Tíminn - 16.03.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.03.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. mars 1995 5 Þórarinn V. Þórarinsson: Af raunum og draum- um rafiðnaðarmanna Guömundur Gunnarsson, for- maöur Rafiönaöarsambandsins, ryöst fram á ritvöll Tímans sl. Þriöjudag og upplýsir aö víst hafi hann gert miklu betri samning en áður hafi komiö fram. Tímabært sé aö leiðrétta rangar fullyrðingar undirritaös og fjármálaráðherra um efni samninga rafiðnaðarmanna á almennum vinnumarkaði. Til- efnið mun vera yfirstandandi viðræöur um launakjör rafiön- aöarmanna í þjónustu hins op- inbera, en þar mun tekist á um hækkanir og því mikilvægt aö vigtað sé rétt. Allt er þetta skilj-: anlegt. Þaö sama verður þó ekki sagt um fullyrðingar formanns- ins um efni samninga RSÍ á al- mennum vinnumarkaði. Skáldamál um hækkanir Hann fullyrðir rakalaust og ranglega aö hækkun launa- kostnaöar skv. þessum samn- ingi sé 6,18% í upphafi, sem hann greinir í 3,62% almenna hækkun auk 2,56% hækkunar vegna sérkrafna, auk 3% launa- hækkunar í upphafi næsta árs. Þessir nákvæmu útreikningar gefa fullyrðingunum faglegt yf- irbragö, sem þó er engin inni- stæöa fyrir. Eina talan, sem er í samræmi viö það sem um samd- ist,~er sú sem engan aukastaf hefur, þ.e. 3% launahækkunin í upphafi næsta árs. Fullyrðing um að stuöst sé við útreikninga hagdeildar VSÍ er einnig út í blá- inn. Þetta „mat" formanns Raf- iönaöarsambandsins er full- komlega úr tengslum við raun- veruleikann, skáldskapur sem ekki getur haft annan tilgang en að blekkja og hagræöa staö- reyndum. Guömundur Gunnarsson hafði forystu um þaö, ásamt öörum forystumönnum lands- sambanda innan ASÍ, aö í samn- ingum þetta áriö væri farin svokölluö krónutöluleið meö sérstakri viöbótarhækkun lægstu launa. Samstaða iönað- VETTVANCUR „Að öllu þessu virtu full- yrðum við því enn að samningar um sérkröfur rafiðnaðarmanna hafi ekki aukið launakostnað svo reikna megi til ein- hverra sýnilegra stœrða. Þessi samningsákvœði höfðu þó þýðingu fýrir rafiðnaðarmenn, því þau setja lágmörkin og skipta þannig einstaklingana máli, þótt þau hafi ekki umtalsverða kostnaðar- lega þýðingu fýrir heild- ina. Vísindalegt yfir- bragð útreikninga og margir aukastafir breyta ekki staðreyndum." armanna meö ófaglærðum um þessa leið þýddi aö þeir sættust á lægri hlutfallsbreytingar launa en þeir sem lægri launin hafa og þannig var gengið frá samning- unum. Staðreyndin er sú aö laun raf- iðnaðarmanna hækkuöu skv. samningum meö nákvæmlega sama hætti og laun allra ann- arra, um 2.700-3.700 kr. á mán- uði, allt eftir því hver launin voru. Á grundvelli upplýsingabanka Kjararannsóknarnefndar voru þessar krónutöluhækkanir metnar og var niöurstaðan sú aö meðaltalslaunahækkun í upp- hafi væri 3,6%. Þeir, sem lægst höfðu launin, hækkuöu mest, en þeir hæstu minnst. Þannig reiknaöist hækkun verka- og afgreiðslukvenna vera um 5%, en hækkun iðnaðar- manna 2,5%. Rafiðnaðarmenn voru ekki reiknaðir sérstaklega, en meöallaun og launadreifing þeirra er svipuð og iðnaðar- manna í heild. Samningsbund- in lágmarkslaun rafvirkja voru hins vegar kr. 60.440 og þau hækkuðu skv. almennu regl- unni um tæpar 3.300 kr. eða um 5,4%. Allur þorri iðnaðarmanna hefur laun töluvert yfir þjssum mörkum og launahækkun þeirra því að jafnaði frá rúmlega 2% upp í liðlega 3%. Þetta var um almennu hækkunina. Sérmálasúpan í sérkröfum var samið um 5 atriði. Þannig skal á verkstæö- um tiltækur hlífðarfatnaður fyr- ir óþrifavinnu og sérstakar að- stæður. M.