Tíminn - 18.03.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.03.1995, Blaðsíða 12
12 SfHfiim Laugardagur 18. mars 1995 Halldóra Kristín Sturiaugsdóttir Hamarsholti, Gnúpverjahreppi Fimmtudaginn níunda mars and- aöist Halldóra Sturlaugsdóttir aö Ljósheimum á Selfossi. Hún var fædd tuttugasta og annan febrúar 1911, í Snartartungu í Bitrufiröi. Foreldrar hennar voru Guöbjörg Jónsdóttir og Sturlaugur Einarsson. Þau hjón eignuöust níu börn, en misstu eitt, auk þess voru einhver fósturbörn hjá þeim, en frá því kann ég ekki að segja. Halldóra var í Kvennaskólanum á Blönduósi veturinn 1930 til '31. Eftir það var hún í vist á ýmsum stöðum. Einhvern tíma var hún á Korpúlfsstöbum, en áriö 1940 kom hún að Skarði. Þá kynntist hún manni sínum, Kolbeini Jóhanns- syni. Þau giftu sig 18. nóvember 1943, stofnuðu heimili og byggðu hús sitt í Hamarsholti. Kolbeinn var járnsmiður og bifvélavirki. Hann sá um að hjólin snerust hérna í okkar góðu sveit. Hann var óvenjulega hress maður og viö söknum hans mörg. Heimili þeirra Kolbeins og Halldóru var afbragbsgott. Svo hlaut að verða, þar sem þau voru allt í senn greind, fróbleiksfús og glaösinna. Kolbeinn gekk að störf- um sínum meb krafti og Halldóra stóð með honum i öllu. Viðskipta- menn hans voru eins og heima- menn beggja, hvorf sem það var viö matar- eða kaffiborö. Aldrei var hægt að heyra á Halldóru að hún hefði nokkub fyrir þessum gestum, sem oft voru þó margir. Við Steinar erum þakklát fyrir það og svo munu sveitungar okkar vera líka. Oft minnist ég þess hvað gaman var ab fá þau Halldóru og Kolbein í heim- sókn og að koma til þeirra. Geð- blærinn, sem fylgdi þeim, var svo þægilegur. Mér fannst það stafa af því hvab þau voru samtaka í flestu og líka í þeirri hamingju sem þeim hlotnabist með ágætri dóttur þeirra, Guðbjörgu. Meðan heilsa Halldóru leyfði fóru þau í langar ferðir til að kynn- ast landinu. Þau nutu þessara ferða mjög og minntust þeirra eftir á. Ekki var hægt að segja ab allt léki í lyndi hjá þeim hjónum. Halldóra var snemma heilsuveii og ágerðist vanheilsa hennar með árunum. Kolbeinn reyndist henni þá afar t MINNING vel, var hennar hægri hönd. Þab var sárt fyrir þær mæðgur að missa hann, en þá kom Gubbjörg móður sinni til hjálpar með sömu nær- gætni og hann hafði sýnt. Þrátt fyrir góba hjálp Guðbjargar varð Halldóra ab fara að heiman. Hún fór fyrst að Blesastöbum. Þar þótti henni gott að vera og vildi helst ekki skipta um vistheimili. En það varb ekki umflúið. Á Ljósheim- um voru þau tæki sem hún þarfn- aðist og þangab fór hún. Kunnugir sögðu að hún hafi fljótt orðið jafn- ánægb þar. Hún mun hafa verið vinur allra þeirra sem hlynntu að henni. Halldóra var hæglát í framkomu, en hún var vakandi og áhugasöm. Það var hennar háttur að benda á ýmislegt, sem gat orðið til umræðu i hópi okkar kvenfólksins. Ég held ab hún hafi lesið meira en margar okkar. Hún var hagmælt. Það vissi ég ekki fyrr en nýlega. En það ljóð, sem hún lét mig heyra, var að mín- um dómi ort af kunnáttu og smekk- vísi. Ég held að Halldóra hafi talið sig lánsama, þrátt fyrir vanheilsu sína. Hún miklaöi hana ekki fyrir sér, en var jafnan tilbúin til að taka við hverju sem gat til ánægju orbið, þó smátt væri, og kvartaði yfirleitt ekki þó að hún væri vanmegna. Gott er og lærdómsríkt að minnast hennar. Það er sárt fyrir Guðbjörgu að missa foreldra sína báða á stuttum tíma. En er það ekki huggun harmi gegn ab vita sig hafa reynst þeim eins og raun ber vitni? Guð blessi minningu þeirra og styðji hana mörg og góð ógengin spor. Katrín Ámadóttir Þegar Halldóra á Hamarsholti er gengin á vit feðra sinna, er margs aö minnast eftir rúmlega hálfrar aldar kynni. Eftir ab hún