Tíminn - 16.03.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.03.1995, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 16. mars 1995 Páll Pétursson: Samgöngumál Siglfirðinga Samgöngur eru okkur öllum mikilvægar. Vegalengdir og staöhættir valda því aö sumum byggöarlögum er dýrt aö koma í viöunandi vegasamband. Siglu- fjöröur er í þeim hópi. Siglfirö- ingar eiga þó rétt á aö sam- göngumálum þeirra sé sinnt ekki síöur en annarra lands- manna. Siglufjaröarvegur Nokkurrar óánægju hefur oröið vart á Siglufirði vegna vegaáætlunar fyrir áriö 1995-98, sem samþykkt var á Alþingi í febrúar sl. Hefur gagnrýni verið beint aö okkur þingmönnum kjördæmisins vegna þessa, en ég fullyröi aö sú gagnrýni er ekki á rökum reist. Til stofnvega í kjördæminu á aö verja á næstu fjórum árum 380 milljónum. Þar af fara 333 milljónir í Siglufjarðarveg. Ann- að fer til að greiða skuldir vegna Öxnadalsheiöar og Botnastaða- brekku. Þetta á aö nægja til þess að endurbyggja og leggja bund- ið slitlag á allan veginn frá Siglufiröi og á hringveginn. Þar með verður langþráöum áfanga náö og um það hefur veriö góö samstaða þingmanna aö Siglu- fjaröarvegur hefði algjöran for- gang eftir aö bundið slitlag væri komiö á hringveginn um kjör- dæmib. Fjárfrek framkvæmd á hringveginum í Noröurárdal í Skagafiröi yröi að bíða, en þar var á sínum tíma lagt slitlag til bráðabirgða á mjög ófullkom- inn gamlan veg og er þar mikil slysahætta. Á undanförnum árum hefur einnig drjúgum hluta vegafjár kjördæmisins veriö varið til framkvæmda á Siglufjarðarvegi: 1990 fóru 41% af stofnvegafé kjördæmisins i Siglufjaröarveg. 1991 fóru 62% í Siglufjaröar- Nú fer í hönd síbasta helgin sem sýningin „Frá prímitívisma til póstmódernisma" stendur yfir í Hafnarborg og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þetta er sýning á norrænni höggmynda- list, og í fréttatilkynningu segir aö þetta sé ein stærsta högg- VETTVANGUR Á þessu yfirliti sést aö það er fjarri lagi að halda því fram að við þingmenn kjör- dœmisins höfum ekki sinnt Siglufjarðarvegi, þrátt fyrir miklar framkvœmdir á hringveginum á sama tímabili. Hitt ber að hafa í huga að baeði er vegurinn langur og vegagerð þar dýr. veg en 38% í framkvæmdir á hringvegi. 1992 fóru 63% til Siglufjarð- arvegar, 37% í abrar fram- kvæmdir. 1993 fóru 41% í Siglufjaröar- veg, 59% í aðrar framkvæmdir. 1994 fóm 13% í Siglufjarðar- veg en 87% í aörar framkvæmd- ir. Á árunum 1990-1994 hafa fariö, á verölagi ársins 1994, til Siglufjaröarvegar 421.500.000 eöa 44% af stofnvegafé kjör- dæmisins. Til framkvæmda á hringveginum 443.668.000 eöa 46% og til Sauðárkróksbrautar (brúar á Vesturósinn) 97.242.000 milljónir eöa 10%. Engar framkvæmdir voru á Skagastrandarvegi á þessu ára- bili en þar þarf aö byggja brú og breyta vegi. Miklar framkvæmd- ir hafa veriö á hringveginum á Öxnadalsheiði, Vatnsskaröi og í Hrútafiröi en þrátt fyrir þaö hafa framkvæmdir þar einungis verið 2% meiri en á Siglufjarðar- vegi. Ef litið er til áratugarins 1980-1990 er þaö sama uppi á teningnum. Mjög stórum hluta af framkvæmdafénu hefur veriö variö til Siglufjaröarvegar. Á þessu yfirliti sést að þaö er myndasýning sem sett hafi ver- iö upp hér á landi. Á sýningunni eru alls 43 verk eftir fimm norræna myndlistar- menn, Bror Hjorth, Sigurjón Ól- afsson, Mauno Hartman, Bjorn