Tíminn - 16.03.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.03.1995, Blaðsíða 2
2 Fimmtuda.gur 16. mars 1995 Tíminn spyr... Eiga sveitarstjórnarmenn ab halda sínu striki og láta kjósa um nöfnin Reykjanesbær og Su&urnesbær, eba á ab hlusta á gagnrýni íslenskufræbinga? Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæj- arstjórnar í „nafnlausa sveit- arfélaginu" og frambjóbandi Framsóknarfl. á Reykjanesi: „Þessi tillaga var samþykkt af öllum þeim sem voru á þessum tiltekna bæjarstjórnarfundi en ég var þar aö vísu ekki. Bæjar- fulltrúar hljóta aö sjálfsögöu aö hlusta á öll rök í þessu máli og skoöa alla gagnrýni. Þaö er ákveöiö aö kosiö veröi um nafn á sveitarfeálginu samhliða Al- þingiskosningunum, en hvort þaö veröur nákvæmlega þessi tillaga eöa fleiri nöfnum bætt viö verður aö koma í ljós, mér finnst slíkt koma til greina." Petrína Baldursdóttir, alþing- ism. og frambjóbandi Al- þýöufl. á Reykjanesi (úr Grindavík): „Ég tel ab úr því sem komið er hljóti bæjarfulltrúarnir ab halda sínu striki enda greinilegt aö þau eru búin aö funda mikiö um málið og velta þvi fyrir sér frá öllum hliðum. Ég heföi hins vegar persónulega talið heppi- legra að tillagan væri ööruvísi, ekki síst í ljósi þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram á nafnib Suðurnesbær." Bjarni Guönason, prófessor: „Aö sjálfsögðu á aö hlusta á ís- lenskufræbinga. Um svona nöfn á varla að kjósa vegna þess ab aðalatriðið er aö þetta sé í samræmi viö íslenskt mál. Ég er alveg á móti því að þetta sé eitt- hvaö kosningamál, því allur þorrinn veit nú varla hvaö um er að ræöa. Þab á aö hlusta á ís- lenskumenn rétt eins og hlust- aö er á fiskifræðinga, menn kjósa ekki um stærö fiski- stofna." Blaö hf. undir smásjá skiptastjóra eftir tuttugu ára sögu: Varpar gjaldþrotib ljósi á ólöglega eignatilfærslu? í eigu Óla heit- ins í Olís. Frið- rik, sem er eig- inmaður Elínar Hirst, fréttastjóra á fréttastofu ís- lenska útvarpfélagsins hf., vann e.t.v. sinn stærsta sigur þegar hann tók að sér að vera kosninga- stjóri Davíbs Oddssonar í for- mannsslagnum við Þorstein Páls- son á landsfundi Sjálfstæbis- flokksins 1991. Vantaldi Alþýðuflokk- urinn skuldirnar? Við söluna á Pressunni var miö- að við aö eiginfjárstaöa fyrirtækis- ins hafi veriö neikvæð um tæp- lega 13 milljónir króna. í skýrslu skiptastjóra í þrotabúi Blaös hf. segir aö samkvæmt athugun End- urskoöunar hf. á bókhaldsgögn- FRETTASKYRING í skýrslu skiptastjóra kemur fram að Blaö hf. hafi selt eign á Lynghálsi 9 fyrir tæp- lega 9 milljónir króna árið 1992. Þessi húseign fylgdi ekki með í kaupunum á Blaöi, heldur keypti annað félag Friöriks, Nýsköpun hf., hana sérstaklega af Alþýöu- flokknum. Þannig er líklegast að Blað hf. hafi keypt eignina á Lynghálsi 9 af Nýsköpun hf, en þaö telja menn aö gæti verið hluti skýringar á hækkun skulda Blaðs hf. í frétt Tímans í gær var vitnað til þess að skiptastjóri í máli Blaös hf. teldi aö um málamyndagern- ing hefði verib aö ræöa í sölu eigna á milli Blaðs hf. og Birnings hf. sem einnig er fyrirtæki í eigu