giftist Kol- beini bróður mínum, urbu kynni okkar löng og góð. Við bjuggum alltaf í nágrenni, hittumst oft og var margt spjallab, allt frá pólitík til trúmála. Ekki vorum við alltaf sam- mála, en það varb okkur aldrei að sundurþykkju. Þú hefur þína skoð- un og ég hef mína, var gjama vib- kvæði okkar, svo ekki meira um þaö. Halldóra var mjög pólitísk, rak- inn framsóknarmaöur alla tíb. Svo ekki varð pólitíkin ásteytingar- steinn milli þeirra hjóna, frekar en annaö. Hún var mikill spíritisti, átti margar bækur um þau mál og fór gjarna á slíka fundi, meban hún gat heilsunnar vegna. Halldóra hafði mjög gaman af því að ræða trúmál við þá, sem opnir voru fyrir slíku, og hafði ákveðnar skobanir á þeim sem öðru er hún ræddi um. Þau hjónin ferðuðust mikið um landið á sumrin, á Willysjeppa sem þau áttu lengi. Oft var Guðbjörg dóttir þeirra með þeim, stundum bubu þau mér líka. Það var mjög gaman ab ferðast með þeim, marg- ur útúrkrókurinn var tekinn ef ein- hverstaðar sást braut, því að allt komst Villi, eins og bíllinn var kall- aður. Einu sinni bubu þau mér í stórt ferðalag, átti nú ab fara hring- inn. Þau vissu ab ég hafbi aldrei far- ið hann. Við bjuggum okkur út meb nesti og nýja skó. Og nú var tekinn fólksbíll sem þau voru nýbú- in að eignast. En Villi stób eftir heima. Vib komumst austur að Skógum, þar stansaði bíllinn og neitaði að fara lengra. „Þetta hefði hann Villi aldrei gert okkur," sagði Halldóra. Þetta var ferðin sem aldr- ei var farin. Bíllinn var dreginn heim og ferðalagið á enda. Halldóru þótti þetta afar leitt mín vegna, en ég sagði henni að ef til vill hefði forsjónin verið að forða okkur frá einhverju óhappi. Við vorum báðar ánægðar með þessa skýringu. Þetta eru aðeins fáein minninga- brot frá minni hendi, um duglega konu sem kvartaði aldrei undan sínu hlutskipti, þótt hún ætti vib heilsuleysi að stríða mestan hluta ævi sinnar. „Ég á góðan mann og góða dóttur, hvers vegna ætti ég þá að kvarta," sagði hún einu sinni. Seinustu árin dvaldi Halldóra á Blesastöðum og svo á Ljósheimum. Á báðum þessum stöðum undi hún afar vel, og átti ekki nógu sterk orð til ab lýsa þeirri aðhlynningu sem starfsfólkið veitti henni. Þá sýndi Guðbjörg ab hún var gób dóttir. Hún fór undantekningalítið um hverja helgi niðureftir aö heim- sáekja mömmu sína. Ég held ab hún hafi erft allt þab besta frá sínum for- eldrum. Gott er góðra að minnast. Jóhanna Jóhannsdóttir í dag fylgi ég henni Halldóru síö- asta spölinn. Það eru ekki erfið spor, því lengi var hún búin ab hlakka til umskipt- anna, var þess fullviss að þau yrbu henni ný og ánægjuleg reynsla, ekki síbur en jarðvistin sem hún kvaddi þakklátum huga 9. mars sl., þá nýorðin 84 ára. Halldóra kvaddi síðust systkin- anna frá Snartartungu, þó ætla hefði mátt annaö af líkamlegu at- gervi hennar allt frá frumbernsku. Þá veiktist hún hastarlega með af- leiðingum sem urðu henni æ síðan fjötúr um fót. En andinn var óskert- ur og lundin létt. Hún óx upp í stórum hópi systk- ina og fóstursystkina á gestkvæmu heimili foreldra sinna, en frá Snart- artungu lá fjölfarin leiö yfir sam- nefnda heiði að Kleifum í Gilsfirði. Nýlega lýsti hún leið þessari fyrir mér, kennileitum og örnefnum sem hún kunni mörg. Glampi kom í augun þegar hún minntist göngu- ferða yfir heibina og svananna á Lambavatni. Skólaganga var ekki löng, bama- DACBOK Lauqardagur 18 mars 77. dagur ársins - 288 dagar eftir. Il.vlka Sólris kl. 7.37 sólarlag kl. 19.36 Dagurinn lengist um 7 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Abeins fjórar syningar eftir á leikrit- inu Reimleikar í Risinu. Sýning í dag, laugardag, kl. 16, sunnudag kl. 18, þriðjudag og fimmtudag kl. 16. Upp- lýsingar í