Tíminn - 11.03.1995, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.03.1995, Blaðsíða 17
17 Laugardagur 11. mars 1995 Urnsjón: Birgir Cubmundsson IVIeð sínu netl Svo viröist sem Bubbi Morthens sé ókrýnd hetja lesenda þessa þáttar. Að minnsta kosti önnur hver ósk, sem berst, er um lag eftir hann. Mörg lög Bubba hafa verið í þessum þætti í gegnum tíðina og verður orðið viö fjölda áskorana um að hafa enn eitt slíkt í þættinum. Rétt er að benda á, að gefnu tilefni, að lög með hljómsveitinni „Nirvana" falla varla inn í ramma þessa þáttar, sem einbeitir sér að íslenskum lögum. Lag þáttarins að þessu sinni er tekið af plötu Bubba, „Lífið er ljúft", og heitir Leiðin til San Diego. Góða söngskemmtun! F LEIÐIN TIL SAN DIEGO F C B Ég veit um nætur sem taka öllum töfrum fram F C < ( < « * ( 1 < » X 3 * 2 1 og trú mín á ævintýriö lifir C undir ágústsólinni er engan skugga að finna C B F Ættum við að keyra stiax yfir Dm Am landamærin þar sem fótsporin finnast ennþá Dm Am falin milli rústanna ásamt bergmáli okkar beggja F C á þjóðvegi númer eitt F B er öllum frekar heitt F C B F og sólin hvítt leiftur milli hálfhrundra veggja Ég þekki konu sem tekur öllum töfrum fram og ég trúi á hana eins og lífiö l>aö er tíbrá yfir veginum og veðrið er ljúft og vindurinn hvíslar: Svífið fljúgið yfir draumana sem engan dreymir lengur dansiði við álfana sem fæstir fá að sjá á þjóðvegi númer eitt er öllum frekar heitt við hliö mér er kona með augu svo ótrúlega blá :,: C X 3 2 0 1 0 B(Aís) Ég þekki manninn sem þráir þig ofar öllu og ást hans er kyrrlát, hljóð undir fjólubláum himni er hlátur hans þýður og hafiö er bláhvítt ljóð Þar sem vegurinn endar tekur eyðimörkin við efst á hóli rauðum má rústir ennþá sjá á þjóðvegi númer eitt er öllum frekar heitt og hjarta mitt fagnar þessari aldagömlu þrá í þessari víðáttu af sandi kýs sólin að halla sér og sögu okkar finnum við þar Bráöum koma skuggar þess liðna og leita að lífinu sem eitt sinn var Það eru til nætur sem taka öllum töfrum fram og ég tíni stjörnur úr hárinu þínu síða á þjóðvegi númer eitt er öllum frekar heitt á malbikinu er tíminn stundum lengi aö líða. ÚTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjav.íkur er óskað eftir tilboðum ílögn Suðuræb- ar - áfanga B. Verkið felst í að leggja 0700 mm stálpípu, einangraða og í plast- kápu, frá lokahúsi Hitaveitu Reykjavíkur vib Suburfell að lokahúsi vib Vífilsstaðaveg, alls 5,0 km leið. Einnig skal byggja steypt lokahús, um 44m2 ab grunnfleti. Verkinu skal ab fullu lokib 15. ágúst 1996. Útbobsgögn verba afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og meb þribjudeginum 14. mars, gegn kr. 25.000 skila- tryggingu. Tilbobin verba opnub á sama stab fimmtudaginn 30. mars 1995, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 /Cfótíofflur Ungir og gamlir þurfa að borða alla daga. Við erum næstum vissir um að þeim þykja þessar bollur góðar. 400 gr kindakjötshakk 1 stórt egg 1/2 msk. kartöflumjöl Salt og pipar 1 dl rjómi Smjör til að steikja úr Allt er hrært vel saman. Lát- ið bíða smástund áður en bún- ar eru til bollur. Þær em síðan steiktar á pönnu í smjöri í ca. 4-5 mín. á hvorri hlið. Bornar fram meb brúnuðu smjöri, grænum baunum og kartöflu- mús. Gób rabarbarasulta skemmir nú ekki fyrir. 