Tíminn - 16.03.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.03.1995, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 16. mars 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Gubmundur Örn Ingólfsson framkvœmdastjóri og franski fiskifrœbing- urinn dr. Frederic Gaumet, starfsmabur stöbvarinnar, meb dauba barra í stöbinni hjá Máka. Óhapp í hlýsjávareldinu Máka: Vibvörunarkerfi brást og fiskarnir drápust Þegar starfsmaöur hlýsjávar- eldisins Máka á Sauöárkróki mætti til vinnu fyrir nokkrum dögum, voru allir 2300 hrygn- ingarfiskarnir í stööinni dauö- ir vegna súrefnisskorts. Dæling haföi stöövast og safnker tæmst, en þar er dæl- an staösett. Orsakir tjónsins eru raktar til þess að viövör- unarkerfi brást, en fram til þessa haföi þaö reynst áreiö- anlegt. Guömundur örn Ingólfs- son, framkvæmdastjóri Máka, segir þetta áfall ekki fyrst og fremst felast í fjárhagslegu tjóni vegna dauða fiskanna, þótt þriöjungur fiskanna heföi komist í sláturstærö í sumar, heldur miklu frekar aö nú þurfi að færa núverandi og verðandi fjárfestum sönnur á aö þann árangur, sem þegar heföi náöst. Þ.e. aö verkefniö hefði veriö búiö aö sýna fram á að eldið hefði tekist og til-v raunaeldinu hefði í raun verið lokiö, þótt þaö hefði ekki átt að enda á þennan hátt. Óhappið þýðir aö framleiðslu- eldinu seinkar um 10 mánuði. Borgfirbingar slá met í kirkjurækni: Kirkjusóknin 73% Borgfiröingar létu illviöri og ófærð lönd og leið og fjöl- menntu til kirkju sl. sunnu- dag. Er sóknarpresturinn Þór- ey Guðmundsdóttir, sem hóf störf í byrjun vetrar, aö von- um ánægð með kirkjusókn- ina, sem slegið hefur öll met og verib í fjórum fyrstu kirkju- athöfnunum 73,3%. Á Borgarfiröi hefur barna- starfib verið með miklum blóma undanfarin ár. Nær öli börn sækja sunnudagaskóla og þar sem enginn fastur kirkjuorganisti eöa kirkjukór hefur starfaö undanfarib, hafa börnin leitt messusöng viö guösþjónustur í vetur meö miklum ágætum meö aðstoð Margrétar Bragadóttur tónlist- arkennara. Hjá sóknarpresti og sóknarnefnd er mikill áhugi á aö efla sönglíf á staön- um og var þess fariö á leit viö söngmálastjóra þjóökirkjunn- ar aö hann legöi málinu liö. Málalok uröu farsæl og eiga Borgfiröingar nú von á Margr- éti Bóasdóttur söngkonu, sem af miklum eldmóöi og dugn- aöi hefur eflt sönglíf víba um land. Auk þess aö þjálfa börnin í söng, veröur fullorönum bob- iö upp á ókeypis söngtíma og sagðist séra Þórey vonast til ab sem flestir nýttu sér þessa kennslu, sem vonandi yröi til þess ab kirkjukórinn á staön- um yrbi endurvakinn. Enginn atvinnu- laus á Djúpavogi frá áramótum Mikið hefur verib aö gera hjá Búlandstindi á Djúpavogi frá áramótum. Búiö er aö frysta um 550 tonn af lobnu og er loðna einnig fryst um borö í togara fyrirtækisins, Sunnutindi SU 59, viö bryggju. Aö sögn Jóhanns Þórs Hall- dórssonar, framkvæmdastjóra Búlandstinds, hefur loönu- verksmiöja fyrirtækisins, þótt gömul sé, hjálpað viö lobnu- frystinguna, en hún getur brætt um 140 tonn á sólar- hring. Hann sagði að ef verk- smiðjunnar heföi ekki notib viö, hefði þurft aö sækja hrá- efnið á bílum og ekki víst aö eins mikið hefði verið fryst. Má segja aö nánast enginn hafi verið á atvinnuleysisskrá á Djúpavogi frá áramótum, en töluvert hefur