Norgaard og Gunnar Torvund. Sýningin er libur í norrænu fjarri lagi að halda því fram aö viö þingmenn kjördæmisins höfum ekki sinnt Siglufjaröar- vegi, þrátt fyrir miklar fram- kvæmdir á hringveginum á sama tímabili. Hitt ber aö hafa í huga aö bæöi er vegurinn lang- ur og vegagerö þar dýr. Hefðum betur valib jarðgöng Þaö eina sem ég tel ástæöu til að gagnrýna í þessu sambandi er að framsýni var ekki höfð í fyrirrúmi þegar ákveöin fram- tíöarleið um Strákagöng. Ég tel aö besta framtíðarlausnin á samgöngumálum Siglfirðinga hefðu verið jarbgöng úr Hólsdal í Nautadal í Fljótum. Meö því heföi leiðin styst um 12,5 km. og fólk losnað við illviðrin á Al- menningnum. Þessi jarðgöng hefðu ekki komið fyrr en um aldamót en ég tel aö vel heföi verið athugandi aö búa viö lé- legan veg um nokkur ár í viöbót til aö fá góða lausn til framtíðar. Nú er of seint aö ræða þetta. Hugmyndin náöi ekki fram aö ganga og var barin niður af heimamönnum sem þótti of langt að bíöa. Úr því sem komið er tel ég rétt aö athuga mjög gaumgæfilega hugmynd þá sem Sverrir Sveins- son hefur veriö óþreytandi að berjast fyrir, jarðgöng um Héð- insfjörö til Ólafsfjarðar. Sú framkvæmd gæti rímað vel í framhaldi af fullgerbum Siglu- fjarðarvegi og væri raunhæft að framkvæmdum lyki" eftir 8-10 ár. Vegur að skíba- svæði Nokkurt fjabrafok hefur orðiö vegna þess að á nýgeröri Vega- menningarhátíbinni „Sólstöfum" sem efnt var til í tengslum viö þing Noröurlandaráös sem haldiö var í Reykjavík á dögunum. Hefur sýningin hlotiö góba dóma gagn- rýnenda og verið vel sótt, ab því er fram kemur í fréttatilkynning- unni. ■ Þeir sem nú eru óáncegðir eiga að beina gagnrýni sinni að bœjarstjóra Siglu- fjarðar, forseta bœjarstjóm- ar eða forsvarsmönnum skíðamála í Siglufirði. Það er þeim að kenna að ekkert framlag er til vegagerðar í Skarðsdal, ekki okkur þing- mönnum. áætlun er áætlab fé til þess aö leggja veg að skíðasvæði í Tindastóli en ekkert í Skarðsdal. Rétt er að rekja gang þess máls. Ósk kom frá bæjarstjórn Siglufjarðar 1993 um að vega- gerð að skíðasvæbinu í Skarðs- dal yröi tekin af Vegaáætlun. Henni var hafnað af Vegagerb- inni enda voru þá vegir að skíðasvæðum ekki á verkefna- skrá Vegageröarinnar. 1994 var vegalögum breytt þannig aö heimilt er nú aö telja vegi aö skíöasvæöum með tengivegum og styrkja með rík- isfé. Síðan lögunum var breytt hefur engin ósk borist frá bæjar- stjóra Siglufjarðar um framlag í veginn upp í Skarðiö. Þegar ég beitti mér fyrir fram- lagi til Sauökrækinga, sam- kvæmt beiöni þeirra, til vegar aö skíðasvæði, þá hafði ég ekki í höndum neina beiöni um fram- lag til vegar aö skíðasvæði Sigl- firðinga, enda sá vegur kominn. Enginn haföi aukinheldur haft fyrir því aö hringja í mig út af málinu. Því veröur aö viröa mér og öörum þingmönnum, er aö þessari vegaáætlun stóöu, þaö til vorkunnar að viö gáöum ekki aö því aö taka málib upp aö okkar frumkvæði. Þeir sem nú eru óánægöir eiga aö beina gagnrýni sinni aö bæjarstjóra Siglufjaröar, forseta bæjar- stjórnar eba forsvarsmönnum skíöamála í Siglufirði. Það er þeim ab kenna að ekkert fram- lag er til vegageröar í Skarðsdal, ekki okkur þingmönnum. Viö þingmenn kjördæmisins höfum rætt málib og erum ein- huga í að leysa það þannig að Siglfiröingar sitji viö sama borð og Sauðkrækingar. Ég mun beita mér fyrir