Tíminn - 16.03.1995, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 16. mars 1995
Cuöbjörn Jónsson:
Lágu
Nú, aö afloknum samningum
flestra félaga í hinum viöur-
kenndu láglaunahópum, getum
viö fariö aö velta vöngum yfir
hugsanlegum árangri þessara
samninga til launajöfnunar. Þaö,
sem kannski er sérstakt viö alla
svona samninga, er aö allir aöilar
samninganna er á einu máli um
aö lægstu launakjörin séu þjóöfé-
laginu til skammar og aö engin
leiö sé aö framfleyta sér af þeim
launum. Ef þetta væri skoöun
verkalýöshreyfingarinnar einnar,
gæti þetta meö góöu móti talist á-
róöurstæki. En þar sem þetta er
skoöun allra sem aö samninga-
málum koma, þar á meöal stjórn-
valda, eru niðurstöður samninga
lágtekjuhópanna sífelld von-
brigöi. Fólk talar um getuleysi,
viljaleysi eða skeytingarleysi
þeirra, sem með samningamál
fara, fyrir afkomumöguleikum
lágtekjufólksins. Atvinnurekend-
ur og þeir sem stjórna ríkissjóöi,
benda hins vegar á aö veruleg
hækkun lægstu iauna sé ófram-
kvæmanleg, vegna þess hve hún
kosti mikla peninga. Ætli viö
séum þar meö komin meö þá niö-
urstööu aö ekki sé hægt aö leið-
rétta lægstu laun á þann veg aö
þau dugi venjulegum alþýðu-
manni til framfæris. Ef litið er til
árangurs baráttu undanfarinna
áratuga, mætti ætla aö engar fær-
ar leiöir væru til í þessum efnum.
Hvaö breytist sam-
hiiöa hækkun lágu
launanna
Þegar talaö er um að hækka
lægstu launataxta, er veriö að tala
um að hækka launakjör mikils
fjölda fólks á vinnumarkaönum,
því fjölmennustu stéttarfélögin
eru einnig þau félög sem eru með
lægstu launataxtana. Þaö er því
ekki afl fjöldans sem vantar til
þess að breyta því ástandi, sem all-
ir eru ósáttir við. Það, sem gerir
breytingar á lægstu launatöxtum
svona erfiðar, er að ýmsar greiðsl-
ur fjármagnaöar af ríkinu, s.s. at-
vinnuleysisbætur, elli- og örorku-
lífeyrir o.fl., taka mið af þessum
launakjörum, eða beinlínis fylgja
ákveönum launatöxtum. Þegar
allir þessir hópar eru tengdir sam-
an, þ.e. láglaunahóparnir á
vinnumarkaönum og þeir sem fá
greiðslur frá Tryggingastofnun og
lífeyrissjóðum, telja menn sig
vera að tala um verulega mikla
fjármuni, ef hækka ætti launa- og
lífeyrisgreiðslur til alls þessa hóps.
Þaö, sem mönnum sést hins vegar
yfir, er að þessi upphæð er ekki
eins mikil og sýnist í fyrstu, því
hringstreymi fjármagns hefur
þarna nokkur áhrif á.
Því miður virðist sem hagfræð-
ingum stjórnkerfisins hafi ekki
enn tekist að koma auga á hinn
mikilvæga þátt eðlilegs og óslitins
hringstreymis fjármagns um
þjóðfélagið. Enn stýra þeir sam-
drætti í veltu samfélagsins á þann
veg, sem kalla mætti beina leiö til
örbirgðar. Ef lögö væri vinna í aö
endurskipuleggja veltufjárþörf
samfélagsins, meö tilliti til þeirrar
samfélagsþjónustu sem viö vilj-
um hafa, og endurskipulögö end-
urgreiðsla lánsfjár í takt viö
mögulega greiöslugetu, án veru-
legra áfalla, gætum viö samhliða
því náö verulegum árangri í aö
bæta lægstu lífskjör með tiltölu-
lega hagkvæmum hætti. Ef okkur
auðnast ekki aö rata þessa leið, er
tilgangslítið að vera meö vænt-
ingar um sérstakar hækkanir til
þeirra sem lökust kjörin hafa, án
þess að breyta vinnuaðferöum.