verib um aö- komufólk í vinnu. Yfirlitssýning á verkum Steinþórs í tilefni af átt- ræbisafmælinu í tilefni af áttræöisafmæli Steinþórs Eiríkssonar listmál- ara á árinu, hefur Myndlistar- félag Fljótsdalshéraðs ákveöið að efna til yfirlitssýningar á verkum hans. Sýningin verö- ur sett upp í Menntaskólan- um á Egilsstöðum og mun standa yfir í allt sumar. Sýningin á ab spanna allan feril Steinþórs og þar sem verk hans eru dreifð um allt land, óskar Myndlistarfélagið liösinnis allra sem einhverjar upplýsingar geta gefiö um einstök verk eöa annaö sem aö notum gæti komið. Blaöamaður Austra hafði samband við Steinþór, sem nú liggur á sjúkrahúsinu á Neskaupstaö, en hann er á batavegi eftir veikindi. Hann telur aö myndir sínar skipti þúsundum og m.a. hafi tölu- vert^af myndum hans fariö utan landsteinanna og sé þær að finna í öllum heimsálfum. í áranna rás hefur Steinþór haldið fjölda sýninga í Reykjavík, á Akureyri og á öllum þéttbýlisstööum aust- anlands. Fjárveiting Akureyrarbæjar til snjómoksturs á árinu á þrotum: „Getum aubvitab ekki hætt ab moka" „Þaö er auövitaö alveg ljóst aö viö getum ekki hætt snjó- mokstri, viö verðum aö moka eins og nauðsynlegt er þrátt fyrir að fjárveitingin sé á þrotum," sagði Jakob Björns- son, bæjarstjóri á Akureyri, um þann vanda sem menn standa frammi fyrir varðandj kostnað viö snjómokstur í bænum. „Þaö liggur fyrir að viö endurskoðun fjárhagsáætlun- ar síöar á árinu verður aö leysa þetta mál á einhvern máta. Til greina kemur að færa fjármuni á milli liöa til þess að mæta þessu, skera niöur eöa skekkja fjárhags- áætlunina sem þessu nemur. En þaö er aö sjálfsögöu alveg ljóst að við getum ekki hætt aö moka, þótt fjárveitingin sé búin. Það er hreint öryggisat- riði aö snjómokstri sé vel sinnt, t.d. hvað varðar sjúkra- flutninga, eldvarnir og fleira," sagöi Jakob. Jakob sagöist ekki hafa ná- kvæmar upplýsingar um kostnaö viö snjómokstur þaö sem af er árinu mibað viö fyrri ár, en hann sagðist reikna meö ab sá kostnaður væri viö hærri mörkin. 0LÍS opnar nýja þjónustumiðstöð Olíuverzlun íslands hf. (OLÍS) [~ __ hefur opnaö sérstaka þjón- ustumiöstöb þar sem tekib er á móti öllum vöru- og þjón- ustupöntunum frá vibskipta- vinum, bensínstöbvum og birgbastöbvum félagsins á einum stab. Þjónustumiðstöðin, sem tek- ur á móti skilaboðum sem ber- ast símleibis, í pósti, í faxi, á Interneti og meö tölvupósti, veitir einnig allar upplýsingar um vörur, þjónustu, verö, opn- unartíma, dreifileiöir og þjón- ustustaði auk þess sem tekið er á móti kvörtunum og ábend- ingum frá viöskiptavinum. Fyrst um sinn er sími þjónustu- borðs 689800 og fax 672921, en frá 1. júní n.k. er bein lína þangaö 515-1100 og fax 515- 1110. Tölvupóstfang er olis@m- media.is og Internet-fang er http//www/mmedia is/olis. Samtímis opnun þjónustu- miöstöövarinnar hefur OLÍS, fyrst íslenskra olíufélaga, tengst Internetinu. Á heimasíöu fé- lagsins er aö finna almennar upplýsingar og landakort, sem sýna starfsemi félagsins og þær vörur og þjónustu sem í boöi eru. í gegnum Intemetiö veröur í náinni framtíð hægt aö ganga frá pöntunum á öllum vöru- flokkum sem OLÍS hefur að Einar Þorsteinsson, Finnur Gunn- arsson og Fljalti Bjarnfinnsson, starfsmenn þjónustumibstöbvar- innar. bjóða. OLÍS