Tíminn - 16.03.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.03.1995, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 16. mars 1995 yíwtlmt 11 Ragna Lorentzen mag. art. 0 Ragna Lorentzen fœddist í Kaup- mannahöfn 18. október 1910 og andaðist 11. janúar 1995. Hún nam við Hafharháskóla og lauk þar mag. art.-prófi í norraenum fræðum. Samhliða því námi lagði hún stund á íslensku hjá Sigfusi Blöndal bókaverði og Jóni Helga- syni prófessor. Ragna hélt til ís- lands og nam íslensku við Há- skóla íslands árið 1933 hjá pró- fessorunum Alexander Jóhannes- syni og Sigurði Nordal. Einnig nam hún íslensku við dvöl á bóndabænum Oddsstöðum í Lundarreykjadal í tvo mánuði, sama ár. Ragna varð kennari við mennta- skóla í Khöfn að háskólaprófi loknu. Eftir tvo áratugi á þeim vettvangi hóf Ragna kennslu við Kennaraháskólann. Þar gegndi hún lektorsstöðu til aldursmarka. Einnig kenndi hún dönsku á nám- skeiðum íslenskum nemendum í Kaupmannahöfn og Reykjavík, ár eftir ár. Eftir embættislok kenndi Ragna íslensku í einkatímum á heimili sínu. Hún þýddi úr ís- lensku á dönsku tvær bóka Hjálm- ars R. Bárðarsonar: Fuglar íslands og ís og eldur. Ragna var sæmd fálkaorðunni fyrir dönskukennslu sína. Var afhending heiðursmerk- isins eitt afsíðustu embættisverk- um Kristjáns Eldjáms, forseta ís- lands, í júlí 1980. Ragna var ein- hleyp alla ævi og á ekki afkom- endur, en í blaðaviðtali í mars 1994 sagði hún, að nemendumir hefðu verið sín fjölskylda. Viö andlát Rögnu Lorentzen rifjast upp löng kynni viö mikla heiöurskonu. Hún var nátengd Islendingum um langa hríö, eöa allt frá því aö hún stundaöi nám í íslensku viö Háskóla íslands og naut þar leiösagnar hinna fær- ustu kennara. Allt líf Rögnu snérist um nám og kennslu á langri ævi. Hún ræktaöi sam- band sitt viö land okkar og þjóö af fágætri kostgæfni. Fyrstu kynni mín af Rögnu uröu 1964, er tveir tugir ís- lenskra kennara víös vegar aö af landinu tóku þátt í dönskunám- skeiöi í Kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn um hálfsmán- aöar skeiö. Okkur birtist þar kona ein, sem þá var 54 ára og fulloröinsleg í útliti, aö okkur fannst. Hún ávarpaöi okkur og kynnti sig eins og kurteisra er siöur. Hún sagöist skilja ís- lensku, og þess vegna ættum viö ekki aö tala illa um sig. Aftur á móti sagðist hún ekki tala þessa tungu mikið. í tímum sátum við svo hjá Rögnu dag hvern fyrrgreindan tíma. Skól- inn er á mótum tveggja mikilla umferðargatna, er nefnast Emdrupvej og Tuborgvej. Sjálf byggingin, er skólann hýsir, nefnist í daglegu tali Emdrup- borg. Þama stunda danskir fram- haldsnám, eftir aö hafa lokið námi í almennum kennara- skóla. Margir íslenskir kennarar hafa stundað nám í þessari ágætu menntastofnun. Danir eru menningarþjóð og þar er menntun í miklum metum. Engum dettur í hug aö stunda neitt starf, án þess aö hafa til- skilda menntun eöa þjálfun til að takast það á hendur. Rögnu þótti vænt um ísland og íslendinga. Hún lagöi mikið á sig þeirra vegna. Mörg sumur kom hún hingað og fórnaði stuttu sumarfríi sínu frá kennslu ytra til að standa fyrir nám- skeiöi í dönsku í Reykjavík. Og hún tók ekki eyri fyrir þetta mikla starf sitt. En margar gjafir bárust henni. Hið eina, sem hún fékk greitt, voru ferðirnar fram og aftur, svo og hótelher- bergi. Eg heimsótti hana eitt sinn á Hótel Borg. Hún geröi ekki