Tíminn - 18.03.1995, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.03.1995, Blaðsíða 20
Laugardagur 18. mars 1995 Vebrlb í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gaer) • Suburland og Faxaflói: Noröan stinningskaldi. Léttskýjaö. • Breiöafjöröur: Noröan stinningskaldi.Skýjaö en úrkomulítiö. • Vestfiröir: Lægir meö morgninum. Noröan stinningskaldi og minnkandi éljagangur siödegis. • Strandir og Nl. vestra: Noröan og norövestan hvassviöri. Élja- gangur. • Nl. eystra, Austurland aö Glettingi: Noröan rok. Snjókoma eöa éljagangur. • Austfirbir: Nv-stormur eöa rok og éljagangur. • Subausturland: Allhvöss nv-átt. Léttir heldur til. Sjúkralibar telja margt benda til þess aö stjórnendur Borgarspítala leggi eldri starfsmenn íeinelti: Fólki beitt sem gíslum til aö fá meira fjármagn Félagsstjórn Sjúkralibafélags ís- lands mótmælir harblega ákvörbun Borgarspítala ab segja upp starfsmönnum sem hafa áralanga starfsreynslu ab baki. Ab mati félagsins virbist sem spítalinn beiti vibkom- andi einstaklingum fyrir sig sem gíslum í þeim tilgangi ab knýja fram vibbótar fjárveit- ingu til rekstrarins frá heil- brigbisyfirvöldum. Kristín Á. Guömundsdóttir, formabur Sjúkraliðafélagsins, tel- ur ab í ljósi þess hversu stutt er til alþingiskosninga séu stjórnend- ur Borgarspítala aö notfæra sér starfsmenn sína til að knýja heil- brigðisyfirvöld um meira fé til rekstrar spítalans. En stjórnendur Vátryggingafélag Islands: Lækkar stórum ið- gjald kaskótrygginga Vátryggingafélag íslands hef- ur tekib ákvörbun um ab lækka ibgjald kaskótrygginga bifreiba sem tryggbar eru frá félaginu um 15%. Þetta helg- ast af því að viðskiptavinir fé- Iagsins hafa sýnt ábyrgan akstur, ab því er fram kemur í frétt frá VíS. Bótaskyldum tjónum hefur veriö ab fækka og afkoma fé- lagsins er því gób, að því er fram kemur í frétt frá VÍS. Þannig veröa iðgjöld heimilistrygginga lækkuð og sömuleibis veittur 35% afsláttur af fjölskyldutrygg- ingu VÍS, F+. „Meb framangreindum að- gerðum og ýmsum öðrum inn- byrðis leiðréttingum mun félag- ið veita viðskiptamönnum sín- um um 150 milljón króna lækk- un iðgjalda á ári," kemur fram í frétt frá VÍS. ■ Deilur ráöherra um afstööuna til grálúöustríös Kan- ada og ESB: Davíð sammála báðum Davíb Oddsson forsætisráb- herra segist vera sammála ut- anríkisrábherra í afstöbu hans til grálúbustríbs Kanada- manna og ESB og sömuleibis sé hann sammála afstöbu sjávarútvegsrábherra í mál- inu. Forsætisráðherra segir að það kunni að þykja heldur ein- kennilegt, en svo sé ekki þegar grannt er skoðað. Hann tekur undir gagnrýni sjávarútvegsráð- herra þess efnis ab framferði Spánverja á grálúöumiðunum úti fyrir 200 mílna mörkum Kanada sé stórlega ábótavant, bæði hvað varöar útbúnab veið- arfæra og smáfiskadráp. Ráð- herra minnir á að íslensk skip hefðu tímabundið hætt veiðum í Smugunni á sínum tíma vegna fjölda undirmálsfisks í afla. Að sama skapi er forsætisráðherra sammála utanríkisráðherra um ab Kanadamenn höfðu ekkert leyfi til ab taka spænska togar- ann sem var á veiðum á alþjób- legu hafsvæbi. Hinsvegar hefði verið betra ab beiðni Kanadamanna um stuðning íslendinga hefði verið rædd innan ríkisstjórnar. Aftur á móti sé erfitt um vik ab ná mönnum saman um þessar mundir. Þeir séu út um hvipp- inn og hvappinn í kosningabar- áttu og hálffastir í snjósköflum vegna ótíðar. MAL DAGSINS 85,2% Alit lesenda Síbast var spurt: Finnst þér nafnib 14,8% Suburnesbœr eblileg íslenska? Nú er spurt: Hafa auglýsingar stjórnmálaflokka áhrif á þig? Hringið og látið skoðun ykkar (Ijós. Mínútan kostar kr. 25.