Tíminn - 11.03.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.03.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 11. mars 1995 SíttlÉWII 9 Tekjulitlir einhleypir elli- og örorkulífeyrisþegar missa 5.304 króna heimilisuppbót. Landssamtök aldraöa: Stjómvöld fara of- fari í niburskurði Gubrí&ur Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Landssambands aldraba og Félags eldri borgara, segir ab niburskurbur stjórnvalda á 5.304 króna heimilsuppbót tii tekjulítilla einhleypra lífeyris- þega sé enn eitt dæmi um ab stjómvöld fara offari í sínum nib- urskurbi. Hún segir ab þessi skerbing bitni á þeim sem síst skyldi og hafa lægstu framfærsl- una. Heilbrigbisrábherra ákvab í gær ab framkvæmd greibslu sér- stakrar heimilisuppbótar yrbi óbreytt frá því sem var í byrjun ársins þangab til alþingi kemur saman og hefur fengib tækifæri til ab skoba málib. Gubríbur segir að samtök og fé- lög aldraða muni mótmæla þessum niðurskurði stjórnvalda harðlega, enda sé þarna um að ræða tekjutap um allt að 10%-12%. En þær greiðslur sem tekjulitlir einhleypir lífeyrisþegar hafa haft rétt á án skerðingar á heimilisuppbótinni eru um 48.664 krónur, sem lætur nærri að séu lágmarkslaun. Þá hafa allar tilraunir forystu- manna aldraða til að ná sambandi við Sighvat Björgvinsson, heilbrigð- is- og tryggingaráðherra, reynst ár- angurslausar. Hinsvegar tókst að ná sambandi við Rannveigu Guð- mundsdóttur félagsmálaráöherra sem lofabi að athuga þetta mál. Framkvæmdastjóri Landssam- bands aldraða segir að þegar frum- varp til laga um Félagslega aðstoð var til mebferðar á Alþingi, hafi ekki annað komið fram en ab tilgangur þess hafi verib að koma í veg fyrir að réttur til bóta héldi áfram eftir flutning lögheimils til annars ríkis, vegna EES-samningsins. Þar hefði aldrei komið fram að fella ætti nib- ur eða skerba greiðslur til einhleyp- inga sem búa einir hérlendis. Guðríöur segir að fyrir utan þessa aðför að kjörum einhleypra elli- og örorkulífeyrisþega sé allt í „klessu" hvað varðar skoðun á sérstöku upp- bótinni með tilliti til húsaleigubót- anna. Hún segir ab þetta ástand komi sér afar illa fyrir elli- og ör- orkulífeyrisþega og það virðist ekki orðið skipta neinu máli hvar borið sé niður í kjörum þeirra. Á sama tíma og aðrir þjóðfélagshópar eru að fikra sig aðeins uppávið í kjörum séu kjör hinna öldruðu sífellt að færast neðar. „Þau eru að verða eins og var þeg- ar gömlu framfærslulögin voru í gildi," segir Guðríður. Hún segir að þau lög hafi gilt í rúma eina öld, eða frá 1874 og þangað til lögin um fé- lagslega þjónustu sveitarfélaga tóku gildi fyrir fáeinum árum. ■ Listvinafélag Hallgrímskirkju: Steinunn segir frá Guöríði „Ég ætla ab reyna ab draga upp einhverja mynd af Gubríbi Sím- onardóttur í þó nokkuð löngu máli, þótt aldrei verbi komist ab neinni niburstöbu um þab hvernig manneskja hún hafi verib nákvæmlega," segir Stein- unn Jóhannesdóttir rithöfund- ur sem flytur hádegiserindi um Gubríbi á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju á sunnudaginn kemur. „Ýmsar ályktanir má þó draga af örlögum hennar þótt varla geti þab orðið annað en vangaveltur um svo löngu látna konu. Hún lendir í mörgu og seiglast í gegn- um lífið. Ég held að hún hafi ver- ið gædd mörgum góbum eigin- leikum og býst við að framlag hennar hafi á margan hátt verið svipað og framlag svo margra frægra listamanna. Það eru þær sem skapa þeim skilyrðin og skapa kannski skilninginn líka. Ég varpa líka fram þeirri spurn- ingu, hver það hafi verið sem skrifaði niður síðustu ljóð Hall- gríms Péturssonar, þegar hann var orðinn sjúkur maður, og kom þeim áfram til eftirlifandi kyn- slóða," segir Steinunn Jóhannes- dóttir. Erindið flytur hún að lokinni messu, eða kl. 12.30, og er gefinn kostur á léttum hádegisverði. ■ Hagvangur spyr 1.000 íslendinga: Hver viltu aö veröi nœsti forsœtis- ráöherra? 