Tíminn - 18.03.1995, Síða 2

Tíminn - 18.03.1995, Síða 2
 Laugardagur 18. mars. 1995 Baráttufundur foreldra, Samfoks og Heimilis og skóla vegna verkfalls kennara: Samið verbi um laun en skipulag í nefnd I ályktun fjölmenns baráttu- fundar foreldra, sem haldinn var á Hótel Sögu í fyrradag vegna verkfalls kennara, er lagt til ab samib verbi strax vib kennara um launaleibrétt- ingar sem taki mib af saman- burbarhópum en séu jafn- framt í takt vib almenna vinnumarkabinn. Samtímis samningum vib kennara verbi skipub sérstök samstarfsnefnd sem skili tillög- um fyrir 1. ágúst n.k., hvernig best megi standa ab skipulags- breytingum í skólastarfi. í nefndinni eigi sæti fulltrúar kennara, foreldra, ríkis og sveit- arfélaga. Unnur Halldórsdóttir, for- mabur Heimilis og skóla, segir ab fréttir um meinta útgöngu fundarmanna af fundinum vegna óánægju meb niburstöbu fundarins, séu á misskilningi byggbar. Hið rétta sé ab fundin- um hafi verib lokiö þegar meint útganga átti sér staö, auk þess sem fólk hafi flýtt sér heim vegna óveöurs. Hún segir jafn- framt aö þaö heföi ekki gengiö aö bera upp tillögu á fundinum um stuöning viö launakröfur kennara, þar sem foreldrar vita ekki hvaöa þýöingu þaö hefur um betri skóla. Auk þess hafi foreldrum veriö nóg boöiö þeg- ar ljóst var hversu mikiö bar í mil(i deiluaðila þegar kennarar lögöu fram gagntilboö sitt. Formaður Heimilis og skóla segir tillögu fundarins vera ákveöna útgönguleiö fyrir kennara eftir margra vikna samningaþóf þar sem þeir séu peö í þrátefli ríkisins og sveitar- félaga. Hún minnir á aö skipu- lagsbreytingar í skólakerfinu hafi ekki verið í upphaflegri kröfugerð kennarafélaganna og því ætti að vera hægt að leysa deiluna meö því aö ganga til samninga um launamál kenn- ara og vinna að skipulagsbreyt- ingum í sameiginlegri nefnd. Tímamót voru í verkfalli kennara í gær en þá haföi verk- fallið staðið yfir í einn mánuð, en þaö hófst 17. febrúar sl. Fyrir sáttafund sem hófst eftir hádegi í gær benti fátt til þess að ein- hver lausn væri í sjónmáli, en þó mun samninganefnd ríkisins hafa lýst yfir vilja til að endur- meta þau áhrif sem sérkjara- samningar á almennum vinnu- markabi hafa. En upphaflega mat nefndin áhrifin til 0,3% launahækkana en samkvæmt athugun Bandalags háskóla- manna - BHMR á samningun- um hækka laun „stórra hópa" um 3%-4% vegna breytinga á starfsaldurskerfi og vegna menntunarálags af ýmsu tagi. ■ 32 hús á Siglufiröi rýmd vegna snjóflóöahœttu. Björn Valdimarsson bœjarstjóri: 11 Þetta kemur okkur ekkert úr jafnvægi" „Þetta ástand er ekkert sem kemur bæjarbúum úr jafnvægi. Snjóflób hafa oft fallib á þess- um slóbum. Því þykir okkur rétt ab hafa varann á og rýma þessar íbúbir," sagbi Björn Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirbi, og formabur AI- mannavarnanefndar bæjarins í samtali vib Tímann. í gær lét Almannavarnanefnd Siglufjaröar rýma 32 íbúöir viö Laugaveg, Suöurgötu og Noröur- tún, en þær götur eru syðst í bæn- um. Einmitt á þeim slóöum er mesta snjóflóðahættan á Sigló — en fyrir ofan nefndar gþtur er hið svonefnda Strengsgil. Úr því hafa fallið snjóflóö þetta einu sinni til tvisvar á ári. Því þykir ráöamönn- um á Siglufirði rétt aö búa sig undir hið versta. Af færö á vegum var í gær þaö aö frétta aö hægt var aö komast í Norðurárdal úr Reykjavík og þab- an svo austur meö suðurströnd- inni á Hornafjörö. Áfram var spáö noröanátt víðast hvar á landinu og almennu leiöindaveðri fram eftir helginni. ■ Athuganir vegna byggingar sinkverksmiöju í Cufunesi eru í gangi. Hákon Björnsson: „Menn gefa sér níu mánaba mebgöngutíma" „Þetta má eru í farvegi og verib er ab kanna ýmsa þætti ábur en ákvarbanir verba teknar. Þegar forathugunum lauk í desember gáfu menn sér níu mánaba mebgöngu- tíma til frekari athugana, en þær snúa fyrst og fremst ab því hvort hægt sé ab tryggja nægilegt hráefni til þessarar