Tíminn - 18.03.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.03.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 18. mars 1995 WWWiW Valgeir Sigurðsson kennari Enn hefur dauöinn slegiö til foldar einn úr hópi okkar, sem útskrifuöumst voriö 1949 sem barnakennarar frá Kennaraskóla íslands í Reykjavík. Við vorum 27, sem hlutum þessi eftirsóttu réttindi, þar af tveir stúdentar. Nokkur höföu veriö allt frá upp- hafi 1. bekkjar, þar á meöal ég, en önnur bættust viö í öörum eöa þriöja bekk, ef þau höföu til þess nægan undirbúning að tal- iö var, og loks þurftu stúdent- arnir ekki að dvelja viö nám í skólanum nema í fjórða og síð- asta bekk, og þá ekki nema í nokkrum greinum, aðallega í uppeldisgreinum og kennsluæf- ingum. I bekkinn okkar bættust haustið 1946 tveir úr Borgar- fjarðarhéraði: Sigurður Helga- son frá Heggsstöðum í Andakíl og Valgeir Sigurösson frá Hömr- um í Þverárhlíö. Þeir höfðu stundað nám í Reykholtsskóla, Valgeir var gagnfræðingur það- an voriö á undan og komst þess vegna inn í annan bekkinn. Bergþór Finnbogason frá Hítar- dal settist sama haust inn í þriöja bekkinn. Valgeir var lítill vexti og fór lítið fyrir honum. Drjúgur námsmaöur var hann, einkum lá stæröfræði vel fyrir honum. Hann tók aldrei þátt í söng innan skólans, en einhver söngur mun hafa búið innra með honum, því aö marga dæg- urlagatexta samdi hann undir ljúfum lögum, og hafa þeir orö- ið vinsælir, eins og kunnugt er. Hver man ekki textann, sem þannig hefst: „Hún var með dimmblá augu, dökka lokka"? Ég gæti nefnt fleiri, en það breytir engu. Textarnir hans Valgeirs lifa áreiðanlega Iengi enn, sökum léttleikans og upp- runaleikans, sem í þeim býr. í Kennaraskólanum hefur lengi verið gefið út skólablað, sem nefnist Orvar-Oddur. Þegar við Valgeir vorum þarna nem- endur sá ég um blaðið. Til mín tóku að berast ljóð, sem undir- rituð voru með nafninu Vasi. Mér leist vel á þessi Ijóð og birti þau að sjálfsögðu undir dul- nefninu. Lengi vel áttaöi ég mig ekki á því, hver þessi ágæti höf- undur væri, en svo rann upp fyrir mér ljós. Vasi var myndað úr fyrstu tveimur bókstöfum nafns hans og fööurnafns. Mér fannst sýnt að þarna mundi á ferðinni upprennandi skáld. Sú hefur verið venja okkar frá '49 að hittast á fimm ára fresti. Valgeir gerði ekki víðreist um dagana. Hann fór þó upp á Hér- að við og viö. Á Seyðisfirði kunni hann vel við sig. Á fund okkar skólafélaganna kom hann aðeins einu sinni, þjóðhátíðar- árið 1974, en hann var haldinn í Árbæjarskóla. Þá var Valgeir rétt fimmtugur að aldri og hinn brattasti. Og vist mun honum hafa þótt nokkuö í varið að hitta okkur flest, eftir 25 ára að- skilnaö. Á Seyðisfirði bjó Valgeir á sama staö lengst af, að Vestur- vegi 4. Þar bjuggu hjónin Krist- ín (venjulega nefnd Kiddý) Jó- hannesdóttir og Guðjón Sæ- mundsson (d. 1993). Valgeir varð sem einn af fjölskyldunni. þarna,*og í samtali við Kiddý kom fram, að Valgeir hefði ver- iö ljúfur maður í umgengni. Um hann stóð aldrei neinn styrr. Og þegar ég spurði Kiddý um það, hvar Valgeir yrði járösettur, sagöi hún að það yrði á Seyðis- firði. — Við áttum hann Val- geir, sagði hún: hann var orð- t MINNING inn hluti af okkur. Nemendurn- ir virtu hann og elskuðu, óhætt að segja. Honum kom áreiðan- lega aldrei til hugar aö kenna annars