52,5% vilja Davíð, 22,5% vilja Halldór Hagvangur hefur nýlokið vib könnun á vibhorfum íslend- inga til næstu Alþingiskosn- inga. Af 1.000 aöspuröum svör- ubu 713 manns, en nettósvar- hlutfall var 75,7%. Fram kom að 85,8% íslendinga telja ab Davíð Oddsson verði næsti forsætisráöherra, en 9,7% telja ab Halldór Ásgrímsson muni skipa þá stöbu. Hins vegar vilja 52,2% að Davíð verði forsætisráð- herra næstu ríkisstjórnar, en næstur kemur Halldór Ásgríms- son sem 22,5% vilja að taki við stjórnartaumunum. Þeir tveir eru langefstir, í þriðja sæti er Jóhanna Sigurðardóttir, 2,5% halda að hún verði forsætisráðherra, en 9% vilja fá að sjá hana í stólnum. í næstu sætum koma Ólafur Ragnar, Jón Baldvin og Svavar Gestsson, þá Þorsteinn Pálsson, Guðmundur Árni og Rannveig Guðmundsdóttir. Fram kom í könnuninni að 41,6% af kjósendum annarra flokka en Sjálfstæbisflokksins vilja Halldór Ásgrímsson sem for- sætisráðherra, en 22% vilja Davið Oddsson. Spurt var um fylgi flokka. Sjálf- stæbisflokkur fékk 40,2%; Fram- sóknarflokkur 21,2%; Alþýðu- bandalag 14%, Þjóðvaki 11,1%; Alþýðuflokkur 7%, Kvennalisti 6,1% og Suöurlandslisti 0,4%. Hlutfall óákveðinna var 20,9% ■ Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 20. mars kl. 20:30 á Hótel Sögu, Súlnasal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. 111 Leikskólar jjj Reykjavíkurborgar Ný staða á skrifstofu Dagvistar barna í Reykjavík Starf þjónustustjóra er laust til umsóknar. Þjónustustjóri verður yfirmaður þjónustusviðs, þar sem m.a. ferfram innritun í leikskóla, almenn afgreiðsla, um- sjón með daggæslu á einkaheimilum og gæsluleikvöll- um. Viðkomandi þarf að hafa: • góða almenna menntun eða sérmenntun, sem nýtist í starfi; • þekkingu og reynslu í stjórnun og samskiptum; • færni í tölvu- og upplýsingatækni; • áhuga og kunnáttu til að leiða og skipuleggja þjónustustarf stofnunarinnar. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Dagvistar barna, Tryggvagötu 17, sími 27277. Nánari upplýsingar um starfið veita Bergur Felixson framkvæmdastjóri eða Garðar jóhannsson skrifstofustjóri kl. 10-12 daglega. Umsóknarfrestur um starfið er til 24. mars. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 Húsverndarsjóður í apríl verður úthlutab lánum úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er ab veita lán til viögerða og endurgerbar á húsnæði í Reykjavík, sem hefur sérstakt varðveislugildi af sögulegum eba byggingarsögulegum ástæbum. Umsóknum um lán úr sjóbnum skulu fylgja verklýsingar á fyr- irhuguðum framkvæmdum, kostnabaráætlun, teikningar og umsögn Árbæjarsafns. Umsóknum stíluðum á Umhverfismálaráb Reykjavíkur skal komið á skrifstofu Garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykja- vík, fyrir 20. mars 1995. Farþega- og vöru- flutningar á vegum innan Evrópska efnahagssvæöisins í framhaldi af aðild íslands að samningnum um hið Evr- ópska efnahagssvæði geta íslensk fyrirtæki stundað far- þega- og vöruflutninga í aðildarríkjum Evrópska efna- hagssvæðisins með þeim skilyrðum sem reglugeröir þess kveða á um. Annars vegar er um að ræða leyfi til flutn- inga á milli aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins og hins vegar leyfi til gestaflutninga, þ.e. innanlandsflutn- inga í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Fram til 1. júlí 1998 er kvóti á leyfum til gestaflutninga í vöruflutningum. Samgönguráðuneytinu er heimilt að veita 13 gestaflutningaleýfi fyrir árið 1995. Hvert leyfi gildir í tvo mánuði fyrir eitt ökutæki í senn. Þau fyrirtæki, sem hafa hug á að sækja um leyfi til vöruflutninga innan- lands í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins á árinu 1995, skulu fyrir 15. apríl nk. senda samgöngu- ráðuneytinu umsókn þar um. Þau fyrirtæki, sem hug hafa á að hasla sér völl á þessum vettvangi, geta fengið nánari upplýsingar hjá sam- gönguráðuneytinu. Samgönguráðuneytið, 10. mars 1995. Utankjörfundar atkvæöagreiösla í Reykjavík vegna kosninga til Alþingis 8. apríl n.k. verð- ur að Engjateigi 5, sími 5885605, frá mánudeginum 13. mars og verður opið þar alla daga kl. 10:00-12:00, 14:00-18:00 og 20:00-22:00. Kjósendum er bent á að hafa með sér fullnægjandi skilríki. Sýslumaðurinn í Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.