Samningar án sýni-
legrar verbmæta-
aukningar
Þegar gengið er til samninga í
umhverfi stööugleika, eins og ríkt
hefur hér undanfarin ár, reynir
sérstaklega á hæfileika forystu-
sveitar verkalýðsfélaganna að
benda á leiðir til launahækkana,
án þess aö þaö geti beint talist
veröbólguhvetjandi. Samningar
af því tagi eru því fyrst og fremst
átök um öðruvísi skiptingu þeirr-
VETTVANCUR
„Því miður virðist sem
hagfrœðingum stjómkerfis-
ins hafi ekki enn tekist að
koma auga á hinn mikil-
vœga þátt eðlilegs og óslit-
ins hringstreýmis fjár-
magns um þjóðfélagið.
Enn stýra þeir samdrœtti í
veltu samfélagsins á þann
veg, sem kalla mœtti beina
leið til örbirgðar."
ar köku sem þegar er til, frekar en
að togast sé á um einhverja frek-
ari viöbót við þá köku. Samningar
þeir, sem nú eru nýafstaðnir,
voru einmitt samningar um ööru-
vísi skiptingu kökunnar. Þaö, sem
viröist hafa gert verkalýöshreyf-
ingunni öröugt að ná fram varan-
legum kjarabótum, er aö hún hef-
ur ekki á aö skipa aðilum meö
haldgóða þekkingu á rekstrarmál-
um, til þess að vinna fyrir sig
markvissar tillögur um breytta
skiptingu kökunnar. Af einhverj-
um ástæöum virðast hagfræöing-
ar ASÍ ekki nýtast sem skyldi á
þessu sviöi.
Átök um öðruvísi skiptingu á
tekjum fyrirtækja, án þess að geta
um leið bent á færar leiðir til
þe’rra launahækkana sem fariö er
fram á, verða aldrei neitt nálægt
því aö vera jafn leikur, ef verka-
lýðshreyfingin hefur ekki á aö
skipa aöilum með góöa þekkingu
á rekstrarmálum. Meðan svo er
ekki, munu vinnuveitendur hafa
þar alla yfirburði og geta án nokk-
urra rökrænna skýringa svarað:
Þetta er því miður ekki hœgt. Án
góðrar þekkingar á rekstrarmál-
um er verkalýðshreyfingin vopn-
laus gegn slíkum svörum. Einu
vopn hennar í slíkum átökum eru
því verkföll, sem sjaldnast hafa
skilað varanlegum kjarabótum,
auk þess sem þau skaða' yfirleitt
hagsmuni þjóöfélagsins.
Kjarasamningar án
verkfalla
Með hliðsjón af litlum árangri
verkfalla nú í seinni tíð, m.a.
vegna þess hve fjármálaumsvif
fjölskyldna hafa aukist gífurlega
undanfarna áratugi og þar með
möguleikar fólks til þess aö taka á
sig tekjuskeröingu sem alltaf fylg-
ir verkfalli, ber brýna nauðsyn til
þess aö endurskoöa leikreglur við
samningagerð. Þar þarf aö hafa aö
markmiði aö ná samningum án
verkfalla. Þaö er hægt aö finna
leið til samninga án verkfalla, en
til þess þarf m.a. aö breyta lögum
um stéttarfélög og vinnudeilur.
Þar lít ég fyrst og fremst til þess að
hver nýr kjarasamningur, þaö er
að segja launaliður hans, gildi
alltaf frá og meö fyrsta degi eftir
aö eldri samningur rennur út.