formlegri af- greiðslu málsins strax aö kosn- ingum loknum þegar ljóst verð- ur hverjir veröa þingmenn Noröurlands vestra næsta kjör- tímabil. Skarðsvegurinn gamli, frá skíöasvæðinu að Heljartröö til- heyrir fjallvegaflokki, þannig að þingmenn koma ekki að skipt- ingu framkvæmdafjár, það er al- farið á valdi Vegageröarinnar og samgönguráðherra. Ég tel þaö mjög mikilvægt fyr- ir Siglufjörö aö Skarðsvegurinn veröi a.m.k. jeppafær yfir sum- arið og hvet bæjarstjóra og for- seta bæjarstjórnar aö gleyma ekki að senda Vegagerðinni er- indi þar um. Þá er þess aö geta að næsta sumar verður samkvæmt Vega- áætlun sett lýsing með Flugvall- arveginum. Flugmál Flugmálum til Siglufjaröar þarf aö skipa meö öörum hætti en nú er. Flugvöllurinn er góður svo og Flugstöðin miðað við þarfir og staöhætti. Um þær framkvæmdir var á sínum tíma góö samstaða þingmanna og bundiö slitlag er ekki komið á aðra flugvelli í kjördæminu. Is- landsflug hefur átt í basli með Siglufjarðarflugiö og hefur óskaö eftir aö fá aö millilenda á Sauðárkróki og taka farþega þar. Þetta er sanngjörn ósk og Sigl- firðingum og Skagfiröingum til hagsbóta. Því miöur veitti fyrr- verandi samgönguráöherra, Steingrímur J. Sigfússon, Flug- leiöum einkarétt á áætlunar- flugi til Sauöárkróks til ársins 1997. Núverandi samgönguráö- herra, Halldór Blöndal, hefur ekki mátt heyra á þaö minnst að hrófla viö þessu lénsskipulagi enda ötull hagsmunagæslu- maður Kolkrabbans. Því miður veitti fyrrverandi samgönguráðherra, Stein- grímur J. Sigfússon, Flug- leiðum einkarétt á áaetlun- arflugi til Sauðárkróks til ársins 1997. Núverandi samgönguráðherra, Halldór Blöndal, hefur ekki mátt heyra á það minnst að hrófla við þessu lénsskipu- lagi enda ötull hagsmuna- gaeslumaður Kolkrabbans. Hafnarmál Höfnin er lífæð Siglfirðinga enda hefur hafnarmálum þar veriö vel sinnt af okkur þing- mönnum eftir því sem knappar fjárveitingar til kjördæmisins hafa leyft. Á þessu ári komu 55.900 milljónir í hlut Noröur- lands vestra. Þar af fara 32,9 milljónir til Siglufjaröar. Mjög brýnt er aö ráöast í endurbygg- ingu á Öldubrjótnum á næstu árum. Einnig tel ég að huga beri aö sjóvörnum á Siglunesi ábur en langt um líður. Niðurlag Ég hef í þessu greinarkorni upplýst hvernig samgöngumál Siglfirðinga standa. Okkur þing- mönnum er og hefur veriö ljóst hve Siglfirðingum eru góbar samgöngur mikilvægar. Þaö er fjarstæða aö halda því fram að vib höfum sýnt þeim tómlæti. Fjárveitingar til kjördæmisins em hinsvegar alltof knappar ab okkar dómi og þarfir víðar en í Siglufirbi. Vil ég svo aö endingu óska góbs samstarfs viö Siglfirb- inga og vakandi og sanngjarna forystumenn þeirra í framtíö- inni. Höfundur er alþingismabur. Myndin var tekin vib opnun sýningarinnar„Frá prímitívisma tilpóstmódernisma" íListasafni Sigurjóns Ólafssonar 24. febrúar sl. Talib frá vinstri: Pétrún Pétursdóttir, forstöbukona í Hafnarborg, forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, finnski mynd- höggvarinn Mauno Hartman, Birgitta Spur, forstöbukona Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Cubríbur Sigurbardóttir rábu- neytisstjóri í menntamálarábuneytinu, en hún opnabi sýninguna fyrir hönd Ólafs C. Einarssonar menntamálarábherra. Norrænu höggmynda- sýningunni ao ljúka

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.