staðar. Það segir sína sögu. Stærðfræðin var honum kær sem náms- og kennslu- grein. Að kenna í fjóra áratugi á sama stað er gæfa út af fyrir sig. Slíks verða ekki allir aðnjótandi. Fyrir allmörgum árum tók Valgeir að kenna vanheilsu. Hann fékk kransæðastíflu og breytti þá nokkuð um lífsstíl. En eigi var það hjartasjúkdómur, sem gerði enda á líf hans, held- ur krabbamein í lungum. Þeir sem reykja mega biðja fyrir sér að ekki fari fyrir þeim eins og Valgeiri. Vissulega sleppa marg- ir, en aðrir falla frá um aldur fram. Einhvers staðar hef ég les- ið, að flestir reykingamenn séu horfnir fyrir sjötugt. Þetta er al- varleg áminning. Hugðarmál Valgeirs fyrir utan kennsluna, sem var honum líf og yndi, voru bóklestur og íþróttir. Þó stundaði hann ekki slíkt, en áhugi hans á þeim var mikill og viðvarandi. Hann átti gott bókasafn og naut þess vel að annast um það og grípa sér bók til lestrar úr því. Gildi heim- ilisbókasafns er í því fólgið að hafa í nánd andlega fjársjóði. Valgeir var maður rólegrar íhug- unar og kunni best við fámenni utan starfsvettvangs. Já, Valgeir kunni vel við sig á Seyðisfirði, og vék ég að því í einum af mínum brögum, sem fluttur var við endurfundi 1984, þótt Valgeir væri þar eigi mætt- ur: Og enn er Valgeir austanlands og yrkir daegurljóö, þótt iðki sjaldan dufl og dans og daðri lítt við fljóð. Valgeir orti um ást og ljúf kynni manns og konu í dægur- ljóðum sínum, þótt hann væri einn á báti í lífinu langa ævi. Um stúlkuna litlu og sætu, með ljósa hárið, orti hann: „Fyrir hana hjartað brann, hún er allra besta stúlkan sem ég fann." Slíkt ljóð heillar alla sem unna fögru máli og heilbrigðu lífi. I leikfimi vorum við Valgeir saman, eins og að líkum lætur. Kennt var í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. Kennarinn var hinn ágæti íþróttamaður Baldur Kristjóns- son frá Útey í Laugardal. Valgeir var sæmilegur íþróttamaður, en oft kom fyrir í tímum, að hann færi úr liöi um öxlina. Kipptu þá einhverjir hraustir menn í liðinn. Þetta er okkur bekkjarfé- lögum hans minnisstætt, eftir næstum hálfa öld. Valgeiri brá lítt við þetta, enda maðurinn rólegur og yfirvegaður jafnan. í brag, þar sem minnst er kenn- ara okkar í Kennaraskóla íslands og Baldurs Kristjónssonar er getið í einu erindanna, gat ég ekki á mér setiö að fara nokkr- um orðum um Valgeir Sigurðs- son: Hjá Baldri Kristjóns bröltum við í bolta og leikfimi, og hann var sjálfiir hress og ör og hlaðinn lífskrafti. Við hlupum yfir hest og rá og hugrökk aefðutn stökk. Svo ákaft Vasi ólmaðist, að öxl úr liði hrökk. Að Valgeiri gengnum eru fjór- ir horfnir úr bekknum okkar frá '49. Á undan honum hafa kvatt þeir Steinþór Bjarni Kristjáns- son frá Hjarðardal ytri í Önund- arfiröi (1959), Jón Sigurðsson cand. theol., kennari (1966), sem sat að sjálfsögðu einungis fjórða bekk, og Arngrímur Jóns- son, skólastjóri á Núpi (1973). Við munum Steinþór allvel enn og einnig litla Jón. Og Amgrím trega allir menn, — þann eðla menntaþjón. Með Valgeiri er kvaddur góð- ur og gegn maður, traustur starfsmaður, ágætur félagi og listamaður orðsins. Fari hann vel á vegu hins ókomna. Með samúðarkveðjum til ættingja hans og vina frá gömlum bekkj- arfélaga. Og ég leyfi mér að bera fram þakkir fyrir hönd félag- anna þar fyrir góð kynni. Auðunn Bragi Sveinsson ÚTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í viðgerb- ir á malbiki: Verkið nefnist: Malbiksvibgerbir A og B. A. Sögun á malbiki u.