Friðriks. Fram kemur í skýrslu Lyktir mála á fyrsta skipta- fundi í þrotabúi Blaös hf. benda til þess aö ekki hafi verib allt meb felldu í rekstri fyrir- tækisins. Blab hf. á sér nokkuö langa sögu en hún teygir arma sína nokkuö víba. Menn velta því nú fyrir sér hvort þetta mál leibi í ljós ab ólöglega hafi ver- ib stabiö ab söiu eigna úr búi þess fyrirtækis, sem á sínum tíma rak vikublab sem taldi sig þess umkomib ab lýsa inn í bakgarbinn hjá hverjum sem var. Með galdþroti Blaðs hf. lauk sögu nokkuö merkilegs útgáfu- fyrirtækis sem stofnab var af nokkrum flokksbroddum í Al- þýðuflokknum fyrir 20 ámm síö- an. Meðal stofnenda Blaös vom Björn Vilmundarson og Sighvat- ur Björgvinsson ásamt fleimm. Blað hf. var stofnað um útgáfu Alþýöublaðsins á sínum tíma. Annað fyrirtæki tók við útgáfu Alþýöublabsins og til viðbótar kom útgáfa Helgarpóstsins. Rekstur Helgarpóstsins var síðar seldur nokkrum starfsmönnum blabsins, Gubmundi Árna Stef- ánssyni, Árna Þórarinssyni og fleirum. Útgáfa Helgarpóstsins fór síðan á höfuöiö, en Alþýðu- flokkurinn blés nýju lífi í Blaö hf. og stofnsetti Pressuna, sem n.k. helgarútgáfu sem tók viö hlut- verki Helgarpóstsins í umræð- unni. Enn vom erfiöleikar í rekstrinum. Útgáfa Alþýöublaðs- ins og Pressunnar voru abskilin en Blað hf. hélt útgáfuréttinum af Pressunni. í nóvember 1991 keypti Friörik Friðriksson, hag- fræbingur, hlutafélagiö Blab hf. í nafni fyrirtækis síns Heimreiðar- innar hf. Kosningastjóri Daví&s Friðrik lagði fyrir sig nám í end- urreisn fyrirtækja, þ.e. að taka vib gjaldþrota rekstri og skera hann upp í von um að fyrirtækin gætu síbar skilaö hagnaði. Áöur en hann hóf sjálfstæðan atvinnurekstur starfaöi hann hjá heildverslunini Sundi hf. sem var um hafi komið í ljós ab neikvæð eiginfjárstaða fyrirtæksins var tæplega 18 milljónir króna og samkvæmt ársreikningi fyrir árið 1991 var eiginfjárstaðan neikvæð um 31 milljón króna. Friðrik Friðriksson skýrbi þenn- an mismun fyrir skiptastjóra með því að fyrri eigandi, Alþýbuflokk- urinn, hafi vanfært útgjöld en stærsti einstaki liburinn hafi verib offærð inneign á auglýsingareikn- ingum sem vom í innheimtu hjá lögmönnum. Þeir sem sáu abal- lega um sölu fyrirtækisins fyrir hönd krata voru Ágúst Einarsson prófessor og Stefán Friðfinnsson, forstjóri islenskra aðalverktaka. Friðrik heldur því þannig fram að staða fyrirtækisins hafi verib verri en samningsmenn Alþýðu- flokksins hafi látib í vebri vaka við söluna. Heimildir Tímans benda hins vegar á aö hækkun á skuldum Blabs hf. um rúmlega 13 milljónir króna á fyrstu mánuð- um þess í eigu Friðriks sé öeðlileg. skiptastjóra ab útgáfurétturinn að Pressunni hafi verið seldur frá Blaði hf. til Birnings hf. á 4 millj- ónir króna á árinu 1993. Þá hafi áhöld og tæki verið seld á milli sömu aðila fyrir sömu upphæö. Þessar upphæðir vekja athygli í ljósi þess að kaupverðib var tals- vert hærra. Jafnframt voru seld frá Blaði hf. til Birnings hlutabréf í Almenna bókafélaginu, en þar er Fribrik framkvæmdastjóri og pró- kúruhafi. Stærsti kröfuhafi óskaði ekki eftir