s. 5510730 og 5512203. Miðar seldir við innganginn. Sunnudagur: Brids, sveitarkeppni, kl. 13 og félagsvist kl. 14 í Risinu. Dansab í Goðheimum kl. 20. Á mánudag er söngvaka í Risinu kl. 20.30. Stjómandi er Björg Þorleifs- dóttir og undirleikarí Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. Lögfræðingurinn er til vibtals á þriðjudag. Panta þarf tíma í s. 5528812. Hana-nú, Kópavogi Hugmyndabankafundur verður í Gjábakka mánudaginn 21. mars kl. 17.30. Fundur hjá SSH SSH, Stuðnings og sjálfshjálparhóp- ur hálshnykkssjúklinga, heldur fund 20. mars kl. 20 í ÍSÍ-hótelinu, Laugar- dal. Rætt verbur um skaðabótalögin. Sálfræbingar hópsins verða með á fundinum. Kvennakirkjan Kvennakirkjan heldur messu í Kópavogskirkju á morgun, sunnudag, kl. 20.30. í tilefni af ári umburðar- lyndis veröur fjallað sérstaklega um umburbarlyndi í messunni. Séra Sól- veig Lára Guðmundsdóttir, prestur á Seitjarnamesi, prédikar. Sophia Bro- onjansf?) leikur á hörpu. Sönghópur Kvennakirkjunnar leiðir almennan söng undir stjóm Bjarneyjar Ingi- bjargar Gunnlaugsdóttur. Einmánabarfagnabur í Gjábakka Nú er góan liðin og ejnmánubur gengur í garb. Þann 22. mars verður dagskrá í því tilefni í félagsheimilinu G jábakka, Kópavogi, og hefst hún kl. 14. Meðal efnis á dagskránni verður rímnakveðskapur, tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Kópavogs, böm úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýna þjóbdansa og Ragnar Bjamason lætur ljúfa tóna líba um húsib. Vöfflukaffi verður á boöstólum og allir eru vel- komnir. HM-uppákoma í Kringl- unni í dag í dag, 18. mars, em 50 dagar þar til HM 95 hefst í Laugardalshöll. í tilefni þess efna Framkvæmdanefnd HM 95 og Kringlan til hátíðar þar sem verða ýmsar uppákomur sem tengjast þessu langstærsta íþróttamóti sem farið hef- ur fram á íslandi. Fjölbreytt dagskrá hefst kl. 13 með því að sjálfur heimsmeistaragripurinn verður afhjúpaður fyrir framan versl- un hönnuðarins, Jens Guðjónssonar. Síðan tekur hvert atriðið við af öðru allt þar til Kringlunni er lokað kl. 16. Áfram ísland! Bahá'í árib 152 Nýtt ár bahá'ía hefst nk. þriðjudag, 21. mars, og verður haldib hátíölegt víðsvegar um landið. Bahá'ar í Reykja- vík hittast t.d. mánudagsb'öldið 20. mars í endurreistri þjóbarmiöstöð ab Álfabakka 12 í Mjódd og fagna nýju ári. í þjóöarmiðstöbinni eru opin hús á hverju laugardagskvöldi kl. 20.30 og eru allir velkomnir. Kvennalistinn meb fund í Kornhlöbunni Kvennalistinn boðar til opins fund- ar um inntak framhaldsmenntunar undir yfirskriftinni „Framtíð fram- haldsmenntunar: Er inntak og skipu- lag við hæfi beggja kynja?" í dag, laug- ardag, kl. 14 á Komhiööuloftinu. Fmmmælendur: 1. Guöný Gub- bjömsdóttir dósent í uppeldis- og menntunarfræbum viö HÍ: Vald, þekking og inntak. 2. Guðrún Hrefna Guömundsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráöherra: Inntak fram- haldsskólans í tengslum viö gerð framhaldsskólafrumvarpsins í nefnd um mótun menntastefnu. 3. Gubrún J. Halldórsdóttir, þingkona og skóla- stjóri Námsflokkanna: Símenntun og endurmenntun. 4. Kamilla Rún Jó- hannsdóttir, fulltrúi í Stúdentaráði HÍ: Hugmyndir stúdenta um fram- haldsmenntun. 5. Kristín Ástgeirs- dóttir, þingkona og sagnfræðingur: Menntun í starfsgreinum. Allir velkomnir. Kirkjudagur Safnabarfé- lags Asprestakalls Arlegur kirkjudagur Safnabarfélags Ásprestakalls er á morgun, sunnudag- inn 19. mars. Um morguninn verður barnaguðsþjónusta í Áskirkju kl. 11 og síöan gubsþjónusta kl. 14. Signý Sæ- mundsdóttir syngur einsöng, sóknar- prestur prédikar og Kirkjukór Áskirkju syngur undir stjórn Kristjáns Sig- tryggssonar organista. Eftir guðsþjón- ustuna og fram eftir degi verður kaffi- sala í Safnaðarheimili Askirkju. Ágóöi rennur til framkvæmda við kirkjuna. Bifreib mun flytja íbúa dvalarheimila og annarra stærstu bygginga sóknar- innar ab og frá kirkju. Norræna húsið: Fyrirlestur um Knut Hamsun Mánudaginn 20. mars kl. 20 heldur norski Hamsun-fræðingurinn Trond Olav Svendsen fyrirlestur um kvik- myndun verka Knuts Hamsun í Nor- ræna húsinu. Fyrirlesturinn er í tengslum við menningarhátíðina Sólstafi og Hams- un-kvikmyndahátíbina í Háskólabíó vikuna 18.