þ.b. 9.100 m Malbikun á grús u.þ.b. 6.900 mJ B. Sögun á malbiki u.þ.b. 4.550 m Malbikun á grús u.þ.b. 3.500 m2 Síbasti skiladagur er 31. október 1995. Útbobsgögn verba afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og meb þribjudeginum 21. mars, gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Tilbobin verba opnub á sama stab mibvikudaginn 5. apríl 1995, kl. 15,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 fAuglýsing frá yfirkjör- stjórn Reykjavíkurkjör- dæmis um framboöslista Frambobsfrestur til alþingiskosninga í Reykjavíkurkjördæmi, sem fram eiga ab fara þann 8. apríl 1995, rennur út kl. 12 á hádegi föstudaginn 24. mars 1995. Frambob skal tilkynna skriflega til yfirkjörstjórnar, sem veitir þeim vibtöku í Rábhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 23. mars kl. 17:00-18:00 og föstudaginn 24. mars kl. 11:00-12:00. Á framboðslista skulu vera ab lágmarki nöfn 19 frambjóðenda og eigi fleiri en 38. Framboðslistum fylgi yfirlýsinc þeirra, sem á listunum eru, að þeir hafi leyft aö setja nöfn sín á listana. Hverjum lista skal fylgja skrifleg yfirlýsing 380 mebmælenda hib fæsta og eigi fleiri en 570. Þá skal fylgja tilkynning um hverjirséu umbobsinenn lista. Fundur yfirkjörstjórnar með umbobsmönnum frambobslista verbur haldinn í Rábhúsi Reykjavíkur, laugardaginn 25. mars kl. 11:00. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis. Jón G. Tómasson Borghildur Maack Hermann Gubmundsson Hjörleifur B. Kvaran Skúli j. Pálmason Frá yfirkjörstjórn Vest- urlandskjördæmis Frambobsfrestur vegna alþingiskosninga 8. apríl 1995 rennur út föstudaginn 24. mars 1995, kl. 12.00 á há- degi. Framboðum skal skila til formannsyfirkjörstjórnar, á skrif- stofu hans ab Borgarbraut 61, Borgarnesi. Einnig tekur yfirkjörstjórn á móti framboðum f Hótel Borgarnesi, mjlli. kl. 11.00-12.00 árdegis, föstudaginn 24. mars 1995. Á framboðslista í Vesturlandskjördæmi skulu að lágmarki vera 5 nöfn og eigi fleiri en 10 nöfn. Fjöldi mebmælenda er ab lágmarici 100 og eigi fleiri en 150. Fylgja skal til- kynning um hverjir séu umboðsmenn framboðslistanna. Framboðslistar verða úrskurbaðir á fundi yfirkjörstjórnar, sem haldinn verburá Hótel Borgarnesi, laugardaginn 25. mars 1995, kl. 13.00. Yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis, Borgarnesi 16. mars 1995. Gísli Kjartansson form. Gubjón Ingvi Stefánsson Ingi Ingimundarson Páll Guðbjartsson Sigurbur B. Gubbrandsson ÚTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskab eftir tilbobum í vibgerb- ir á gangstéttum: Verkib nefnist: Gangstéttir — vibgerbir 1995. Helstu magntölur eru: Steyptar stéttir u.þ.b. 5.500 m2 Hellulagbar stéttir u.þ.b. 1.500 m2 Síbasti skiladagur er 1. október 1995. Útbobsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og meb þribjudeginum 21. mars, gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Tilbobin verba opnub á sama stab fimmtud. 6. apríl 1995, kl. 15,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur veröur haldinn mánudag- inn 20. mars kl. 20:30 á Hótel Sögu, Súlnasal. ilM'jift Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.