafa verib þess hvetjandi. En þaö, sem haft er eftir Samarra'i, gæti breytt því öllu, Saddam í óhag. Samarra'i lýsir Saddam, sem hann ætti ab þekkja sæmilega Samarra'i: flýbi á nábir Kúrda. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON eftir margra ára náið samstarf þeirra, svo ab hann lifi mikib til í draumaheimi. Innrásin í Kú- veit hafi í hans augum verið upphaf ab sigurför meb þab fyr- ir augum ab gera írak að arab- ísku stórveldi. í framhaldi af hertöku Kúveits hafi átt að her- taka olíulindir Saúdi-Arabíu, sem eru flestar á strandsvæði hennar að Persaflóa, suöur af Kúveit. Hussein Kamil, tengda- sonur Saddams, hafi sagt að mestu mistök íraka í því stríði hafi verið að halda ekki sókn- inni viðstöðulaust áfram suður, eftir ab Kúveit hafði verið her- tekið. Treystir aöeins tveimur alveg En Samarra'i segir Saddam hafa gert sér vonir um, að meb því ab hafa vestrænt fólk í írak í gíslingu gæti hann neytt óvini sína til eftirgjafar. Kallar hershöfðinginn það dæmi um „mibaldalegt hugarfar" Sadd- ams, en hvab sem því líður er ekki víst að þesskonar hernað- araðferðir séu með öllu fráleit- ar í augum sumra múslíma. Sa- marra’i segir ennfremur að Saddam hafi, eftir ab vestrænn her var kominn til Saúdi-Arab- íu, fyrirskipab her sínum að taka til fanga um 5000 banda- ríska og breska hermenn, sem skyldu bundnir framan á skrið- dreka er haföir yröu í farar- broddi sóknar inn í Saúdi-Ar- abíu. Hafi Saddam trúað því staðfastlega að það dygði til þess ab Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra létu skrið- drekana óáreitta. En úr þessu hafi ekkert orðið, þar eð Irakar tóku ekki nema sárafáa stríðs- fanga. Að sögn Samarra'i er Saddam nú svo tortrygginn orðinn að hann treystir engum fullkom- lega nema áðurnefndum Kamil og Qusai, uppáhaldssyni sín- um. Sé til marks um það ab þeir einir manna megi hafa á sér skammbyssur í návist hans. í innsta hringnum í kringum Saddam séu nú 25 menn, allir nánir frændur hans og vensla- menn eða vinir hans frá Tikrit. Samarra’i segist hafa komist í ónáb hjá Saddam fyrir að hafa sagt við hann að ósigur íraks í Flóabardaga væri einn af mestu hernaðarósigrum sögunnar. Miðað við það sem af Saddam er sagt, kann að virbast ótrú- legt ab þessi leyniþjónustu- stjóri hans hafi gerst svo djarf- ur. Samarra'i hefur m.a. sagt svo frá, að eitt sinn meðan Flóabardagi stób yfir hafi Sadd- am kallaö fyrir sig fimm hátt- setta herforingja, sem höfðu talið óráðlegt af írökum að leggja til landorrustu um Kú- veit, og skotið þá alla sjálfur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.