ö.o. á verkstæöi skal tiltækur regngalli, hlífðargalli og skjólflíkur, sem starfsmenn geta gripið til við vinnu við ó- venjulegar aðstæður. Þetta kost- ar vafalaust eitthvað, en þó afar lítið sem hlutfall af heildar- launagreiðslum, því hlutfall þeirrar vinnu, sem hér um ræð- ir, er mjög lítið af heildarvinnu- tímanum. Þá skal kaffitími að kvöldi vera kl. 22.30 í stað 23.00, og eins skulu starfsmenn hafa aðgang að læstri hirslu á vinnustað. Loks ber að greiða rafiðnaðarmönnum sérstaklega fyrir aö takast á hendur ábyrgð gagnvart rafveitum. Það er í raun í samræmi við síðastgild- andi samninga, því jafnan hefur verib viburkennt að almenn lágmarkskjör tækju ekki til þess- arar ábyrgðar. Þetta er því frem- ur árétting á staðreyndum en nýtt efnisatriði, enda ekki á- kveðið um þab hvert gjaldið sé. Það hafa hlutaðeigandi rafiðn- abarmenn fyrir löngu samib um úti í fyrirtækjunum. Þessi fjögur atriði kosta auðvitað eitthvað í einhverjum tilvikum, en ekki svo að það reiknist svo nokkru nemi sem hlutfall af heildar- launagreiðslum hópsins. Síðasta atribið kann að þýöa útgjöld fyrir einhverja. Það er á- kvæði sem segir að rafiönaðar- menn geti varib allt að 12 dag- vinnutímum gegn öbru eins af eigin tíma til setu á fagtengdum eftirmenntunarnámskeibum Rafiðnaöarskólans. Sveinar og meistarar í rafiðnaöi hafa komib honum upp til ab viðhalda og bæta kunnáttu rafiðnaðar- manna. Vinnuveitendur greiöa háar fjárhæðir til skólans og telja sig háfa beinan ávinning af starfseminni. Það er þó háð því að rafiðnaðarmenn sæki nám- skeiðin og það hafa þeir sann- anlega gert og í flestum tilfell- um að hluta til í vinnutíma, eins og nýja samningsákvæðið mælir fyrir. Rafverktakar töldu heldur ávinning af því ab setja um þetta reglur og ekki efni til Aftur fortíöarvandi Bílaeign landsmanna er að verða einn allsherjar fornbílaklúbbur,. ef marka má nýlegar fréttir. Bíllinn er orðinn svo snar þátt- ur í daglegu lífi og hefur áhrif á svo ótal margt, ab þessar fréttir hljóta að vera áhyggjuefni. Af hverju gæta menn þess þá ekki ab endurnýja bíla sína reglu- lega, hafa þar með betra jafnvægi í fjármálum sínum, auka umferð- aröryggi, minnka mengun, spara viðgerðarkostnaö og svo fram- vegis? Sennilega er aðeins eitt svar við því: Fólk hefur ekki efni á ab endurnýja bíla sína og frestar bílakaupum í lengstu lög, eins og öllu öðm er frestaö sem hægt er að fresta. Reyndar vom gjöld á nýjum bílum lækkuð nýlega, en — eins og búast mátti við — helst á dýmstu lúxusbílunum. Bílakaup em ekki það eina sem frestað er. Nýtt hugtak, „hótel mamma", skýrir annað sem skotið er á frest. Unga fólkið veigrar sér við aö leggja út í íbúðakaup, býr frekar heima hjá foreldmnum og frest- ar vandanum sem fylgir slíkum stórræðum. Þab býr á „hótel mömmu". Fyrr á öldinni bjuggu íslend- ingar afar þröngt. Órar framfarir, bjartsýni og bættur efnahagur breytti þessu. íslenskar fjölskyldur stækkuðu sí- fellt íbúðarhúsnæði sitt og byggðu vel. Útrýmt var heilsu- spillandi húsnæði. Hér í Reykja- vík vom braggahverfin rifin og glæsileg hús reist í þeirra stab. Höfðaborgin og Pólarnir