3OLnanarútWu te,rfa 3«gg 150 gr sykur 1 msk. hveiti 35 gr kartöflumjöl 1 tsk. lyftiduft 2 msk. kakó Fyllittg: 1/2 1 rjómi 1 msk. flórsykur 1 tsk. vanillusykur 3 bananar Saxab súkkulaði Egg og sykur þeytt saman, létt og ljóst. Hveiti, lyftidufti og kakói blandaö saman og sigtað í eggjasykurhræruna. Búið til form úr bökunarpapp- ír, ca. 20x30 sm. Kantarnir brettir upp allt í kring. Deigið sett í formið og kakan bökuð í 8-10 mín. við 225”. Þegar kak- an er bökuö, er henni hvolft á sykurstráðan pappír og kæld; rakt stykki haft undir pappírn- um. Rjóminn stífþeyttur, flór- sykri blandað saman vib með vanillusykrinum. Smávegis rjómi geymdur til skrauts. Bananarnir skornir í örþunnar sneiðar. Rjóma smurt yfir kökubotninn, bananasneið- unum raðað yfir og söxuðu súkkulaði stráð yfir. Kakan vafin saman á lengri hliðina. Samskeytin látin snúa niður á fatið, sem kakan er borin fram á. Rjóma sprautað ofan á rúllutertuna og bananasneibar og súkkulaðibitar settir ofan á í skraut. Sannadaýs - „olegg&rtm Skrælið 8 meðalstór epli. Skeriö þau til helminga. Fjar- lægið kjarnana og leggið eplin í smurt, eldfast mót, með flötu hliðina niður. Stráið 1 1/2 dl sykri, 150 gr söxuðum möndl- um, 100 gr smjöri, 11/2 msk. hveiti og 4 msk. rjóma saman og setjið í pott. Látið sjóða saman örlitla stund. Hellið því yfir eplin í forminu, sem svo er sett í ofn við 225° í 15-20 mín. eba þar til eplin eru orðin mjúk og möndlumassinn hef- ur tekið lit. Berið ískaldan rjóma með. 300 gr sveppir 1 msk. saxaður laukur 2 msk. smjör 3 msk. hveiti 11/41 kjötsob 1 1/2 dl rjómi Salt og sítrónusafi 2 msk. sherry eða hvítvín Hreinsið sveppina, skerið þá í sneiðar. Hitið smjörið, en lát- ið þab ekki brúnast. Látið sveppina og laukinn krauma í smjörinu ca. 15 mín. Hrærið nú hveitið saman við og þynnið út með soðinu. Látið súpuna sjóða í ca. 15 mín. og bragöbætið hana með salti og sítrónusafa og víninu. Súpan borin vel heit fram í súpuskál og þeyttur rjóminn settur ofan á súpuna í skálinni, eða á hvern disk ef boriö er þannig fram. Góð brauðhorn eða ristað braub borið með. Forríttur Agúrka er skorin í sneiðar; sneibarnar skornar sundur í tvo helminga. Rabib þeim í stjörnumynstur á disk. Bragö- bætib sýrðan rjóma með salti, pipar og sítrónusafa og bætið rækjum eða litlum lax- eða skinkuræmum á og skreytið með smávegis grænmeti, t.d. steinselju. Örlitlar ristaðar brauðsneiðar bornar með. Elizabeth Taylor í hlutverki Kleópötru. Ekkert er nýtt undir sól- inni. Það er að minnsta kosti sagt að á húðsnyrti- stofum í Bandaríkjunum séu ráð Kleópötru Egypta- landsdrottningar til feg- urðarauka óspart notuð, þ.e. að viðskiptavinir eru baðaðir upp úr mjólk blandaðri hunangi, sem svo á ab gera húðina silki- mjúka. Fótabað með mjólk og nokkrum skeið- um af hunangi er sagt bæði afslappandi og fegr- andi, svo það væri ómaks- ins vert að reyna ráb drottningar eitthvert kvöldið. Vib brosum A: „En hvað það eru fallegar á þér hendurnar, Stína. Hvað notar þú?" B: „Manninn minn í uppvaskið." A: „Ég hefi verið giftur Gunnu í 5 ár og í hverjum mánuöi hefur hún tekið við launaumslaginu mínu." B: „Nú, og hvað?" A: „Hún er bálreið. Hefur fengiö að vita að ég fæ útborgað vikulega." Hún við hann: „En hvað þú ilmar vel. Hvað notar þú?" Hann: „Ég hefi bara farið í hreina sokka." Dómarinn: „Þér getið valið: 3000 krónur eða sitja inni í 10 daga." Sökudólgurinn: „Þaö er sko alveg klárt mál: ég tek 3000 krónurnar." Bjarni var vel hífaður þegar hann kom á lögreglustöö- ina. „Er Bjarni Jónsson þitt fulla nafn?" „Já, bæði fullur og edrú heiti ég það."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.