miklar kröfur fyrir sjálfa sig. Munaöur hennar var aö sjálfsögöu bækur, og þær átti hún margar, bæöi á dönsku og íslensku, svo og fleiri málum, því aö hún var mikil tungu- málamanneskja. Lagði til aö mynda fyrir sig grænlensku á efri árum, og leiðbeindi dönsk- um kennurum í því sambandi. En víkjum aftur aö námskeiö- inu í Khöfn 1964. Ragna fór meö okkur í skoðunarferöir. Ein ferðin var farin til æskuslóða skáldsins Martins A. Hansen á Stevns á Sjálandi, en við lásum einmitt bók hans, Lögneren, á námskeiðinu. Aöra ferð fórum við suður á Manarkletta. Þá fór Ragna með okkur í hið merka safn gamalla bæja og húsa frá fyrri tíma, sem er í Lyngby og nefnist Fri- landsmuseet. Þetta er þeirra Árbæjarsafn. Ragna fór meö okkur um stór- borgina og var leiösögn hennar okkur mjög lærdómsrík. Kaup- mannahöfn geymir margar byggingar tengdar sögu okkar fyrr og síðar. Ekki má gleyma því, er Ragna bauð okkur á námskeiðinu heim til sín. Hún bjó lengi í leiguíbúö við Söborgtorg, en þaö er í borgarhverfinu Söborg, sem telst til bæjarfélagsins Gladsaxe. Þarna kunni Ragna vel viö sig. Bækur þöktu flesta veggi. Ég tók eftir því, aö ritverk Halldórs Laxness voru þarna í frumútgáfum. Jafnan leit ég inn hjá Rögnu, er ég kom til Hafnar. Henni sýndi ég þýöingar mínar á smá- ljóöum danska skáldsins Piets Hein, og hvatti hún mig til aö þau yröu gefin út, meö svo- hljóöandi áritun: „Vedlagte an- befaler jeg varmt til udgivelse. Ragna Lorentzen, mag. art. Sö- borg, 29. 06. 1986." Ekki höfðu útgefendur hér heima trú á, að þeir högnuöust á útgáfu þessara smáljóöa, og varð ég því að kosta hana. Ragna kom á heimili mitt í Reykjavík, skömmu eftir að henni var veitt fálkaoröa ís- lenska lýðveldisins. Greinilegt var, að henni þótti vænt um þennan viröingar- og vináttu- vott. Hún átti hann sannarlega skilið. Skömmu síöar hlaut hún danskt heiöursmerki. Aö loknu námskeiði í Kaup- mannahöfn sumarið 1964 sagði ég þetta í ljóði til Rögnu, sem ort var sem þakklætisvottur frá námskeiðsfólkinu íslenska fyrir framúrskarandi kennslu. Hér er eitt erindi úr þessu ljóði: Og vonin ekki varð þeim tál né vondar freistingar. Þeir lærðu drjúgt hið danska mál, og dásamlegt það var. Þeim léðist einnig leiðsögn góð um lendur máls og fen, því rétt að verki röggsöm stóð hún Ragna Lorentzen. í dönskunámskeiði hjá Rögnu hér heima sumarið 1969 tók ég einnig þátt, ásamt mörgum öör- um kennurum. Samur var áhug- inn hjá henni, og enn var þaö skáldverk Martins A. Hansen, Lögneren, sem hún las meö okkur. Sannarlega athyglisvert, en upphaflega var þaö smásaga, sem höfundurinn nefndi Isen bryder eöa ísinn brestur. Þarna þökkuöum við Rögnu góöa leið- sögn í námi um hálfsmánaöar tímabil, og setti ég saman ljóö af því tilefni. Þar segir á einum staö: Öll er kennsla amstur, erfiði og streð þeim, sem ekki eiga ungt og lipurtgeð. Þér er þetta leikur; þín er fræðsla jöfn uppi á ísafoldu og í Kaupinhöfh. Og viðlagið, sem á við ljóðið Lille sommerfugl, er á þessa leið: Öll við þökkum þér það, sem kenndir hér. Allt hið þrotlausa starfþér vitni ber. Lifðu langa stund, laus við böl og und, heima á Ijómandi Danagrund. Ragna Lorentzen hvílir nú í mold feöra sinna og mæðra. Hún skilaði farsælu ævistarfi. Þökk sé henni fyrir það allt. Auðunn Bragi Sveinsson, fyrrum kennari og skólastjóri t MINNING DAGBOK Fimmtudaqur imtudaqi 16 mars 75. dagur ársins - 290 dagar eftir. 