Tíminn - 11.03.1995, Qupperneq 8

Tíminn - 11.03.1995, Qupperneq 8
8 Wimmu Laugardagur 11. mars 1995 Passíusálmamir í nýrri danskri þýðingu Nú um nokkurra ára skeiö hefur staðið fyrir dyrum aö gefa út Passíu- sálmana á dönsku í þýðingu séra Björns Sigurbjörnssonar, sóknar- prests í Lyngby. Er nú prentun þeirra lokið og komu þeir út 6. mars s.l. Þýðing þessi hefur fengið afar góða dóma danskra bókmennta- fræðinga og sálmafræðinga og þyk- ir ná einkar vel einfaldleika og tær- leika frumtextans, dýpt hans og myndauðgi máls. Danskt útgáfufyr- irtæki, ANIS forlag í Kaupmanna- höfn, er aðili aö útgáfunni og ann- ast dreifingu hennar í Danmörku. Hib íslenska Biblíufélag er dreifing- Fréttir af bókum araðili bókarinnar hér á landi. Passíusálmarnir hafa verib þýddir á fjölmörg tungumál. Hluti þeirra kom út á ensku og í kínverskri þýb- ingu snemma á öldinni. Um 1930 kom út dönsk þýðing séra Þórðar Tómassonar. Hallgrímskirkja í Reykjavík hefur jafnan álitið eitt hlutverk sitt að heiðra minningu Passíusálma- skáldsins og kynna lífsverk hans og áhrif nýjum kynslóðum og öðrum þjóðum. í því skyni stóð söfnuður- inn fyrir útgáfu á Passíusálmunum á ensku í þýðingu Arthurs Gook, sem komu út árib 1966 o£ hafa þeir verið endurprentaöir. Arið 1974 kom út þýsk þýðing sálmanna, þýð- andi var Wilhelm Klose, og sama ár ungversk þýðing dr. Lajos Ordass, biskups. Nokkru síðar átti Hall- grímskirkja þátt í útgáfu Lunde for- lags í Ósló á nýnorskri þýðingu ís- landsvinarins séra Haralds Hope. Þessar útgáfur hafa farið víba og þykja góð kynning á einhverri dýr- ustu perlu íslenskrar menningar. Bókaútgáfa á vegum Viö- eyjar eftir 150 ára hlé Út er komin, á vegum Viðeyjar, bókin Viðeyjarprent. Þetta er skrá yfir þau rit, sem prentuð voru í Viðey, en eina prentsmiðjan í landinu var þar á árunum 1819- 1844. Það er Böbvar Kvaran, sem hef- ur tekið skrána saman og skrifar einnig vandaban inngang um sögu prentverksins, sem var fyrst í Hrappsey, en síban ab Leirár- görbum, Beitistöbum og loks í Vibey, en var flutt þaban til Reykjavíkur. Kápumynd er eftir Jóhannes Long. Fleiri myndir prýba bók- ina, m.a. af titilblöbum nokkurra Vibeyjarrita. Kolbrún Sveinsdótt- ir hannabi bókina, sem er ab öbru leyti unnin í Steindórs- prenti-Gutenberg hf. Hib íslenska bókmenntafélag annast dreif- ingu. Sr. Þórir Stephensen, stabar- haldari í Vibey, skrifar formála. Hann segir þar, ab þess sé vænst, ab framhald geti orbib á bókaút- gáfu á vegum Vibeyjar. Því sé bók þessi hugsub sem fyrsta bindi rit- rabar, er nefnist Vibeyjarrit. ■ Siöfræbin og umhverfiö Fyrir skömmu gaf Rannsóknar- stofnun Kennaraháskóla íslands út ritib Um siðfrceði sem grund- völl umhverfismenntnnar eftir Brynhildi Sigurðardóttur og Sig- ríbi Ólafsdóttur. Á bókarkápu segir: „Efni þessa rits er nýstárlegt og varbar þró- un umhverfismenntunar. Höf- undar reifa umhverfisvandann og greina frá kenningum um viðhorf mannsins til náttúr- unnar á ýmsum tímum. Ab því búnu víkja þeir ab stöbu um- hverfismenntunar í íslenskum skólum og leiba rök ab því ab sibfræbileg umfjöllun eigi að bera uppi umhverfisfræbslu. Þeir gera grein fyrir þróun um- hverfissibfræbi og vísa á nýjar leibir á þessu kennslusvibi. Ritib er því framlag til umræbu, sem nú er ab vakna, um sibfræbi og umhverfismenntun og sjálfsagt lesefni fyrir alla sem stunda kennaranám, fást vib kennslu eba tengjast umhverfismálum." Rit þetta er ab stofni til B.Ed.