gjaldþrotinu Engir samningar um þessar söl- ur bárust skiptastjóra þrátt fyrir ab ítrekað væri gengið eftir því. Þab eina sem skiptastjóri hefur í raun fast í hendi varðandi eigna- tilfærslur á milli þessara tveggja hlutafélaga í eigu sama aðila, er sala á tveimur bifreiðum sem til- kynnt var daginn ábur en Blað hf. var lýst eignalaust í júlí á síðasta ári. Skiptastjóri mælir með ab höfab verði mál til riftunar á sölu bílanna. Lýstar kröfur í bú Blaðs hf. nema tæplega 31 milljón króna. Við rannsókn skiptastjóra kemur í ljós ab búið er eignalaust. Það vekur athygli stæsti kröfuhafinn, Landsbanki íslands, sem er með um 21 milljón króna fer ekki fram á gjaldþrotaskiptin heldur tveir einstaklingar. Þeir eru Hákon Há- konarson, fyrrum framkvæmda- stjóri Blaðs hf., sem á inni van- goldin laun og Úlfar Þormóðsson, blabamaður sem stefndi Press- unni fyrir ærumeiðingar. Upphaf málsins má í raun að rekja til til- rauna Más Péturssonar hérabs- dómara til þess ab fá greiddar miskabætur vegna ummæla í Pressunni sem hann fékk dæmd daub og ómerk. Gaf í skyn hringl meb kennitölur Vikublaðið Pressan hætti ab koma út síðasta haust og víst er ab mörgum var þab lítill harm- dauði. Karl J. Steingrímsson, verslun- armaöur, kenndur við Pelsinn, ritaði grein á þeim tíma í Morg- unblabið, þar sem hann gaf í skyn að rekstur Friðriks væri leikur með kennitölur. Hann taldi upp 7 fyrirtæki sem tengdust Friðriki þar sem hann væri eini stjórnar- maður. Orðrétt sagði Karl síðan: „Ekki veit ég kennitölu Press- unar „hinumegin". Þar nægir lík- lega ekki aö skipta um kennitölur, til að koma sér út úr klandri, enda hygg ég án þess að hafa fyrir því óyggjandi sannanir, að þar þurfi menn ab standa skil á gjörðum sínum." Það bendir til þess að Pressan hf., sem er í eigu Friðriks og gaf út Pressuna síðustu misserin, sé einnig eignalaust fyrirtæki, að kröfur upp á 1,6 milljónir króna bárust í þrotabú Blabs hf., sem stofnað var til eftir að Pressan hf. tók vib rekstri Pressunnar. Stöb 2 og Morgun- pósturinn þögul Bæði fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar og Morgunpósturinn, sem tók við af vikublöðunum Eintaki og Pressunni, hafa verið þögul um gjaldþrot Blaðs hf. Margir hafa spurt sig hverju þab sæti og hvort þaö sé vegna tengsla. Það vekur óneitanlega at- hygli ab a.m.k. önnur bifreiðin sem skiptastjóri vill rifta sölu á milli Blaðs hf. og Birnings hf. er nú í eigu Miöils hf. sem gefur út Morgunpóstinn. Birningur hf. seldi áhöld og tæki til blabaút- gáfu, sem fyrirtækið haföi keypt af Blaði hf. til Mibils hf. Skipta- stjóri óskaði eftir sölusamningi þar að lútandi en hann barst ekki. Sömuleiðis barst ekki samning- ur um sölu á útgáfurétti Pressunar til Prentsmibjunnar Odda hf. né samingur um endurkaup þeirra á hlutabréfum í Mibli hf. Eftir þessu að dæma gæti verib aö Oddi heföi tekið útgáfuréttinn á Pressunni upp í skuld og lagt inn sem hluta- bréf í Miðli hf. Ef svo er væri þar um ab ræða gerning sem orkaði tvímælis ab mati lögfróðra manna. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.