- SÍMI: 99 56 13 Borgarspítala hafa lýst því yfir aö það þurfi að fækka um 40 stööu- gildi til þess að koma til móts við kröfur heilbrigbisráðuneytisins um niðurskurð. Formaöur Sjúkraliðafélagsins segir að að öllu óbreyttu muni nokkrir sjúkralibar missa vinn- una á Borgarspítala eftir þrjá mánuði. Þar á meðal em sjúkra- liöar sem em orbnir það full- orðnir aö ekki er sýnilegt ab þeir muni fá aðra vinnu. Hún segir að þarna eigi m.a. í hlut sjúkraliðar sem hafi unnið hjá sömu stofn- uninni yfir 20 ár. í ályktun félagsfundar Sjúkra- liðafélagsins um málið er lögð áhersla á ab stjórnendur sjúkra- hússins setji sér einhverjar leið- beinandi og mannlegar reglur til að fara eftir. Eins og staðib hefur verið að þessum uppsögnum tel- ur félagið margt benda til þess að eldri starfsmenn séu lagbir í ein- elti af stjórnendum spítalans. Þá mótmælir félagið harðlega þeirri ákvörðun Borgarspítala að svipta nema í starfsnámi um- sömdum námslaunum. Þess er krafist að heilbrigðisráðherra sjái til þess að mörkuð fjárveiting sjúkrahússins til mennmnar sjúkraliða verbi nýtt eins og til er ætlast, en ekki notuð til annarra þarfa eftir geðþótta stjórnenda. Félagiö minnir á að launað starfsnám sjúkraliða hafi gert fjölmörgum koniim fjárhags- lega kleift aö hefja nám sem að öðrum kosti hefði verið ómögu- legt. ■ Borgarspítalinn: Uppsagnir lækna hafnar Rögnvaldi Þorleifssyni lækni hefur verib sagt upp störfum á Borgarspítalanum. Uppsögn- in er libur í sparnabarabgerb- um í rekstri sjúkrahússins og er vib því ab búast ab fleiri læknum verbi sagt upp ábur en langt um líbur. Tíminn hefur það eftir áreið- anlegum heimildum að það hafi ráðið úrslitum varðandi þessa uppsögn að Rögnvaldur Þorleifsson, sem á að baki lang- an starfsaldur vib sjúkrahúsið, hafi verið betur undir það bú- inn en margur annar að sjá á bak föstu starfi, enda eigi hann rétt á lífeyrisgreiðslum sem muni ekki skerða kjör hans til muna. Þess má geta ab Rögn- valdur er skurðlæknir og fékk á sig orö fyrir ab vera kraftaverka- mabur eftir að hann græddi fingur á stúlku hér um árið. Hvorki náðist í Rögnvald né Jó- hannes Gunnarsson, yfirmann Lækningasviðs, vegna málsins í gær. ■ Kosningabarátta Sjálfstæbisflokksins verbur á lágu nótunum, enda telur flokkurinn sig ekki þurfa á yfirbobum ab halda gagnvart öbrum flokkum vegna þess ab fólkib þekkir flokkinn og sjálfstœbisstefnuna. Davíb Óddsson for- sœtisrábherra og Fríbrik Sophusson fjármálarábherra á blabamannafundi í Valhöll í gœr. rímamynd c5 Óskastaöa Sjálfstœöisflokks er stjórn tveggja flokka: Verkin undir dóm kjósenda Davíb Oddsson forsætisrábherra segir ab Sjálfstæbisflokkurinn leggi störf sín á kjörtímabilinu undir dóm kjósenda í kosninga- baráttunni og ætlar ekki ab taka þátt í því ab yfirbjóba abra flokka meb einhverjum kosn- ingaloforbum. Davíb segist reiknast svo til ab samanlögb lof- orb vinstri flokkana séu upp á 55 milljarba króna og ávísun á hækkun vaxta. 1 gær var kosningayfirlýsing Sjálfstæbisflokksins formlega kynnt, þar sem fram koma þau meginvibhorf og sjónarmið sem flokkurinn leggur áherslu á í kosn- ingabaráttunni. En yfirlýsingin er nánast útdráttur úr samþykkt síö- asta landsfundar og fulltrúarábs- fundar flokksins. Þar er kjósendum heitib aö flokkurinn muni halda áfram á sömu braut á næsta kjör- tímabili og hann hefur gert sl. fjög- ur ár. Á blaðamannafundi í Valhöll í gær sagbi forsætisráðherra að ós- kastaða flokksins eftir kosningar væri myndun tveggja flokka stjórn- ar. Hann sagði ab það væru nánast engar líkur á því að flokkurinn mundi taka þátt í myndun þriggja flokka stjórnar. Slæm reynsla væri á þeim ríkisstjórnum sem fleiri en tveir flokkar standa að. Forsætisráðherra ítrekaði að um- sókn að ESB væri ekki á dagskrá og gaf í skyn að stefna Alþýöuflokks- ins í þeim efnum væri einnota. Hann sagði jafnframt ab í óform- legum viöræbum sínum við for- ystumenn ESB í Kaupmannahöfn á dögunum hefbi komiö fram að ís- land gæti strax orðiö aðili að ESB svo framarlega sem þeir samþykktu sjávarútvegsstefnu bandalagsins, sem kemur aubvitað ekki til greina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.