Tíminn - 11.04.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.04.1995, Blaðsíða 2
2 Vnolitii Þri&judagur 11. apríl 1995 Halldór Ásgrímsson, formaöur Framsóknarflokksins, segir oð boltinn sé hjá stjórnarflokkunum: Mikilvægast að koma á starfshærri meirihlutastjórn Halldór Ásgrímsson, formaöur Framsóknarflokks, ræddi í gær vi& Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýbuflokks. Þetta var niburstaban eftir ab tals- menn núverandi stjórnarand- stöbuflokka höfbu borib saman bækur sínar. Halldór vill ekki meta hvort samkomuiag geti tekist um stjórnarmyndum á miili þessara fjögurra flokka en hann segir eblilegt ab sjálfstæb- ismenn og kratar gefi sér stutt- an tíma til þess ab ákveba hvort þeir starfi saman í ríkisstjórn áfram. „Þessir flokkar eru búnir ab vinna saman undanfarin fjögur ár og tiltölulega aubvelt fyrir þá ab fara yfir þau mál sem þeir telja sig þurfa ab ræba. Ég hefbi haldib ab þeir ættu ab geta lokib því á 2- 3 dögum," segir Halldór. Málib er í þeirra höndum," seg- ir Halldór. „Stjórnarandstöbu- flokkunum kom saman um ab þab væri rétt aö ég ræddi viö for- mann Alþýöuflokksins um stöö- una og þaö hef ég gert. Hvert framhaldiö veröur get ég ekki spáb í á þessari stundu. Efasemdir um ríkis- stjórnina -Er ríkisstjórn Sjálfstæöisflokks og Alþýöuflokks raunhæf meö svo nauman meirihluta? „Ég hef efasemdir um þaö, en þeir segjast treysta sér til ab taka á ýmsum erfibum málum meö svona nauman meirihluta. Þeir verba þá aö berja víöa í brestina miöaö vib yfirlýsingar einstaka stjórnarliöa fyrir og eftir kosning- arnar." -Hver er raunhæfasti möguleik- inn í stööunni ef núverandi stjórn situr ekki áfram? „Ég get ekki sagt til um hver raunhæfasti möguleikinn er," segir Halldór. „Þetta er mjög flók- in staba. Spurningin snýst ekki eingöngu um hvab mabur vildi helst gera heldur ab koma hér á starfshæfri meirihlutastjórn sem getur tekist á vib erfiö mál. Ef þaö á ab takast verbur hún aö vera samhent og sammála um mikil- vægustu málaflokkana. Á þaö hefur ekkert reynt ennþá af okkar hálfu. Þeir sem nú eru ab tala um myndun ríkisstjórnar hafa ekki sýnt aö þeir séu samhentir í mik- ilvægustu málunum." \ ímyndin komst til skila Framsóknarflokkurinn er sigur- vegari kosninganna og Halldór segir aö sér sé efst í huga þakklæti til allra þeirra sem veittu flokkn- um brautargengi og studdu hann meö ráöum og dáö. „Við unnum ágæta málefnavinnu fyrir kosn- ingar og okkur tókst ab koma þeim boöskap til skila í kosninga- baráttunni," segir hann. „Jafn- framt tókst aö koma réttri ímynd flokksins á framfæri. í þessari kosningabaráttu skilgreindum vib okkur skýrt á miðju íslenskra stjórnmála. Eg hef verið andvígur því að tala um Framsóknarflokk- inn sem vinstri flokk og sagði það hreint út. Ég hef verið gagnrýnd- ur fyrir það af sumum, en það er mitt mat að með þessu hafi Fram- sóknarflokkurinn komið fram sem skýrari kostur í íslenskum stjórnmálum en hefur verið á undanförnum árum." -Nú vinnið þið m.a. á í Reykja- vík og á Reykjanesi, er það afleið- ing af því sem þú ert að lýsa núna? „Ég held að svo sé. Við erum stærsti flokkurinn í fjórum kjör- dæmum landsins og næst stærsti flokkurinn í hinum fjórum. Með þessu er Framsóknarflokkurinn búinn að ná þeirri stöðu sem hann hafði hér áður fyrr og er orðinn mun öflugri flokkur í þétt- býlinu en verið hefur án þess aö missa þann stuðning sem hann hafði út um land. Framsóknar- flokkurinn er ekki eingöngu dreifbýlisflokkur. Við leggjum áherslu á að dreifbýli og þéttbýli vinni saman, enda er nauðsyn- legt að svo sé. Framsóknarflokk- urinn er ekkert síður flokkur þétt- býlis en dreifbýlis og ekki síður flokkur neytenda þó að hann sé líka flokkur bænda. Halldór Ásgrímsson. -Þið Davíö Oddsson kepptuð um hvor ykkar væri landsföður- legri og fannst mörgum að þú hefðir betur á seinustu vikunum. Telur þú að ímynd þín hafi skilað flokknum mikið auknu fylgi á landsvísu? „Ég er ekki maður til þess að „Þetta er aubvitað alveg stórkost- legur sigur og mabur er ab sjálf- sögbu afskaplega hamingjusamur meb þessa niburstöbu," segir Siv Fribleifsdóttir, nýkjörinn alþing- ismabur og efsti mabur á lista Framsókamarflokksins og einn stærsti sigurvegari kosninganna, en flokkurinn fékk tvo menn kjörna, en hafbi ábur einn. Ástæðuna fyrir þessum sigri segir Siv vera að listinn hafi verið breið- ur og sterkur, meö mikið af nýju fólki, sem hafi gert þaö að verkum aö listinn hafði ákveöna sérstöðu í þessum kosningum. „Við vorum með sterka málefnastöðu og náð- um að kynna okkar málefni vel. Viö