Tíminn - 11.04.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.04.1995, Blaðsíða 16
mmmm Þriöjudagur 11. apríl 1995 Vebrib í dag (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: Allhvöss nor&vestanátt og skýjab. Lægir sí&degis. • Faxaflói: Nor&vestan stinningskaldi og slydduél í fyrstu. Lægir tals- vert sí&degis. • Vestfir&ir: Allhvöss e&a hvöss nv- átt og slydduél. Lægir sídegis. • Strandir og Nl. vestra: Allhvöss e&a hvöss nv-átt og él. • Nl. eystra og Austurland ab Clettingi: N- og nv-stinningskaldi e&a allhvasst. Slydduél. • Austfir&ir: Nor&vestan stinningskaldi og skúrir e&a slydduél. • Su&austurland: Norövestan stinningskaldi eöa allhvasst. Þurrt inn til landsins. Hagstofan: Meöalíbúðin lækkar kringum 150.000 kr. Vísitala neysluverös reyndist 0,1% lægri í aprílbyrjun held- ur en í mars, samkvæmt út- reikningum Hagstofunnar. Lánskjaravísitalan lækkar jafnframt um sama hlutfall. Til lækkunar muna&i hvaö mest um 2,2% lækkun mark- aösverös á húsnæöi en einnig varö lækkun á hústryggingum bifreiöa (9%) og heimilis- tryggingum (7%). Þar á móti varö nokkur veröhækkun á matvælum (0,5%) og nýjum Undirbúningur A-landslibs- ins gegn Svíum hafinn: 8 atvinnu- menn gegn Chile Landsliö íslands sem leikur æf- ingaleik gegn Chile ytra þann 23. apríl var valið í gær og eru 8 atvinnumenn í liöinu. Þaö er þannig skipaö: Birkir Kristins- son Fram, Friörik Friöriksson ÍBV, Guöni Bergsson Bolton, Rúnar Kristinsson Örgryte, Kristján Jónsson Bodö/Glimt, Sigursteinn Gíslason ÍA, Daöi Dervic KR, Hlynur Birgisson Örebro, Arnór Guðjohnsen Örebro, Þorvaldur Örlygsson Stoke, Sigurður Jónsson ÍA, Arnar Grétarsson Breiöabliki, Hlynur Stefánsson Örebro, Eyj- ólfur Sverrisson Besiktas, Arnar Gunnlaugsson Nurnberg og Guömundur Benediktsson KR. Leikur þessi er hugsaöur sem undirbúningur fyrir Svíaleikinn sem fer fram 1. júní og er liður í Evrópukeppninni. ■ Hvergeröingar vilja vínbúö Meirihluti kjósenda í Hvera- geröi vill aö opnuö verði áfeng- isútsala í Hverageröi, eöa 63,9% en 34,4% greiddu atkvæöi á móti því. Samhliöa alþingis- kosningum var einnig kosið um þetta málefni og alls greiddu 857 atkvæöi í þessum kosningum. ■ bílum (0,4%). Sömuleiöis hækkuöu bílaviðgerðir um 2,5% og viöhaldskostnaöur á húsnæ&i, vegna kauphækk- ana í síbasta mánuöi. Vísitala neysluverðs er nú að- eins 1,1% hærri heldur en fyrir einu ári. En síðustu þrjá mánuöi hefur vísitalan lækkaö um 0,2%. Þar sem segja má að vísitala neysluverðs hafi tekið viö hlut- verki lánskjaravísitölunnar til mælingar á verötryggingu fjár- skuldbindinga þá hefur láns- kjaravísitalan nú lækkað 2. mánuðinn í röð, samtals nærri 0,3% á síðustu tveim mánuð- um. Það þýðir til dæmis að verð- tryggö skuld sem var 5 milljónir í febrúar hefur nú á tveim mán- uðum lækkað um 14.500 kr. án þess aö borgað væri af henni — og verbtryggö inneign þá vitan- Iega líka. ■ Hitt húsib flytur þessa dagana í Ceysihúsiö í Kvosinni, en þaö hefur undanfarin ár veriö starf- rœkt ígamla Þórskaffi í Brautarholti. Um er aö rœöa menningar- og þjónustumiöstöö fyrir ungt fóik, auk þess sem ýmis önnur starfsemi veröur íhúsinu. Þegar ijósmyndari Tímans kom viö íhinu nýja Hina húsi í gœr, voru flutningarnir í fullum gangi. Logi Sigurfinnsson forstööumaöur var aö vonum ánœgöur, enda var þaö ávallt vilji StarfsfÓlks aö flutt yröi í hÚSÍÖ. Tímamynd GS Atkvœöagreibslu lokiö um kennarasamningana og úrslit eftir páska: Friöun hrygningar Margir endar eru enn óhnýttir Allsherjaratkvæ&agreiðslu um kjarasamning kennara er form- lega lokiö hjá félagsmönnum Kennarasambands Islands og hjá félagsmönnum Hins ís- lenska kennarafélags lauk at- kvæöagreiðslu í gær. Ver&i samningurinn samþykktur veröur hafist handa viö aö ljúka öörum málum sem vísaö var til samstarfsnefndar eins og