11. vlka Sólris kl. 7.44 sólarlag kl. 19.30 Dagurinn lengist um 7 mínútur Félag eldri borgara I Reykjavík og nágrennl Bridskeppni, tvímenningur, kl. 13 í dag í Risinu. Músíktilraunir Tóna- bæjar og ÍTR Fyrsta Músíktilraunakvöldiö veröur í kvöld, fimmtudag, í Tónabæ og byrjar kl. 20. Hljómsveitirnar, sem leika á þessu tilraunakvöldi, eru: Gort, Botnleöja, Krá-khan, Splurge, Gormar og geimfluga, Bee Spi- des og Læðurnar. Gestahljórhsveit kvöldsins er Kolrassa krókríðandi. Hana-nú, Kópavogi fer í heimsókn í Þjóöarbók- hlöðuna á laugardaginn kl. 14. Rúta frá Gjábakka. Halldóra Þorsteinsdóttir tekur á móti hópnum. Pantanir í síma 43400 og 45700. Oplnn fundur hjá Þjóbvaka í kvöld, fimmtudag, heldur Þjóðvaki, hreyfing fólksins, op- inn fund um launamál kvenna og hvernig eigi ab snúast gegn því launamisrétti sem konur búa viö. Frummælandi á fund- inum veröur Lára V. Júlíusdótt- ir, 5. maður á lista Þjóövaka í Reykjavík. - Fundurinn veröur haldinn í kosningamiðstöð Þjóövaka aö Hafnarstraéti 7 og hefst hann kl. 20.30. Allt áhugafólk um jafnréttis- og launamál er bob- ib hjartanlega velkomið og hvatt til aö mæta og láta skoö- un sína í ljós. Fundarstjóri verður Páll Hall- dórsson, formaöur BHMR. 80 ára afmæli Þórarinn Jens Óskarsson húsa- smíðameistari, Steinaseli 4 í Reykjavík, er áttræöur í dag, 16. mars. Þórarinn er kvæntur Guðlaugu Sæmundsdóttur. Þau hjónin munu taka á móti gestum í sal Meistarafélags húsasmiða í Skipholti 70, Reykjavík, sunnudaginn 19. mars n.k. kl. 15. Katalónsk hátíb á Scandlc Hótel Loftlelb- um Dagana 17. til 22. mars munu Lón og Blómasalur Scandic Hótel Loftleiöa bjóöa gestum sínum aö kynnast mat- argeröarlist Katalóníubúa. Katalónía er eitt af héruöum Spánar og er Barcelona þekkt- ust, auk Costa Brava sem ís- lendingar þekkja vel. Katalónía er kunn fyrir blómlegt menn- ingarlíf, frábæra matreiöslu og góö vín. Matreiðslumeistarinn Xavier Ribot y Margarit mun ásamt aðstoðarmanni sínum sjá um aö matreiöa fyrir gesti hótelsins. Einnig hefur veriö fengin hljómsveit og þrír dans- arar frá Katalóníu til þess ab skemmta hátíöargestum. Boðið er upp á hlaðborð bæöi hádegi og kvöld, auk þess sem gestum gefst færi á að njóta kata- lónskra vína með matnum. Tveir heppnir matargestir hljóta vikuferö til Barcelona meö Flugleiðum og gistingu á Hótel Cita Dines á Ramble Barcelona á vegum feröaskrif- stofunnar Istravel. Konukvöld Vals Hiö árvissa konukvöld knatt- spyrnufélagsins Vals veröur haldiö í nýrri félagsaöstööu Vals aö Hlíðarenda þann 25. mars. Miðar veröa seldir á skrif- ' stofu Vals og í íþróttahúsi Vals til 20. mars. Mibaverö krr*?, 2.000. Gleöin hefst kl. 19 og borö-' hald kl. 20. Ræöumaöur kvöldsins veröur össur Skarp- i hébinsson, heiðursgestur Sig- ríöur Sigurðardóttir, Noröur- landameistari í handknattleik og íþróttamaöur ársins 1964, og Kristrún Heimisdóttir, knattspymukona úr KR, veröur siðameistari. Kokkarnir Biggi og Maggi matreiba glæsilegt sjávarréttahlaöborö. Allar Valskonur eru hvattar til aö mæta þetta kvöld og er velkomiö ab taka með sér gesti. APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgldagavarela apóteka I Reykjavlk fri 10. tll 16. mare er I Arbæjar apótekl og Laugarnes apótekl. Þaó apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vðrsluna frá kl. 22.00 að kvðldl tll kl. 0.