- ritgerb höfunda við Kennarahá- skóla íslands, en höfundar hlutu viburkenningu Minning- arsjóbs Ásgeirs S. Björnssonar fyrir lokaritgerð til B.Ed.-prófs frá Kennaraháskólanum vorib 1994. Bókin er 60 bls. og fæst hjá Bóksölu kennaranema, Bóksölu stúdenta, í stærri bókaverslun- um og hjá Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla íslands (s. 633827). Leena Lander. Ógnvænleg reynsla Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Heimili dökku fiðrildanna eftir finnsku skáldkonuna Leenu Lander. Bókin er kynnt svo á kápu- baki: „Nóttin er stund hins illa, þá þrífst það líf á Eynni sem ekki þolir dagsljósib: pyntingar eiga sér stað í svefn- sal drengj- anna; elskend- ur eiga for- bobna fundi; lítið barn gengur í svefni nibur að sjó; morb er framið. Allt á þetta sér stab ab næturlagi á Eynni þar sem drengirnir vinna eins og þrælar meban dagsins nýtur. En hvers vegna verba vængir fibrildanna ekki hvítir, heldur dökkir, þegar þau skríba úr púpum sínum? Juhani Johansson, verkfræb- ingur, stendur á tímamótum í lífinu, sem krefjast þess ab hann líti yfir ævi sína. Frá 9 ára aldri og fram á unglingsár dvaldist Juhani á upptöku- heimili fyrir drengi þar sem forstöðumaðurinn, herra Sebaót, stjórnaði drengjunum eins og sannur herstjóri. Árin á Eynni geyma ógnvænlega reynslu sem markar Juhani fyrir lífstíb, en einnig hafa umsvif forstöðumannsins — og drengjanna undir hans stjórn — ófyrirséð áhrif á fólk- ið á Eynni og umhverfið sem ekki verba aftur tekin." Leena Lander (f. 1955) er cand. mag. í finnsku og bók- menntum. Heimili dökku fiðr- ildanna er sjöunda skáldsaga hennar og hefur vakið mikla athygli. Sagan hlaut Kalevi Jantti-verð- launin, en þab em verblaun sem veitt eru fyr- ir besta verk ungs höfundar; hún hlaut verðlaun finnskra útgefenda og var tilnefnd til Finlandia-verblaunanna, helstu bókmenntaverðlauna Finnlands. Hún var síban til- nefnd til Bókmenntaverb- launa Norðurlandaráðs 1993. Eftir bókinni hefur verib gerb leikgerb, sem frumsýnd verbur í Borgarleikhúsinu 4. mars. Bandarískt kvikmyndafyrir- tæki hefur keypt kvikmynda- réttinn. Heimili dökku fiðrildanna er 252 blaðsíbur, prentub í Prent- smiðjunni Odda hf. Hún er seld sem Bók mánaðarins í mars og kostar 1.385 kr., en frá 1. apríl kostar hún 1.980 kr. Hjörtur Pálsson þýddi úr finnsku. ■ Fréttir af bókum / „0 þvílíkt líf sem eiginmanna bíöur" Freyvangsleikhúsib sýnir: Kvennaskólaæv- Intýriö. Höfundur: Böbvar Cubmundsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Höfundar tón- listar: Eirfkur Bóasson, Carbar Karlsson og jóhann Jóhannsson. Leikstjóri: Helga E. jónsdóttir. Hljómsveitarstjórn: Reynir Schiöth. Leikhús hefur verib starfrækt í Freyvangi í einni eba annarri mynd frá árinu 1957. Frá árinu 1962, þegar Leikfélag Öngulsstaba- hrepps var stofnab, hefur ekki orb- ib hlé á, ef frá er talib alllangt „sjónvarpshlé" frá 1968 og fram á 8. áratuginn. Þab hefur verib dæmalaus kraftur í starfseminni og svo virbist sem lítil breyting hafi orbib á þennan veturinn. Kvennaskólaævintýrib segir sögu Kvennaskólans á Laugalandi. Þab hafa reyndar verib tveir kvennaskólar á Laugalandi. Sá fyrri var stofnabur árib 1877 og starfabi hann til ársins 1907. Tæpum þrjá- tíu árum síbar, árib 1937, var vígb- ur sá skóli sem segir frá í leikritinu. Stiklab er á stóm í sögu þessara skóla í leikskránni og fróblegt ab sjá ab svipub rök lutu ab stofnun þeirra beggja. Rábamenn sáu fyrir sér breytta og bætta háttu á heimil- um sínum; tilgangurinn var því fyrst og