framleibslu." Þetta sagöi Hákon Björnsson, forstjóri Áburöarverksmiöj- unnar, um undirbúning aö verksmiðju sinkverksmiöju hér á landi og þá jafnvel í Gufu- nesi. Þaö er bandaríska fyrir- tækiö Zinc Corp. of America sem hyggst byggja hér sink- verksmiöju. Forathuganir eru enn í gangi og menn gefa sér tíma til þeirra fram á haust. „Menn eru enn ekki komnir meö nægilegar upplýsingar svo hægt sé aö taka ákvaröanir í þessu máli. Það er þó enn ekk- ert komið sem getur slegið á hug manna aö halda áfram í þessari undirbúningsvinnu," sagði Hákon. ■ Víbidalurinn er skeinuhœttur í snjóalögum, eins og sjá má af þessari mynd. Björgunarsveitarmenn frá Blönduósi fluttu bílstjórana fjórtán sem þar höfbu setib fastir síban abfaranótt fimmtudags til byggba síbdegis í gær, en bíl- arnir verba sóttir um leib og óveburshamurinn sem nú fer yfir landib gengur nibur. Tímamynd Kári Gunnarsson Fjórtán flutningabílstjórar komust hvergi vegna ófœröar í Víöidal. Biöu aöstoöar í hálfan annan sólarhring: Vib lifbum bara á // innanfitunni" „Nei, þab amabi ekkert ab okk- ur. Vib höfbum hita í bílunum en vorum ab vísu ab verba olíu- lausir. Verst var ab hafa ekkert ab éta - svo vib lifbum bara á innanfitunni," sagbi Jón Þor- björnsson vörubílstjóri frá Blönduósi í samtali vib Tímann síbdegis í gær. Hann var þá í bíl frá Hjálparsveit skáta en félagar hennar fóru í gær til abstobar fjórtán vörubílstjórum sem voru fastir í bílum sínum í Víbidal. Vörubilarnir fjórtán fóru í einni lest norbur á bóginn. Það var um klukkan tvö aðfaranótt fimmtu- dags sem bílstjórarnir sáu að ekki yröi lengra haldið vegna ófærðar og létu staðar numið. í gærmorgun komu björgunarsveit- armenn frá Blönduósi og Hvammstanga þeim til hjálpar og óku þeim á sitt hvorn staöinn. Jón Þorbjörnsson sagöi að farið yrði af stað á bílunum aftur af staö um leið og leiöindaveöri því sem nú gengur yfir landið slotaði. Viö því má búast í dag, laugardag, en þó máski ekki fyrr en á sunnu- dag. ■ G-listinn á Noröurlandi vestra og eystra Vegna mistaka birtist G-listi Alþýðubandalags og óháöra á Noröur- landi vestra og eystra í kosningablaöi Tímans í gær ekki meö öörum list- um í kjördæminu. Er þab miður og gerum við því bragarbót þar á og biftum listann hér. Áhugamenn um G-listann á þessum svæöum eru beönir velviröingar á þessum mistökum. Noröurlandskjördœmi vestra 1. Ragnar Arnalds alþingismaður, Mánaþúfu, Varmahlíö' 2. Siguröur Hlööversson tæknifræbingur, Suburgötu 91, Siglufirbi 3. Anna Kristín Gunnarsdóttir skipulagsstjóri, Ártúni 19, Sauðárkróki 4. Valgeröur Jakobsdóttir kennari, Kirkjuvegi 8, Hvammstanga 5. Gubmundur lngi Leifsson fræbslustjóri, Ásbraut 35, Blönduósi 6. Ríkey Sigurbjörnsdóttir húsmóbir, Flvanneyrarbraut 57, Siglufiröi 7. Hallgrímur Björgvinsson framhaldsskólanemandi, Hólabraut 26, Skagaströnd 8. Jón Bjarnson skólastjóri, Hólum, Hjaltadal 9. Ingibjörg Hafstaö, kennari og bóndi, Vík, Skagafiröi 10. Þorsteinn H. Gunnarsson bóndi, Reykjum, A-Hún. Noröurlandskjördœmi eystra 1. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaöur, Gunnarsstöbum, Þistilfiröi 2. Árni Steinar Jóhannsson umhverfisstjóri, Rein, Eyjafjaröarsveit 3. Sigríöur Stefánsdóttir bæjarfulltrúi, Vanabyggö 10C, Akureyri 4. örlygur Hnefill Jónsson héraösdómslögmaöur, Laugabrekku 16, Húsvík 5. Svanfríöur Halldórsdóttir móttökuritari, Hlíð, Ólafsfirði 6. Hildur Haröardóttir verkakona, Tjarnarholti 10, Raufarhöfn 7. Steinþór Heiöarsson nemi, Ytri- Tungu, Tjörnesi 8. Margrét Ríkharösdóttir þroskaþjálfari Hamarsstíg 6, Akureyri 9. Aðalsteinn Baldursson formaöur, Verkalýbsfélagi Húsavíkur, Baughóli 31b, Húsavik 10. Jóhanna M. Stefánsdóttir bóndi, Vallakoti, Reykjadal 11. Kristján E. Hjartarson, bóndi og húsgagnasmiður, Tjörn, Svarfaðardal 12. Kristín Hjálmarsdóttir, formaöur Iöju, Lyngholti 1, Akureyri

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.