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar fsfma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátiðum. Sfmsvarí 681041. Halnarfjðrður: Halnarfjarðar apótek og Noróurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar í simsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjðrnu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búóa. Apótekin skiptasl á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opió í því apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opió frá Itl. 11.00-12.00 og 20.00- 21.00. Á öórum timum er lyfjairæóingur á bakvakt. Uppiýs- ingar eru gelnar í síma 22445. Apótek Keflavikur: Opió virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opió virka daga frá Id. 8.00- 18.00. Lokað i hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opió til kl. 18.30. Opió er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opió virka daga til kl. 18.30. Á laugard. Id. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekió er opið rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga Id. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1 mars 1995. Mánaðergrelðslur E#i/ðrotkulffeyrir(gnjnnlffeyrir)........... 12.329 1/2 hjónalífeyrir...........................11.096 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega..........22,684 Full tekjutrygging örorkulffeyrisþega........23.320 Heimilisuppbót.............,.................7,711 Sérstðk heimilisuppbót........................5,304 Bamalffeyrir v/1 bams...................... 10.300 Meðlagv/1 bams............................. 10.300 Mæóralaun/feðralaun v/1 bams..................1.000 Mæðralaun/feðralaun v/2ja bama................5.000 Mæðralaun/feðralaun v/3ja bama eða fleiri...10.800 Ekkjubælur/ekkilsbætur 6 mánaða..............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaóa.............11.583 Fullur ekkjulífeyrir....................... 12.329 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa)..................15.448 Fæóingarstyrkur..............................25.090 Vasapeningar vistmanna.......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggreiðslur Fullir fæðingardagpeningar................1.052.00 Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ....142.80 GENGISSKRÁNING 15. mars 1995 kl. 10,53 Oplnb. Kaup viöm.gengi Sala Gengl skr.fundar Bandarfkjadollar 64,39 64,57 64,48 Sterlingspund ....102,06 102,34 102,20 Kanadadollar 45,54 45,72 45,63 Dðnsk króna ....11,380 11,416 11,398 Norak króna ....10,235 10,269 10,252 Sænsk króna 8,879 8,909 6,894 Flnnskt mark ....14,685 14,735 14,710 Franskur frankl ....12,865 12,909 12,887 Belgfskur frankl ....2,2114 2,2190 2,2152 Svissneskur frankl. 54,91 55,09 55,00 Hollenskt gylllni 40,66 40,80 40,73 Þýskt mark 45,64 45,76 45,70 ítölsk Ifra ..0,03796 0,03812 0,03804 Austurrfskur sch 6,480 6,504 6,492 Portúg. escudo ....0,4330 0,4348 0,4339 Spánskur pesetl ....0,4999 0,5021 0,5010 Japanskt yen ....0,7123 0,7145 0,7134 Irskt pund ....101,42 101,84 101,63 Sérst. dráttarr. 98,89 99,07 98,88 ECU-Evrópumynt.... 83,64 83,92 83,78 Grfsk drakma ....0,2809 0,2819 0,2814 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGÖM LANDŒ) MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVtK 91-6*6915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.