-26. mars. Fyrirlesturinn er á norsku. Aðgang- ur ókeypis. Allir velkomnir. fræðsla að hætti þeirra tíma þegar hún var að alast upp. En þeim mun meira var numið af fróöleik þeirra sem eldri voru og því sem gerðist kringum hana. Snemma fór hún létt meb að kasta fram vísu, þá fyrstu orti hún 11 ára um hvolpa- fulla tík sem bróðir hennar ætlaði að láta fylgja sér í smalamennsku. Tíkin sneri fljótlega við, lagðist nið- ur og fór hvergi: Löpp mín hún er letiskinn, leggst hún milli steina. Óþekk er hún auminginn, ekki er því ab leyna. Síðar orti hún margar fleiri vísur. Um tvítugsaldur fór Halldóra í Kvennaskólann á Blönduósi og upp úr því lá leiöin suður. Var hún í vistum nokkub víða, m.a. var hún kaupakona á Korpúlfsstöðum; hrifningar gætti þegar hún minnt- ist þeirrar vistar. Svo réðst hún ab Skarði í Gnúpverjahreppi og þar kynntist hún lífsförunauti sínum, Kolbeini Jóhannssyni á Hamars- heiði í sömu sveit. Þau gengu í hjónaband 18. nóvember 1943, bjuggu fyrstu árin í sambýli við for- eldra Kolbeins meðan þau byggðu nýbýlið Hamarsholt. Og þar fædd- ist þeim einkadóttirin Guðbjörg. Þessara ára með tengdaforeldrum sínum minntist frænka mín með þakklæti og virðingu. Við tóku áratugir annríkis. Kol- beinn stundaði bíla- og vélavið- gerðir á eigin verkstæði og sá jafn- framt um bensínsölu fyrir Olís. Það áttu því margir erindi að Hamars- holti og flestir dvöldu þar meöan á viðgerð stóð. Fáir voru dagarnir sem ekki voru gestir í mat eða kaffi og oftast fleiri en einn eða tveir. Þab mæddi því mikið á húsmóðurinni. Ekki heyrðist annað en þetta væri sjálfsagður hlutur. Félagslyndi Hall- dóru kom sér vel vib þessar aðstæö- ur og ósjaldan voru fjörugar sam- ræður yfir borðum. Ekki lá hún á skoðunum sínum um hin ýmsu málefni og heitar gátu umræbur orðib ef talið barst að pólitík. í meira en 40 ár veittu þau hjón þessa „auka" þjónustu, sveitungum sínum og öðrum sem að garði bar. Mikiö heilsuleysi hrjábi Halldóru alla tíð, má teljast undravert hvern- ig hún bar það og sinnti öllum störfum sínum sem heilbrigb væri. Þó má segja að heilsan færi batn- andi eftir því sem á ævina leib, þar til fæturnir gáfu sig og hún gat ekki boriö sig um hjálparlaust. í júní 1990 lést Kolbeinn eftir stutta sjúkdómslegu. Var hann harmdauði öllum er til hans þekktu. Halldóra tók fráfalli hans af einstöku æðruleysi, sem og þeim breytingum sem uröu þá á högum hennar. Hún fór til dvalar að Blesa- stöðum á Skeiðum og naut þar frá- bærrar umönnunar Ingibjargar og starfsstúlkna hennar í rúmlega tvö ár. í september 1992 fluttist hún að Ljósheimum á Selfossi. Þar var hún umvafin hlýju hjúkrunarfólks, sem annaðist hana eins og best verður á kosiö. Þáttur Gubbjargar var slíkur í um- önnun móbur sinnar ab vart verbur með orðum lýst. Hvert tækifæri var notað til að sitja hjá henni og stytta henni stundirnar. Alltaf var stutt í glettni Halldóru og oft var glatt á hjalla síöustu misserin, þegar hún fór meb lausavísur og ljóð eftir sjálfa sig og aðra. Óhætt er ab segja að þá fór hún á kostum. Það er bjart yfir minningunni um móðursystur mína, henni á ég ákaf- lega margt að þakka. Hvíli hún í friði. Amþrúbur Sœmundsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.