Einnig þarf að binda í reglur á-
kvæöi um tímalengdir, annars
vegar umhugsunarfrests til skoð-
unar á tilboðum, en hins vegar
vegna stöövunar viöræöna. Að
falla á tíma gæti kallað á einhver
refsiákvæöi, eða að málið færi fyr-
ir geröardóm, á kostnað þess
samningsaöila sem féll á tíma, og
geröardómur ákvarðaöi launakjör
til eins árs. Einnig mætti hugsa
sér að samningsaðilum væri gert
skylt að byrja viðræður vegna
nýrra kjarasamninga eigi síöar en
tveim mánuöum áöur en gild-
andi kjarasamningar renna út.
Fleiri leiöir mætti örugglega
finna til breytinga á því ástandi,
sem nú er í kjarabaráttu launa-
fólks. Einn stærsti liðurinn í aö
verkalýöshreyfingin geti nýtt sér
slíkar breytingar á gerð samninga,
er að hún hafi á að skipa aðilum
með raunhæfa þekkingu á rekstr-
armálum. Aðilum, sem geti gagn-
rýnt vinnuveitendur á faglegum
grunni og hafi vilja og metnað til
þess aö láta gott af sér leiða fyrir
þá, sem vinna nauösynlegustu,
en jafnframt lægst launuðu störf-
in.
Kjarabarátta og
stéttarvitund
Þegar ég lít til baka til æskuár-
anna, þegar fósturfaðir minn og
samherjar hans voru að stofna
verkalýðsfélag í einu af þorpun-
um á Vestfjörðum, verður mér oft
hugsaö til þess hve samstaða fólks
var miklu meiri þá en nú. Ég hef
mikið velt þessu fyrir mér, sér-
staklega í ljósi þess að lífsbarátta
þeirra, sem lægstu launakjörin
hafa, hefur ekki breyst mikið til
batnaðar, umfram almenna vel-
ferðaraukningu í þjóöfélaginu.
Aö sjálfsögöu má ekki líta fram-
hjá því, ab verkalýðsbaráttan á
verulegan hlut í þeim bata. Þegar
hins vegar er litið til þeirra lífs-
kjara sem lakast setta fólkib haföi,
miðab við þá sem betur máttu
sín, við upphaf verkalýösbarátt-
unnar, og þessir sömu hópar
bornir saman aftur í nútíbinni,
viröist mér sem óréttlætið gagn-
vart þeim lakast settu hafi heldur
aukist. Þar koma til ýmsir þættir
lífsbaráttunnar, sem voru óþekkt-
ir vib upphaf verkalýðsbaráttunn-
ar. Verkalýðshreyfingin þarf um-
fram allt að passa sig á að gleyma
ekki þeim lakast settu, í kapp-
hlaupi um fjölgun vel launaðra
starfa fyrir okkur, sem höfum öðl-
ast menntun og reynslu sem því
fylgir að nota þá menntun.
Höfundur er skrifstofumabur.
Davíb Erlingsson:
U m afurðir menningar
Þaö bar viö nú í febrúar 1995,
skömmu áður en frönsk kona varð
hundraðs tólfræös aö áratali og
taldist allra kerlinga elst, ab í þeirri
sjálfsmyndarsmiöju vorri, ríkisút-
varpinu, nánar tiltekib í einhverj-
um sjálfútnefnda „menningar"-
þættinum skömmu fyrir venjuleg-
an kvöldmatartíma, kvað viö rödd
einhverrar stríömæltrar stúlku aö
ræða af auðheyröum áhuga og
skapfestu um fyrirtækin okkar og
framkvæmdirnar okkar til þess aö
byggja upp menninguna okkar.
Mál hennar hrundi vel í þessum
athafnalega stíl, til þess ab ekki
þyrfti nú aö setja þá hugsun að
nokkrum manni að hér væri bara
gamla þjóðmenningarmoðsuðan
aö muldra rétt eina ferbina. Ónei.
Heldur nýtt táp og nýtt fjör og nýr
frískleikur. Björt sýn og alltaðþví
íslandsbersalegur athafnavilji og
ekki vitund kínalakkríslegur fyrr
en maður er búinn ab hlusta of
lengi.