lögðum áherslu á atvinnumál- in, skuldastöðu heimilanna og jöfnun lífskjara í landinu. Viö náð- um aö koma þessum bobskap til skila meö þrotlausri vinnu fram- dæma um það, en ég var ekkert að reyna að skapa mér nýja ímynd. Ég var fyrst og fremst aö reyna að vera það sem ég er. En þetta er fyrsta kosningabaráttan sem ég er mjög áberandi í. Þetta er í fyrsta skipti sem ég leiði flokk- inn og ég hef ekki verið í umræð- um formannanna áður. Ef fólki hefur líkað mín frammistaða er ég að sjálfsögðu mjög ánæðgur með það. Ég leit ekki á þetta sem keppni um ímynd heldur fyrst og fremst keppni um traust kjós- enda." Barist á landsvísu -Stjórnmálaskýrendur telja að kosningabaráttan nú hafi að meira leyti verið á landsvísu en oft áður. Hver er þín skoðun á því? „í þessum kosningum kom mjög skýrt fram að hér var um að ræða kosningabaráttu á lands- vísu. Framsóknarflokkurinn rak sína baráttu meö þeim hætti. Austurlandskjördæmi er mitt bjóðenda og okkar stuðnings- manna," segir Siv. Hún segir þab eftirtektarvert ab flokkurinn bæti við sig 7,1%, sem er mesta fylgisaukning hjá flokkn- um á landinu. „Það er einnig mjög athyglisvert aö út úr þessum kosn- ingum getum við lesið aö vib höf- um einnig meö stórglæsilegri kosn- ingu í Reykjavík styrkt stööu okkar mjög á Suövesturhorninu og höf- ubborgarsvæöinu. Helmingur at- kvæöa sem greidd voru flokknum í þessum kosningum vom í Reykja- vík og Reykjanesi, á móti öllum hinum kjördæmunum. Þetta þýöir aö Framsóknarflokkurinn er ekki lengur einungis dreifbýlisflokkur, heldur höfum viö fest flokkinn í sessi á höfuöborgarsvæöinu og Reykjanesi, þar sem atkvæöamagn okkar er jafn mikiö og úti á landi," segir Siv. Ástæbuna segir Siv vera aö meö nýju fólki og sterkri málaefna- stööu, sem höföi einnig til fólks á þessu þéttbýlissvæði, þá breytist þetta. Siv segir þab einnig eftirtektar- vert að Framsóknarflokkurinn er í öllum kjördæmum annaö hvort stærsti eba annar stærsti flokkur- inn, sem sé mikill sigur. „Það má heldur ekki gleyma því aö nýr for- maður flokksins, Halldór Ásgríms- son, á mikinn hlut í þessum sigri kjördæmi en ég verð sem formað- ur flokksins aö taka tillit til lands- ins alls. Framsóknarflokkurinn er öflugur flokkur á landinu öllu. Ég verð aö tala fyrir hönd alls þessa fólks og túlka stefnu flokksins út frá hagsmunum heildarinnar én ekki hagsmunum einstaka kjör- dæma." -Nú hefur 15 manna þingflokk- ur Framsóknarflokksins komið saman á fundi en eruð þið að ein- hverju leyti famir að skipta með ykkur verkum? „Á fyrsta fundi þingflokksins voru úrslit kosninganna rædd og farið yfir stöðuna. Við sem eldri erum í þingflokknum vorum að taka á móti 6 nýjum þingmönn- um. í þessum þingflokki er mikil breidd og þekking og ég hef trú á því að hópurinn eigi eftir að verða samstilltur. Ég fann strax á fyrsta degi að ég nýt mikils trausts innan þingflokksins og það gefur mér að sjálfsögðu miklu styrkari stöðu í því sem framundan er," segir Halldór Ásgrímsson. nú og hann kemur sterkt inn." En kvíðir Siv störfum á nýjum vettvangi? „Nei, alls ekki. Nú kem- ur tímabil vinnu, þar sem við mun- um reyna aö hafa áhrif, þannig aö þaö verði tekiö á atvinnumálum al- veg sérstaklega. Viö vonumst auð- vitaö aö okkar stefna komist í framkvæmd og það verði tekiö á þessum þremur höfuðmálum sem ég nefndi fyrr." Siv segir aö sjávarútvegsmálin veröi rædd í þingflokknum, en framsóknarmenn á Reykjanesi lögðu fram nýjar tillögur í sjávarút- vegsmálum fyrir kosningarnar. „Hins vegar fömm viö ekki fram meö neinu offorsi, eins og sjálf- stæðismenn á Vestfjöröum gera. Viö höfum þá skynsemi til aö bera ab við munum ræöa þetta yfirveg- að í þingflokknum og reyna aö hafa áhrif á þá í þessum málum. Viö munum ekki verða meö gífur- yrtar yfirlýsingar, eins og mér sýn- ist Einar Óddur og fleiri vera með á Vestfjöröum. Mér sýnist það vera vanhugsað hjá þeim nú í þessari stöðu." Aö lokum vildi Siv koma kæru þakklæti til allra stuðningsmanna sem unnu þrotlaust í kosningabar- áttunni og einnig til kjósenda fyrir þann stubning og traust sem fram- sóknarmönnum á Reykjanesi hefur veriö sýnt. ■ Siv Friöleifsdóttir, alþingismabur Framsóknarflokksins á Reykjanesi: „Stórkostlegur sigur" Menn brostu mikib á fyrsta þingflokksfundi Framsóknarflokksins eftir kosningar. Hér eru þrír nýir þingmenn ásamt einum gamalreyndum. Hjálmar Árnason er lengst til vinstri og vib hlibina á honum er Stefán Cubmundsson. Á bak vib Stefán er Olafur Örn Haraldsson og loks Siv Fribleifsdóttir. Tímamynd cs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.