fremst að gera stúlkumar, sem skólann sóttu, ab betri hús- mæbmm. í Kvennaskólaævintýrinu segir frá stofnun skólans, mannarábn- ingum og einum vetri í starfi hans, frá Grímu forstöbukonu, Fríbu hannyrðakennara og Hrönn ræst- ingakennara. Þá segir af séra Eiríki, sem les stúlkunum gubsorðib og fræbir um alvöru lífsins, og þeim Gísla og Helga sem ásamt prestin- um gangast fyrir um stofnun skól- ans eftir eindreginn þrýsting eigin- kvenna sinna, þeirra Jóm og Þóm. Stúlkurnar, sem skólann sækja, em úr ýmsum áttum og af ólíku tagi. Þær koma beint af síldinni, úr sveitinni eða svo fínar úr bænum ab þær eiga amerísk náttföt og allt. Vib skólann lobir strákastób og þeir em líka úr ýmsum átmm og af ýmsu tagi. Þab em aballega tvö gengi þeirra sem takast á. Annars vegar strákarnir úr sveitinni, sem em heldur luralegir en státa þó af jeppa eða hesti einn og einn. Hins vegar strákamir úr bænum, frá Ak- ureyri, sem em heldur flottir og drjúgir töffarar að eigin áliti. Þeir fínustu em samt úr M.A., svo fínir ab þeim er haldib alveg sérstakt ball. Leikritib er brábfyndib, en ab LEIKHUS ÞÓRGNÝR DÝRFjÖRÐ því er best verbur séb af frásögnum annarra, furbu raunsönn lýsing á því sem átti sér stað á þessum ár- um. Leikmyndin er einföld, enda svibib ekki stórt. Hún þjónar sín- um tilgangi og flóknir hlutir eins og borbhald allra stúlknanna leyst snyrtilega meb stómm dúk sem þær halda á milli sín. Fleira er í þessum dúr. Skiptingar gengu heldur treglega á stundum í fyrri hluta sýningarinnar, sem hægbi nokkub á ganginum. Eftir hlé var rífandi gangur. Lýsingin er vel unnin og þab glittir meira ab segja í skólahúsib í bakgmnni. Leikarahópurinn er gríbarstór, en vel yfir 30 leikarar stíga á svib í Freyvangi. Þar er fólk af ólíkum gerbum, á misjöfnum aldri og meb mjög mismikla reynslu. Jafn leikur er hins vegar samkenni hópsins. Það er enginn sem sker sig úr fyrir sakir óöryggis eða hiks, þó ab e.t.v. megi glöggt sjá að sumir em reynd- ari en abrir. Þab em þau Hjördís Pálmadóttir í hlutverki Grímu for- stöbukonu, Þuríbur Schiöth í hlut- verki hannyrbakennarans, Sigríbur Bjarnadóttir í hlutverki ræstinga- kennarans, Stefán Gunnlaugsson í hlutverki Gísla bónda, Jónsteinn Abalsteinsson í hlutverki Helga bónda og Hannes Blandon í hlut- verki séra Eiríks sem halda eins- konar ramma utan um sýninguna og þau skila sínu meb sóma. Þau leika oftast í libum, ef svo má segja, þeir þrír saman og þær þrjár saman. Þau eiga frábæra spretti, ekki síst þeir Gísli, Eiríkur og Helgi. Þær Anna Helgadóttir og Emilía Sverrisdóttir leika eiginkonur þeirra Gísla og Helga og ferst þab vel úr hendi. Þab em samt sem ábur stúlkurn- ar og strákarnir sem halda lengst af uppi fjörinu, eins og vib er ab bú- ast í verki um kvennaskóla. Og þab gera þau svo um munar. Sýningin er lifandi og skemmtileg í leik þeirra, þau em hvert öbm betra og ekki til neins ab nefna einn frekar en annan, best er ab verba sjálfur vitni ab því. Þau em fjöbur í hatti Helgu E. Jónsdóttur leikstjóra, frammistaba þeirra lýsir ekki síst miklum hæfileikum hennar. Lögin í sýningunni em skemmtileg, gríp- andi og vel flutt í flestum tilfellum. „Hvab gagnar þab ab eiga úrvals- jeppa" er, svo dæmi sé nefnt, 'ein- falt lag meb einföldum boðskap og senan, sem fylgir því, hreint dæmalaust fyndin. Áhugafólk um Kvennaskólann og áhugafólk um gamanleikrit meb rífandi stemmn- ingu ætti ab fara í Freyvangsleik- húsib. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.