t.d. um einsetinn skóla. Gubrún Ebba Ólafsdóttir, vara- formaður KÍ, segir aö tafning at- kvæöa muni hefjast eftir páska eöa 21. apríl n.k. Hún býst ekki viö ööru en kjörsókn hafi veriö góö hjá kennumm í KÍ eins og venjulega og telur einsýnt ab samningurinn verði samþykktur. Gangi þaö eftir hefst vinna vib þau mál sem vísab var til sam- starfsnefndar aðila sem á aö skila af sér 15. maí n.k. Meðal þess sem nefndin fær til umfjöllunar eru mál eins og einsetinn skóli, kjör skólastjórnenda og námsráögjafa á fræðsluskrifstofum og dagpen- ingagreiöslur á námskeiöum. Ef nefndin kemur sér ekki sam- an um niðurstöður verður þess- um málum vísað til sérstakrar úr- skuröarnefndar sem á að skila af sér 15. júní n.k. En formaður þeirrar nefndar er skipaður af rík- issáttasemjara. Þá er viðbúið að undirbúningur hefjist fyrr en seinna á flutningi grunnskólans til sveitarfélaga, en sveitarfélögin eiga að taka viö skólanum 1. ágúst á næsta ári. Fyrir þann tíma verða aö liggja fyrir nýir kjarasamningar við kennara og fleiri atriöi er lúta að þeirra kjara- og réttindamálum þegar sveitarfélögin taka yfir grunnskólann. ■ þorsks: Raubmaga- net bönnuð Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefiö út reglugerð um breyt- ingar á reglugerð um friöun hrygningarþorsks í apríl. Sam- kvæmt því veröa allar veiöar í rauömaganet bannaöar. Aö mati ráðuneytisins er þetta gert vegna þess aö all- nokkuð hefur borið á því að þorskur hafi veiðst í rauð- maganet, en við þær veiðar eru notuð samskonar net og við þorskveiðar. Aftur á móti eru grásleppuveiðar leyfðar innan bannsvæbis þar sem lágmarksstærb möskva er 10,5 þumlungar. ■ Ragnhildur Vigfúsdóttir; sagn- og safnfrceöingur: Inga Jóna biðjist afsökunar MAL DAGSINS 76,9% 23,1% Alit lesenda Síöast var spurt: Fannst þér kosninga- baráttan of bragbdauf? Nú er spurt: Á Kvennalistinn ab ganga til libs vib ríkisstjórnina? Hringið og látið skoðun ykkar f Ijós. Mínútan kostar kr. 25.- SÍMI: 99 56 13 Eins og viö sög&um frá fyrir helgina voru þær Hrefna Ró- bertsdóttir sagnfræöingur og Helga María Bragadóttir í sameiningu ráönar til a& gegna störfum borgarminja- varöar og yfirmanns Áræbæj- arsafns, í fjarveru Margrétar Hallgrímsdóttur, en hún fer nú í barnsburöarleyfi. Þetta mál kom til umræöu á fundi borgarstjórnar og var nafn Ragnhildar Vigfúsdóttur, sagn- og safnfræöings, dregiö inn í umræðuna aö fulltrú- um minnihlutans í borgar- stjórn, en Ragnhildur dró umsókn sína til baka. I máli Ingu Jónu Þórðardóttir kom fram að Ragnhildur hefði fengið borgastjóra til að aug- lýsa stöðuna og síðan hefði borgarstjóri kvatt Ragnhildi til að sækja um stöðuna. í bréfi sem sú síðarnefnda hefur sent fjölmiblum segir ab þetta sé al- Isafjörbur: Baldur samþykkti rangt og um sé að ræða ósmekklegar dylgjur ab hálfu Ingu Jónu. Hún hafi sótt um starfið án samráðs við Ingi- björgu Sólrúnu, en síöan dreg- ið umsókn sína til baka þegar henni varð ljóst að umræðan um starfið var á leið í pólitísk- an hráskinnaleik, sem hún hefði ekki viljaö blanda sér í. Ragnhildur hvetur Ingu Jónu til að leggja fram óyggjandi gögn til sönnunar þessum ásökunum, ellegar biðjist hún opinberlega afsökunar, enda ummælin vibhöfb opinber- lega. ■ Nýgeröur kjarasamningur Verkalýösfélagsins Baldurs á ísafiröi var samþykktur í alls- herjaratkvæ&agreiðslu í sl. viku meö 117 atkvæðum gegn 5. Auöir seölar voru tveir. Þar með hefur verib staðfestur kjarasamningur Baldurs, Verka- lýbs- og sjómannafélags Álft- firðinga í Súðavík, Verkalýðsfé- lags Hólmavíkur og Verkalýðsfé- lags Patreksfjarðar viö Vinnu- veitendafélag Vestfjarða og Vinnumálasambandið. Búið er að samþykkja samninginn á Patreksfiröi en ólokið er að taka samninginn fyrir í Súðavík og Hólmavík. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.