hefur einnig tengst tölvupóstkerfinu ísgátt, en sú tenging auöveldar enn frekar aðgang viöskiptavina félagsins aö fyrirtækinu. Meö opnun þjónustumið- stöövar og ofangreindum tölvutengingum er stefnt aö því að pantanir og upplýsingaflæöi milli OLÍS og viðskiptavina á sjó og landi veröi auöveldara og skilvirkara en áöur. ■ Bílanaust hf. yfir- tekur rekstur Smyrils Bílanaust hefur keypt bílaversl- unina Smyril á Bíldshöfba 14 í Reykjavík, ásamt lager, vib- skiptavild og húsnæbi. Verslun Smyrils verbur breytt í útibú Bílanausts, sem á ab þjóna ibn- fyrirtækjum í nálægb, en á Ár- túnshöfba eru mörg af stærri bílaverkstæbum á höfubborg- arsvæbinu. Vöruúrvalið á Bíldshöfða verö- ur aukið, en jafnframt veröur þjónusta við eigendur vörubíla aukin, m.a. meö því að bjóöa Koni-dempara í alla vörubíla, en Koni er einn þekktasti framleib- andi sérhæföra dempara fyrir flutningabíla og flutnirigatæki, enda notaðir í fleiri vörubíla hér- iendis en aðrar tegundir. Meö því aö bæta Koni við frambobið frá Monroe, Gabriel, Trailmaster o.fl. getur Bílanaust afgreitt dem- para af lager í svo til allar teg- undir, geröir og stæröir af bílum og flutningatækjum. Bílanaust starfrækir nú verslan- ir meö varahluti, efni, verkfæri, tæki og bílvörur á 4 stööum: í iðnaðarhverfinu viö Bæjarhraun í Hafnarfirði, í Skeifunni í Reykjavík og á Bíldshöfða 14, auk vöruhússins viö Borgartún. Um og yfir 95% af þeim vara- hlutum og vömm, sem Bílanaust selur, flytur fyrirtækiö inn milli- libalaust frá framleiðendum. Beinn innflutningur frá heims- þekktum framleiöendum vara- hluta hefur gert kleift aö lækka verö á varahlutum í hæsta gæba- flokki. Bílanaust selur meira af bíla- varahlutum og bílavörum en nokkur annar aðili á íslandi. Magninnkaup tryggja bíleigend- um þannig hagstæöasta verö á hverjum tíma. Gallup-könnun leiddi í ljós aö innkaupsverb Bíla- nausts á varahlutum er lægra en gengur og gerist hjá bíiaverslun- um í nágrannalöndum og útsölu- verö varahluta er lægra í Bíla- nausti en t.d. sambærilegri versl- un í Ósló, Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn. ■ Norrœna félagib tekur vib umsóknum heimamanna um Nordjobb 1995 og: Leitar sumarstarfa fyrir 80-90 norræn ungmenni „Gert er ráb fyrir ab um 80-90 norræn ungmenni komi til starfa hér á landi á vegum Nordjobb 1995 og ab álíka fjöldi íslenskra ungmenna fari til starfa á hinum Norburlöndunum á vegum Nor- djobb." Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norræna félaginu, sem vonar aö atvinnurekendur taki vel í ab rába norræn ungmenni til starfa í sumar. Norrænu félögin sjá um Nordjobb hvert í sínu landi, meb styrk frá Norrænu rábherranefnd- inrý,, Nordjobb, sem er á tíunda starfsári, miblar sumarvinnu milli landanna fyrir 18-25 ára fólk og sér einnig um útvegun húsnæbis og býbur upp á dagskrá til kynningar á landi og þjób. Störf á vegum Nordjobb eru mib- ub vib faglært jafnt sem ófaglært fólk, í allt frá 4 vikum upp í 4 mán- ubi á tímabilinu 15. maí til 15. september. Launakjör mibast vib kjarasamninga í hverju landi og skattar eru greiddir samkvæmt sér- stökum samningi. Umsóknarfrestur fyrir Nordjobb er til 1. apríl og sótt um til Norræna félagsins. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.