hurfu, Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE húsnæöi sem brenndi marga íbúa sína félagslegu marki á nibr- andi hátt. Ég man eftir sérstakri lykt af braggabörnunum, þótt þau skæm sig ekki úr að öbm leyti. íslendingar mega vera stoltir af að hafa útrýmt þessu lélega hús- næbi og ekki síður af að gefa fólki kost á ab búa rúmt — við getum svo sjaldan dvalist utanhúss. Ég óttast ekki aö húsnæði ís- lendinga verði aftur heilsuspill- andi á næstu ámm, en illt er til þess ab vita aö fólk þori ekki ab ráðast í íbúðakaup eða bygging- ar. Ég nefndi áður hið nýja hugtak „hótel mamma". Annab nýtt hugtak hefur hljómab mjög und- anfarin ár, hugtakið „fortíbar- vandi". Þetta hugtak fór á flug fyrir fjómm ámm, þegar núverandi ríkisstjórn hamraði á því ab fyrri ríkisstjórnir hefðu skilið hinn eða þennan vanda eftir óleystan. Sumum þótti þessi áróður fynd- inn, abrir trúbu því ab eftir fjög- ur ár yröi enginn vandi óleystur, en skynsamir menn vissu sem var: Svo yrði ekki og hefði aldrei verið í sögu lýðveldisins. ab meta þetta sem kostnaðar- auka. Þeirra menn hafi í flestum tilvikum notið þessara kjara áður. Ef reiknað er í blindni og ekki tekið tillit til ofangreindra upplýsinga, má þó væntanlega fá út að þessir tímar séu um 0,58% af dagvinnustundum árs- ins og launakostnaður hækki að sama skapi. Það væri þó örugg- lega rangt og e.t.v þýðir þetta á- kvæði hækkun kostnabar um 0,1%. Þá er hins vegar ekkert til- lit tekið til þess ávinnings sem af námskeiðunum er. Loks gerir formaðurinn mikið úr því, að VSÍ staðfestir að þeir félagsmenn, sem greitt hafa laun skv. óformlegum launa- töflum sem margir rafverktakar hafa lengi stubst við, séu áfram bundnir af því í samskiptum vib sína starfsmenn. í þessu felst ekki efnisbreyting eða nýjar skuldbindingar, svo varla verð- ur þab metið til sérstakrar launahækkunar. Að öllu þessu virtu fullyrðum vib því enn að samningar um sérkröfur rafiðnaðarmanna hafi ekki aukið launakostnað svo reikna megi til einhverra sýni- legra stærða. Þessi samningsá- kvæði höfðu þó þýðingu fyrir rafiönaðarmenn, því þau setja lágmörkin og skipta þannig ein- staklingana máli, þótt þau hafi ekki umtalsveröa kostnaöarlega þýðingu fyrir heildina. Vísinda- legt yfirbragð útreikninga og margir aukastafir breyta ekki staðreyndum. Formaður RSÍ verður að gæta þess í málflutningi sínum að hlaupast ekki frá veruleika, efni og inntaki nýgerðra samninga. Hann á heiður skilið fyrir sinn þátt í samningsgeröinni og ætti ekki að láta kappið bera sann- söglina ofurliði í síðari hálfleik þeirra kjaraviðræðna, sem hann á í við viðsemjendur sína. Höfundur er framkvæmdastjóri VSÍ. Það, sem menn hafa sennilega orðið fyrir mestum vonbrigðum meb, er þó þetta: Eins og allar aðrar ríkisstjórnir hefur fráfar- andi ríkisstjóm skilið eftir óleyst- an vanda hinna hefðbundnu stjórnmála, en auk þess mætir nú einstaklingum meiri fortíðar- vandi en nokkm sinni síðustu áratugina. Við því fyrrnefnda má ýmis- legt segja, en í slíkum umsvifum, sem heilt ríkisbákn hlýtur ab hafa, er þó ekki nokkum tíma hægt að segja: „Allur vandi er leystur". Hið síðarnefnda er hins vegar nýtt. Fram til þessa hafa einstak- lingarnir stöbugt verib að búa í haginn og létta sér lífið. Nú blasir fortíðarvandi líka við einstaklingunum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.