Framtíðarkonan kom þar ab
máli sínu, ab núna höfum við til
dæmis þýbingarsjóð sem viö not-
VETTVANGUR
„Það blasir því nú við, að
við höfum efni á — og
þyrftum ekki að vera lengi
að — að gera okkur að
snaggaralegu stórveldi í
bókmenntum veraldarinn-
ar, eða jafhvel stórveldi í
því enn víðtœkara ágceti
sem hvarvetna blasir nú
við okkur á auglýsingum
og heitir „menning"."
um til þess aö þýða á útlendar
tungur margvíslega merkilega
texta sem íslendingar skrifa. Þýð-
ingarsjóöinn notum vib þannig til
þess „að flytja út menningarafurb-
ir". Nú mætti vel hafa það í huga,
sem stúlkan hafði ekki orð á, að
viö erum nú hætt að borga niður
afurðir landbúnaöarins okkar, gefa
fé með þeim hvort heldur er ofan í
hérlendinga eða útlendinga, meö
kostnaöi á nef okkar hvert sem
Þorvaldur prófessor Gylfason segir
taka þeim kostnaöi fram sem
Bandaríkjamenn bera af því ab
vera mesta herveldi heimsins. Það
blasir því nú við, að við höfum
efni á — og þyrftum ekki aö vera
lengi ab — aö gera okkur að snagg-
aralegu stórveldi í bókmenntum
veraldarinnar, eða jafnvel stór-
veldi í því enn víðtækara ágæti
sem hvarvetna blasir nú viö okkur
á auglýsingum og heitir „menn-
ing". Menningarstofnunin eba
Menningarmibstöðin Geröu-
berg(i) til dæmis. Var ekki einhver
að leggja til ab við létum Reykjavík
verða menningarborg Evrópu á
einhverju hinna næstu glumru-
gangsins ára. En sé einhver bilbug-
ur á blessuðu móðurmálinu, er þá
nema taka svosem miljarð og
sprauta í það beint þeim fjörefna-
legi, svo að fram af henni leiði all-
ar þessar heimsaðdáanlegu
menntir á bókum og öðru sem viö
getum miklab okkur af og stund-
um selt öörum þjóðum með út-
flutningsbótunum sem viö notum
ekki lengur á aöra búvöru en and-
lega (saubarskapinn). Samanber
ákvörðun Þingvallafundar um ab
veita fé til þeirra samfarandi mál-
efna: móöurmálsbóta og sjávarlíf-
heimsrannsókna. „Þeir munu lýð-
ir löndum ráða, sem útskaga ábur
of byggðu." Þeim orbum vitnaöi
alloft hér á árum áöur virðulegur
prófessor, Einar Ólafur Sveinsson,
ábúðarmikill gæslumaður mennta
og menntavísinda þjóöarinnar
okkar. Þá átti hann einmitt vib
þetta sem stríðmælta og skapfasta
stúlkan, sannnefnd Þjóðvættur,
var aö tala um. Nefnilega að senn
færu sínir menn og sínir eftir-
menn að láta þann veg til sín taka
í veröld vísinda og visku, að ís-
lenskar bókmenntir gerðust af því
miklum mun heimsfrægari en þær
em, og þjóðinni okkar allri sannur
vegur aö. Auk — vitanlega — út-
flutningsteknanna til þess aö lifa
af. Þær skipta einnig sínu máli, og
þá er til þess ab hugsa með ólitlum
fögnuöi, hve framleiöslukostnab-
urinn mætti verða raunlítill, því
aö ekki mundi þá fremur er endra-
nær þurfa ab launa skáldunum og
vísindamönnunum sérstaklega
þeirra verk, því að þeir geta því
einu veriö sælir, að þjóöin þeirra
sé sæl. Og þýðir ekki að reyna að
bjóða þeim önnur laun en þessi.
Höfundur er dósent.